Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 21 Skvísan á Tónvakinn í fjórða skipti skriðdrekanum KYIKMYNPIR Bíóhöllin SKRIÐDREKASKVÍS AN „Tank Girl“ Vi Leikstjóri: Rachel Talalay. Aðalhlut- verk: Lori Petty, Ice-T, Malcolm McDowell. United Artists. 1995. SKRIÐDREKASKVÍSAN með Lori Petty á að vera framtíðartryll- ir í gamansömum dúr byggður á ævintýrum samnefndrar hasar- blaðapersónu en er skelfing leiðin- leg della, gersamlega óspennandi, óskemmtileg og ómerkileg. Ef orð- bragðið í henni væri ekki eins klúrt og raun ber vitni gæti hún kannski virkað sem lágmarksskemmtun fyrir smáböm en þó er það ekki víst. Hún gerist eftir 38 ár þegar jörðin hefur verið lögð í rúst af loftsteinaregni eða einhverju og svalasta stelpan í auðninni er Lori Petty. Við vitum strax að hún er svöl af því hún er með voðalega skrítna hárgreiðslu og ferðast um á tarfi. Hún talar inn á myndina með óþolandi smástelpumálhreim og er öll svo ýkt í orði, æði og athöfnum að það er eins og hún eigi beinlínis að fara í taugarnar á manni. Óvinurinn er vatnsveitu- stjórinn Malcolm McDowell í enn einu draslhlutverkinu sínu; McDowell virðist gersamlega týndur í vonlausum skúrkahlut- verkum mynd eftir mynd. Skriðdrekaskvísan gerir sitt til að vera með á nótunum; Björk á tvo lagstúfa í myndinni innan um þungarokkið. Heimsendaútlitið er auðvitað stolið frá „Mad Max“ og tilraunir til að tengja myndina beint hasarblaðamenningunni með teiknuðum innskotum á milli at- riða er óskiljanlegt klúður. Húmor- inn sem svífur yfir vötnum er and- laus. Myndin á að vera lauflétt heimsendagrín með hinni frökku og stórsniðugu „skriðdrekaskvísu" en það snýst upp í andhverfu sína undir leikstjórn Rachel Talalay, sem ekki hefur úr merkilegu hand- riti að moða. Rapparinn Ice-T er einn af foringjum andspyrnuhreyf- ingar sem berst á móti McDowell og meðlimir hennar eru eins og stökkbreyttar Playboykanínur. Allt ber að sama brunni. Skrið- drekastelpan er vond mynd. Arnaldur Indriðason Norrænir skólakrakkar hvattir til að semja efni Listhús 39 í Hafnarfirði FJÓRÐA árið í röð efnir Ríkisút- varpið til tónlistarkeppni er nefn- ist Tónvakinn. Sextán tónlistarmenn skráðu sig til keppni í fyrsta hluta Tón- vakans í ár. Til úrslita keppa eftir- taldir sex tónlistarmenn á jafn- mörg hljóðfæri: Ármann Helga- son klarinettleikari, Emil Friðf- innsson hornleikari, Jón Ragnar Örnólfsson sellóleikari, Jón Rós- mann Mýrdal baritónsöngvari, Júlíana Rún Indriðadóttir píanó- leikari og Sigurður Marteinsson píanóleikari. Útsendingar frá þessum ioka- tónleikum keppninnar hefjast á Rás 1 sunnudaginn 13. ágúst kl. 13. Þá kemur fram Ármann Helgason klarinettleikari og flyt- ur verk eftir Þorkel Sigurbjörns- son, Igor Stravinsky, Arthur Hon- egger, Áskel Másson og Francis Poulenc. Davíð Knowles Játvars- son leikur með á píanó. Tónleikar hinna keppendanna fylgja í kjölfarið næstu sunnu- daga allt til 24. september en þá verður tilkynnt hver þeirra hlýtur tónlistarverðlaun Tónvakans 1995. Sigurvegarinn kemur fram með Sinfóníuhljómsveit íslands á tón- leikum í Háskólabíói 26. október nk. undir stjórn Ola Rudners. ÁRMANN Helgason, klarinettleikari. Nemenda- tónleikar í Skálholti FLAUTUTÓNLEIKAR verða haldnir í Skálholtsbúðum laugar- daginn 12. ágúst kl. 15. Flytjendur eru nemendur á þver- flautunámskeiði sem staðið hefur yfir sl. viku í Skálholti. Flutt verða verk eftir Honegger, Carteréde, Telemann o.fi. Aðgangur er ókeyp- is og allir eru velkomnir. -----»-»--»---- Menning’ar- handbókin Leikur & list MENNINGARHANDBÓKIN Leikur & list er komin út. Upplag hvers tölublaðs er 63.000 eintök og er Menningarhandbókin borin inn á öll heimili á höfuðborgar- svæðinu, þ.e. í Reykjavík, Kópa- vogi, Garðabæ, Bessastaðahreppi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Sel- tjarnarnesi. Einnig fá ferðamenn sem ferð- ast með Flugleiðum utan af landi til Reykjavíkur ritið í hendur. FORSÍÐ A fyrsta tölublaðs. EITT verka Helgu. Sýning' á verkum Helgu SigTirðardóttur HELGA Sigurðardóttir opnar laug- ardaginn 12. ágúst myndlistarsýn- ingu í matstofunni Á næstu grösum, Laugavegi 20b. Sýningin stendur til 30. september og er opin á venju- legum opnunartíma matstofunnar. Þessa sýningu kallar Helga Ný sýn og er hún 12. einkasýning hennar. Síðasta sýningarhelgi hjá Georg Guðna SUMARSÝNINGU Norræna húss- ins 1995 lýkur sunnudaginn 13. ágúst. Sýningin er opin daglega frá kl. ,14-19. Á Sumarsýningunni eru málverk og vatnslitamyndir eftir Georg Guðna. Verkin eru öll ný, máluð á þessu og síðasta ári. Landslagið er aðalviðfangsefni Georgs Guðna og ritar Gunnar J. Árnason grein um landslagsmálverkið og verk lista- mannsins í sýningarskrá sem fylgir sýningunni. í anddyri Norræna hússins stend- ur yfir sýning á íslenskum fléttum. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „VIÐ Norðurlandabúar" er kennslu- og fræðsluefni í fimm heftum og á átján myndböndum, sem norrænu sjónvarpsstöðvarnar og námsgagnastofnanirnar kynna á blaðamannafundi í Kaupmanna- höfn i dag Efnið hentar fyrir 5.-10. bekk grunnskólans. Skólasjónvörp á Norðurlöndum munu auk þess sjón- varpa myndbandsefninu. Auk þess að nota éfnið til náms eru nemend- ur hvattir til að setja sig í tölvusam- band við aðra nemendur á Norður- löndum í gegnum Norræna skóla- netið. Með því að vinna sjálfir efni handa norrænum nemendum verða þeir kjörnotendur og geta þeir feng- ið boli og annað með merki náms- efnisins „Við Norðurlandabúar" frá Námsgagnastofnun. íslenskir skólar slá öll met hvað varðar tengslin við skólanetið, þar sem níu af hveiju tíu skólum eru tengdir því. Danir koma næstir, þar sem þriðjungur skólanna teng- ist því, en á öllum Norðurlöndum vex notkun netsins hröðum skref- um. Gyðjan ALDA Ármanna Sveinsdóttir held- ur sýningu, Gyðjan í merki ljónsins, í Listhúsi 39, Strandgötu 39, Hafn- arfirði. Þarna verða sýnd 12-15 ol- íumálverk og er viðfangsefnið gyðjuorkan og áhrif hennar. Álda Ármanna hefur haldið 16 einkasýningar auk samsýninga. Á sl. ári sýndi hún í Ábo í Finnlandi, „Gyðjur í íslensku samfélagi" en þar voru einungis myndir af konum og útgeislun þeirra. Og í framhaldi af þeirri sýningu var sýning í Spari- sjóði Hafnarfjarðar við Garðatorg með svipuðu þema. Alda hefur stundað nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands með lokapróf sem myndlistarkennari í framhaldsskóla. Einnig tók hún olíumálun framhaldsnám í Mynd- listarskóla Reykjavíkur. Hefur auk þess tekið margvísleg námskeið í myndlist hér heima og erlendis. Alda hefur sinnt kennslu barna með hegðunarfrávik og námsvanda, lát- ið sig varða list fatlaðra og safnað verkum þeirra til sýningarhalds. Verk eftir Öldu eru í eigu List- skreytingasjóðs ríkisins, Reykjavík- urborgar, Neskaupstaðar, Vest- mannaeyjabæjar og Ólafsvíkur- kaupstaðar. Alda mun einnig hafa opna vinnustofu sína að Skógarási 2, frá 22. ágúst til 26. ágúst á kvöldin eða eftir samkomulagi og sýna þar önnur verk. í merki ljónsins EITT verka Öldu sem sýnd verða í Listhúsi 39. Þverflautu- leikur í Þing- vallakirkju ARNA Kristín Einarsdóttir, þverflautuleikari, heldur tónleika í Þingvallakirkju laugardaginn 12. ágúst. Flutt verða einleiksverk frá ýmsum tímum. Tónleikarnir í Þingvallakirkju hefjast kl. 15.15 og er aðgangur ókeypis. -----» ♦ » Arna Kristín Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.