Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 FRÉTTIR Boðað verkfall á sjúkrastofnunum í Hafnarfirði Töluverð áhrif á starfsemi ERFITT er að meta nákvæmlega hver áhrif verkfall verkakvennafé- lagsins Framtíðarinnar á sjúkra- stofnunum í Hafnarfírði munu verða ef það kemur til fram- kvæmda, að sögn Áma Sverrisson- ar, framkvæmdastjóra St. Jósefs- spítala, þar sem engin sambærileg ákvæði um undanþágur frá verk- falli era í gildi og era í samningum við ríkisstarfsmenn. Ljóst er þó að áhrifin verða veru- leg, en sótt verður formlega um undanþágur til að halda uppi lág- marksstarfsemi er nær dregur verk- fallinu og samningar takast ekki, að sögn Arna, en verkfallið er boð- að frá miðnætti 25. ágúst. Um 40 félagar í verkavennafé- laginu Framtíðinni starfa á St. Jó- sefsspítala einkum í eldhúsi, þvotta- húsi og við ræstingar, en verkfallið nær einnig til Sólvangs og Hrafn- istu. „Ég náttúrlega vænti þess að þetta leysist og til þessara vand- ræða komi ekki, en óneitanlega gætu þau orðið töluverð, sérstak- lega hérna á lyflæknisdeildinni okk- ar þar sem við erum með mikið af veiku fólki og akútvakt fyrir Hafn- arfjarðarsvæðið," sagði Árni enn- fremur. Hann sagði að umönnunarstörf væru öll unnin af faglærðu fólki á sjúkrahúsinu, en félagar í Framtíð- inni ynnu einnig umönnunarstörf á Sólvangi og Hrafnistu. ■ Morgunblaðið/Kristinn Amstur í háloftum VERIÐ er að ganga frá þaki á turni Borgarkringlunnar, sem verið hefur í byggingu undanfarin ár. Það fór um þá, sem vanir eru að vinna á jafn- sléttu, er þeir sáu smiðina á þakinu. Þeir unnu verk sitt af ákveðni og létu ekki hæðina hafa nein áhrif á sig. Fyrstu sex mánuðir þessa árs 399 fleiri fluttu frá Islandi en hingað ÁRIN 1991-1994 fluttust samtals 210 fleiri frá Islandi en fluttu hingað til lands en ef einungis era tekin árin 1992-1994 þá fluttust 1.217 fleiri héðan en fluttu til landsins. Fyrstu sex mánuði þessa árs fluttu 1.554 frá landinu en 1.155 hingað og hafa 399 fleiri íbúar landsins flutt héðan en hingað. Árin 1991-94 fluttu 12.532 ein- staklingar héðan og 12.322 fluttu til landsins. Langflestir flytja til Norð- urlandanna. Alls fluttu 7.634 ein- staklingar til Norðurlandanna á fyrr- greindu tímabili. Frá Norðurlöndun- um til íslands fluttu svo 7.427 og munar 207 manns. Era flutningar til og frá Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku áberandi algengastir. Til annarra Evrópulanda fluttu 2.633 og hingað fluttu 2.581 ein- staklingar frá Evrópu. Hingað flytja einnig flestir frá þessum löndum. Flestir flytja til Bretlands og Þýska- lands. Árið 1991 fluttu 339 Pólveijar hingað til lands en ári seinna flutti 301 Pólveiji héðan. Þá fara margir til Ameríku, flestir til Bandaríkjanna og Kandada. Alls fluttu 1.598 tii Ameríku og 1.373 fluttu hingað til lands. Þeir sem flutt hafa héðan til Afr- íku fara flestir til Suður-Afríku og einnig í seinni tíð til Namibíu. Alls fluttu 168 til Afríku og 172 komu hingað þaðan. Fjöldi frá Asíu Talsverður fjöldi innflytjenda frá Asíu hefur flutt hingað til lands, flestir frá Tælandi og Víetnam. Er þetta eina landsvæðið sem fleiri flytja hingað til lands en flytja þangað á tímabilinu. Árin 1991-94 flutti 521 Asíubúi hingað, en héðan fluttu 232 einstaklingar til Asíu. Frá Eyjaálfu komu 196 manns og héðan fluttu 253 til Ástralíu og Nýja- Sjálands. Fjórtán einstaklingar fluttu héðan til ótilgreindra landa og 12 fluttu hingað frá löndum sem ekki era tilgreind sérstaklega. Aðfluttir og brottfluttir 1991-95 Brottfluttir umfram aðflutta (399 fyrirsexmánuði) 1.554 x2 Brottfluttir — 1—1.007 2000 aðfluttir umfram 1500 brottffutta 1000 500 0 ■ 1991 _ Aðfluttir Tölur um aðflutta og brottflutta eru einungis til fyrir fyrri hluta ársins í ár. Hér eru þær tvöfaldaðar til að fá samanburð við fyrri ár 1992 1993 1994 1995 Grein um Kvennalistann í virtu erlendu kvennatímariti Er kvennabaráttan farin að kúga konur? í grein sem dr. Inga Dóra Bjömsdóttir og dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir rita í maíhefti tímaritsins The European Journal of Women ’s Studies er því haldið fram að hugmyndafræði Kvennalistans, sem í upphafi hafði að markmiði að frelsa konur, hafi þróast út í að hefta konur. GREININ ber nafnið „Hreinleiki og saurgun, eðlishyggja og refsing í ís- lensku kvennahreyfingunni1*. Þær Inga Dóra og Sigríður Dúna líkja baráttu Kvennalistans fyrir kven- frelsi við baráttu íslensku þjóðarinn- ar fyrir sjálfstæði frá Dönum. Þær benda á að í sjálfstæðisbaráttunni hafí verið lögð áhersla á að skapa þjóðinni sitt eigið sjálf sem væri ólíkt sjálfi nýlenduþjóðarinnar. Með svip- uðum hætti hafi Kvennalistinn lagt áherslu á að konur séu ólíkar körlum og að þær hafl eitthvað nýtt og í grandvallaratriðum ólíkt að bjóða heiminum. Greinarhöfundar segja að þessi baráttuaðferð hafi gefíst vel bæði í þjóðernisbaráttu íslendinga og í bar- áttu Kvennalistans. En þessi baráttu- aðferð hafí hins vegar einnig haft neikvæða fýigifíska. Óll gagnrýni og allt sem vikið hafí frá hinni réttu braut hafí verið ákaflega illa séð. Þaggað hefði verið niður í kvenna- listakonum, sem brutu í bága við hugmynd Kvennalistans um hvemig kvennalistakonan ætti að vera, og þess væru dæmi að þær hafi hrein- lega yfírgefið listann vegna þessa. Kvennalistinn legði líka áherslu á að konur væru öðravísi en karlar og að þær væru sterkari siðferðilega og réttlátari en karlar. Þessi eiginleiki þeirra væri ein af ástæðunum fyrir því að þær hefðu mikið fram að færa á hinu pólitíska sviði. Greinarhöfundar segja að Kvenna- listinn hafi smám saman lagt áherslu á að til að konur gætu upplifað sig sem konur þyrftu þær að hafa fætt barn og fundið sig { móðurhlutverki. Mæðrahyggjan hafi þannig orðið samnefnari fyrir kvennamenninguna sem Kvennalistinn hafi lagt upp með. Þessi stefna hefði leitt til þess að barnlausar konur hefðu orðið út undan innan Kvennalistans. Kvennalistinn að refsa konum Inga Dóra og Sign'ður Dúna segja að út á við virðist sem starf og póli- tísk staða maka Kvennalistakvenna skipti ekki máli. Sú sé hins vegar ekki raunin þegar á reyni. Þær taka síðan dæmi um konur sem hefur verið vikið til hliðar innan Kvenna- listans vegna starfa eiginmanna þeirra. Þingflokkur Kvennalistans hafi óskað eftir að varaþingmaður flokksins tæki ekki sæti á Alþingi vegna hugsanlegra afskipta manns hennar af vafasömum viðskipta- samningum. í hinu dæminu hafi konu verið vikið til hliðar innan Kvenna- listans eftir að hún hóf sambuð með stjómmálamanni sem var í forystu fyrir annan stjórnmálaflokk. Greinarhöfundar segja jafnframt að óæskilegir eiginmenn séu ekki það eina sem spillt geti þeirri ímynd sem Kvennalistinn vilji gefa af sjálfum sér. Tekið er dæmi um konu sem tók sæti í stjórn bankastofnunar fyrir hönd Kvennalistans. Efasemdir hefðu vaknað um að hún væri hæf til starfans vegna þess að hún starf- aði við innheimtu hjá fjármögnunar- fyrirtæki. Sem dæmi um áherslu á einingu Kvennalistans er tekið dæmi af þingmanni flokksins sem neitaði að leggjast gegn inngöngu íslands í EES. Áfstaða hennar hefði verið harðlega gagnrýnd og hún kölluð ókvenleg. Benda höfundar á að þeg- ar svo sé komið kúgi kvennabaráttan konur í staðinn fyrir að virða frelsi þeirra. Sigríður Dúna er að fjalla um eigin reynslu Guðný Guðbjömsdóttir, uppeldis- fræðingur og þingkona Kvennalist- ans, sagði að í greininni væri beitt svokallaðri eigindlegri rannsóknar- aðferð og_ alhæft út frá mjög fáum dæmum. I slíkum rannsóknum væri mjög mikilvægt að vísindamaðurinn staðsetti sig og segði frá því hver hann væri og hvaðan hann kæmi. „Sigríður Dúna er þarna að fjalla um sjálfa sig að hluta, en segir ekki frá því. Hún alhæfír út frá tveimur dæmum, þar sem annað er hún sjálf, eins og hún sé algjörlega utanaðkom- andi aðili. Ég tel að ritstjórar ritsins hafi ekki áttað sig á að þarna er um persónulega reynslu að ræða að stærri hluta en fram kemur í grein- inni.“ Guðný sagðist vera sammála greinarhöfundum um að kvenna- menningin hafí upphaflega verið skil- greind út frá alhliða reynslu kvenna frá vöggu til grafar. Hún sagði að fullyrðing þeirra um að smám saman hafí kvennamenningin verið skil- greind eingöngu út frá þeirri reynslu að vera móðir væri alls ekki rökstudd nægilega vel. Vísað væri í erlendar stefnur og í lesendabréf í Vera, en ekki í málflutning Kvennalistans né í stefnuskrá hans. Kvennalistinn fylgir ekki mæðrahyggju „Mitt mat er að einstakar konur innan Kvennalistans hafi fylgt sjón- armiðum mæðrahyggjunar, en að það sé mjög erfitt að finna breytingu í þessa átt á hugmyndafræðilegum grundvelli Kvennalistans eða mál- flutningi nema þá helst í stefnu- skránni árið 1987, sem Sigríður Dúna samdi sjálf að hluta. Okkur var það alveg ljóst þegar við vorum að móta þessa hugmynda- fræði að við vorum að byggja á kyn- bundinni reynslu kvenna og við gerð- um okkur líka ljóst að það var stund- um erfitt að greina þetta frá líffræð- inni. Þess vegna var lögð sérstaklega mikil áhersla á það við mótun stefnu- skrárinnar 1991 og 1995 að gera þennan mun mjög ljósan. í þessum stefnuskrám er aftur og aftur talað um margbreytileika kvenna; þær séu mismunandi einstaklingar, sem hafí mismunandi menntun, búsetu, hjú- skaparstöðu kynhneigð o.s.frv. Þetta er ekkert nefnt í greininni, en bara talað um áherslu Kvennalistans á mæðrahyggjuna, sem er ekki rétt. Hins vegar benda þær á leiðir til að losa sig við mæðrahyggjuna og benda á að nauðsynlegt sé að leggja áherslu á konur sem margbreytilegar verar. Þetta er einmitt kjaminn í stefnuskrá Kvennalistans 1991 og 1995. Árið 1983 og 1987 átti Sigríð- ur sjálf þátt í mótun hugmyndafræð- innar. Þetta verður því að teljast vafasöm gagnrýni á Kvennalistann þó að hún eigi við um eðlishyggjuna sem slíka.“ Guðný sagði að lýsing Sigríðar Dúnu á þeim dæmum um áhrif eigin- manna sem hún tiltæki í greininni væri hennar upplifun á því sem gerð- ist. Hún sagði að þessi upplifun væri allt önnur en sinn skilningur á stöðu þessara tveggja kvenna. Hún sagðist að öðru leyti ekki vilja ræða opinberlega um þessi tvö persónu- legu mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.