Morgunblaðið - 11.08.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 11.08.1995, Síða 1
64 SIÐUR B/C 179. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS T engdasynir Saddams flýja til Jórdaníu Sonur Saddams til Amman - Clinton lýsir stuðningi við Jórdaníukonung Bagdad, Amman, Washington. Reuter. TVEIR tengdasynir Saddams Huss- eins, sem báðir voru í áhrifamiklum stöðum, hafa flúið frá írak ásamt eiginkonum sínum, dætrum leiðtog- ans, og fjölskyldum og fengið hæli í Jórdaníu. Elzti sonur Saddams, Uday, fór til Amman í gær og krafðist fundar með Hussein Jórdaníukonungi. Tals- menn útlægra íraskra stjórnarand- stöðuhópa segja að ástæðu flóttans megi rekja til ágreinings milli ann- ars tengdasonarins og Udays. Þessir atburðir eru túlkaðir þannig, að losn- að hafi verulega um tök Saddams á vaidataumunum. Hussein Kamel Hassan var talinn einn áhrifamesti maðurinn í innsta valdahringnum í kring um einræðis- herrann. íraska fréttastofan INA tilkynnti í gær að Hussein Kamel hefði verið rekinn að skipun Sadd- ams úr embætti ráðherra iðnaðar- og jarðefnamála og yfirmanns hms hernaðarlega iðnvæðingarráðs ír- aks. Hinn landflótta tengdasonurinn er bróðir Husseins Kamels; hann var yfirmaður lífvarðasveita Saddams. Hussein Kamel Hassan er þriðji maðurinn úr nánustu fjölskyldu leið- togans sem horfið hefur úr ríkis- stjórnarsæti á síðastliðnum þremur mánuðum og fjórða breytingin_ sem gerð hefur verið_ á ríkisstjórn íraks á sama tímabili. í maí svipti Saddam hálfbróður sinn Watban Ibrahim al- Hassan embætti innanríkisráðherra og í júlí rak hann frænda sinn Ali Hassan al-Majeed úr sæti varnarmálaráð- herra. Saddam skipaði í gær í embættin, sem Kamel Hassan gegndi. Landflótti svo áhrifaríks manns, sem margir háttsettir emb- ættismenn hafa stöður sínar að þakka, er enn- fremur mjög líklegur til að leiða af sér frekari hreinsanir í embættis- mannakerfinu í Bagdad. Flótti tengda- sonanna er talinn vera greinileg vísbending um miklar sviptingar í innsta vaidahring ír- aks. Uday fór til Amman í gær ásamt varnarmálaráðherranum fyrr- verandi og frænda Saddams, Ali Hassan el-Majeed. Þeir áttu fund með Hussein Jórdaníukonungi, og héldu að honum loknum aftur til Bagdad. Talið er að Uday hafi reynt að afstýra frekari skaða fyrir íraksstjórn og telja flóttamennina á að snúa heim. Tals- menn írösku stjórnar- andstöðunnar segja ferð Udays til marks um örvæntingu og fálm og benda til þess að alvarlegir brestir séu í valdastoðum Saddams. Að sögn embættis- manna í Washington fullvissaði Bill Clinton Bandaríkjaforseti Hus- sein Jórdaníukonung í símtali seint á þriðjudagskvöld um stuðning Bandaríkjahers ef írakar gerast herskáir gegn Jórdaníu í kjöl- far þess að flóttamönnunum frá írak var veitt hæli í Amman. HUSSEIN Kamel Hassan Reuter 150.000 áflótta Clinton sker upp herör gegn reykingum Tóbak skil- greint sem lyf Washington. Reuter. BANDARISK yfirvöld lýstu yfir því í gær að héðan í frá yrði tóbak skilgreint sem lyf og yrði háð reglu- gerðum í samræmi við það. Yfir- völd hyggjast ekki banna tóbaks- vörur, en grípa til ýmissa aðgerða til að hindra útbreiðslu þeirra. Þetta var ekki fyrr komið fram en fyrir- tækið R.J. Reynolds og fjórir aðrir bandarískir tóbaksframleiðendur greindu frá því að þeir hefðu lagt fram stefnu til að stöðva stjórnvöld. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hélt í gær blaðamannafund og sagði að tilgangurinn væri að vernda æskuna: „Við verðum að grípa til aðgerða og það nú þegar,“ sagði Clinton. Bandariska matvæla- og lyfjaeft- irlitið (FDA) sagði að stefnt væri að því að koma í veg fyrir að kom- andi kynslóðir ánetjuðust tóbaks- vörum, sem innihéldu nikótín, frem- ur en að leggja bann við þessum vörum. I skýrslu FDA sagði að nikótín- fíkn gæti hafist á táningsaldri eða fyrr og væri því „barnasjúkdómur". Þessi breyting á skilgreiningu tób- aks veitir yfirvöldum sýnu meira vald til aðgerða, en þau hafa haft til þessa. Framleiðendur mótmæla Charles Blixt, talsmaður R.J. Reynolds, sagði í gær að tilgangur FDA væri greinilega að hefta val- frelsi fullorðinna, en ekki aðgang unglinga að tóbaki. Blixt kvað matvæla- og lyfjaeftirlitið vera að „seilast út fyrir starfssvið sitt og hrifsa löggjafarvaldið úr höndum þingsins". Stjórnmálaskýrendur sögðu í gær að þetta mál myndi koma sér vel fyrir Clinton. Hann kynni að tapa nokkrum atkvæðum í tóbaks- ræktarhéruðum suðursins, en sýnu fleirum væri annt um að hefta reyk- ingar og styddu forsetann. Sprengjutilræðið í Oklahoma Þrír menn ákærðir Washington. Reuter. JANET Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að tveim mönnum, Timothy McVeigh og Terry Nichols, hefði verið birt ákæra fyrir að hafa staðið að sprengjutilræðinu í stjórnsýsluhús- inu í Oklahomaborg 19. apríl. Þeir sem rannsakað hafa spreng- inguna telja að McVeigh hafí ekið bíl hlöðnum sprengiefni sem rústaði húsinu og varð að minnsta kosti 167 manns að bana. Nichols er fyrr- um félagi McVeighs í hernum. Ennfremur var þriðji maðurinn, Michael Fortier, ákærður fyrir að hafa vitað af áætlun um sprengjutil- ræðið en ekki tilkynnt yfirvöldum um það. Reuter Háloftabrú í Kuala Lumpur I KUALA LUMPUR, höfuðborg Malaysíu, rísa nú 88 hæða turnar, sem verða þeir hæstu í heimi. í gær, fimmtudag, var brú milli þeirra komið fyrir í 170 metra hæð. Turnamir verða 450 metrar. FEÐGAR úr röðum serbneskra flóttamanna frá Krajina-héraði í Króatíu á vegi í gær við borgina Banja Luka í Bosníu en hún er á valdi Serba. Um 150.000 Krajina- Serbar eru á flótta frá héraðinu til Bosníu og Serbíu, tugþúsundir eru sagðir enn í Króatíu og kom- ast hvergi. Króatíski herinn er nú búinn að ná uppreisnarhéraðinu á sitt vald. Sagði Yasushi Akashi, sérstakur sendimaður Sameinuðu þjóðanna, að friðargæsluliðar SÞ í Krajina myndu fara að tygja sig á brott í vikunni. Skelfdir flóttamenn báðu um vernd við borgina Sisak þar sem Króatar á staðnum köstuðu gijóti í fólkið og hrelldu það á marga lund. Brotnar bílrúður og blæðandi höfuðsár voru algeng sjón þegar flóttafólkið nálgaðist serbnesku landamærin. Rússar hvöttu í gær til þess að forsetar Serbíu, Króatíu og Bosníu hittust og undirbyggju „fund helstu ríkja“ er hefði það verkefni að finna lausn á deilunum sem hijáð hafa landsvæði gömlu Júgó- slavíu síðan sambandsríkið leystist upp 1991. Borís Jeltsín Rússlands- forseti sagði jafnframt að kominn væri tími til að afnema viðskipta- bann SÞ á Serbíu og gaf í skyn að Rússar myndu gera það einhliða ef ekki kæmist hreyfíng á málið. Vísbendingar um fjöldagrafir Madeleine Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði á fundi öryggisráðsins í gær að öflugar vísbendingar bentu til að 2.000-2.700 manns hefðu verið myrt og grafin í fjöldagröf skömmu eftir að Bosníu-Serbar tóku múslimaborgina Srebrenica í júlí. Bandarískur embættismaður sagði að um væri að ræða vitnis- burð 63 ára gamals Bosníumanns, ljósmynd af um 600 manns í haldi á knattspyrnuvelli og gervihnatta- myndir sem sýndu umræddan stað, þar sem gröfin er sögð vera, fyrir og eftir töku borgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.