Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 25 AÐSENDAR GREINAR Uxahalasúpa Valdimar Jóhannesson HVAÐ er að hjá þjóð sem telur það sérstaka fyrirmyndar verslunarmannahelgi þegar viðurkennt er að drykkja hafi verið mjög mikil og almenn á flestum útihátíðum hjá ungmennum niður í 14-15 ára börn? Hvað veldur því að fjölmiðlar treysta sér til að hafa gagnrýnis- laust eftir mótshöld- urum, að allt hafi far- ið vel fram en sýna jafnframt samfarir (í Stöð 2) sem dæmi um góða stemmningu á Uxa 95 á Kirkjubæjarklaustri? Erlendir ijölmiðlamenn gáfu einni nóttinni þar nafngiftina „samfaranóttin mikla“. Er hægt að hælast um fá slys þegar 2 dauðaslys verða, 17 alvarleg slys og tugir minni háttar slysa? Eru menn sáttir við „að ekki var vitað um nema nokkrar nauðganir"? Hvað er að mönnum eins Baldvini Jónssyni, ráðgjafa fyrir Uxa ehf og Arna Johnsen atvinnuvestmannaeyingi? Þeir töldu sig þurfa að mótmæla al- mennum varnaðarorðum átaksins Stöðvum unglingadrykkju til for- eldra að senda unglinga ekki eftir- litslaust á útiskemmtanir vegna þeirrar hættu sem þeim er þar búin. Árni Johnsen lét sér sæma að láta Mbl. birta af sér og skemmti- kröftunum stóra litmynd fyrir þjóð- hátíðina þar sem flestir hömpuðu vínglasi til að leggja nú áherslu á „að fjörið yrði í Eyjum“. Hvað er að marka svona mann sem hefur geð í sér til að kalla Þjóðhátíð í Eyjum vel skipulagða fjölskylduhá- tíð þegar allir sem nenna að setja sig í málin vita að þar eru haldnar einhverjar verstu drykkjusamkom- ur sem sögur fara af og hefur svo verið um áratuga skeið? Ég læt mér í léttu rúmi liggja þó að Árni vilji ganga í augum á atkvæðum í Vestmannaeyjum og gefa mér neyðarlega einkunn í blaðavið- tölum. Mér_ þykir þrátt fyrir allt vænna um Árna sem ég þekki sem skemmtilegan og kátan mann en svo að ég vilji gjalda honum í sömu mynt. Baldvin Jónsson skrifar hinsveg- ar svo fráleita grein í Mbl. „að gefnu tilefni" að ekki verður hjá því komist að svara honum. í grein- inni hallar Baldvin svo réttu máli, að svart verður hvítt og öfugt. Hann þakkar Uxa ehf. fyrir þau skilyrði sem sýslumaðurinn í Vík, Sigurður Sigurðsson, setti einka- hlutafélaginu til þess að fá leyfi fyrir tónleikunum á Klaustri. Stað- reyndin er sú að sýslumaðurinn á allan heiðurinn að því að löggæsla varð til fyrirmyndar á svæðinu og hefur það eflaust afstýrt miklum vandræðum. Sýslumaðurinn setti Uxa ehf. 14 stíf skilyrði fyrir Stretsbuxur kr. 2.900 Mikii úrval af allskonar buxum Opið ó laugardögum Nýbýlavegi 12, sími 554 4433. leyfisveitingu og sá til þess að við þessi skil- yrði yrði staðið og eru þar á meðal öll þau atriði sem Baldvin segir Uxa ehf. hafa haft frumkvæði að. Sýslumaður krafðist að áfengisbann yrði rækilega auglýst, að starfsmenn fíkniefna- lögreglu væru á staðnum, að veitt yrði aðstoð vegna áfalla (þ.m.t. nauðgana), að framfylgt yrði aldurs- takmörkunum o.s.frv. Sýslumað- Sýslumaðurinn á allan heiðurinn af því, segir Valdimar Jóhannes- son, að löggæzla varð til fyrirmyndar. urinn sýndi mynduga, góðá fram- göngu sem æðsta lögregluyfirvald á svæðinu. Megi störf hans og lög- gæslunnar á staðnum verða öðrum til fyrirmyndar. Baldvin Jónsson segir aðstand- endur Uxa ehf. hafa „lagt ýmislegt að mörkum til að kynna skaðsemi vímugjafa“. Ja hérna! Hvernig get- ur nú hvítt orðið öllu svartara? Uxi gefur út Xtrablaðið. Heil opna birtist í 1. tlb. 1995 um alsælu. Öllu ógeðfelldari skrif um þetta eiturefni hafa trauðla birst enda sáu æskulýðs- og tómstundanefnd- ir sig knúnar til að banna dreifingu blaðsins á sínum vettvangi. Ekki er nú líklegt að forsvarsmenn ÍTR og fleiri hafi látið fjarlægja blaðið úr félagsmiðstöðum vegna. forvarnagildis þess eða hvað, Bald- vin? Raunar er allt mat í fjölmiðlum á helginni stórfurðulegt. Það þykir bera vott um litla útbreiðslu eitur- lyfja, að aðeins skyldu upplýsast 30 eiturlyfjamál á Klaustri, enda hafi sýnileg löggæsla hrakið fíkni- efnasala af svæðinu! Og skýringin á því að landi fannst í 90% bifreiða „í tékki“ á hátíð, sem var auglýst sem áfengislaus hátíð, hafi verið sú að „ríkið „ sé allt of dýrt! Og Vestmannaeyingar kippa sér nú ekki mikið upp við tvær nauðg- anir sem hafa verið kærðar fyrir utan þær sem ekki voru kærðar auk nokkurra fíkniefnamála og almennrar mikillar drykkju á há- tíðinni þar sem meðferð og neysla áfengis er bönnuð. Það má alveg búast við að stúlka, sem hefur verið nauðgað, nái sér að miklu leyti á aðeins áratug eða svo! Já, er ekki yndislegt að vera bara nógu jákvæður! Höfundur er framkvæmdastjóri átaksins Stöðvum unglinga- drykkju. g ö t u n a ! v e r ð i . 'a t r i ð i ð þegar allt annað stenst samanburð Gerðu þinn eigin samanburð wststsst r'i Bi Rúmtak vélar 1341 cc 1391 cc 1331 cc 1 389 cc Hestöfl 84 60 88 60 Lengd/Breidd cm 410/162 402/169 409/168 405/169 Farangursrými litr. 380 370 309 360 Utvarp + segulb. Innifalið Ekki innifalið Ekki innifalið Innifalið Þyngd 960 1075 1050 950 Verð : 979:°P° 1.180.000 1.079.000 1.167.000 Aukabúnaöur á mynd. álfelgur og vindskeiö. HYUNDAIACCENT 84 hestöfl með beinni innspýtingu, vökvastýri, vönduðum hljómflutningstækjum, samlituðum stuðara og lituðu gleri. Opið á laugardögum frá kl. 10-16. ARMULA 13 • SIMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 HYunoni ...til framtíðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.