Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Botngróður MYNÐLIST Ilallormstaðaskógur SKÚLPTÚRAR 17 listamenn. Erling Klingenberg, Finna B. Steinson, Gunnar Arnason, Halldór Ásgeirsson, Hannes Lárus- son, Helgi Þ. Friðjónsson,Inga Jóns- dóttir, Inga Svala Þórsdóttir, Ingileif Thorlacius, Jóhann Eyfells, Kristján Guðmundsson, Kristinn G. Harðai'- son, Magnús Pálsson, Olafur Gísla- son, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Val- borg Salóme Ingólfsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson. Opið alla daga frá sólaruppkomu til sólarlags. Til 1. október. Aðgangur ókeypis. ÍSLENDINGAR eru smám sam- an að taka við sér á menningar- sviðinu hvað sjónlistir snertir, og einn angi þess er skipulagðar skúlptúrsýningar úti við, og þá helst í dreifbýli. Að vísu reyndu menn slíkar sýn- ingar í Reykjavík í sambandi við Listahátíð, en það gekk miður er framkvæmdin var flutt af lóðinni við Ásmundarsal og í miðbæjar- kjamann. Ýmsir fengu þó ódýra auglýsingu, á lánaðar fjaðrir á báðum stöðunum, en eftir því ber síður að leita. En það sem ég á við eru árvissar sýningar í ákveðnu umhverfi, sem eru þess eðlis að veita gróðurmögnum mannlegrar sköpunaráráttu útrás, og jafn- framt vera ferðalöngum til augna- yndis. Setur í bifreiðum era ein- hæfar, óhollar, andlausar og leiði- gjamar, og mikilvægt að vekja áhuga fólks á einu og öðra mann- bætandi á ferðum þess, fá það til að stíga út úr bílunum. Þetta telst meginveigur hug- myndarinpar að sýningunni „Botn- gróður“ í Hallormstaðaskógi, en svipaðar sýningar eru haldnar víðs- vegar um Evrópu og víðar í heim- inn á ári hverju. Sums staðar hafa menn komið upp risavöxnum skúlptúrgörðum svo sem í Osaka og Hakone í nágrenni Tókýó, og allt á þetta sameiginlegt að reyna að fá fólk til að doka við, - virkja sjóntaugarnar og örva heilafrum- urnar. Það er annars konar fólk er leit- ar á vit slíkra framkvæmda, en streymir í leiktæki, Disneylönd og Tívolí, en það er þó fólk og því fjölgar ár frá ári og hefur sumt meiri áhrif á gang þjóð- og heims- mála en samanlagður áhorfenda- fjöldi á risaleikvangi. Það er annars stutt í það fyrir okkur að leita fyrirmyndar, því í Veksölund á Norður Sjálandi hefur verið árleg skúlptúrsýning um langt árabil og er rýnirinn þar fast- ur gestur ef hann á leið til Kaup- mannahafnar, því þetta er á bú- garði í útjaðri borgarinnar. Þá hafa þetta verið afar vandaðar og fjölþættar framkvæmdir, þar sem ferskar hugmyndir ungu tímalausu kynslóðarinnar hafa forgang, en síður sérviska og staðlaðar núlistir. Á Hallormsstað höfðu menn áhyggjur af þeim mikla fjölda ferðafólks, sem ók framhjá skóg- lendinu án þess að á og njóta þeirr- ar fegurðar sem þar er að finna og þeir vilja gjaman miðla. Vakn- aði þá sú hugmynd að fá listamenn til að vinna úr ákveðinni stærð af ierkisbút og athuga hvort það ör- vaði ekki aðsókn að skóglendinu. Einnig var mönnum frjálst að vinna úr eigin hugmyndum, sem nokkrir nýttu sér og lögðu jafn- framt til efnið. Upprunalega hug- myndin var þó fullgild og sumir tóku hana mjög alvarlega eins og t.d. Helgi Þ. Friðjónsson sem skar í tvo mánuði höfuð og fugla í sinn bút. En Þorvaldur Þorsteinsson sendi sinn til baka, með ákveðna staðsetningu ofar höfðum manna í huga. Lokahnykkurinn var víst, að brúna merkimiðann, sem var festur í enda bútsins mátti alls ekki fjarlægja, þ.e. með nafni og LERKISBÚTUR Þorvaldar Þorsteinssonar. Ofar höfðum manna. FRAMKVÆMDARSTJÓRI sýn- ingarinnar Jón Guðmundsson við verk eftir Ingileif Thorlacius. Tág- karfa fyllt mannshárum. heimilisfangi viðtakandans. Þetta markar mestu andstæð- urnar, en yfirleitt er um tilfallandi hugdettur að 'ræða, en þó vekur drjúga athygli mikið þil, smíðað við einn tijástofn sem sker það, og svo kaffisk- úr Hannesar Lárussonar . Hugmyndafræðin er hér þannig á fullu og stingur á stundum skemmtilega í stúf við náttúralegan gróðurinn, sem eftir sem áður verður að teljast mesta listaverkið. Ég hallast þó að því, að sjón- ræn sköpun eigi að vera í takt við umhverfi sitt, vísa til þess, ekki síður en ljóð góðskáldanna, og þanng var það sérstök lifun að skoða tréð hans Páls Ólafssonar: „Gott átt þú hrísla á grænum bala,/ glöðum að hlíða læ- kjarnið./ Þið megið saman aldur ala,/ unnast og sjást og talast við” Eða að koma í lundinn hans Þorsteins Valdimars- sonar, sem varð honum upp- spretta andgiftar: „Senn slíta stökka/ strengi haustlaufa/ ýlfr- andi vindar/ undir viðar rótum“. í ljósi þessa tóku mig helst verk, sem féllu að umhverfínu á einhvem hátt um leið og þau vísuðu út frá því og gangsettu hugarflugið. Hugmyndin er snjöll og væri lag ef þetta yrði reglulegur viðburður og spilin stokkuð upp í hvert sinn, minna má á að nóg er af ungu fólki á öllum aldri sem lagt hefur fyrir sig skúlptúr og eru slíkar famkvæmdir kjörinn vettvangur fyrir það til athafna. Einnig má virkja málarana, sem hafa gott af að vinna í rúmtakinu, en allt kost- ar peninga og hér þarf sveitarfé- lagið að koma til móts við fram- kvæmdaraðila, einkum er mikil- vægt að sýningarskráin verði skil- virkari og efnismeiri. Er ég kom á heimili Jóns Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra sýningarinnar, undraði það mig að sjá kraftbirting náttúrunnar í formi tveggja stórra málverka eftir þá Kjarval og Svavar Guðnason, sem eins og horfðust í augu á veggjun- um. Það er eitthvað annað en sú leikmannsins alúð er víðast blasir við og jafnvel lærðir kynda undir. Bragi Ásgeisson. Álfar og útilegumenn Nýr fiðlari ÞJÓÐLAGAHÓPURINN Vikivaki ÞJÓÐLAGAHÓPURINN Vikivaki var nýlega á ferð í Þýskalandi og kom fram á íslensku menning- arhátíðinni þar. Hópnum var afar vel tekið. Blöð í Troisdorf fjölluðu sérstaklega um tónleika Vikivaka á útisviði þar í borg. Eitt blaðanna birtir grein undir fyrirsögninni Framandi þjóðlög um álfa og úti- legumenn: „Á dagskránni voru fornlegir fímmundasöngvar, þjóðlög, sem m.a. fjalla um áifadrottningar og útilegumenn, vögguljóð og æt- tjarðarlög. Signý Sæmundsdóttir og Berg- þór Pálsson, sem hafa bæði vel þjálfaðar raddir, sungu þessi gömlu lög við texta, sem vora óskiljanlegir langflestum áheyr- endum, en þau sungu ekki aðeins fagurlega, heldur útskýrðu þau innihald hvers lags. Hljóðfæra- leikararnir sýndu góða tónlistar- kunnáttu og gáfu mörgum lögun- um smitandi líf með ferskri sveiflu. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag í öðru blaði stendur: „Viðfangs- efni listamannanna sjö, sem nefna sig eftir gömlu íslensku þjóðlagi og dansi, spanna reyndar einnig jazz, rokk og klassíska tónlist. A fímmtudaginn voru áhorfendum hins vegar einvörðungu kynnt ís- lensk þjóðlög. Söngvarar hópsins, Signý Sæmundsdóttir og Bergþór Pálsson era þrautþjálfaðir ópera- söngvarar. Þau sungu saman ynd- isleg þjóðlög í dúr og moll sem og miðaldafimmundasöngva í kirkjutóntegundum og lögðu sér- staka áherslu á hreinan söng. Hljómurinn var hrífandi litríkur í nútímalegri hljóðfæraskipan með flautu og saxófón (Stefán Stefáns- son), píanói (Jónas Þórir), gítar (Björn Thoroddsen), slagverki (Ás- geir Óskarsson) og kontrabassa (Gunnar Hrafnsson). Tónleikunum var komið i kring af Hanno Rheineck, sem hefur verið formaður þýsk-íslenska fé- lagsins í Köln í 15 ár. Þjóðleg menning, frá hvaða landi sem er, felur æði oft í sér lífsvisku, sem sannaðist í ljóði sem Bergþór útskýrði fyrir áhugasöm- um áheyrendum í Troisdorf: „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.“ Eitt blaðanna kemst þannig að orði að hjá Vikivaka hafi ísland birst, með öllum sínum krafti og fegurð: „Hópurinn samanstendur af framúrskarandi söngvurum og hljóðfæraleikurum, sem tókst að miðla tónlist sögueyjunnar á hríf- andi hátt. Þar sagði frá bændum í nauð- um, fræknum sjógörpum, útilegu- mönnum og álfum. 011 túlkun var áhrifamikil með eindæmum. Sér- staka athygli vakti söngkonan, Signý Sæmundsdóttir. Hún túlk- aði ljóðin, sem fyrir Þjóðveija eru illskiljanleg, af sannfæringu og öryggi.“ TONLIST Listasafni Sigurjóns TVÍLEIKUR Flyljendur Hjörleifur Valsson fiðlu- leikari og Urania Menelau píanóleik- ari. 8. ágúst. Á SAMA hátt og orgeltónleikar eða píanótónleikar ættu ekki að eiga sér stað án þess að tegund hljóðfærisins, sem leikið er á, sé tilnefnd í efnisskrá, ætti ekki að leika svo á fiðlu að hönnuður hljóð- færisins sé ekki nefndur. Sum hljóð- færi a.m.k. eru slík listasmíð að höfundurinn er oft á tíðum ekki minni listamaður en sá sem á hljóð- færið leikur. Víst getur flytjandinn verið svo ágætur að nær því öll hljóðfæri syngi í höndum hans og þannig þarf það helst að vera, en slík færni er vitanlega ekki öllum gefin. Strax á fyrstu töktum kvöldsins var auðheyrt að kominn var ekki bara ágætur fíðlari heldur einnig hljóðfæri með safaríkan hljómfagr- an tón, nokkuð rómantískan, en jafnan á öllu tónsviðinu, jafnt efst sem neðst. Af tilviljun frétti ég svo að fiðlan væri íslensk, smíðuð af Hans Jóhannssyni, sem búsettur hefur verið í Luxemborg og þekktur er orðinn fyrir ágætar fíðlur. Verkin sem fíðlan skilaði svo ágætlega voru eftir Fr. Smetana: Domoviny (frá heimalandinu) og Moderato. Hjörleifur Valsson er enn í námi við Tónlistarháskólann í Prag og því voru verkin tvö eftir Smet- ana ekki óeðlilegt upphaf tónleik- anna. Það sama má segja um píanó- leikarann sem ber þau merku nöfn Urania Menelau, fædd á Kýpur en stundar nám í Tónlistarháskólanum í Prag og átti stóran þátt í ágætum tónleikum kvöldsins, sýndi oft mjög góða píanistiska hæfni og öryggi í krefjandi verkefnum. Það sem helst mátti að fínna var að pedalanotkun var nokkuð um of á köflum, í litlum sal Listasafnsins. Hjörleifur Valsson er vafalaust efnilegur fiðlari. Tæknilega er hann vel á vegi staddur, tónöryggi gott og tónninn oft mjög fallegur. Ennþá fínnur maður þó að hann er skóla- bundinn. Verkin tvö eftir Smetana voru fallega spiluð og sveif „Mein Vaterland" yfir vötnunum. Ánnað tékkneskt tónskáld var næst á efn- isskránni, Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir þann stórmerka tónhöf- und L. Janacek, sem ástæða væri til að hafa um mörg orð. Margt gerði Hjörleifur hér fallega t.d. Ballöðuna, sem var fallega mótuð. Tónleikunum lauk með Sónötu í A-dúr op. 13 no. 1 eftir Gabriel Faure, sem á köflum er öllum fíðlu- leikurum hættuleg. Sónötunni skil- aði Hjörleifur af töluverðu öryggi og Allegro vivo-þátturinn gekk upp. Öruggt er að íslenskum karlpeningi hefur hér bæst góður fíðlari og er það gleðilegt. Sem einleikara er honum óskað góðs gengis, en til þess að ná þar stórum árangri þarf t.d. að losna frá skólum, finna sjálf- an sig og þora síðan að sleppa sjálf- um sér og gefa sannfæringu sinni fijálsan og lausan tauminn, það er byijunin. Ragnar Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.