Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 17 PLO og Israel semja um Hebron YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu- manna (PLO), og Shimon Per- es, utanríkisráðherra ísraels, náðu í gær málamiðlunarsam- komulagi um framtíð Hebron, eina palestínska bæjarins á Vesturbakka Jórdanar þar sem gyðingar búa innan bæj- armarkanna. Þar með leystist eitt af helstu ágreiningsmál- unum sem hafa komið í veg fyrir samkomulag um stækk- un sjálfstjórnarsvæðis Palest- ínumanna. Börn deyja í eldsvoða FIMM börn biðu bana þegar eldur kviknaði í húsi í Wrex- ham í norðurhluta Wales í gær. Þriggja ára tvíburar og drengir á aldrinum 7, 8 og 14 ára dóu en tvö börn og tveir fullorðnir björguðust. Ná- grannar brutu rúðu í húsinu og sögðu börnunum að stökkva út, en þau þorðu það ekki. 18 fallaí Kasmír ÖFLUG sprengja sprakk í gær á vegi sem tugþúsundir hindúa fara um í pílagrímsferð að helli í fjöllum Kasmírs. 18 ind- verskir hermenn, sem fylgdu pílagrímunum, biðu bana í sprengingunni. Aðskilnaðar- hreyfing múslima, Harkat-ul- Ansar, lýsti verknaðinum á hendur sér, en hún hafði hótað að stöðva pílagrímana. Landlaust fólk í átökum AÐ MINNSTA kosti 25 manns biðu bana í Brasilíu í gær þeg- ar lögreglan reyndi að fram- fylgja útburðarúrskurði gegn landlausu fólki er hafði eignað sér búgarð sem hefur ekki verið nýttur. Um 600 fjöl- skyldur fluttu í búgarðinn í júlí fyrir tilstuðlan samtaka landlausra bænda sem vilja með slíkum aðgerðum knýja stjórn landsins til að flýta land- nýtingarumbótum sínum. „Biðsölum dauðans“ svarað KÍNVERJAR gáfu í gær út heimildarmynd um munaðar- leysingjahæli í Kína þar sem staðhæfingum bresku mynd- arinnar „Biðsalir dauðans“ er vísað á bug sem „illkvittnum tilbúningi". í heimildarmynd- inni segir að kínversk munað- arleysingjahæli séu vel rekin og aðbúnaður barnanna yfir- leitt góður. Svokallaður „Bið- salur dauðans“ í munaðarleys- ingjahæli í Huangshi í Hubei- héraði, sem sýndur var í bresku myndinni, væri í reynd geymsluherbergi. í bresku myndinni er sagt að 80 börn hafi dáið þar í fyrra en í kín- versku myndinni er sagt að 128 börn af 161 hafi verið ættleidd þar í fyrra. ERLEIMT E1 Salvador Sextíu og fimm farast í flugslysi San Salvador. Reuter. SEXTÍU og fimm manns létust þeg- ar guatemalísk þota fórst í illviðri í hlíðum eldfjalls í EI Salvador á mið- vikudag, samkvæmt upplýsingum fulltrúa flugfélagsins Aviateca. Flugvélin var af gerðinni Boeing 737 og á leið frá Miami í Flórída til San Jose á Costa Rica. Hafinn var undirbúningur áætlaðrar millilend- ingar í San Salvador þegar slysið varð. Flugumsjón í San Salvador missti samband við véiina skömmu fyrir klukkan 20:00 að staðartíma (um klukkan 2 í fyrrinótt að ísl. tíma). Úrhellis rigning var þá á svæðinu. Fulltrúi Aviateca sagði að allir sem um borð voru, 58 farþegar og sjö manna áhöfn, hefðu farist. Vitni að slysinu greindu svo frá að vélin hefði hrapað skömmu eftir klukkan átta, og svo hefði virst sem sprenging yrði í vélinni. Fólk hefði fyrst séð blossa og síðan spreng- ingu. Sumir hefðu haldið að eldgos væri hafið í fjallinu. Ekki hafa borist staðfestar fregn- ir af orsökum slyssins, en fulltrúi flugfélagsins sagði að vont veður væri líklegasta ástæðan. Oveður á Spáni MIKIÐ óveður gekk yfir mið- hluta Spánar aðfaranótt fimmtu- dagsins og létu tiu lífið af völdum þess. Níu létust þegar mikið flóð gerði í smábænum Yebra í Guad- alajara-héraði austur af Madrid. Var fólkið á líkvöku er vatn og aur braust í gegnum vegg og fleytti því í burtu. Fjölmörg hús og bifreiðar grófust undir aur í bænum, þar sem 580 manns búa, og var ekki talið útilokað að fleiri hefðu farist. Vatnið flæddi yfir marga vegi í héraðinu og lést vörubifreiðarsljóri er hann missti sljórn á bifreið sinni. Óveðrið var mjög staðbundið og féll til dæmis lítið sem ekkert vatn í vatnsból í 30 kílómetra fjarlægð frá Yebra. Kona Gingrichs andvíg forseta- framboði New York. Reuter. BANDARÍSKA tímaritið Van- ity Fair hefur í gær eftir eigin- konu Newts Ginrichs, forseta fulltrúadeildar Bandaríkja- þings, að hún hyggist koma í veg fyrir að hann bjóði sig fram til forseta og grafa undan framboði hans. „Ég vil ekki að hann verði forseti og ég held að hann ætti ekki að verða [forseti],“ sagði Marianne Gingrich í við- talinu. „Það er ekki vegna þess, sem hann mun þurfa að gera, heldur vegna, þess sem ég mun verða að gera.“ Gingrich kvaðst hafa sagt manni sínum að hann gæti ekki án sín verið. „Ég sagði honum að væri ég ekki sam- mála honum . . . myndi ég fara í loftið næsta dag og grafa undan öllu saman.“ í greininni sagði að Newt Gingrich, sem vill að fjöl- skyldugildi séu í hávegum höfð, hefði margoft haldið fram hjá fyrri konu sinni. Því var bætt við að nú væru erfið- leikar í hjónabandi hans og honum héldist illa á vinum og samstarfsfólki. Þar er því einn- ig haldið fram að Gingrich eigi við þunglyndi og drykkjuvanda að stríða. Talsmaður Gingrichs, Tony Blankley, sagði á miðvikudag að greinin væri „sálfræðiþrugl götublaðanna" og „of neðar- lega í fæðukeðjunni til að verð- skulda alvarlega umfjöllun". Minningar Dobryníns, sendiherra Sovétríkjanna í Washington Kennir Gorbatsjov um hrun Sovétríkjanna ANATÓLÍ Dobrynín, sendiherra Sovétríkjanna í Bandaríkjunum í nærri aldarfjórðung, frá 1962 til 1986, er um þessar mundir að senda frá sér endurminningar sín- ar. Þótt bókin komi ekki á almenn- an markað fyrr en í næsta mán- uði hefur þegar birst um hana ritdómur í bandaríska tímaritinu Time og er henni hrósað þar á hvert reipi.' Dobrynín hefur enda frá mörgu að segja. Eru liklega fáir fróðari honum um samskipti stórveldanna í kalda stríðinu en hann var sendiherra í tíð fimm Sovétleiðtoga og sex Bandaríkja- forseta, frá Kennedy til Reagans. Verður hér stiklað á ritdómnum. Með sovésk dulmálsskeyti á reiðhjóli Faðir Dobryníns var pípulagn- ingamaður og móðir hans vísaði til sætis í leikhúsi í Moskvu en sjálfur hafði hann lokið námi í flugvélaverkfræði árið 1944 þeg- ar Stalín skipaði þáverandi utan- ríkisráðherra, Vyatsjeslav Mol- otov, að ráða fremur til utanríkis- þjónustunnar tæknimenntað fólk en menntamenn. Hafði Stalín illan bifur á þeim síðarnefndu og þann- ig atvikaðist það, að Dobrynín gekk til liðs við sovésku utanríkis- þjónustuna. Dobrynín segir m.a. frá því, að í Kúbudeilunni 1962 hafi hann haft samband við stjómina í Moskvu með símskeytum í gegn- um Western Union, sem sendi allt- af ungan mann á reiðhjóli til að ná í dulmálsskeytin frá sovéska sendiráðinu, og hann segir, að Lyndon Johnson hafi verið svo ákveðinn í að verða fyrstur Bandarikjaforseta til að heimsækja Sovét- ríkin, að hann hafi næstum lokað augun- um fyrir innrásinni í Tékkóslóvakíu. Moskvustjórnin bauð Hubert Humphrey varaforseta fjárstyrk á laun — sem hann hafnaði — til að efla hann gegn sovétand- stæðingnum Richard Nixon í forsetakosn- ingunum 1968 og Leoníd Brezhnev, að- alritari sovéska ANATÓLÍ Dobrynín. Hann hafði góða kímnigáfu og í veisl- um var hann jafnan hrókur alls fagnaðar. kommúnistaflokksins, fór á þreif- andi fyllerí í heimsókn sinni til Nixons í San Clemente og úthúð- aði þá Níkolaj Podgorní, forseta Sovétríkjanna, og Alexei Kosygín forsætisráðherra. Þá um nóttina gekk forsetafrúin, Pat Nixon, í svefni og var borin í rúmið af KGB-manni. Dobrynín segir, að Brezhnev hafi fengið áfall bæði fyrir og eftir leiðtogafundinn með Gerald Ford í Vladívostok 1975 og fimm árum síðar, á fundin- um með Jimmy Cart- er í Vín, var hann svo út úr heiminum og óskiljanlegur, að túlkarnir hans spunnu sjálfir upp svörin. Skemmtileg er líka sagan af því, sem höfundurinn hlýtur raunar að hafa eftir öðrum, þegar Ronald Reagan var sagt, að Dobrynín væri á för- um til Moskvu til að taka þar við embætti innan kommúnista- flokksins. „Er hann kommúnisti?“ spurði þá Reagan undrandi. Dobrynín segir frá mörgum dæmum um „stórkostlegt dómgreindarleysi“ í stefnu Moskvustjórnarinnar, með- al annars hvað varðar Kúbudeil- una, Afganistan, óttann við brott- flutning gyðinga frá Sovétríkjun- um og að Moskvustjórnin skyldi ekki átta sig á, að með því að slíta stjórnmálasambandi við Isra- el 1973 var hún að útiloka sig að mestu frá áhrifum í Miðaustur- löndum. Þá nefnir hann sem yfir- sjón, að sovétstjórnin skyldi neita strax að semja um bann við lang- drægum eldflaugum og meðal- drægum af gerðinni SS-20 í Evr- ópu. Finnst honum sem yfirleitt hafi skort á heildarsýn í sovéskri utanríkisstefnu og áhuginn og óttinn við hernaðarrannsóknir Bandaríkjamanna verið eins og þráhyggja. Mat Reagan Að mati Dobryníns var Ronald Reagan „merkilegri en hann virt- ist vera“ og segir, að hann hafi getað tekið „stórar ákvarðanir". Hafi hann meðal annars neytt sovésku hernaðarfræðingana til að endurmeta stöðu sína þegar hann ákvað að koma upp Persh- ing-eldflaugunum í Evrópu og halda fast við „stjörnustríðsáætl- unina“. Dobrynín er samt harður á því, að Reagan hafi ekki bundið enda á kalda stríðið og valdið hruni hins „illa heimsveldis". Það hafi Gorbatsjov aftur á móti gert. Seg- ir Dobrynín, að hann hafi hvorki séð fyrir hrunið í Austur-Evrópu né áttað sig á, að efnahagslega hefðu Vesturlönd skotið Sovétríkj- unum ref fyrir rass fyrir löngu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.