Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ SKÓGRÆKTARDAGURINN 12. ÁGÚST > Morgur A SIGLUFIRÐI hefur Skógræktarfélag Siglufjarðar byggt upp ágæta aðstöðu til útivistar. Rennur Leyningsá í gegnum skóginn og fossinn á myndinni nefnist Kotafoss. Skógræktarfélögin standa fyrir fjölbreyttri starfsemi víða um land EKKI ER öllum ljóst hve víða á land- inu eru starfandi skógræktarfélög og hve fjölbreytt og öflug starfsemi þeirra er. Skógræktarfélagshreyf- ingin stendur á gömlum merg og hefur skógrækt og uppgræðslu að höfuðmarkmiði. Skógræktarfélögin eru fijáls félagasamtök og geta allir gerst félagar og tekið virkan þátt í starfi þeirra. í Skógræktarfé- lagi Islands, landssam- bandi skógræktarfélaga er starfandi 51 félag. Þau eru dreifð um allt land og er fjöldi fé- lagsmanna um 7.000. Þau sjá um gróð- ursetningu á um 2 milljónum tqáplantna, sem er um helmingur þess sem gróðursett er árlega á landi. Auk þess hafa þau umsjón með fjölda skógræktarsvæða, sem mörg hver eru á meðal íjölsóttustu útivistarsvæða landsins. Það yrði of iangt mál að segja frá fjöiþættri starfsemi allra skógrækt- arfélaga. Þess í stað voru forsvars- menn níu skógræktarfélaga beðnir að gera stutta grein fyrir markmið- um, starfsemi og framtíð þeirra ásamt umfjöllun um Skógræktarfé- lag íslands. Skógræktarfélag Islands Skógræktarfélag íslarids var stofnað á alþingishátíðinni 1930. í fyrstu gerðabók félagsins segir orð- rétt: „Ef skógræktarmálum á að miða fljótt og vel áfram, er auðsætt að til þess þarf almenn samtök landsmanna og til þess að fá þau er eina leiðin að stofna öflugan fé- lagsskap." Þessi almennu samtök landsmanna eiga í ár 65 ára afmæli og hafa starfað sleitulaust frá stofn- un við að vinna skóg- og tijáræktar- málum, svo og almennri landvernd brautargengi. Skógræktarfélag ís- lands er landsamband skógræktarfé- laganna í landinu, málsvari félag- anna og kemur fram fyrir þeirra hönd. Skógræktarfélag Íslands sér um faglega ráðgjöf og fræðslu um skóg- ræktarmál. Er hún bæði í formi leið- beininga, námskeiða, fræðsluerinda og útgáfu. Föst útgáfustarfsemi er Skógræktarritið, ársrit félagsins, sem hefur komið út frá árinu 1933 og félagsfréttablaðið Laufblaðið, sem kemur út tvisvar á ári. Einnig gefur félagið út bæklinga og bækur um skógræktarmál. Arlega heldur félagið aðalfund þangað sem mæta fulltrúar félag- anna, auk annarra gesta. Senda félögin einn fulltrúa fyrir hvert byijað hundrað félagsmanna. Er þar kosin stjórn félagsins en auk hefðbundinna að- alfundarstarfa eru þar haldin ýmis erindi. Félagið hefur mjög gott samstarf við þær opinberu stofnanir, sem vinna að ræktun landsins, Skógrækt ríkisins og Land- græðslu ríkisins. Ásamt þeim stend- ur Skógræktarfélag Islands að Landgræðsluskógum. Með Land- græðsluskógum er verið að fara nýjar leiðir í landgræðslu og skóg- rækt þar sem gróðursettar eru tijá- plöntur til uppgræðslu lands. Á hveiju ári eru gróðursettar um 1 millj. tijáplantna á um 90 svæðum víðsvegar um land. Af stærri einstökum verkefnum má nefna að félagið hefur umsjón með Yrkjusjóði, sjóði æskunnar til ræktunar landsins, en hann úthlutar tijáplöntum til grunnskólanna í land- inu. Félagið hefur lagt mikla áherslu á að ný skógræktarsvæði séu skipu- lögð, þannig að hægt sé að gera ræktunina sem markvissasta. Slík skipulagsvinna er snar þáttur í starfí félagsins og búa starfsmenn þess yfir þeirri sérfræðiþekkingu sem þarf til slíkrar vinnu. Einnig vinna starfsmenn félagsins að hirðingu á skógræktarsvæðum skógræktarfé- laganna með grisjunum og klipping- um. Skógræktarfélag íslands er til húsa á Ránargötu 18, Reykjavík. Morgunblaðið/J.G.P. FÉL AG AR úr Skógræktarfélagi ísafjarðar vinna að göngustígagerð í Tungudal á Isafirði. Skógræktarfélag Austurlands Skógræktarfélag Austurlands starfar á Fljótsdalshéraði og eru félagar um 120 talsins. Aðal skóg- ræktarsvæði félagsins er Eyjólfs- staðaskógur á Völlum (120 ha) sem félagið hefur átt síðan 1944. Svæðið eru að mestu leyti vaxið birkiskógi. Félagið hefur í seinni tíð einbeitt sér að því að leggja göngustíga um skóginn og bæta aðstöðu til útvist- ar. Nýlega gaf félagið út kynning- arbækling með gönguleiðakorti þar sem bent er á helstu náttúruperlur skógarins. Þijú landgræðsluskógasvæði eru í umsjá félagsins. Gróðursettar eru á vegum félagsins á bilinu 10-25.000 plöntur árlega, aðallega á land- græðsluskógasvæðin. Höfðumarkmið félagsins er að auka áhuga almennings á skógrækt en dæmin hafa sýnt að með skóg- rækt gerum við verðlítið land að verðmætu skóglendi. Þessu mark- miði reynir félagið að ná með því að fá fólk til að taka þátt í gróður- setningu og þá sérstaklega yngstu kynslóðina. Samstarf er gott við Skógrækt ríkisins sem hefur mikla starfsemi á Fljótsdalshéraði. Einnig hefur tekist gott samstarf við Héraðsskóga sem sjá um nytjaskógrækt bænda á Hér- aði. Félagið hefur verið frumkvöðull að mörgum þeim skógræktarhug- myndum sem hleypt hefur verið af stokkunum á Héraði, s.s. stóraukinni nytjaskógrækt bænda og stofnun skógræktarbrautar við Menntaskól- ann á Egilsstöðum. Það má því með sanni segja að það eru fá skógrækt- arfélög sem hafa séð drauma sína og hugsjónir rætast í eins miklum mæli og Skógræktárfélag Austur- lands. Félagið hefur undanfarið einbeitt sér að því að virkja bændur utan nytjaskógræktarsvæðisins til friðun- araðgerða og skógræktar. Á síðasta ári stóð það fyrir könnun á áhuga bænda á skjólbeltarækt, sem reynd- ist mikill og var sú niðurstaða kynnt skógræktarstjóra. Skógræktarfélag Austurlands heldur skógræktardaginn í Eyjólfs- staðaskógi og býður alla gesti vei komna. Orri Hrafnkelsson, formaður. Skógræktarfélag Dýrafjarðar Skógræktarfélag Dýrafjarðar hefur umsjón með þremur eldri skóg- ræktarreitum, þ.e. Garðshlíð í Mýra- hreppi, Brekku í Þingeyrarhreppi og Dýraijarðarbotni, alls um 12 hektar- ar. Nýtt land félagsins er 180 hekt- ara svæði í bæjarlandi Þingeyrar á Söndum, en þar hafa verið gróður- settar um 70 þús. tijáplöntur í Land- græðsluskógaverkefninu með dyggri aðstoð Þingeyrarhrepps. Undanfarin ár hefur verið mest gróðursett af birki. Félagið hefur á undanförnum árum unnið að því með aðstoð sveit- arfélaganna að opna gömlu reitina fyrir almenningi og hefur það tví- mælalaust skilað sér í auknum ár- angri og skilningi á kostum þess að klæða landið skógi á nýjan leik. Félagið er einnig aðili að fram- kvæmdanefnd Skrúðs, sem vinnur að því að gera upp hinn fornfræga skrúðgarð sr. Sigtryggs Guðlaugs- sonar á Núpi. Félagið í Dýrafirði hefur staðið fyrir fræðslufundum um skógrækt- armál á sínu svæði og hyggst auka það á næstunni, en aðal áhugamál okkar nú er að efna til stórátaks í skógrækt í Dýrafirði með skýlingu, bæði umhverfis mannabústaði í þorpi og sveit og einnig að skýla allri ræktun til sveita. Næstkomandi skógræktardag, hinn 12. _ágúst, munu skógræktarfé- lögin í ísafjarðarsýslum sameinast um einn stað til hátíðahalds og varð skógarreiturinn í botni Dýraijarðar fyrir valinu að þessu sinni. Þangað munum við bjóða öllum sem áhuga hafa á að kynnast því sem hljóðlega hefur verið að spretta úr grasi á undanförnum áratugum. Þar mun- um við bjóða upp á ýmiskonar glens og gaman, jafnframt því sem við kynnum störf félaganna, árangur og framtíðaráform. Sæmundur Þorvaldsson, formaður. Skógræktarfélag Eyfirðinga Þann 11, maí 1930 var stofnað í Eyjafirði fyrsta skógræktarfélagið í landinu. Það hlaut nafnið Skógrækt- arfélag íslands, en var breytt í Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga þegar það Skógræktarfélag Islands sem við þekkjum í dag var stofnað sama ár. Skógræktarfélag Eyfirðinga hef- ur bækistöð sína í Kjarnaskógi við Akureyri þar sem starfar fram- kvæmdastjóri ásamt þremur föstum starfsmönnum. Fjöldi félagsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.