Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 23 er nú um 380 manns. Á vegum fé- lagsins eru gróðursettar árlega um 100.000 tijáplöntur. Hefur félagið umsjón með ijölmörgum skógrækt- arsvæðum sem samtals eru um 1.600 hektarar. Hlutverk félagsins er skilgreint þannig: - Að vekja og viðhalda áhuga héraðsbúa á skógrækt og veita leið- beiningar og fræðslu. - Að stuðla að verndun skóga í héraðinu, fylgjast með viðgangi þeirra og skrá ástand og þróun. - Að vera samstarfsvettvangur þeirra einstaklinga og félaga, sem vilja vinna að framgangi skóg- og tijáræktar í héraðinu. - Að vera í forystu og hvetja til hvers konar framfara í skógrækt og nýtingu skóga. - Að vinna skipulega að nýskóg- rækt og stuðla að skráningu og skipulagningu skógræktar í hérað- inu með tilliti tiT umhverfisþátta. Markmið félagsins eru: - Að styrkja gróðurfar svæðisins og endurheimta glötuð landgæði. - Að skógrækt verði sjálfbær og umhverfisvænn atvinnuvegur. - Að almenningur eigi sem víðast aðgang að útivistarsvæðum. - Að útvega félagsmönnum land til skógræktar. - Að taka ný landsvæði til skóg- ræktar á vegum félagsins. - Að tryggja fjölbreytt og vandað framboð af tijáplöntum með því að starfrækja eigin gróðrarstöð. - Að kynna skógrækt og land- vernd sérstaklega meðal barna og unglinga. - Að félagið hafi ávallt í þjónustu sinni hæft og áhugasamt starfsfólk og geti boðið fram faglega ráðgjöf í sem flestum þáttum skógræktar. - Að fjölga félagsmönnum og tryggja að tengsl þeirra verði ávallt sem virkust. Mest áhersla hefur verið lögð á fjölnytjaskógrækt þar sem útivist er sett á oddinn. Hefur verið byggð upp útivistaraðstaða í Kjarnaskógi sem Eyfirðingar og ferðamenn nýta sér óspart allt árið um kring. Er það gott dæmi þess hveiju samvinna sveitarfélaga og skógræktarfélags getur áorkað. Skógræktarfélag Eyfirðinga hef- ur náið samstarf við fjölmarga aðila. Frá árinu 1972 hefur félagið verið í samvinnu við Akureyrarbæ um ræktun útivistarsvæða bæjarins. Félagið tók þátt í að ýta af stað nytjaskógrækt bænda á bújörðum í Eyjafirði og hefur náið samstarf við Skógrækt ríkisins um það verkefni. í samvinnu við Búnaðarsamband Eyjafjarðar hefur félagið stutt við skógrækt bænda utan nytjaskógar- marka. Einnig hefur félagið haft samvinnu við rannsóknastofnanir, sveitarfélög í sýslunni, svo og ýmis félagasamtök. Félagið heldur reglulega kynning- ar- og fræðslufundi fyrir almenning. Einnig gefur það út fréttabréf þar sem komið er á framfæri því sem hæst ber í starfi félagsins í hvert skipti. Ein helsta nýjungin í starfi félags- ins er sú að nýlega var jörðin Háls í Eyjafjarðarsveit tekin á leigu. Hef- ur henni verið skipt upp í reiti, sem síðan hafa verið endurleigðir félags- möíinum til skógræktar. Getur fólk þannig tekið land til ræktunar og komið sér upp aðstöðu á svæðinu. Þetta hefur mælst vel fyrir og er nú búið að úthluta um 70 hekturum lands til fjölmargra aðila. Skógræktardaginn 12. ágúst á að halda í Kjarnaskógi og verður boðið upp á fjölþætta dagskrá. Boðið verð- ur upp á girnilegar veitingar í skóg- inum og heitt verður á grillinu. Þann 13. ágúst eru fyrirhugaðar skoðun- . ar- og skemmtiferðir í Grundarreit, Vaðlaskóg og Garðsárskóg. Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri. Skógræktarfélag Hafnarfj ar ðar Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er eitt af fjölmennari skógræktarfé- lögum í landinu með 540 félags- menn. Felagið var stofnað 1946 og eru eldri skógarreitir félagsins nú vaxn- ir hávöxnum skógi. Arið 1980 voru friðaðir með höfuðborgargirðingunni SKÓGRÆKTARDAGURINN 12. ÁGÚST Bolungarvíkur Önundarfjarðar Dýraljaröar. 1 lafsfjarðar Skagast Seyöisfjaröar inds Neskaupstaöar eyöprfj3rðar Fáskrúösf jarðar Wýtjræðingur Jreiðdalsvíkur Jsynninga jarfjarðar Akranesif jftfellinga Suöuínesja, .Rangæinga -^lýrdælinga Skógræktarfélögin starfa um allt land T vBorgarfjaröar eystri HELSTU ^ að efla skógrækt og landgræðslu MARKMIÐ 0 að fræða og leiðbeina almenningi 0 að virkja almenning tii þátttöku í skógrækt og gróðurvernd Morgunblaðið/H.Þ. HVERGI er betra að vera en í skjóli gróskumikilla skóga, eins og í Fossselskógi í Suður-Þingeyjarsýslu. 900 ha ofan Hafnarfjarðar. Félagið hefur umsjón með þessu svæði og hefur frá 1980 gróðursett þar af krafti. Athafnasvæði félagsins er því um 1.000 ha. Árlega stendur félagið fyrir gróð- ursetningu á um 60.000 tijáplönt- um. Lögð er áhersla á að hafa skóg- ræktina sem fjölbreyttasta og er gróðursett töluvert af ýmsum blómstrandi runnum í bland við tijáplönturnar. Markmið félagsins er að vinna að: 1. Skógrækt, þar sem litið er á allt umhverfi sem eina heild eða vist- kerfi. 2. Trjárækt, en þá beinist athygl- in að einstökum tijám og því hægt að hlúa að þeim hveiju og einu og búa þeim ákjósanleg vaxtarskilyrði. 3. Landgræðslu og gegn eyðingu þeirri er hófst, þegar þjóðin fór að ganga of nærri gæðum landsins og byggja það upp. 4. Auknum skilningi almennings á margvíslegu gildi tijáræktar, jarð- vegs og annars gróðurs og lífsskil- yrðum dýra. Þessum markmiðum ætlar félagið að ná með því að: 1. Vinna að skógrækt, tijárækt og landgræðslu. 2. Sinna fræðslu- og leiðbeining- arstarfi, sérstaklega í tengslum við yngri kynslóðina. 3. Stunda uppgræðslu og skóg- rækt í upplandi bæjarins. 4. Stuðla að aukinni útivist og náttúruskoðun hjá bæjarbúum með því að gera uppland bæjarins að- gengilegra með göngustígum og áningarstöðum. 5. Sinna plöntuuppeldi, gróður- setningu og umhirðu á svæðum fé- lagsins. Skógræktarfélagið hefur mikla og gjöfula samvinnu við Hafnarfjarð- arbæ, sem lengi hefur styrkt félagið með beinum fjárframlögum, en á móti sér félagið um allan rekstur og umhirðu á útivistarsvæðinu í upplandi Hafnarfjarðar. Flokkar frá vinnuskóla bæjarins starfa á hveiju ári á svæði félagsins undir stjórn og umsjón starfsmanna þess. Lögð hefur verið áhersla á að virkja al- menning tii uppgræðslu og tijárækt- ar. Með því að afhenda landnema- spildur til einstaklinga og félaga hefur skógræktarfélaginu tekist að virkja tugi einstaklinga sem fá að spreyta sig á uppgræðslu og tijá- rækt. Auk aðalfunda félagsins, þar sem ætíð er boðið upp á fræðsluer- indi, er árlega haldinn fræðslufundur eða ráðstefna um tiltekið efni. Starf- andi er landnemaráð sem heldur ársfund með erindum og umræðum. Þöll, blað félagsins, er gefið út a.m.k. einu sinni á ári og inniheldur fjölda greina um málefnið og fréttir af starfseminni. Með nýgerðum samn- ingi við bæjarstjórn er félaginu falin umsjón enn stærri svæða en áður. Auk þess er verið að vinna að útivist- ar- og ræktunarskipulagi, sem á að verða hluti af næsta aðalskipulagi bæjarins. Ef tekst að fá lausagöngu búfjár aflagða á Reykjanesi, sér fé- lagið fram á enn aukin verkefni fyr- ir sig og landnema í Undirhlíðum og landi Krýsuvíkur. Skógræktardagurinn verður hald- inn í samvinnu við ferðamálaráð, æskulýðsráð, skátafélagið og hesta- mannafélagið. Höfuðáhersla verður lögð á samtengingu útivistar og ræktunar en höfuðstöðvar félagsins eru einmitt á útvistarsvæðinu við Hvaleyrai-vatn. Hólmfríður Finnbogadóttir, formaður. Skógræktarfélagið Mörk Skógræktarfélagið Mörk er eitt að tveimur starfandi skógræktarfé- lögum í Vestur-Skaftafellssýslu. Starfssvæði félagsins er Skaftár- hreppur og eru félagsmenn 114. Landgræðsluskógasvæðið á Stjórnarsandi austan Kirkjubæjar- klausturs er um 150 ha, þar eru árlega gróðursettar á vegum félags- ins 4-5.000 plöntur. Markmið félagsins er að efla skógrækt í héraðinu, stuðla að varð- veislu skóglendis og auka fræðslu og kynningu á skógrækt til almenn- ings. Félagið hefur lagt áherslu á um- hirðu þess tijágróðurs sem það hefur gróðursett á undanförnum árum og hefur ráðið starfsmann yfir sumar- tímann til að sinna þeim störfum. Samstarf við Skaftárhrepp er gott og sér starfsmaður félagsins m.a. um umhirðu á lóðum og útivistar- svæðum hreppsins. Samstarf er við Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá við skjólbeltatilraunir á Stjórnarsandi og einnig er á vegum félagsins tilraunareitur Garðyrkju- skólans á Reykjum, með víði og as- partegundum úr söfnunarferð til Alaska 1985. Nýmæli í starfsemi félagsins er samstarf við ferðaskrifstofur um gróðursetningu „ferðamannaskóga" á Stjórnarsandi. Það á vel við á Kirkjubæjarklaustri sem er að verða einn að fjölsóttustu ferðamannastöð- um á landinu. í ár hafa a.m.k. 500 erlendir ferðamenn gróðursett í ferðamannaskóginn undir stjórn fé- lagsins og hefur það mælst afar vel fyrir að fá að taka þátt í upp- græðslu landsins. Félagið stendur fyrir fræðslufund- um um skógrækt fyrir almenning og kynnir starfsemi sína með dreifi- bréfum. Skógræktardagur Markar þann 12. ágúst verður haldinn á Kirkju- bæjarklaustri í skógarreitnum í Klausturbrekkum. Farið verður í skoðunarferð um skóginn þar sem fræðsla fer fram um tijágróður. Einnig verður boðið upp á veitingar og ýmiskonar tónlist. Ólafía Jakobsdóttir, formaður. Skógræktarfélag Reykjavíkur Skógræktarfélag Reykjavíkur er fjölmennasta skógræktarfélagið í landinu og einnig það félag sem hefur mesta starfsemi. Félagar eru 1.750 talsins. Um 18 starfsmenn vinna hjá félaginu allt árið og yfir sumartímann ræður félagið 130 manns til vinnu. Auk þess hefur skógræktarfélagið umsjón með og stjórnar vinnu um 1.250 reykvískra ungmenna á umsjónarsvæðum fé- lagsins. Skógræktarsvæði félagsins eru fjölmörg og þau helstu eru: Skóg- ræktarstöðin í Fossvogi, Öskjuhlíð, Elliðaárdalur, Rauðavatnsskógur, Heiðmörk, Hólmsheiði, Reynivellir í Kjós, og Fellsmörk í Mýrdal. Sam- tals eru umsjónarsvæði félagsins um 4.700 ha. Árlega eru gróðursettar um 800.000 tijáplöntur á vegum félags- ins af ýmsum tegundum. Einnig er gróðursett töluvert af runnum til yndisauka. Meginmarkmið félagsins er að vinna að skógrækt og trjárækt í Reykjavík og víðar og auka skiln- ing og áhuga á þeim málum. Félag- ið vill ná markmiðum sínum með því: 1. Að veita fræðslu um skógrækt og tijárækt. 2. Að leggja stund á plöntuupp- eldi, ræktun og rannsóknir á runna- og trjátegundum. 3. Að starfa með Reykjavíkur- borg að ræktun á löndum borgarinn- ar. 4. Að vinna að útvegun lands til skógræktar fyrir félagsmenn. Félagið stefnir að því að fá meira land til skógræktar þar sem búið er að gróðursetja í mestan hluta þess lands sem það hefur til umráða. Aukin áhersla verður lögð á fræðslu til almennings og ætlar félagið að leita allra leiða til að ná því marki. Samstarf við Reykjavíkurborg hefur verið mjög öflugt og gott frá upp- hafi. Til gamans má geta að litið er til þess, bæði innanlands og er- lendis, hve vel hefur til tekist og hafa erlendir stjórnendur borga og útivistarsvæða komið langan veg til að kynna sér starfsemi félagsins og samstarfið við Reykjavíkurborg. Mörg félagasamtök eiga náið samstarf við skógræktarfélagið og þiggja aðstoð og faglega ráðgjöf hjá félaginu. Þá hefur félagið átt mikið samstarf við Rannsóknastöð Skóg- ræktar ríkisins á Mógilsá t.d. við úrvalsræktun birkis, enda eitt af markmiðum þess að taka virkan þátt í rannsóknum og tilraunum í skógrækt og plöntuuppeldi hér á landi. Haldnir eru á hveiju ári ýmiskon- ar fræðslufundir fyrir félagsmenn og aðra. Fréttablað félagsins, Skóg- artíðindi, kemur út tvisvar á ári og er sent öllum félagsmönnum. Nýlega SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.