Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI FRETTIR FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 37 ODDUR AGUST BENEDIKTS SON Þann 11. ágúst árið 1900, fæddist drengur að Steinadal i Kollafirði í Strandasýslu, og var hann skírður Oddur Ágúst Benediktsson. Foreldrar hans voru Benedikt Árnason, d. 1917, og Oddhildur Sig- urrós Jónsdóttir, d. 1964. Ágúst byrjaði snemma að vinna, sjö ára gamall var hann sendur með fé einn upp á fjall í hjásetu allan daginn. Það væri ekki sjö' ára börnum boðlegt í dag. í gamla daga þurftu allir að vinna og vandist Ág- úst fljótt á það. Hann hefur unnið mikið alla ævi og enn í dag, 95 ára, er hann að fella net í kjallara- geymslu sinni á Dalbraut. Já geri aðrir betur. Árið 1929 kvæntist hann konu sinni, Guðrúnu Þóreyju Einars- dóttur, f. 5. janúar 1908, frá Þóru- stöðum í Bitru. Foreldrar hennar voru Einar Ólafsson, d. 1962, og Ingunn Gísladóttir, d. 1968. Ágúst og Guðrún hófu búskap á Hvalsá í Kirkjubólshreppi. Þar voru léleg húsakynni, gamall torfbær og' lítið ræktað land svo það þurfti heldur betur að taka til hendinni við að byggja allt upp og rækta landið. Það gerðu þau ásamt sonum sínum, sem voru sjö talsins. Eg minnist þess þeg- ar ég var lítill að faðir minn sótti allt timbur inn á reka og sagaði undir hné. Var það byggingarefni sem not- að var í fjárhúsin, hlöð- una og fjósið en það var mikil og erfið vinna. Á þessum árum er faðir minn bjó á Hvalsá stundaði hann sjó- mennsku með búskapn- um. Lengst af átti hann bát er Gustur hét og var hann óspart notaður í vöru- og mannflutninga á milli Hólmavíkur, Kollafjarðar, Bitrufjarð- ar og jafnvel Borðeyrar. Ótaldar eru ferðir hans til Hólmavíkur eftir mat- vöru og fóðurbæti að vetrarlagi og oft í slæmum veðrum. Ágúst hafði alltaf tíma til að hjálpa öðrum. Ef einhver í sveitinni byggði sér íbúðar- hús eða útihús, þá var hann ávallt tilbúinn að hjálpa til við smíðarnar. Það var árið 1972 sem foreldrar mín- ir hættu búskap á Hvalsá og fluttu til Reykjavíkur. Pabbi var þá 72 ára og fór strax í vinnu, fyrst hjá Heklu hf. og síðar í grásleppuhrognaverkun. Einnig feiidi hann net fyrir margra báta og er enn að eins og áður seg- ir. Ég og fjölskylda mín óskum Ág- ústi, föður mínum, innilega til ham- ingju með 95 ára afmælið. Gísli Ágústsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld f úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Sögusýning í Flatey í TENGSLUM við Plateyj- arhátíðina 1995 hefur út- gerð B re ið afj arð arfe rj - unnar Baldurs sett upp sögusýningu í Flatey fyrir ferðamenn. Þá verða nú um helgina sérstakir Flat- eyjardagar, sem hófust í gær og lýkur mánudaginn 14. ágúst. Sögusýningin er unnin í samvinnu við Ættfræði- stofu Þorsteins Jónssonar, sem undirbýr nú útgáfu þriggja binda verks um Flateyjarhrepp, ábúendatal og æviskrár frá 1703. Á sýningunni er í stuttu máli sagt frá húsunum í Flatey og brugðið upp myndum af íbúum Flateyjar fyrr á öldinni. Einnig er sýnishorn af æviskrám úr Flateyingabókun- um nýju. I fréttatilkynningu segir að margir hafi lagt leið sína í Flatey, sérstaklega til að skoða sýningarn- ar þar, en einnig er safn gamalla ljósmynda í veitingastofunni Vogi og ljósmyndir Þorsteins Jósepsson- ar frá 1938 eru sýndar í kirkj- unni. Sýningin stendur út ágúst- mánuð. í tengslum við Baldur bjóða Flateyjarferðir upp á útsýnisferðir um nálægar eyjar. Utivistar- dagur við Hvaleyr- arvatn SKÓGAR- og útivistardagur fjöl- skyldunnar verður haldinn laugar- daginn 12. ágúst við Hvaleyrarvatn. Dagskráin hefst kl. 14 með því að fáni verður dreginn að húni við Höfða og Hólmfríður Finnbogadótt- ir, formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, flytur stutt ávarp. Kl. 14.30-15.30 við Hvaleyrarvatn hafa skátar umsjón með leikjum og um svipað leyti verða félagsmenn úr Sörla með hesta og teyma undir börnunum. Kl. 15 hefst Hvaleyrar- vatnshlaup þar sem hlaupið verður kringum vatnið. Lagt af stað frá Sandvíkinni við vatnið. Ratleikur fyrir alla fjölskylduna hefst kl. 16 og kl. 17 verður grill og söngur við vatnið. Við skógræktarstöðina verða farnar kl. 14.20 tvær gönguferðir frá Höfða í fylgd skógræktarfólks. Önnur ferðin verður u.þ.b. 30-40 mín. um nágrenni skógræktarinnar og hin gangan verður um Seldalinn, upp á Stórhöfða og endað við Hval- eyrarvatn. Er gert ráð fyrir að hún taki um 2 klst. Fagmenn leiðbeina um útplöntun og annað er varðar skógrækt kl. 14.20-15.30 og verða þeir staðsettir við Gróðrarstöðina. Kl. 15 verður svo sveppa- og grasa- ferð um skóginn í fylgd náttúrufræð- ings. Farið verður frá Höfða. Skógar- og fjölskyldugangan er í samvinnu Skáta, Ferðamálanefndar, Skógræktarfélagsins, Sörla og Æskulýðs- og tómstundaráðs. RAÐAUGi YSINGAR Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Ásavegur 18, efri hæð og ris, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Óskar F. Óskarsson og Þorbjörg H. Gunnarsdóttir, gerðarbeiðendur Hús- bréfadeild Húsnæðisst. ríkis og Vestmannaeyjabær, fimmtudaginn 17. ágúst 1995 kl. 10.00. Áshamar 67, 3. hæð (2.herb. íbúð), Vestmannaeyjum, þingl. eig. Stefán S. Harðarson, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðisst. ríkis, fimmtudaginn 17. ágúst 1995 kl. 10.00. Áshamar 71,2. hæð E, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Vestmannaeyja, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, fimmtudaginn 17. ágúst 1995 kl. 10.00. Bárustígur 1, rishæð (20,6%), Vestmannaeyjum, þingl. eig. Hildi- brandur, félag, gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær, fimmtudaginn 17. ágúst 1995 kl. 10.00 Foldahraun 41., 3. hæð B, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Eygló Eiríks- dóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, fimmtudaginn 17. ágúst kl. 10.00. Foldahraun 42, 2. hæð D, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Húsnæðis- nefnd Vestmannaeyja, gerðarbeiðandi Byggingarsjóðurverkamanna, fimmtudaginn 17. ágúst 1995 kl. 10.00. Hásteinsvegur 45, efri hæð og ris, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Þorvaldur Guðmundsson, gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær, fimmtudaginn 17. ágúst 1995 kl. 10.00. Hátún 4, íbúð hæðar (80,66%), Vestmannaeyjum, þingl. eig. Katrín Gisladóttir og Auðunn Arnar Stefnisson, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður ríkisins, fimmtudaginn 17. ágúst 1995 kl. 10.00. Heiðarvegur 5, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Valgarð Jónsson og Gísli Ingi Gunnarsson, gerðarbeiðandi Samband íslenskra samvinnu- fél., fimmtudaginn 17. ágúst 1995 kl. 10.00. Strandv. 97-99-100, vélar, tæki, búnaður, Vestmanneyjum, þingl. eig. Gámavinir sf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun, fimmtudaginn 17. ágúst 1995 kl. 10.00. Illugagata 13, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Sif Gylfadóttir og Oddur K. Guðmundsson, gerðarbeiðendur Húsbréfadeild Húsnæðisst. ríkis. og Lífeyrissjóður verslunarmanna, fimmtudaginn 17. ágúst 1995 kl. 10.00. Kirkjubæjarbraut 16, efri hæð og ris, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Jón Ólafur Ólafsson, gerðarbeiðandi Fjárfestingafélagið Skandía hf., fimmtudaginn 17. ágúst 1995 kl. 10.00. Kirkjuvegur 14, efri hæð (50%), þingl. eig. Kristófer Jónsson, gerðar- beiðandi Tollstjórinn í Reykjavík, fimmtudaginn 17. ágúst 1995 kl. 10.00. Nýjabæjarbraut 3, neðri hæð, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Heiða B. Scheving, gerðarbeiðendur Húsbréfadeild Húsnæðisst. ríkis og Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 17. ágúst 1995 kl. 10.00. Vestmannabraut 32, Vestmanneyjum, þingl. eig. Jón Högni Stefáns- son, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, fimmtudaginn 17. ág- úst 1995 kl. 10.00. Vesturvegur 13 A, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Anna Sigmarsdótt- ir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður Dagsbr. og Frams,, fimmtudaginn 17. ágúst 1995 kl. 10.00. Vesturvegur 31, efri hæð og ris, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Lýður Ásgeirsson, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðisst. ríkis., fimmtudaginn 17. ágúst 1995 kl. 10.00. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 10. ágúst 1995. Brynhildur Georgsdóttir, ftr. Tré og runnar í garðplöntustöðinni Nátthaga, Ölfusi, fæst úrvál trjáa og skrautrunna, m.a. brárunni, eik, beyki, álmur og gullregn, ásamt alls konar sígrænum „krúttrunnum", alparósum, klifurplöntum og berjarunnum. Einnig 6 víði- tegundir af harðgerðum úrvalsstofnum, ræktaðar í 2ja lítra pottum fyrir síðsumar- og haustgróðursetningar og staði sem mikið mæðir á. Opið alla daga kl. 10-19. Sími 483 4840. íbúð óskast 3ja-4ra herb. íbúð óskasttil leigu íborginni. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar eða í heimasíma 55-11916. Guðnt Tónsson RÁDGIÖF & RÁDNlNGARblÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 Farþegaflutningar með hópbifreiðum Að gefnu tilefni vill samgönguráðuneytið vekja athygli á því, að til að stunda fóiksflutn- inga í atvinnuskyni með hópbifreiðum, sem rúma níu farþega eða fleiri, þarf lögum sam- kvæmt hópferðaleyfi. Jafnframt þarf hópbif- reiðin að vera tryggð til fólksflutninga og bifreiðastjóri hennar að hafa tilskilin ökurétt- indi. Til að öðlast hópferðaleyfi þarf að upp- fylla skilyrði laga um óflekkað mannorð, full- nægjandi starfshæfni og fjárhagsstöðu. Samgönguráðuneytið, 9. ágúst 1995. Til sölu malbikunarvélar o.fl. Til sölu úr þrotabúi tveir Dynapac CC 20 valtarar, árgerð 1974, Demac malbikunar- vél, ABG Titan malbikunarvél, Caterpillar veghefill, vörubifreiðar, fólksbifreiðar, farsím- ar, talstöðvar o.fl. Til sýnis í Stapahrauni 8-10, Hafnarfirði. Upptýsingar gefur Helgi Harðarson á staðn- um eða í síma 565 5333. Skrifleg tilboð sendist undirrituðum fyrir kl. 17.00 föstudaginn 18. ágúst nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Sigurbjörn Þorbergsson hdl., Sóleyjargötu 17, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.