Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 13 LANDIÐ Mannrækt og heilun að Hellnum Laugabrekku, Hellnum - Um versl- unarmannahelgina hafði félagið Snæfellsás fjölskylduhátíð í Brekkubæ á Hellnum án vímuefna. Það var margþætt sem fór fram á þessu móti, mannrækt, heilun og andleg málefni svo nokkuð sé nefnt. Á sunnudag var guðsþjónusta við lífslind Hellnamanna í blíðuveðri. Þar var samankomin hátt í tvö hundruð manns. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson, sóknarprestur predik- aði, fólkið söng sálma. Mótið sótti um 200 manns sem nutu samvista með gleði, voru á námskeiðum, hlýddu á fyrirlestra og margt fleira í dulúðugri nátt- úrufegurð Hellna. Því miður tók hin fagri Snæfellsjökull ekki ofan húf- una nema einu sinni smá stund en veður var gott. Hlutafélagið Snæfellsás hefur í níu ár staðið fyrir þessum árlegu fjölskyldumótum og hafa þau farið í alla staði mjög vel fram og verið félaginu til sóma. Sama er að segja um þetta nýafstaðna mót, það var öllum til sóma. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Ný bensínstöð í Oræfum NÝ bensínstöð Skeljungs var opnuð nýverið í Freysnesi í Öræfum og er þar með einræði Esso þar um slóðir lokið. Ætti nú enginn að verða bensínlaus því nú eru orðnar fjórar bensínstöðvar á 25 km kafla í Öræfum. Einnig er þarna tjald- stæði með viðeigandi snyrtiaðstöðu. Vinabæjarheimsókn ungmenn frá Hirtshals til Grindavíkur Morgunblaðið/Frimann Ólafsson DANIRNIR tilbúnir að takast á við Þorbjörn en yfir hann átti að ganga á leið í Bláa lónið. ÞESSIR hressu krakkar voru saman á heimili. Talið f.v. Mar- grét, Ólöf og Óskar Pétursbörn, Karina Poulsen, Kristina Peder- sen, Erla Ósk Pétursdóttir og Signe Pedersen. Mest tal- að saman á ensku Grindavík - Að undanförnu hafa danskir unglingar verið í heim- sókn í Grindavík ásamt kennur- um. Þetta eru krakkar frá vinabæ Grindavíkur í Dan- mörku, Hirtshals, sjávarþorpi norðarlega á Jótlandi. Bæirnir hafa á undanförnum árum skipst á að senda hópa skólakrakka í heimsókn og hafa Danirnir komið hingað með fjóra hópa en Grindvíkingar hafa sent tvo hópa auk þess sem hópur kennara sótti þá heim fyrir tveimur árum. Asger Kofoed er hér á ferð í fjórða skiptið. Hann hefur kom-. ið í allar Islandsheimsóknirnar og getur með sanni kallast ís- landsvinur því hann er óþreyt- andi að vinna að vináttutengsl- um milli bæjanna með því að koma með hópa og taka á móti hópum. Auk hans voru með í ferð kona hans Kirsten Kofoed og hjónin Hanne og Tom Volhoj. Islandsferð ákveðin að hausti „Á haustin geta nemendurnir í Hirtshals valið um ýmsa fræðslu utan eiginlegrar stunda- skrár og fræðsla um Island er einn valmöguleikanna. Fræðslan er undirbúningur þess að heim- sækja síðan landið eftir að skóla lýkur um sumarið. Nemendurnir sækja um 30 kennslustundir um Island þar sem þeir fræðast um land og þjóð og um vinabæinn Grindavík. Við fengum íslenskan dýra- lækni sem starfar í Álaborg til að fræða okkur um hve saga íslenska hestsins er samofinn menningu þjóðarinnar hér áður fyrr. Síðan fengum við heimsókn frá formanni íslendinafélagsins í Álaborg, Kristni Kristjánssyni, og hann fræddi okkur á því hvernig væri að vera barn á ís- Iandi. Það er bara ekki hægt að tala dönskuna Krakkarnir fjármagna ferð-, ina á eigin spýtur en við reynum að halda kostnaðinum í lágmarki og að hann fari ekki yfir þrjú- þúsund danskar krónur. Við erum svo lánsöm í Danmörku að þegar skólakrakkar eru að fara í ferðir fá þeir ferðir með dönsku járnbrautunum ókeypis, en við flugum frá Kaupmanna- höfn,“ sagði Asger í samtali við Morgunblaðið. Dönsku krakkarnir dvöldust á einkaheimilum í Grindavík. Með því móti kynnastþeir jafnöld- rum á þeim stutta tíma sem þeir eru hér. Einhvern veginn var það nú svo að enskan var ungl- ingunum tamari í munni en danskan þó þeir íslensku full- yrtu við tíðindamann að þeir skildu dönskuna, „það er bara ekki hægt að tala hana“. Karina Poulsen, Kristina Ped- ersen og Signe Pedersen dvöldu saman í Islandsferðinni. „Ferðin er búin að vera mjög skemmti- leg. Við höfðum séð myndir frá íslandi þannig að við vissum dálítið en það er náttúrulega annað að sjá hlutina með berum augum. Við erum ekki vanar þessu landslagi í Danmörku og vega- lengdin milli bæjanna er meiri en við eigum að venjast. Þá er fólkið hérna mjög gestrisið," sögðu þær. Þær bættu því við að Vest- mannaeyjaferðin hefði verið mjög skemmtileg og sérstök. Hvort þær kæmu hérna seinna sem almennir ferðamenn? „Það væri mjög gaman en okkur finnast hlutirnir hér mjög dýrir og finnum mikinn mun frá Dan- mörku.“ Tengslin mega ekki gleymast „Ég tel að það sé ny ög mikil- vægt að rækta vináttutengslin milli Norðurlandaþjóðanna. Þar sem við erum í Evrópubandalag- inu er það þannig að margir horfa suður á bóginn í Dan- mörku. Norðurlöndin eiga mikið sameiginlegt í menningunni og x mannlífinu og það er mikilvægt að rækta þessa þætti og halda vináttutengslunum við,“ sagði Asger og bætti því við að hann vonaðist til að geta komið aftur til íslands. Orkustofnun kannar möguleika á stórvirkjun í Ófeigsfirði Orkubúið telur Glámu- svæðið besta kostinn ísafirði - Haukur Tómasson, jarð- fræðingur og deildarstjóri vatns- orkudeildar Orkustofnunar, hefur að undanfömu kannað staðhætti vegna hugsanlegrar vatnsorku- virkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum. Hugmyndir um að virkja Hvalá í Ófeigsfirði eru ekki nýjar af nál- inni, en hér er verið að tala um miklu stærri virkjunarkost sem hægt er að líkja við Blönduvirkj- un. Rannsóknir þessar eru Orku- búi Vestfjarða að kostnaðarlausu, enda telja menn þar á bæ, að hent- ugri kostur sé fyrir hendi í framtíð- inni, og benda í því sambandi m.a. á Glámusvæðið. „Orkustofnun ber skylda sam- kvæmt orkulögum að hafa tiltæk- ar á hveijum tíma, almennar upp- lýsingar um helstu virkjanir sem talið er hagkvæmt að nýta á hveij- um tíma,“ sagði Sölvi Sólbergsson hjá Orkubúi Vestfjarða. Vatnasvið sameinuð Sölvi segir að undir lok ráð- herratíðar Sighvats Björgvinsson- ar iðnaðarráðherra hafi verið gefín út samantekt yfir allt vatnsafl á íslandi, en í henni hafi verið talað um tvær virkjanir á Vestfjörðum. „Áður var talað um eina virkjun í hveijum firði, en síðan gerist það að nýjar hugmyndir koma upp hvað varðar virkjunarfram- kvæmdir og liggja þær allar á þann veg að fara undir yfirborðið, þ.e. að gera jarðgöng í stað þess að leggja pípur ofanjarðar. Þannig er hægt að sameina vatnasvið og virkja fallið í einn fjörð. í fram- haldi af því fór Orkustofnun að kanna Ófeigsfjarðarheiðina í heild sinni og mat hana sem eina virkj- un sem endaði í Ófeigsfirði. Hug- myndir þeirra voru að bora það langt að vatn næðist alla leið frá Þorskafjarðarheiði að sunnan- verðu og norður með Drangajökli að Bjarnarfirði á Ströndum. Það eru engar íjárveitingar til í þetta verkefni og því eru þessar rann- sóknir á þeirra eigin kostnað.“ Virkjun í Ófeigsfirði langt inni í framtíðinni Sölvi sagði að Orkubúið hefði ekki áhuga að svo stöddu á að leggja út í neinn kostnað á þessu svæði, þar sem þar á bæ væri lit- ið svo á að Glámuhálendið þjón- aði Orkubúinu miklu betur hvað afhendingaröryggi á raforku varðar. Sölvi sagði ennfremur að virkjun á Ófeigsfjarðarsvæðinu myndi frekar þjóna landskerfinu í heild heldur en Orkubúinu, enda væri hér um að ræða stóra virkj- un. „Aftur á móti hafa virkjunar- möguleikar á Glámusvæðinu verið kannaðir, en þar var hugmyndin að safna saman vatni frá Vatns- firði á_ Barðaströnd, um Vattar- fjörð, ísafjörð og norður til Hest-" fjarðar þar sem fallið yrði virkjað. Til gamans má geta þess að for- rannsóknir vegna Glámuvirkjunar kosta um 60-70 milljónir auk þess s»m umhverfismat þarf að liggja fyrir og virkjunarleyfi að fást en virkjun sem þessi hefur helmingi meiri orkumátt en þörf er á í dag á Vestfjörðum. Hug- myndin um virkjun í Ófeigsfirði er því langt inni í framtíðinni og er ekki talin nauðsynlegur né fýsi- legur kostur fyrir fyrirtækið þessa stundina,“ sagði Sölvi. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Málari í Kinnarfjöllum VEÐRIÐ hefur leikið við Þingey- inga undanfarið og nota menn góðu tíðina til þess að sinna leik og starfi. Sigurður Hallmarsson, leikari, málari og músíkmaður frá Húsavík, var í Heiðarenda um helgina að mála Kinnarfjöllin einu sinni enn, en myndir af þeim eftir Sigurð prýða veggi fjölda fólks og enginn þekkir betur hvaða liti þarf til á hverj- um árstíma. I sumar eru óvenju- miklar fannir í hlíðunum en snjó- laus eru þau sjaldan sem aldrei. Þá hafa fallið úr þeim miklar skriður og hvað nxest við Nausta- vík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.