Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 9 FRETTIR Arásin á dönsku stúlkuna í Hróarskeldu Hugsanlega hægt að yfirheyra hana í haust Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „TÍMI kraftaverkanna er ekki lið- inn,“ sagði Jergen Juhl rannsóknar- lögreglumaður í Hróarskeldu um iíð- an ungu stúlkunnar, sem var slegin niður á götu í Hróarskeldu í mars. Hópur íslendinga, sem var á sama skemmtistað og stúlkan, hefur dreg- ist inn í rannsókn málsins, en alls hafa um 700 manns verið yfírheyrð- ir vegna hennar. Juhl segir að stúlk- an virðist ætla að ná sér betur en nokkur þorði að vona og í haust komi í ljós hvort hægt verði að yfir- heyra hana. Juhl áréttar að slæmir áverkar á stúlkunni stafi ekki af hrottalegri árás, heldur af slysalegum kring- umstæðum og hefur ekki gefið upp von um að sá sem sló hana gefi sig fram af sjálfsdáðum. Stúlkan var að skemmta sér á diskóteki í Hróarskeldu á Sjálandi og þaðan sást hún fara með ungum manni, sem álitið er að hafi verið gestkomandi. Skammt frá staðnum Um 700 manns hafa verið yfir- heyrðir vegna málsins hefur þeim tveimur líklega sinnast eitthvað og pilturinn þá slegið til hennar. Af andlitsáverkum hennar mátti sjá að höggið var töluvert, en við höggið hefur hún fallið kylliflöt aftur á bak á steinlagða stéttina. í viðtali við Morgunblaðið segir Juhl að svo virðist sem þröng föt hafi gert hana óstöðuga og hún því ekki náð að bregðast við högginu. Fallið varð því harkalegt og við það sködduðust efstu hryggjarliðir stúlkunnar, auk þess sem hún hefur að öllum líkindum hlotið mjög slæm- an heilahristing, sem getur hafa orsakað áverka langt inni í heilanum. Hún hefur ekki fengið málið aftur Morgunblaðið/Kristinn FRÁ undirritun samningsins. Taldir frá vinstri Nigel Essen- high, aðmíráll í breska sjóhernum, og Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan og breski sjóherinn Samstarf um kortagerð LANDHELGISGÆSIAN fyrir hönd Sjómælinga íslands hefur undirritað samstarfssamning við breska sjóherinn um kortagerð og er fyrsta kortið af þremur sem samningurinn varðar að verða til- búið en það er af Reykjavíkurhöfn. Kortin eru unnin í samvinnu og eru hin tvö af Faxaflóa annars vegar og af svæðinu frá Snæfellsnesi að Dyrhólaey hins vegar. Róbert Dan Jensson hjá Sjómæl- ingum íslands sagði að kortin væri unnin í samvinnu þjóðanna. Við værum aðilar að alþjóðasamningi um kortagerð, en samningurinn gerði það að verkum að margir aðilar væru ekki að kortleggja sömu svæðin. Bretar hefðu hingað til académie - snyrtisett Frábært ferðatilboð Hreinsimjólk - andlitsvatn Dag- og næturkrem ■ fallegu snyrtiveski. Reykjavík Baðhúsíð, Armúla 30. Snyrtlst. Agnesar. Ármúla 15. Snyrtist. Díu, Bergþómgötu 5. Snyrtlst. Grafarvogs, Hverafold 5. Snyrtist. Grclfynjan. Hraunbæ 102, Snyrtist. Helena Fagra. Laugavegi 101, Snyrtist. Hverflsgötu 50. Snyrtist. NN. Borgarkringlunni, Snyrtist. Þórdisar. Fákafeni 11. Kópavogur Snyrtist. Jóna. Hamraborg 10, Snyrtist. Rós, Engilijalla 8. Njarðvík Snyrtist. Huldu, SJávargötu 14. Akranes Snyrtist. Lilju. Grenigrund 7. Stykkishólmur Snyrtist. Katrínar, Skólastíg 11A. Rif Snyrtist. Ömiu. Háarifl 83. ísaQörður Snyrtlst. Sóley, Hafnarstræti 20. Sauðórkrókur Aðalstofan, Aðalgötu 20. Akureyri SnyrUst. Eva, Reykjasiðu 1. Vestmannaeyjar Snyrtist. Guðrúnar Ragnarsdóttur Bröttugötu 5. eftir áverkana, en er fafin að geta leyst einföld verkefni eins og að lyfta hendi eða fæti. Bati hennar er meiri en þorað var að vona í upphafi og því er rannsóknarlögreglan í Hróar- skeldu vongóð um að í haust verði hún fær um að lýsa þeim, er sló hana. Hópur íslendinga í diskótekinu var yfirheyrður eins og aðrir gestir og eins og kunnugt er komu dansk- ir rannsóknarlögreglumenn til ís- lands til að yfirheyra þá frekar. Einn þeirra var yfirheyrður sem grunað- ur, þar sem vitni höfðu bent á hann, en Juhl sagði að ekkert frekar hefði komið fram. Nú væri beðið eftir að sjá hvernig stúlkunni færi fram, en Juhl sagðist vilja undirstrika að ekki væri um að ræða að stúlkunni hefði verið misþyrmt. Höggið væri vissulega ofbeldisverk, en líklega hefði ger- andinn orðið hræddur og hlaupist strax á brott og Iögreglan væri enn að vonast til að hann gæfi sig fram. verið með sextán kort af svæðinu í kringum Island, en þeim fækkaði nú í fyrrgreind þrjú kort af þeim svæðum sem væru fjölförnust af sjófarendum. Kortin sem Sjómæl- ingar gerðu af hafsvæðinu kringum ísland væru 36 talsins. Mörg af þeim yrðu gefin út sem alþjóðakort. Róbert sagði að Bretar hefðu gert 3.200 kort af öllum heiminum, þar af sextán héðan. Hér eftir myndu þeir aðeins gefa út þijú fyrr- greind kort og hvað önnur kort varðaði vísa á þau sem við gerðum. Við værum fimmta þjóðin sem þeir gerðu svona samstarfssamning við, en áður hefðu þeir gert samninga við Noreg, Holland, Portúgal og Svíþjóð. Aldrei meiri um- ferð UMFERÐ hefur aldrei verið meiri á vegum landsins um verslunarmannahelgina en í ár. Vegagerðin hefur um árabil talið umferð á nokkrum stöðum og samkvæmt niðurstöðum fyrir tímabilið frá mánudegin- um 31. júlí til mánudagskvölds 7. ágúst kemur í ljós að mun fleiri bílar voru á ferð í ár en í fyrra og árið 1993, en aldrei hafði verið meiri umferð um verslunarmannahelgi en þá. Umferðin í ár er tvöfalt meiri en um yerslunarmannahelgina 1984. Áukning frá því í fyrra er um 13% en umferð var 8% minni 1993. Tveir létu lífið í umferðar- slysum um helgina og 21 slas- aðist, þar af meiddust 5 mikið. 73 ökumenn voru teknir grun- aðir um ölvun við akstur, sem er mikil fjölgun frá árinu á undan en þá voru þeir 51. Um verslunarmannahelgina 1992 voru hins vegar 107 teknir vegna gruns um ölvunarakstur. UTSAIAN HAFIN Útsölutílboð: Stærðir 28-39 Aðeins kr. 1.590 SKOVERSLUN KÓPAVOGS Hamraborg 3, sími 554-1754 KOMNIR Frábært verð ValMsgSjtn (W) ÁRMÚLA 8, SÍMAR 581 2275 og 568 5375 Fólk er alltaf að vinna í Gullnámunni: 118 milljónir Vikuna 3. til 9. ágúst voru samtals 117.893.119 kr. greiddar út í happdrættisvélum um alit land. Þar bar hæst Gullpottinn en einnig voru greiddir út veglegir Siifurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Guilpottur í vikunni: Dags. Staöur Upphæö kr. 8. ágúst. Mónakó......... 13.386.843 Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur Upphæð kr. 3. ágúst Flughótel, Keflavík. 227.226 3. ágúst Háspenna, Laugavegi. 127.917 3. ágúst Ölver............ 60.811 4. ágúst Háspenna, Laugavegi. 120.139 4. ágúst Hótel Saga..................... 98.862 4. ágúst Eden, Hverageröi..... 62.263 5. ágúst Garðakráin, Garöabæ. 191.633 5. ágúst Háspenna, Laugavegi. 77.359 5. ágúst Spilast. Geislag., Akureyri... 125.157 5. ágúst Garðakráin, Garðabæ. 72.937 6. ágúst Lundinn, Vestm.eyjum. 88.795 8. ágúst Spilast. Geislag., Akureyri... 431.020 9. ágúst Háspenna, Laugavegi.. 150.317 9. ágúst Háspenna, Laugavegi.. 83.929 Staöa Gullpottsins 10. ágúst, kl. 10:00 var 2.183.899 krónur. /Siiiív GIÍllJsBUiAN Siifurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.