Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 35 HELGA AXELSDÓTTIR + Helga Axels- dóttir fæddist í Ytri-Neslöndum i Mývatnssveit 9. desember 1914. Hún lést á sjúkra- húsinu á Húsavik 2. ágúst sl. Foreldr- ar hennar voru Axel Jónsson og Stefanía Stefáns- dóttir. Systkini Helgu eru Guð- finna og Stefán, bæði búsett ásamt fjölskyldu Stefáns í Ytri-Neslöndum. Þar var og heimili Helgu allt hennar æviskeið. Útför Helgu fer fram frá Reykjahlíðarkirkju í Mývatns- sveit í dag og hefst athöfnin kl. 14. HÚN fóstra mín er dáin. Þegar móðir mín hringdi til mín eitt góð- viðriskvöldið nú í byijun ágúst og tilkynnti mér lát Helgu í Nesja- löndum varð mér hverft við. Yfir mig þyrmdi sorg og söknuður. Ekki svo að skilja að fréttin kæmi mér sérstaklega á óvart því bæði aldur og heilsa gömlu fóstru minnar höfðu um nokkurt skeið stefnt lífsskeiði hennar að þeim eina ósi sem líf okkar allra ein- hvern tíma nær. Og það er huggun harmi gegn að síðasti spölurinn var lygn og fagur í friðsæld sinni. En þótt við vitum ætíð hvert stefnir, og þótt leiðin sé orðin nokkuð löng frá upptökunum finnst okkar alltaf erfitt að sætta okkur við það er að leiðarlokum kemur. Ég var á fyrsta árinu þegar Helga kom á heimili foreldra minna og þar var hún enn þegar ég fór að heiman unglingurinn til frekari skólagöngu. Tilvist hennar í lífi mínu og uppeldi er því nær jafn sterk og foreldra minna. Ekki var það þó svo að Helga væri fengin á heimili til að gæta mín og fóstra sérstaklega þótt það yrði hennar hlutskipti að nokkru er fram liðu stundir. Hún kom sem aðstoðar- stúlka að barnaskóla Mývetninga sem faðir minn stjórnaði með dyggri aðstoð móður minnar. Höfðu þau séð um skólahald í Mývatnssveit um nokkurra ára skeið án þess skólinm ætti sér samastað, fyrst í Baldursheimi, þá í Reykjahlíð og loks á Skútustöð- um. En hvar sem skólahaldið var hveiju sinni hafði það komið í hlut móður minnar að annast þá um- sýslu mesta er að húshaldi sneri, en nemendur dvöldu á skólastað sinn skólatíma þótt engin væri heimavist- in önnur en einka- heimili þess fólks sem hýsti skólann hvetju sinni og þá um leið foreldra minna. Þetta hét „að vera á skóla“. En nemendum fjölgaði og kröfur um aukið og fjölbreyttara nám jukust. Mývetningar byggðu sér félags- heimilið Skjólbrekku sem tekin var í notkun árið 1955. Þar var ákveðið að hýsa skóla sveitarinnar einnig og fluttu for- eldrar mínir því þangað þá um haustið. En nú voru umsvif skólans orðin meiri en svo að við réðist án aðstoðar þegar við bættist rekstur félagsheimilisins. Helga kemur foreldrum mínum til aðstoðar. Og þótt hún væri ráðin vegna skóla- haldsins var hún jafnframt á heim- ili okkar því skólinn var í senn heimili okkar, heimavist nemenda, menntastofnun og samkomuhús sveitarinnar. Helga kemur fyrst móður minni til aðstoðar, en eftir því sem nemendum fjölgaði svo og námsgreinum tók mamma að sér kennslu, fyrst í smáum stíl, en síð- an í auknum mæli. Það varð því hlutskipti Helgu að bera æ meir hita og þunga af húshaldi þessa stóra heimilis, matargerð, ræst- ingu og öllu er fylgir. Ekki veit ég hvenær Helga fékk titilinn „ráðskona", en hitt er víst að ekki vann hún eftir vaktakerfi og ekki þreif hún samkvæmt uppmælingu. Hennar vinnutími var frá því skóli hófst að hausti og þar til honum lauk að vori. Það var sú vaktatafla sem gilti hjá skólastjórahjónum og ekki önnur í boði. Þessi vaktatafla átti vel við Helgu. Hún var einstak- ur skörungur til vinnu og varð ávallt að hafa eitthvað fyrir stafni. Hennar framlag til samfélagsins var þrotlaus vinna sem byggðist á óþijótandi þjónustulund. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og taldi að sér bæri að vinna öll verk sem hún mögulega gæti og kæmu öðrum vel. Oft er það svo að þeir sem miklar kröfur gera til sjálfra sín gera einnig miklar og oft enn meiri kröfur til annarra. Helgu var ekki svo farið. Hennar eina krafa til samferðarmannanna var sú að fá að vinna fyrir þá og létta þeim störfin og ómakið. Ég man að hún gaf sér sjaldan tíma til að setjast til borðs. Og ég man að oftast borðaði hún af litlum diski. Ég skildi það ekki þá, en nú held ég hún hafi talið sig fljótari að borða með þessum hætti - enginn tími til spillis! Ég held hún hafi sjaldan gengið, hún hljóp. Jafnvel í þröngu eldhúsinu heima hljóp hún milli bekkjanna. Og þegar sló niður í stónni eins og Helga kallaði elda- vélina gömlu í Skjólbrekku og allt fylltist af sóti, þá var tekið til hend- inni. Það eru einu stundirnar sem ég man eftir að Helga gæfi sér ekki tíma til að sinna mér, jafnvel segði mér að vera úti á meðan. Ég tók þessari forgangsröðun fóstru minnar frekar illa í fyrstu, en þegar ég komst að því að hún gaf sér ekki tíma fyrir kaffisopa meðan á ræstingu stóð þá sætti ég mig við aðstæðumar, sá hversu mikið var í húfi. Hún kallaði líka á mig strax að lokinni hreingern- ingu, fékk sér kaffi og leyfði mér að dýfa mola í. Þá var allt komið í lag á ný. „Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum bömum en missa föður sinn.“ Þannig byijar Halldór Laxness þá góðu bók sína, Brekkukotsannál. Það kann að þykja undarlegt að ég vitni til þess- ara orða skáldsins í minningar- grein um hana Helgu fóstru mína, ekki síst þar sem Halldór var ekki í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Og þó! Halldór Laxness lætur sögu- mann sinn ekki segja þessa hörðu setningu til að undirstrika illsku hans né kaldlyndi. Hann er að undirstrika það sem síðan kemur fram í sögunni, hversu vel getur farið fyrir bömum og farsællega í fóstri hjá góðu fólki þótt vanda- laust sé, þrátt fýrir sáran foreldra- missi. Og þegar ég las þessi upp- hafsorð fýrst, tengdi ég þau strax mínum eigin uppvexti að nokkru. Ég var nefnilega svo lánsamur að eignast vandalausa fóstm sem reyndist mér betur en frá verði skýrt í fátæklegri minningargrein. En ég var lánsamari en margur annar því ég átti líka góða for- eldra. Lán mitt var því tvöfalt. Eftir því sem umsvif í skólanum heima jukust varð æ erfiðara fyrir foreldra mína að annast heimilið svo sem þau hefðu óskað. Allir nemendur þeirra vom um leið börn þeirra. Það hljóp sem sé ofvöxtur í heimilið á hveiju hausti. Við systkinin urðum óhjákvæmilega hluti risavaxinnar fjölskyldu þar sem hver og einn gerði miklar kröf- ur til foreldranna og kraftar þeirra dreifðust í samræmi við það. Og þótt við systkinin hefðum félags- skap hvert af öðru varð það ein- hvern veginn svo að ég varð svolít- ið sér, enda yngstur þá, en næstar mér í aldri systur mínar Brynhildur og Sólveig, höfðu fyrr félagsskap af skólakrökkunum. Höskuldur nokkuð mikið eldri og stálpaður strákur þegar hér er komið sögu. Við þessar aðstæður tekur Helga mig undir sinn verndarvæng. Til SNJOLAUG G UÐMUNDSDÓTTIR -4- Snjólaug Guð- * mundsdóttir var fædd í Litluhlíð 13. maí 1913, elst fimm systkina. Hún lést 23. júlí síðast- liðinn og var borin til grafar í Goðdala- kirkjugarði 1. ág- úst. í GÓÐUM summm er óvíða svo grasi vafið sem miðhluti Tungu- sveitar. Þar er góðbýlið Arnes og þar kynntist undirritaður heimili Snjólaugar þegar hann kenndi við Steinsstaða- skóla upp úr 1970. Snjólaug og Helgi heitinn Valdemarsson maður hennar áttu þar mörg handtök og gerðu úr kotinu gæðajörð, sem . Guðmundur sonur þeirra hefur síð- an haldið áfram að bæta. Snjólaug er dóttir hjónanna í _ Litluhlíð, Guðmundar Ólafssonar bónda þar og organista við Goðdalakirkju og Ólínu Sveinsdóttur ljósmóður. Guðmundur nam við Flensborgar- skóla og bar ætíð kenn- urum sínum góðan vitnisburð eins og Þor- móður Sveinsson lýsir honum í skagfirskum æviskrám. Hann bætti jörð sína að ræktun og húsakosti, en Ólína, kona hans, var víkingur dugleg og leysti með jafn- aðargeði úr erfiðleikum, sem að höndum bar í ljósmóðiirstarfinu. Snjólaug ólst upp á menningar- heimili og miðlaði öðrum af minn- ingum frá dögum horfinna Dalabúa og frá föðurgarði sínum í Litluhlíð. Snjólaug giftist Helga Valde- marssyni. í Víkurkoti í Blönduhlíð. Þau hófu búskap í Víkurkoti, en fyrstu árin vann Helgi oft við vega- gerð svo búskapurinn fýrstu árin hvíldi meira á Snjólaugu. Hún var mikil dugnaðarkona og entist henni ósérhlífni og atorka til æviloka. Helgi maður hennar var fæddur 1. nóvember 1898, en lést í ágúst- lok 1982. Þau keyptu Árnes í Lýt- ingsstaðahreppi og bjuggu þar síð- an ásamt Guðmundi syni sínum eftir að hann komst á legg. Það einkenndi búskap þeirra Ár- neshjóna að búa að sínu. Gestrisni var þar mikil og Snjólaug tók vinum sínum af mikilli alúð og hlýju. Tryggð var sterkur þáttur í lund- erni hennar. Sömuleiðis vinnusemi og skyldurækni. Hug sinn til Goð- dalakirkju sýndi hún og fjölskylda hennar þegar þau gáfu þangað fyr- ir rúmum áratug kirkjuorgel, vand- að harmonium, til minningar um foreldra hennar. Blessuð sé minning Snjólaugar Guðmundsdóttur. Ingi Heiðmar Jónsson. hennar gat yngsta barnið alltaf leitað, þar var alltaf skjól og þar virtist alltaf tími fyrir umönnun og hjálp. Þannig eignaðist ég fóstru án þess að missa foreldra mína. En orð min skyldi enginn svo skilja að ég hafi tekið allt pláss í hjarta Helgu. Þar var rýmið ótak- markað sem við systkinin nutum öll, ekki síst yngsti bróðirinn, Hjörtur, þegar hann kemur til skjalanna allnokkru síðar. Og böm Kristínar Sigurgeirsdóttur og Stef- áns bróður Helgu fóru ekki var- hluta af hjartahlýju hennar og umhyggju. Ég minnist þeirra stunda þegar pabbi og mamma voru að kenna og ég var í eldhúsinu hjá Helgu. Mig langaði til að læra að skrifa og reikna eins og hinir krakkarnir. Og Helga hjálpaði mér. Ekki byggði hún kennslu sína á langri skólagöngu eða mikilli þekkingu á sviði skólamála. Hún byggði hana á alúð og umhyggju, hjálpsemi og væntumþykju í minn garð. Ég hélt áfram að læra í eldhúsinu fyrstu árin eftir að skólaganga mín hófst. Helga kenndi mér lika að lesa. Sú kennsla var svolítið sérstök. Hún stuðlaði nefnilega að því í senn að gera mig læsan og halda mér ólæs- um. Hún kenndi mér að lesa svo ég yrði sjálfbjarga. Þá sat hún með mig í fanginu meðan maturinn var að sjóða, benti með pijóni á stafi og orð og ég stautaði. Ég man hversu valtur ég var við lesturinn fýrst eftir að pijónsins naut ekki við. Og það var eins og þolinmæð- in hefði líka farið með pijóninum. Á kvöldin las Helga mig í svefn. Það varð til þess að ég var sólginn í sögur. En sökum þess hversu seinn ég var að lesa og þolinmæð- in oft takmörkuð þá las Helga fyr- ir mig. Þrátt fyrir lestrarkennsluna varð þessi þjónusta til þess að held- ur dróst á langinn að ég yrði þokkalega læs. En ég lærði að meta góðar bækur. Og svo kom að því að Helga hætti að gefa mér leikföng í jólagjöf og fór að gefa mér bækur. Eg gerði lítilsháttar athugasemdir fyrst. Þær voru af- greiddar með „aukagjöfum" fyrstu árin, en síðan lögðust þær uppbæt- ur af, enda ég sáttur við bækum- ar. Helga vandaði líka vel bókaval- ið og virtist fylgjast vel með því hvað hentaði hveiju sinni. Ég BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids MIÐVIKUDAGINN 2. ágúst mættu 29 pör í sumarbrids og urðu úrslit þannig: N-S-riðill: JónHjaltason-Þrösturlngimarsson 449 Þorleifur Þórarinsson - Gunnþórunn Erlingsd. 442 SnorriKarlsson-EgillDarriBrynjólfsson 430 BaldurÁsgeirsson-MagnúsHalldórsson 418 A-V-fíðUl: Ámína Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendsson 454 Hallgrimur Hallgrimss. - Sigmundur Stefánss. 414 Guðlaugur Bessason - Trausti Friðfinnsson 407 GuðmundurÁgústsson - Sigtryggur Jónsson 399 Meðalskor var 364. Fimmtudaginn 3. ágúst mættu svo 25 pör og þá fóru leikar þannig: N-S-riðill: Hjálmar S. Pálsson - Þóra Ólafsdóttir 333 minnist skemmtilegra tímabila eins og þegar ég fékk Salómon svaita og fleiri bækur Hjartar Gíslasonar. Þá tóku við bækur Ármanns Kr., Óli og Maggi, Óli og Maggi í ræn- ingjahöndum, Óli og Maggi í óbyggðum og svo má lengi telja. Guðfinna systir Helgu kom henni til aðstoðar við ráðskonu- störfin þegar svo var komið að ein manneskja gat ekki lengur annað öllu því er gera þurfti í vaxandi skóla. En Finna gekk ekki bara í verkin með Helgu. Hún tók líka þátt í öllum góðgerðum og vináttu í okkar garð. Systurnar fóru nú báðar að senda okkur jóla- gjafir. Og alltaf urðu bókagjafirn- ar veglegri. Ég varð ekki lítið upp , með mér þegar ég fékk fyrstu „ævintýrabókina“ og „fimm-bæk- urnar“. Þá þóttist ég aldeilis mað- ur með mönnum. En böggull fylg- ir skammrifi! Nú varð ekki lengur undan því vikist að ég stautaði mig í gegnum bækurnar sjálfur. Helga tók upp á því að spyija mig hvernig mér hefði fundist bókin þegar hún kom úr jólafríun- um! Helga prjónaði mikið, einkum úr íslenskri ull. Nutum við systkin- in góðs af því og síðar einnig börn okkar. Hún sá mér fyrir ullarsokk- um og vettlingum fram á síðustu ár og nú verða síðustu pörin varð- veitt til minningar um Helgu og allt það sem hún gerði fyrir mig. Já, það var mikil tilhlökkun á haustin þegar von var á Helgu, og alltaf söknuður á vorin er hún hélt til síns heima. Og nú er hún alfarin. Sár söknuður fyllir hug- ann. Söknuðurinn og sorgin eru ef til vill enn sárari fyrir það að mér finnst ég eiga fóstru minni svo margt að gjalda. Ég átti marga heimsóknina ófarna á sjúkrahísið, ég endurgalt aldrei umönnunina ^ alla. Það eitt róar huga minn nú að yngri dóttir mín ber nafnið hennar. Er það lítill þakklætisvott- ur fyrir allt og allt. Veit ég að því fýlgir guðs blessun. Ég og börnin mín, Þórir, Hildigunnur og Helga sendum okkar bestu kveðjur og þakkir fyrir að hafa átt Helgu Axelsdóttur að. Far þú í friði elsku fóstra mín. Guð blessi minningu þína. Steinþór Þráinsson. JónViðarJónmundsson-ÓskarKarlsson 310 Sigrún Pétursdóttir - Soffía Theodórsdóttir 293 Eirikur Hjaltason - Hrannar Erlingsson 287 • A-V-riðiIl: JónStefánsson-SveinnSigurgeirsson 337 Jakob Kristinsson - Jónína Pálsdóttir 327 Magnús Aspelund - Steingrimur Jónasson 326 J akobína Ríkharðsdóttir - Ólöf H. Þorsteinsd. 306 Meðalskor var 270. Þann 31. júlí hafði alls verið úthlut- að 12.656 bronsstigum í sumarbrids og skiptust þau á 237 einstaklinga. Stigahæstir voru: Sveinn R. Þorvaldsson 408 Halldór Þorvaldsson 385 Gylfi Baldursson 342 Erlendur Jónsson 308 SigurðurB. Þorsteinsson 288 BaldurBjartmarsson 255 Jón Stefánsson 197 Eggert Bergsson 189 Halldór Már Sverrisson 184' Guðlaugur Sveinsson 182 Sigfús Þórðarson 170 Í Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför ÞORSTEINS JÓNSSOIMAR, Eystri-Sólheimum, Mýrdal. Valgerður Sigrfður Ólafsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.