Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi IW/ 567-1800 ^ Löggild bílasala Opið laugard. kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-18. MMC Colt 1.6 GLXi '92, hvítur, sjálfsk., ek. aðeins 14 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í sætum o.fl. Reyklaus bíll. V. 1.100 þús. „Nýr bíll“ Suzuki Sidekick JXi 16v '95, steingrár, 5 g., óekinn. V. 1.950 þús. MMC Pajero ’86 D turbo, langur, ek. 147 þ.km., 31“ dekk, V. 920 þús. Sk. á ód. jeppa t.d. D.cap. Nýr bíll! Renault Safrane 2.2 Vi ’94, steingrár, sjálfsk., ek. aðeins 1600 km., rafm. í öllu, fjarst. læsingar o.fl. V. 2.650 bús. Sjaldgæfur sportbíll Nissan 300 ZX V-6 '85, m/T-Topp, 5 g., ek. 135 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.200 þús. Toyota Corolla DX Sedan ’87, 5 g., ek. aðeins 77 þ. km. V. 400 þús. Toyota Lite Ace (bensín) '90, sendibíll, ek. 70 þ. km. V. 650 þús. Toyota Hi Lux D.Cap SR-5 m/húsi '93, 5 g., ek. 42 þ. km., grár, 31“ dekk, álfelgur. V. 1.980 þús. Citroen CV 2 braggi 86, rauður/svartur, 5 g., ek. 96 þ. km. Mjög gott útlit. V. 270 þús. Ford Econoline 150 9 manna '91, sjálfsk., 8 cyl. (351), ek. 50 þ. km. V. 1.750 þús. Citroen BX 1600 TZS '91, grár, 5 g., ek. 69 þ. km., V. 890 þús. Nissan Sunny SR Twin Cam '88, 5 g., ek. 120 þ. km. (ný tímareim), sóllúga, spoiler o.fl. Tilboösv. 490 þús. MMC Lancer EXE '91, sjálfsk., ek. aðeins 51 þ. km, rafm. í rúðum, spoiler o.fl. V. 920 þús. Sk. ód. Ford Explorer Eddie Bauer '91, dökkblár, 5 d., ek. 58 þ.km., álfelgur, sóllúga o.fl. V. 2,7 millj. Sk. ód. Nissan Sunny GTi 2000 '93, ek. 40 þ.km. Svartur, álfelgur, ABS o.fl. V. 1.300 þús. Sk. ód. Honda Civic GTi '89, steingrár, 5 g., ek. 104 þ. km., sóllúga o.fl. V. 695 þús. Toyota 4Runner SR5 EFI '85, sjálfsk., ek. 25 þ.km. 35" dekk, sóllúga, 5:71 hlutföll. Verð 990 þús. Nissan Patrol GR Diesel Turbo ’94, 5 g., ek. 23 þ.km. 33" dekk, álfegur. Toppein- tak. V. 3,7 millj. Daihatsu Charade TX '91, 3 dyra, rauð- ur, 5 g., ek. 52 þ.km. V. 620 þús. Toyota Carina II '91, dökkblár, 5 g., ek. 40 þ.km. Rafmagn í rúöum o.fl. V. 1.030 þús. Daihatsu Feroza '89 EL-II, 5 g., ek. 121 þ.km. V. 790 þús. Toyota Celica Supra 2,8i, '84, álfelgur, geislaspilari o.fl. V. 490 þús. Ódýrir bílar á tilboðsverði Citroen BX 14E '87, 5 g., ek. 140 þ. km., mikið endurnýjaður. V. 350 þús. Tilboðsv. 230 þús. Ford Escort 1100 ’86, ek. 106 þ. km. V. 250 þús. Tilboðsv. 195 þús. Citroen CX 2000 '82, 5 g., góð vél, nýskoðaöur. V. 195 þús. Til- boösv. 125 þús. Chervrolet Monza 1.8 SLE '86, sjálfsk., ek. 135 þ. km. V. 230 þús. Tilboðsv. 160 þús. Nissan Sunny SR Twin Cam '88, 5 g., ek. 120 þ. km. (ný tímareim), sóllúga o.fl. Tilboösv. 490 þús. FRÉTTIR Lára Margrét val- in þingmaður árs- ins af Heimdalli STJÓRN Heimdallar hefur valið Láru Mar- gréti Ragnarsdóttur þingmann ársins 1994. Að sögn Þórðar Þórarinssonar, formanns Heimdallar, er fyrst og fremst um að ræða hvatningarbikar fyrir þá þingmenn sem halda baráttumálum félagsins á lofti. „Heimdallur velur þann þingmann sem ÞÓRÐUR Þórarinsson afhendir Láru M. Ragnarsdóttur farandbikar Heimdallar. stjórn félagsins finnst standa sig best á undanliðnu ári og veitir honum titilinn þing- maður ársins,“ segir Þórður. „Þá er litið til verka þingmanna á Alþingi. Það sem stjórn Heimdallar þótti aðdáunarvert við Láru Margréti var að hún stóð upp og barðist ötullega gegn tilvísanakerfinu í heilbrigðis- kerfinu sem fyrirhugað var að koma á. Þótt skiptar skoðanir væru um tilvísana- kerfið í sljórn Heimdallar, voru efasemdar- menn í meirihluta og flestir voru sammála um að hún hefði sýnt mikinn kjark með því að taka svo afgerandi afstöðu gegn ríkis- sljórninni í þessu máli til að veija valfrelsi í heilbrigðiskerfinu." Ákvæði alþjóðareglna um fjarskipti skýr Smuguskipum heimilt að kalla upp norskar strandstöðvar Þurfa ekki að vera í nauðum stödd SKIPVERJUM á íslenskum fiski- skipum í Smugunni er fullkomlega heimilt að kalla upp norskar strand- stöðvar að mati Stefáns Arndal, stöðvarstj óra Fj arskiptastöðvarinn- ar í Gufunesi, jafnvel þótt skipin séu ekki stödd í nauðum. Hann segir að reglugerð Alþjóðaíjar- skiptasambandsins um fjarskipti sé skýr í þessu efni. Áhafnir 30 íslenskra fiskiskipa í Smugunni hafa mótmælt ásökun varnarmálaráðherra Noregs þess efnis að íslensk skip misnoti neyðar- bylgju. Áhafnirnar telja Norðmenn aftur á móti bijóta alþjóðalög um §arskipti._ „Bæði íslendingar og Norðmenn eru aðilar að Alþjóðafjarskiptasam- bandinu ásamt flestum öðrum þjóð- um heims,“ segir Stefán í samtali við Morgunblaðið. „Aðildarríkjum er skylt að fara eftir alþjóðareglum um fjarskipti og sinna öllum köllum skipa.“ Kall- og neyðartíðni Stefán segir að tíðnin sem skip noti til fjarskipta í Smugunni sé tíðni 2182, kall- og neyðartíðni á millibylgju. Þau nái hins vegar ekki til Vardo á metrabylgju. „Það er ekkert í þessum alþjóðlegu reglum sem segir að þeim sé bannað að kalla á þessari tíðni. Þegar um samtöl er að ræða þá koma skipveij- ar beint inn á vinnubylgjur en ef það gengur ekki þá er reynt að kalla á kalltíðni. Þessi tíðni heitir kall- og neyðartíðni og samkvæmt orðanna hljóðan er skipum heimilt að kalla upp strandstöðvar á þeirri tíðni án þess að skip séu í neyð. Ef þau hafa þurft að gera það ein- stöku sinnum þá eru þau ekki að bijóta neinar reglur.“ Stefán kveðst hafa heyrt dæmi þess að strand- stöðvamar norsku hafi í fyrra huns- að köll íslenskra skipa. Þær hafi heyrt köllin en ekki viljað afgreiða þau. Stefán telur óumdeilt að Norð- mönnum beri að fara eftir alþjóða- reglunum. „Sem dæmi má nefna að þegar við vorum í þorskastríði við Breta þá afgreiddu íslenskar fjarskiptastöðvar bresk skip jafnt og íslensk." Hann segir ákaflega sjaldgæft að þeir sem þurfi á fjar- skiptum að halda geti ekki fengið þau. Aðeins megi gera ráð fyrir því að farið sé á skjön við alþjóðlegar reglur um fjarskipti í stríði. Misvel tækjum búin Stefán bendir á að skipin sem eru á veiðum í Smugunni séu mis- jafnlega vel búin fjarskiptatækjum. Hann segir að ef þau séu aðeins með millibylgjutalstöðvar sé fjar- lægðin fullmikil að ná sambandi til íslands. Þau skip sem séu búin stuttbylgjubúnaði geti aftur á móti náð sambandi við útgerð sína eða vandamenn heima á Islandi. Stefán áætlar að um *A flotans noti stutt- bylgjubúnað, önnur skip séu ein- ungis búin millibylgjustöðvum. Lentuí skotárás ogvar vísað úr landi NÍNA og Katrín bregða á leik með grískum lögregluþjónum. VINKONURN AR Katríri Guð- mundsdóttir og Jónína Guð- mundsdóttir lentu í ýmsum ævin- týrum þegar þær ætluðu að ferð- ast frá Grikklandi til Búdapest. Þær voru tvisvar reknar úr landi, í annað skiptið Júgóslavíu og hitt skiptið Búlgaríu, og urðu svo fyrir skotárás í Grikkiandi. Katrín og Nína tóku lest föstu- dagskvöldið 23. júní með einn kexpakka í nesti frá Aþenu til Búdapest til að hitta þar vinkonu sína, Katrínu Hauksdóttur, að morgni sunnudags. Þær héldu að lestin færi í gegnum Búlgaríu, en höfðu ekki hugmynd um að leiðin lægi í gegnum stríðshrjáða Júgóslaviu. Fengu byssuskeftin í andlitin Lestin fór í gegnum Makedó- níu og á leiðinni voru þær fjórtán sinnum spurðar um vegabréf. „Þegar við vorum svo komnar miðja vegu milli Belgrad og Iandamæra Júgóslavíu og Make- dóníu vorum við vaktar af værum svefni af hermönnum sem báru byssuskeftin upp að andlitum okkar,“ segir Katrín. „Þeir tóku vegabréfin okkar, fóru með þau og komu eftir smá- stund aftur alveg trítilóðir, tóku bakpokana okkar og hentu þeim út úr lestinni. Við vissum ekki hvað var að gerast, enda ekki vanar svona aðförum. Svo komu þeir aftur og hentu okkur út úr lestinni í bókstaflegri merkingu þess orðs.“ Katrín og Nína voru svolítið hræddar í fyrstu, en byrjuðu svo að spila á spil: „ Við fórum í kleppara og gerðum að gamni okkar. Vörðunum fannst þetta svo sniðugt að þeir komu til okk- ar og fífluðust með okkur. Tvær enskar stúlkur, sem lentu í því sama og við, voru hins vegar leið- inlegar við verðina og hrópuðu að þeim alls konar styggðar- yrði.“ Það vildi svo til skömmu síðar að hermennirnir komu í snar- hasti inn í klefann og sögðu stúlkunum að koma með sér. „Ensku stúlkurnar stóðu líka upp, en þeir bönduðu þeim frá sér,“ segir Katrín. „Síðan hlupu þeir með okkur að lest sem stóð þar hjá, hentu farangrinum upp í lestina og sögðu við okkur: „Segið engum frá þessu.“ Lestin fór síðan til Skopje í Makedoníu. en þar höfðum við farið í gegn á Ieiðinni til Júgóslavíu. Það er síðan saga frá því að segja að tveimur vikum seinna hittum við ensku stúlkurnar á diskótekinu Bunkr í Prag. Þá kom í Ijós að þær höfðu verið fluttar lengra inn í Júgóslavíu, þar sem þeim var stungið í stein- inn. Foreldrar þeirra voru svo Iátnir símsenda háar fjárhæðir og kaupa þær þannig Iausar.“ Þegar Katrin og Nína náðu til Makedóníu kom í ljós að næsta flugvél átti ekki að fara fyrr en á hádegi næsta dags og þá til Zurich í Sviss. Auk þess var ekki tekið við greiðslukortum á flug- vellinum frekar en annars staðar í Makedóníu. Skotárás í Grikklandi Þær reyndu þá aftur að kom- ast til Búdapest, að þessu sinni í gegnum Búlgaríu og Rúmeníu. Þær þráspurðu á lestarstöðinni hvort þær þyrftu vegabréfsárit- un, en var svarað neitandi, svo þær lögðu áhyggjulausar af stað með lestinni. „Eins og áður sváfum við svefni hinna réttlátu í lestinni,“ segir Katrín. „Þá erum við vakt- ar af lestarverði sem heimtar 10 þúsund krónur, annars fengjum við ekki að halda áfram. Við átt- um ekki næga peninga í fórum okkar, svo okkur var hent út úr lestinni og fylgt til baka yfir Iandamærin þar sem við vorum skildar eftir. Það var í fimm kíló- metra fjarlægð frá næstu lestar- stöð og var áætlað að lestin þar færi ekki fyrr en eftir átján tíma.“ Katrín og Nína Iiúkkuðu sér þá far með ensku pari á hús- bíl til Þessalóníku og þegar þang- að kom fóru þær út á flugvöll með strætisvagni. „Þegar við ókum með honum í gegnum út- hverfin var skotið á vagninn,“ segir Katrín. „ Allt ætlaði um koll að keyra. Bílstjórinn hljóp bijálaður út á götu, gamlar kon- ur hágrétu og mikil æsing greip um sig. Við vorum meira undr- andi á þessu uppþoti og áttuðum okkur ekki alveg á því sem hafði gerst, fyrr en vagninn keyrði áfram og málin voru útskýrð fyrir okkur.“ Þegar Katrín og Nína komust út á flugvöll voru þær svo heppn- ar að það fór flugvél morguninn eftir til Búdapest. Vinkonurnar þrjár, Katrín, Nína og Katrín, ferðuðust svo í rúman hálfan mánuð um Evrópu áður en þær komu heim, og lentu þá ekki í neinum teljandi vandræðum með almenningssamgöngur, hvorki lestir né strætisvagna. „Þetta var mikið ævintýri, stórskemmtilegt og við erum ákveðnar í því að gera þetta aft- ur næsta sumar - í hæfilegri fjarlægð frá Júgóslavíu," segir Katrín að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.