Morgunblaðið - 11.08.1995, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 11.08.1995, Qupperneq 52
PlCKWICK -te fyiirþá sem gera kröfur! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fundað með ráðherra um álversstækkun VSÍ óskar fundar með starfsfólki FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra segir eftir fundi, sem hann hefur átt með fulltrúum starfsfólks íslenska álfélagsins í Straumsvík annars veg- ar og stjórnendum þess og Vinnuveit- endasambandi íslands hins vegar, að sér finnist ailir aðilar vilja leggja talsvert mikið á sig til að samningar um stækkun álversins geti náðst og skynji hversu mikið sé í húfi. Finnur sagði að með fundunum hefði hann kynnt stöðu samninga um stækkun álversins, jafnframt því að kynna sér afstöðu aðila „og reyna að leggja mitt lóð á vogarskálamar í því að menn tali saman og leiti leiða til lausnar." Hann sagði að ekki væri rætt um að taka upp núgild- andi kjarasamning frá í júní, heldur hvernig næsti kjarasamningur gæti litið út í stækkuðu álveri. Hann sagð- ist búast við að VSÍ myndi í næstu viku óska eftir fundi um þessi mál með starfsfólki. Gylfí Ingvarsson, aðaltrúnaðar- maður starfsmanna, segir að ekkert fo.rmlegt erindi hafí borist frá ISAL eða VSÍ um viðræður og ekki sé skýrt hvað menn vilji ræða ef til komi. Starfsmenn telji að gengið hafi verið frá öllum atriðum í þeim kjarasamningum sem sé nýlokið. Morgunblaðið/Sverrir Dýr innlend uppskera er aðalorsök hækkunar á verði grænmetis Dæmi um hækkun innflutn- ings vegna útfærslu GATT INNFLYTJENDUR grænmetis og kaupmenn telja að aðalorsök 34% hækkunar á verði fersks grænmet- is að meðaltali í júlímánuði sé eink- um vegna þess að dýr, innlend uppskera hafi komið á markað í stað ódýrari erlendrar vöru. Hins vegar séu einnig dæmi þess að innflutt grænmeti hafi hækkað vegna útfærslu ríkisstjórnarinnar á GATT-samningnum. Samkvæmt könnun Hagstofu íslands hækkaði ferskt grænmeti að meðaltali um 34% í verði í júlí- mánuði og olli þannig nærri helm- 'ingi þeirrar hækkunar, sem varð á framfærsluvísitölunni þann mán- uðinn. Viðmælendur Morgun- blaðsins segja það árvissan við- burð að verð hækki er ný, íslenzk uppskera komi á markað, en fari svo aftur lækkandi er framboð af henni aukist. Óskar Magnússon, fram- kvæmdastjóri Hagkaups,- sagðist þannig í samtali við Morgunblaðið telja verðhækkun íslenzks græn- metis valda því að grænmetisliður vísitölunnar hækkaði nú. Mikil hækkun á jöklasalati og blaðlauk Hjá heildverzluninni Mata hf., sem er einn helzti innflytjandi grænmetis, fengust þær upplýs- ingar að verð nokkurra græn- metistegunda hefði hækkað eftir að lög um útfærslu á GATT-samn- ingnum.tóku gildi 1. júlí síðastlið- inn. Gunnar Þór Gíslason, fjár- málastjóri fyrirtækisins, segir að jöklasalat hafi af þeim sökum hækkað í verði strax 1. júlí, þrátt fyrir að það sé ekki framleitt hér á landi .og því ekki til að dreifa að verið sé að vernda innlenda framleiðslu. Þá hafi blaðlaukur hækkað í verði 1. ágúst, enda legg- ist á hann hár magntollur sam- kvæmt GATT og kílóið af lauknum kosti nú um 500 krónur í heild- sölu, sem sé fáránlegt verð. Kemur mönnum í opna skjöldu Júlíus Þór Jónsson, verzlunar- stjóri hjá Nóatúni, segir að ekki fari á milli mála að óvenjuleg hækkun hafi orðið á innfluttum grænmetistegundum vegna hinna háu magntolla, sem lagðir séu á með lögunum um útfærslu GATT. Hann nefnir sem dæmi að tveggja kílóa poki af kartöflum frá Frakk- landi, sem seldur hafi verið á 290 krónur áður en lögin komu til framkvæmda, hafi hækkað í 340 krónur. Hækkunin eigi ekki aðeins við um ferskt grænmeti; þannig hafi t.d. pakki af innfluttum Maggi-kartöflujafningi hækkað um 30 krónur. „Það er ýmislegt í GATT-málinu, sem virðist koma mönnum í opna skjöldu,“ segir hann. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði í viðtali við Morgun- blaðið í Iok júní að verð á inn- fluttu grænmeti myndi ekki hækka vegna útfærslunnar á GATT, framkvæmdin myndi stað- festa það. „Fjármálaráðherra virð- ist ekki hafa lesið lögin alveg nógu vel,“ segir Gunnar Þór Gíslason. Krefjast launa og skaðabóta SKIPVERJAR á togurunum Atl- antic Princess og Atlantic Queen hafa verið fjarri heimilum sínum á fjórða mánuð, kauplausir. Tog- ararnir hafa legið við bryggju í Hafnarfirði í tvo mánuði en mennirnir stóðu i þeirri trú að þeir væru að fara á karfaveiðar. Utgerðarfyrirtækinu fær- eyska, sem á skipin ásamt Georg- íumönnum, hefur ekki tekist að fjármagna kaup á veiðarfærum, greiða mönnunum laun og búa skipin að fullnustu til veiða, að sögn skipverja. Þeir sögðu í sam- tali við blaðamann um borð í skipunum í gær að þeir gætu hvorki keypt sér nauðsynjar, sem flestir eigi að veiyast, né haft samband við fjölskyldurnar í heimalandinu, og vita ekki hvað þeir eiga að taka til bragðs. Þeir krefjast launa fyrir þijá mánuði og skaðabóta fyrir samn- ingsrof og vilja hitta útgerðar- mann skipanna að máli. Hann hefur verið sjaldséður um borð. ■ Getum hvorki/7 Friðarsamstarf NATO Æfingar hér vegna jarðskjálfta YFIRMAÐUR herstjórnar Atlants- hafsbandalagsins, NATO, í Evrópu, George A. Joulwan hershöfðingi, segir að í viðræðum hans við íslenska ráðamenn hafi m.a. verið rætt um möguleikann á því að efnt yrði til æfinga hér á landi í tengslum við Friðarsamstarfíð sem fyrrverandi kommúnistaríki Mið- og Austur-Evr- ópu eiga aðild að. Þessi hugmynd kom fram í tengsl- um við hernaðaræfinguna Norður- víkingur í sumar. Næsta æfing mun fara fram hér á landi 1997. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði að í þessu sambandi væri einkum hafður í huga mikill jarðskjálfti á Suðurlandi. „Við vitum að kæmi til slíkra hamfara gætum við ekki ráðið við aðstæðurnar án utanaðkomandi hjáipar," sagði Halldór. ■ Markmið NATO/16 Börn í Grafarvogi leika sér að púðurskotum úr skotbyssum smiða Morgunblaðið/Ingólfur BJARNI Þór Wardum (t.h.) og Ársæll Kristjánsson voru heppn- ir að stórslasa sig ekki þegar þeir sprengdu púðurskot í gær. Gat kom á hljóðhimnu Bjarna við sprenginguna. Sprenging skemmdi hljóðhimnuna FIMM ára gamall drengur slasaðist í Grafarvogi í gær þeg- ar púðurskot, sem hann var að leika sér að, sprakk. Gat kom á hljóðhimnu í eyra drengsins við sprenginguna. Skothylki frá byggingaraðilum hafa fundist við húsin þar sem börn eru að leik. í fyrra slasaðist níu ára drengur alvarlega þegar járnflís gekk inn í bijóst hans, en hann var að leika sér að púðurskoti. „Drengirnir fóru tveir út sam- an að leika sér um morguninn eins og þeir gera oft. Þeir voru að grafa holu fyrir utan blokkina hjá okkur og með uppgreftrinum komu þessi skothylki. Þeir fóru að beija á þau með steini til þess að sjá hvað myndi gerast. Eitt hylkið sprakk og sprengdi hljóðhimnu í syni mínum. Hann fékk mikinn verk í eyrað og það fór að blæða úr því,“ sagði Sig- ríður Stormsdóttir móðir drengs- ins. Sigríður sagðist ekki vita hvort drengurinn yrði jafngóður aftur, en hún ætti allt eins von á því að svo yrði ekki. Drengur- inn fer til sérfræðings í dag og þá kemur í ljós hversu alvarlega áverka hann hefur fengið. Skotið sem sprakk er púður- skot sem notað er til að skjóta stálnöglum í steypu. Smiðir og aðrir sem koma að byggingu húsa nota mikið af þessum skot- um.Sigríður sagði að patrónur með ósprungnum skotum lægju við nýbyggð hús út um allt Grafarvogshverfi. Börnin hefðu auk þess verið að fara inn í hús sem væru í byggingu og tekið þaðan skot. Hún sagði greinilegt að mikið vantaði á að bygginga- raðilar pössuðu nægilega vel upp á þessi skot. Sigríður sagði þetta hirðuleysi mjög alvarlegt því að mjög mörg börn byggju í hverfinu. í blokk- inni sem hún ætti heima í byggju um 50 börn. í fyrra fékk níu ára drengur járnflís í brjóstið þegar hann barði á patrónuskot sem leikfé- lagi hans fann við heimili sitt. Flísin gekk 2-3 sentimetra inn í hægra bijóst hans og var hún fjarlæg með skurðaðgerð. Litlu munaði að flísin gengi inn í lung- að.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.