Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ R AÐ AUGL YSINGAR Umboðsmaður Umboðsmaður óskast á Höfn í Hornafirði. Upplýsingar í síma 569-1113. Verkmenntaskólinn á Akureyri Dönskukennarar! Dönskukennara vantar í Verkmennta- skólanum á Akureyri næsta skólaár. Umsóknir berist ekki síðar en 18. ágúst nk. Skólameistari. «A Gallerí Sara, Reykjavík Óskum eftir vönum starfskrafti nú þegar til afgreiðslustarfa í 50% starf. Upplýsingar á staðnum í dag og næstu daga milli kl. 16 og 18, ekki í síma. Gallerí Sara, Suðurlandsbraut 50 v/Fákafen, (bláu húsin). MÝRDALSHREPPUR Mýrarbraut 13, 870 Vfk í Mýrda Kennarar Lausar eru tvær stöður kennara við Víkurskóla, Vík í Mýrdal. Helstu kennslugreinar eru íþróttir (V2), danska (V2), almenn kennsla (V2), tónmennt og sérkennsla. Gott, ódýrt húsnæði og flutningsstyrkur í þoði. Upplýsingar gefur Halldór Óskarsson, skóla- stjóri, í símum 487-1124 og 487-1242. Skólastjóri. Frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis Lausar eru til umsóknar kennarastöður við eftirtalda grunnskóla í Reykjavík, skólaárið 1995 - 1996. Vogaskóli: Kennsla á unglingastigi (1/1). Kennslugrein- ar: Stærðfræði, íslenska, lesgreinar. Tvær stöður kennara yngri barna. Bókasafnsfræðingur (2/3). Hamraskóli: Sérkennari (1/1). Tvær stöður almenn kennsla (2/3 hvor). Austurbæjarskóli: Heimilisfræði (1/1). Almenn kennsla (1/1). Seljaskóli: Heimilisfræði (1/1). Bústaðaskóli: Sérkennari (1/1). (Upplýsingar í síma 553 3628 eða 553 3000). Umsóknum skal skila fyrir 20. ágúst nk. til viðkomandi skólastjóra eða á Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkurumdæmis. Fræðslustjórinn íReykjavík, Túngötu 14, 101 Reykjavík. „Au pair“ f Vínarborg 4ra manna austurrísk fjölskylda; mamma, pabbi, 15 ára piltur og 7 ára stúlka, sem búa í úthverfi Vínarborgar, óska eftir íslenskri „au pair“ í 1 ár. Upplýsingar í síma 564 2616 eftir kl. 20.00. Efnafræðikennsla Vegna forfalla vantar Flensborgarskólann í Hafnarfirði efnafræðikennara í 12-15 kennslustundir á viku á haustönn 1995. Allar nánari upplýsingar veitir skólameistari í símum 565-0400 og 555-0560. Skólameistari. Auglýsing Veiðifélag Norðurár hefur samþykkt að leita tilboða í veiðirétt Norðurár til næstu þriggja ára. Fyrirhugað er að útboðið verði lokað og er hér með auglýst eftir aðilum, sem óska eftir að fá að taka þátt í því útboði. Þeir aðilar sem hug hafa á því, eru beðnir um að tilkynna það til Lögmannsstofu Jónas- ar A. Aðalsteinssonar hrl., Lágmúla 7, póst- hólf 8975, 128 Reykjavík, fyrir klukkan 17.00 25. ágúst 1995. Stjórn Veiðifélags Norðurár. Menningarsjóður útvarpsstöðva auglýsir Samkvæmt útvarpslögum og reglugerð um Menningarsjóð útvarpsstöðva er hlutverk sjóðsins m.a. að veita styrki til eflingar inn- lendri dagskrárgerð fyrir hljóðvarp og sjón- varp, þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu. Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir um- sóknum um styrki úr sjóðnum. Til úthlutunar eru u.þ.b. kr. 30.000.000. í umsóknum skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram: 1. Nafn umsækjanda, kennitala og heimilis- fang, ásamt upplýsingum um aðstand- endur verkefnis og samstarfsaðila og skriflegum staðfestingum allra aðila um þátttöku í verkefninu. 2. Heiti verkefnis og megininntak. 3. ítarleg og sundurliðuð kostnaðaráætlun ásamt greinargerð um fjármögnun, þ.m.t. um framlög og styrki frá öðrum aðilum, sem fengist hafa eða sótt hefur verið um, •eða fyrirhugað er að sækja um. 4. Fjárhæð styrks sem sótt er um. 5. Nákvæm áætlun um framvindu verkefnis og greinargerð um það til hvaða verk- þátta sótt er um styrk til. 6. Handrit eða nákvæm lýsing verkefnis. 7. Yfirlýsing útvarpsstöðvar um að fyrirhug- að sé að taka dagskrárefni, sem sótt er um styrk til, á dagskrá. Umsóknum og öllum fylgigögnum ber að skila íþríriti á skrifstofu ritara stjórnar, Bjarna Þórs Óskarssonar hdl., Laugavegi 97, 101 Reykjavík, eigi síðar en 30. ágúst nk. Úthlutn- arreglur sjóðsins og umsóknareyðublöð fást afhent á sama stað. Þeim aðilum sem sóttu um styrk sumarið 1994 og vilja að tillit verði tekið til umsókna þeirra við úthlutun nú, ber að senda vilja yfirlýsingu þar um, á sama stað og umsókn- ir, fyrir lok umsóknarfrests. Ekki verður tekið tillit til umsókna sem ekki uppfylla öll framangreind skilyrði, né eldri umsókna, nema framangreind viljayfirlýsing berist. JKIPUL A G R f K I S I N S Urðunarstaður við Klofning, Flateyrarhreppi Mat á umhverfisáhrifum - frumathugun Skipulag ríkisins kynnir fyrirhugaðan urðunar- stað við Klofning í Flateyrarhreppi. Þar er fyrirhuguð urðun á ösku frá sorpbrennslu- stöðinni Funa á ísafirði, ásamt óbrennanlegu sorpi frá ísafirði og Flateyri. Urðunarstaðurinn ervið Klofning, um 1,5 km utan við Flateyri. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggja frammi til kynningar frá 11. ágúst til 18. september 1995 á Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166, Reykjavík og skrifstofu Flat- eyrarhrepps. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Frestur til að skila athugasemdum við ofangreinda fram- kvæmd rennur út þann 18. september 1995 og skal skila þeim skriflega til Skipulags ríkis- ins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat ö umhverfisáhrifum, nr. 63/1993. Skipulagsstjóri ríkisins. StHlQauglýsingar ■fi Þingvellir þjóðgarður Dagskrá þjóðgarðsins helgina 12.-13. ágúst Laugardagur 15.15 Tónleikar í Þingvallakirkju. Arna Einarsdóttir þver- flautuleikari flytur einleiks- verk frá ýmsum tímum. 20.00 Kvöldrölt. Ljúf gönguferð um Spöngina, sem endar með kyrrðarstund í Þing- vallakirkju. Hefst við Pen- ingagjá. Sunnudagur 11.00 Helgistund fyrir börn í Hvannagjá. 13.30 Gönguferð með Frey- steini Sigmundssyni jarð- eðlisfræðingi. Freysteinn fjallar um jarðskorpuhreyf- ingar á Þingvöllum að fornu og nýju. Hefst á Haki, þ.e. vestari brún Al- mannagjár, við útsýnis- sklfu. 16.00 Guösþjónusta í Þingvalla- kirkju. Þátttaka í dagskrá þjóðgarösins er ókeypis og öllum opin. Nánari upplýsingar fást í síma 482-2660. FERÐAFELAG @) ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Helgarferðir 11 .-13. ágúst: 1. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála. Gönguferðir um Mörkina. 2. Gengið yfir Fimmvörðuháls frá Þórsmörk (8 klst. ganga). Gist í Þórsmörk. Gönguferð á Heklu (12/8) fellur niðurl Sunnudag 13. ágúst: Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð - verð kr. 2.700,-. Ath. það er ekki of seint að dvelja í Þórs- mörk (ferðir á miðvikudögum út ágúst.). Kl. 09.00 Brúarárskörð - Högn- höfði. Skemmtileg gönguferð meðfram Brúará og á Högn- höfða (1030 m). Verð kr. 1.500,-. Kl. 13.00 Lakastígur - Litli Meitill (v/Þrengsli). Létt göngu- ferð fyrir alla fjölskylduna. Verð kr. 1.200,-. 18.-20. ágúst: Árbókarferð á Hekluslóðir (3 dagar) sérstak- lega tileinkuð árbók F.í. 1995. Ferðin er i samvinnu við Hið íslenska náttúrufræðifélag. Eystribyggð á Grænlandi - aukaferð - 24.-30. ágúst. Kynnið ykkur verð og tilhögun á skrifst. F.í. Ferðafélag Islands. Dagsferð laugard. 12. ágúst Kl. 09.00 Skjaldbreiður (1060 m.y.s.), fjallasyrpa, 5. áfangi. Skjaldbreiður er fagurformuð hraundyngja. Verð kr. 2.000/2.500. Dagsferð sunnud. 13. ágúst Kl. 10.30 Vitaganga. Gengið með ströndinni að Valhúsahæð og út í Gróttu. Hægt er að koma inn í ferðina við Eiðistorg. Farið verður upp í vitann. Skemmtileg ferð fyrir alla fjölskylduna. Hug- að að fjörulífi. Boðið upp á rútu- ferð tíl baka. Brottför frá BSÍ, bensínsölu, miöar við rútu. Einn- ig uppl. í Textavarpi bls. 616. Helgarferðir 11.-13. ágúst 1. Fjölskylduhelgi í Básum. Miðar óskast sóttir. Fararstjórar Fríða Hjálmarsdóttir og Pétur Þorsteinsson. 2. Fimmvörðuháls. Fullbókað, miðar óskast sóttir. Fararstjóri Ingibjörg Eiríksdóttir. Nánari uppl. og miðasala á skrifstofu Útivistar, Hallveigarstíg 1. ÚTIVIST ER FLUTT Á ANNAN STAÐ I IÐNAÐAR- MANNAHÚSINU Á HALLVEIG- ARSTÍG 1. INNGANGURINN ER BEINT Á MÓTI AMTMANNS- STÍG. Útivist. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.