Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C tvgunlilfifrife STOFNAÐ 1913 179. TBL. 83. ARG. FOSTUDAGUR 11. AGUST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tengdasynir Saddams flvja til Jórdaníu Sonur Saddams til Amman - Clinton lýsir stuðningi við Jórdaníukonung Bagdad, Amman, Washington. Reuter. TVEIR tengdasynir Saddams Huss- eins, sem báðir voru í áhrifamiklum stöðum, hafa flúið frá írak ásamt eiginkonum sínum, dætrum leiðtog- ans, og fjölskyldum og fengið hæli í Jórdaníu. Elzti sonur Saddams, Uday, fór til Amman í gær og krafðist fundar með Hussein Jórdaníukonungi. Tals- menn útlægra íraskra stjórnarand- stöðuhópa segja að ástæðu flóttans megi rekja til ágreinings milli ann- ars tengdasonarins og Udays. Þessir atburðir eru túlkaðir þannig, að losn- að hafi verulega um tök Saddams á valdataumunum. Hussein Kamel Hassan var talinn einn áhrifamesti maðurinn í innsta valdahringnum í kring um einræðis- herrann. íraska fréttastofan INA tilkynnti í gær að Hussein Kamel hefði verið rekinn að skipun Sadd- ams úr embætti ráðherra iðnaðar- og jarðefnamála og yfirmanns hins hernaðarlega iðnvæðingarráðs ír- aks. Hinn landflótta tengdasonurinn er bróðir Husseins Kamels; hann var yfirmaður lífvarðasveita Saddams. Hussein Kamel Hassan er þriðji maðurinn úr nánustu fjölskyldu leið- togans sem horfið hefur úr ríkis- stjórnarsæti á síðastliðnum þremur mánuðum og fjórða breytingin sem gerð hefur verið_ á ríkisstjórn íraks á sama tímabili. í maí svipti Saddam hálfbróður sinn Watban Ibrahim al- Hassan embætti innanríkisráðherra og í júlí rak hann frænda sinn Ali Hassan al-Majeed úr sæti varnarmálaráð- herra. Saddam skipaði í gær í embættin, sem Kamel Hassan gegndi. Landflótti svo áhrifaríks manns, sem margir háttsettir emb- ættismenn hafa stöður sínar að þakka, er enn- fremur mjög líklegur til að leiða af sér frekari hreinsanir í embættis- mannakerfinu í Bagdad. Flótti tengda- sonanna er talinn vera greinileg vísbending um miklar sviptingar í innsta valdahring ír- aks. Uday fór til Amman í gær ásamt varnarmálaráðherranum fyrr- verandi og frænda Saddams, Ali Hassan el-Majeed. Þeir áttu fund með Hussein Jórdaníukonungi, og HUSSEIN Kamel Hassan héldu að honum loknum aftur til Bagdad. Talið er að Uday hafi reynt að afstýra frekari skaða fyrir íraksstjórn og telja flóttamennina á að snúa heim. Tals- menn írösku stjórnar- andstöðunnar segja ferð Udays til marks um örvæntingu og fálm og benda til þess að alvarlegir brestir séu í valdastoðum Saddams. Að sögn embættis- manna í Washington fullvissaði Bill Clinton Bandaríkjaforseti Hus- sein Jórdaníukonung í símtali seint á þriðjudagskvöld um stuðning Bandaríkjahers ef írakar gerast herskáir gegn Jórdaníu í kjöl- far þess að flóttamönnunum frá írak var veitt hæli í Amman. Clinton sker upp herör gegn reykingum Tóbakskil- greint sem lyf Washington. Reuter. BANDARÍSK yfirvöld lýstu yfir því í gær að héðan í frá yrði tóbak skilgreint sem lyf og yrði háð reglu- gerðum í samræmi við það. Yfir- völd hyggjast ekki banna tóbaks- vörur, en grípa til ýmissa aðgerða til að hindra útbreiðslu þeirra. Þetta var ekki fyrr komið fram en fyrir- tækið R.J. Reynolds og fjórir aðrir bandarískir tóbaksframleiðendur greindu frá því að þeir hefðu lagt fram stefnu til að stöðva stjórnvöld. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hélt í gær blaðamannafund og sagði að tilgangurinn væri að vernda æskuna: „Við verðum að grípa til aðgerða og það nú þegar," sagði Clinton. Bandaríska matvæla- og lyfjaeft- irlitið (FDA) sagði að stefnt væri að því að koma í veg fyrir að kom- andi kynslóðir ánetjuðust tóbaks- vörum, sem innihéldu nikótín, frem- ur en að leggja bann við þessum vörum. í skýrslu FDA sagði að nikótín- fíkn gæti hafist á táningsaldri eða fyrr og væri því „barnasjúkdómur". Þessi breyting á skilgreiningu tób- aks veitir yfirvöldum sýnu meira vald til aðgerða, en þau hafa haft til þessa. Framleiðendur mótmæla Charles Blixt, talsmaður R.J. Reynolds, sagði í gær að tilgangur FDA væri greinilega að hefta val- frelsi fullorðinna, en ekki aðgang unglinga að tóbaki. Blixt kvað matvæla- og lyfjaeftirlitið vera að „seilast út fyrir starfssvið sitt og hrifsa löggjafarvaldið úr höndum þingsins". Stjórnmálaskýrendur sögðu í gær að þetta mál myndi koma sér vel fyrir Clinton. Hann kynni að tapa nokkrum atkvæðum í tóbaks- ræktarhéruðum suðursins, en sýnu fleirum væri annt um að hefta reyk- ingar og styddu forsetann. Sprengjutilræðið í Oklahoma Þrír menn ákærðir Washington. Reuter. JANET Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að tveim mönnum, Timothy McVeigh og Terry Nichols, hefði verið birt ákæra fyrir að hafa staðið að sprengjutilræðinu í stjórnsýsluhús- inu í Oklahomaborg 19. apríl. Þeir sem rannsakað hafa spreng- inguna telja að McVeigh hafi ekið bíl hlöðnum sprengiefni sem rústaði húsinu og varð að minnsta kosti 167 manns að bana. Nichols er fyrr- um félagi McVeighs í hernum. Ennfremur var þriðji maðurinn, Michael Fortier, ákærður fyrir að hafa vitað af áætlun um sprengjutil- ræðið en ekki tilkynnt yfirvöldum um það. Reuter Háloftabrú í Kuala Lumpur Reutcr I KUALA LUMPUR, höfuðborg Malaysíu, rísa nú 88 hæða turnar, sem verða þeir hæstu í heimi. I gær, fimmtudag, var brú milli þeirra komið fyrir í 170 metra hæð. Turnarnir verða 450 metrar. 150.000 áflótta FEÐGAR úr röðum serbneskra flóttamanna frá Krajina-héraði í Króatíu á vegi í gær við borgina Banja Luka í Bosníu en hún er á valdi Serba. Um 150.000 Krajina- Serbar eru á flótta frá héraðinu til Bosníu og Serbíu, tugþúsundir eru sagðir enn í Króatíu og kom- ast hvergi. Króatíski herinn er nú búinn að ná uppreisnarhéraðinu á sitt vald. Sagði Yasushi Akashi, sérstakur sendimaður Sameinuðu þjóðanna, að friðargæsluliðar SÞ í Krajina myndu fara að tygja sig á brott í vikunni. Skelfdir flóttamenn báðu um vernd við borgina Sisak þar sem Króatar á staðnum köstuðu grjóti í fólkið og hrelldu það á marga lund. Brotnar bílrúður og blæðandi höfuðsár voru algeng sjón þegar flóttafólkið nálgaðist serbnesku landamærin. Rússar hvöttu í gær til þess að forsetar Serbíu, Króatíu og Bosníu hittust og undirbyggju „fund helstu ríkja" er hefði það verkefni að finna lausn á deilunum sem hrjáð hafa landsvæði gömlu Júgó- slavíu síðan sambandsríkið leystist upp 1991. Borís Jeltsín Rússlands- forseti sagði jafnframt að kominn væri tími til að afnema viðskipta- bann SÞ á Serbíu og gaf í skyn að Rússar myndu gera það einhliða ef ekki kæmist hreyfing á málið. Vísbendingar um fjöldagrafir Madeleine Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði á fundi öryggisráðsins í gær að öflugar vísbendingar bentu til að 2.000-2.700 manns hefðu verið myrt og grafin í fjöldagröf skömmu eftir . að Bosníu-Serbar tóku múslimaborgina Srebrenica í júlí. Bandarískur embættismaður sagði að um væri að ræða vitnis- burð 63 ára gamals Bosníumanns, ljósmynd af um 600 manns í haldi á knattspyrnuvelli og gervihnatta- myndir sem sýndu umræddan stað, þar sem gröfin er sögð vera, fyrir og eftir töku borgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.