Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11 ÁGÚST 1995 41 BREF TIL BLAÐSINS Reiðhj ólaþj ófnaðir Hvað er til ráða? Jónas Guðmundsson þjónustufulltrúi. Frá Jónasi Guðmundssyni: NÚ UNDANFARNA mánuði hefur mikið borið á reiðhjólaþjófnuðum og mætti nánast segja að um far- aldur sé að ræða. í júnímánuði bárust Lögregl- unni í Reykjavík tilkynningar um u.þ.b. 170 þjófn- aði á reiðhjól þetta má reikna með einhveijum þjófnuðum sem ekki voru til- kynntir svo og tilkynntum reið- hjólaþjófnuðum hjá öðrum lögregluembættum. Fullvíst má telja að einhveijir hópar stundi þetta í „atvinnuskyni11 enda benda verksummerki oft til þess; sterkir lásar hafa verið klippt- ir með stórum klippum, einungis vönduðum hjólum hefur verið stolið og fleira mætti telja til. En hvað verður um öll þau hjól sem stolið er? Sumir telja að þau séu seld í töluverðu magni til út- landa og ljóst er að eitthvað er um það því eigendur stolinna hjóla hafa gert sér ferð í erlenda togara hér í höfnum og fundið þar sín hjól. Töluvert af hjólum kemur fram í óskiladeildum lögreglunnar og önnur finnast á víðavangi. Forvarnir Nokkrar ráðstafanir er hægt að gera til þess að reyna að koma í veg fyrir að hjólum sé stolið og eins að auka líkur á því að endur- heimta þau sé þeim stolið. Eigandi reiðhjóls ætti alltaf að skrá hjá sér stellnúmer hjólsins og geyma á vísum stað, einnig er gott að láta taka mynd af sér með hjól- ið og skrifa aftan á myndina nafn, heimili og síma og setja svo mynd- ina upprúllaða inní sætispóstinn. Þannig gæti viðgerðarmaður eða tilvonandi kaupandi að stolnu reið- hjóli mögulega komið þeim til skila komist þau undir þeirra hendur. Einnig er gott að merkja hjólið og aukahluti á stað sem þú einn veist um. Vari hf. býður reiðhjólaeigend- um upp á ókeypis skráningu reið- hjóla, einungis þarf að koma með hjólið til Vara í Skipholti 5, þar eru teknar niður allar upplýsingar, á hjólið er svo settur límmiði þar sem fram kemur að hjólið sé skráð hjá Vara. Ef hjólið týnist svo eða því er stolið getur skilvís finnandi haft samband við Vara og fengið þar upplýsingar um eiganda. I dag eru nokkur þúsund hjól á skrá hjá Vara og töluvert hefur verið um það að Vari hefur haft milligöngu um að reiðhjól komist að nýju til eiganda síns. Vari hf. er í sam- starfi við nokkrar helstu reiðhjóla- verslanir landsins sem skrá þá öll þau hjól sem seld eru. Einnig eru skráð stolin hjól, þ.e. ef hjóli er stolið getur viðkomandi tilkynnt það til Vara, kaupendur að notuð- um hjólum, óskiladeildir lögreglu, umboðsverslanir o.fl. geta þannig haft samband við Vara og kannað hvort viðkomandi hjól sé þar skráð stolið. Ef þú ert ekki með hjólið þitt skráð þá endilega líttu við í verslun Vara hf. og Iáttu skrá það sem allra fyrst. Öll reiðhjól eiga að vera með sterka og vandaða lása og vírlás- arnir sem mest eru í umferð hér á landi hafa þar reynst ágætlega en hinir svokölluðu „kryptonite“-lásar eru með þeim sterkustu sem fást. Góð regla er að geyma hjólið innan- dyra yfir nóttina sé þess nokkur kostur en annars að reyna að læsa því við einhvern fastan hlut s.s. staur eða grindverk, passa skal að læsa hjólastellinu ásamt aftur- gjörðinni en ekki einungis fram- eða afturgjörð. Gott er líka að vera / / SKOUTSALA Skóverslun Þórðar Sími. 551 4181 ATH: erum flutt á Laugaveg 40 (áður lðunnar apótek) með aukalás og nota hann til þess að læsa hjólinu enn betur við ein- hvern fastan hlut. Taktu svo alltaf með þér aukahluti af hjólinu þegar þú skilur það eftir á almannafæri. Á nokkrum stöðum, og þar á meðal í verslun Vara hf. í Skip- holti 5, fást reiðhjólavarar, lítil tæki sem við endurtekna hreyfingu koma af stað háværri sírenu. Þessi tæki gera þó ekki lása og aðrar varúðarráðstafanir óþarfar, alls ekki. Flestar heimilistryggingar inni- halda tryggingu á reiðhjólum en það er þó í flestum tilfellum háð þeim skilyrðum hjólið sé læst og vel frá því gengið, ekki á að skipta máli hvort hjólinu sé stolið frá heimili eða annars staðar. Venju- legar heimilistryggingar bæta ein- ungis hjól fyrir ákveðna hámarks- upphæð (u.þ.b. 40 - 50 þ. kr.). Eigandi dýrara hjóls ætti því ein- dregið að hafa samband við trygg- ingafélagið sitt og skrá þar niður stellnúmer, nafn og lýsingu á hjól- inu ásamt áætluðu verðmæti og biðja þá að bæta því við þær trygg- ingar sem fyrir eru, kostnaður við þessar viðbótartryggingar á ári ætti ekki að vera meiri en nokkur hundruð krónur. Nokkur ráð ef hjólinu þínu er stolið 1. Tilkynntu þjófnaðinn alltaf til lögreglu. 2. Hafðu samband við trygginga- félagið. 3. Hafðu samband við Vara hf., hvort sem hjólið var skráð þar áður eða ekki. 4. Leitaðu að hjólinu I görðum, skurðum og öðrum stöðum í kring. 5. Hringdu í lesendabréf blaðanna og lýstu eftir hjólinu. 6. Settu upp auglýsingar í verslun- um í kring. 7. Settu upp auglýsingar í reið- hjólaverslunum. 8. Settu upp auglýsingar í þeim verslunum sem selja notuð reiðhjól. 9. Farðu á óskiladeildir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, endurtaktu þær heimsóknir með reglulegn millibili næstu mánuðina. Þú átt að hugsa um hjólið þitt! Hér í þessari stuttu grein hefur verið reynt að fara yfir helstu at- riði sem reiðhjólaeigendur gætu gert til að erfiða þeim starfið sem stunda þann óprúttna leik að stela reiðhjólum. Það eru þó alltaf fyrst og síðast eigendur reiðhjóla sem verða að sýna aðgæslu, muna að LÆSTU hjólinu alltaf við fastan hlut, s.s. Ijósastaur eða grind- verk, og notaðu viðurkennda reiðhjólalása. læsa hjólum, geyma þau inni ef hægt er o.s.frv. Ekki er hægt að ljúka þessum greinarstúfi án þess að minna reið- hjólafólk á notkun hjálms, því mið- ur er enn alltof algengt að sjá reið- hjólafólk án hjálms. Þú getur orðið fyrir því óhappi að hjólinu þínu sé stolið, það tjón er hægt að bæta. Ef þú lendir í óhappi á reiðhjóli án hjálms þá er ekki víst að hægt sé að bæta slíkt tjón það sem eftir er ævinnar. JÓNAS GUÐMUNDSSON, þjónustufulltrúi. Golfklúbburinn Leynir Akranesi^uglýsir SV OPIÐ MOT Laugardaginn 12. ágúst 1995 Ræst verður út frá kl. 9.00 og verða leiknar 18 holur með og án forgjafar. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í hvorum flokki og ýmis aukaverðlaun. Utanlandsferðir með Samvinnuferðum Landsýn, gasgrill, golfpokar og golfvörur. Einnig verður dregið úr skorkortum viðstaddra í lok móts. Skráning í mótið verður á milli kl. 13.00 og 19.00 í síma golfskálans 431 -2711. RS. Grínin eru meiriháttar - alveg eins og í útlöndum. A.T.H. Fjölskylduskemmtunin Sumar og Sandur verður á Akranesi sama dag, þar á meðal verður Tívolí, skemmtisiglingar, þyrluflug og margt fleira. Hagkaupsútsalan herðir sóknina Við gefum nú 25% aukaafslátt af öllum útsöluvörum. Horfið á verðmiðann og dragið einn fjórða frá. Afslátturinn er gefinn á kassa. Þetta er alvöru útsala! HAGKAUP fyrir fjölskylduna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.