Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand Ég sagði, sérðu flugdreka þarna? Já, en ég held að hann hafi misst áhugann. PlmnpnlMÍ^ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 Eiga KR-ing,ar að fá bikar í ár? Frá Áhugamönnum á Suðurnesjum um knattspymu: NÖ ÞEGAR knattspymuverti'ðin er hálfnuð hefur frammistaða KR-inga vakið verðskuldaða athygli. Það virðist sama á hveiju gengur og hversu slæm staða liðsins er, allir virðast leggjast á eitt, jafnt dómarar sem aðrir, um að skila þeim stigum í pottinn. Þegar knattspymuhæfi- leikarnir duga ekki til taka við heilu leiksýningamar sem allir virðast taka eftir nema dómararnir. Jafnvel stuðningsmönnum KR-inga líður illa yfir skrípaleiknum sem settur er í gang til að krækja í stigin. í leik Leifturs og KR í Sjóvá- Almennar-deildinni afhenti dómar- inn KR-ingum stigin með hlægilegri vítaspyrnu á síðustu mínútum leiks- ins. Næsta útspil KR-inga var ein ódrengilegasta framkoma knatt- spymuliðs sem sést hefur á íslandi þegar KR-ingar tóku innkast og skomðu eftir að leikmaður Fram hafði spymt knettinum vísvitandi útaf þegar leikmaður KR-inga meiddist. Þar sá KR-liðið sjálft um ævintýrið og hefur ekki enn beðist afsökunar. I leik á móti FH dugði ekkert annað til en að dæma undar- lega töf á markmann FH og í kjöl- farið vítaspýrnu sem KR-ingar skor- uðu úr og náðu að jafna leikinn á lokamínútu leiksins. Mikill fjöldi áhorfenda FH-inga missti þá stjóm á skapi sínu yfir óréttlætinu en það ber að harma. í bikarkeppninni hallaði undan fæti hjá KR-liðinu á móti Keflavík og tóku þá leikrænir hæfileikar eins leikmanns KR-inga við til að krækja sér í vítaspymu. Eins og venjulega tóku allir eftir leikhæfileikunum nema dómari leiksins sem sá ekkert athugavert við leikritið. Nú bíða knattspyrnuáhugamenn spenntir eftir næsta útspili KR-inga því ekki em mörg lið eftir sem eiga eftir að fá útreiðina. Það hefur einn- ig vakið athygli þeirra sem verða fyrir barðinu á KR-ingum að íþrótta- fréttamenn hafa lítinn sem engan áhuga á að íjalla um leikþættina heldur virðist sem niðurstaða leiksins sé það eina sem spurt er að. Þegar leiktímabilinu lýkur og sár- in fara að gróa kemur að því að áramótin renna upp. Eftir að KR- ingar hafa leikið svo, mörg knatt- spyrnulið og stuðningsmenn þeirra grátt í sumar er hætt við að áhugi þeirra á kaupum á KR-flugeldum og þannig fjárhagslegur stuðningur við KR minnki til muna. Eftir að knattspyrnuáhugamenn hafa horft uppá ósanngirnina á fyrri hluta knattspymutímabilsins hefur komið fram nýstárleg hugmynd. Hún byggir á því að styrkja fjárhag annarra liða í deildinni með því að selja KR-ingum annað hvort deild- arbikarinn eða Mjólkurbikarinn. Þannig mætti koma í veg fyrir nið- urlægingu annarra knattspymuliða og stuðningsmanna þeirra með framferði KR-inga og dómara. Leik- menn og forráðamenn annarra liða munu sýna þessari hugmynd skiln- ing enda hafa þeir iðulega beðið lægri hlut í leikriti sem KR-ingar setj_a á svið og leikstýra. Áhugamenn um sanngjarna knattspyrnu, BENEDIKT ODDSSON, GUNNAR G. GUNNARSSON, JÓN PÁLL EYJÓLFSSON, SKARPHÉÐINN NJÁLSSON, VALDIMAR BIRGISSON, BÖRKUR BIRGISSON, HAFSTEINN GÍSLASON, KRISTMUNUR CARTER, STEINDÓR RÓBERTSSON, ÞÓRHALLUR GARÐARSSON. Flöskuháls í ferðamálum? Frá Birni S. Lárussyni: ÉG ER EINS og Pétur J. Eiríksson framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum (Mbl. 5.8. 1995) mjög hissa á munnmælum ferðamálastjóra um að hér sé að myndast einhver flöskuháls í ferðum til landsins og ég leyfi mér að efast um að ferða- málastjóri hafi þekkingu á því sem hann er að tala um þó hann hafi verið markaðsstjóri Arnarflugs sál- uga á sínum tíma. Það eru fleiri en Flugleiðir sem halda uppi reglulegum ferðum til íslands. Þau flugfélög hafa veitt verðuga samkeppni sem Flugleiðir hafa mætt með þeim aðferðum sem fyrirtæki hafa ráð til þegar um harða samkeppni er að ræða. Ég get ekki látið hjá líða í þess- um pistli að gera að umræðuefni ummæli ferðamálastjóra um að einn ferðamaður skapi sömu tekjur og eitt tonn af þorski. Ef eitt epli kostar 5 krónur hér á landi og ein appelsína 5 krónur þá hefur kaup- maðurinn nákvæmlega 5 krónur í tekjur af sölu þeirra. Liggi þessar staðreyndir fyrir þá er nokkuð sama hvort kaupmaðurinn selji appelsínur eða epli. Komist kaup- maðurinn hinsvegar að því að eplið kostar 4 krónur í innkaupi og app- elsínan 2 krónur þá er ekki spurn- ing hvaða vöru er meira freistandi að selja. Þannig er það með ferða- þjónustuna og sjávarútveginn. Það má ekki slá fram óábyrgum full- yrðingum eins og ferðamálastjóri hefur gert um þessar tvær atvinnu- greinar vegna þess að þær eru alls ekki hagfræðilega sambæri- legar. BJÖRN S. LÁRUSSON, framkvæmdastjóri, Austurvegi 55, Selfossi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.