Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 31
f MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 31 DROPLA UG RÓBERTSDÓTTIR + Droplaug Ró- bertsdóttir fæddist 17. október 1946 í Reykjavík. Hún lést af slysför- um 6. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Ingi- björg Veturliða- dóttir og Róbert Bjarnason, sem búa í Reykjavík. Systir hennar er Ragna Róbertsdóttir lista- kona. Droplaug giftist Finnboga Gunnlaugssyni og bjuggu þau að Esjubraut 31 á Akranesi þar til þau slitu sam- vistir. Börn þeirra eru: 1) Ingi- björg, f. 27. apríl 1965, kaup- maður á Akranesi, gift Katli Má Björnssyni, þau eiga tvö börn. 2) Maria, f. 24. desember 1968, búsett í Bandaríkjunum, gift Mardig Abrim- ian, þau eiga tvö börn. 3) Berta, f. 13. mars 1971, í sam- búð með Gísla Elm- arssyni. 4) Harpa Hrönn, f. 7. maí 1973, í sambúð með Hafliða Guðjóns- syni, þau eiga eitt barn. 5) Gunnlaug- ur Orri, f. 25. ágúst 1975. Auk þess að vera húsmóðir starfaði Droplaug sem klinikdama á Tannlæknastofu Akraness. Droplaug var vara- bæjarfulltt-úi Alþýðuflokksins á Akranesi 1990-1994 og tók átt í bæjarmálum, m.a. í sjúkrahús- stjórn á kjörtímabilinu. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. SÚ HARMAFREGN barst frá Akranesi, að Droplaug Róberts- dóttir hefði látist í hörmulegu slysi sunnudagsmorguninn 6. ágúst skammt frá heimili sínu. Oft hefur það hvarflað að huga manns þegar ótímabært mannslát ber að hversu óskiljanlegt það er. Hvers vegna eru þeir sem lífið virðist brosa við og eru ef til vill að nálgast mikla hamingju eftir stranga tíma hrifnir á brott án miskunnar að því er virðist. Mín kynni af Dobbu hafa varað allt frá fyrri hluta sjöunda áratugarins, þegar hún kom til Akraness og stofnaði heimili með Finnboga Gunnlaugssyni. Fljótlega urðum við nágrannar því þau byggðu sér heimili að Esjubraut 31 og bjuggu þar uns þau skildu. Samgangur var ekki mikill milli heimilanna en okkur hjónunum og nágrönnunum við Esjubrautina varð fljótt ljóst að Droplaug hafði til að bera hina mestu mannkosti, svo sem það að mega ekkert aumt sjá, sérlegt umburðarlyndi og það að falla aldrei styggðaryrði úr munni um aðra. Árið 1989 hófum við Droplaug samstarf undir merki jafnaðar- stefnunnar, þegar hún kom til liðs við okkur sem skipuðum lista Al- þýðuflokksins í bæjarstjórnarkosn- ingum á Akranesi. Mér er sú stund minnisstæð þegar Droplaug eftir hvatningu foreldra sinna sagðist verða með í baráttu fyrir jöfnuði og betri kjörum. Hún skipaði fjórða sæti listans og sameiginleg vin- kona okkar, Ingibjörg J. Ingólfs- dóttir, fimmta sæti. Þegar þetta var, á vetrarmánuðum 1990, hafði Droplaug ekki haldið ræðu eða rit- að greinar í blöð. Grein hennar í Skaganum 19. maí 1990 lýsir hugsun og persónu hennar vel. Hún hófst á þessum orðum: „Það sem mér er efst í huga er mann- legi þátturinn. Okkur verður að líða vel til að geta starfað og alið upp börnin okkar.“ Öll greinin og hennar hugsun er bundin kröfunni um jafnrétti, frelsi og bræðralag. Droplaug var óþreytandi að minna á sanngirniskröfuna um réttindi einstæðra foreldra til notk- unar á skattkortum barna í sam- búð með foreldri sem sér þeim farborða á skólaárum. Ennfremur að benda á hringstreymi fjármagns þegar fólk þarf t.d. fjárhagslega aðstoð sem nemur e.t.v. þeirri fjár- hæð sem tekin er í skatt af mæðra- eða feðralaunum. Eitt af hennar kjörorðum var „Búum bömunum okkar betri tíð í betri bæ.“ Drop- laug reyndist meiri baráttukona en hún virtist vera við fyrstu kynni. Dæmi um það er þegar við í síð- ustu bæjarstjórnarkosningum misstum mikinn stuðning og undir- ritaður og fleiri vildu þegar það var ljóst loka Röstinni og fara heim. Þá sagði Dobba: „Nei, verum saman og hefjum nýja baráttu, styðjum og styrkjum hvert annað í stað þess að láta hugfallast.“ Fyrir þá samverustund og fleiri viljum við þakka því sameinuð sigr- um við en sundruð eyðumst. Droplaug eignaðist vin og félaga sem henni var mjög kær. Þau lentu saman í slysinu sem hreif hana brott úr okkar mannlega heimi. Að síðustu votta ég börnum og foreldrum Droplaugar, tengda- börnum, barnabörnum og vini hennar Páli I. Pálssyni og ættingj- um öllum dýpstu samúð. Eftir stendur minningin um ljúfa og heilsteypta sómakonu. F.h. fjölmargra vina og félaga. Gísli S. Einarsson og fjölskylda. í dag verður til grafar borin okkar yndislega vinkona, Droplaug Róbertsdóttir. Hvað er hægt að segja þegar dauðinn knýr dyra? Engin orð megna að tjá þær sáru tilfinningar sem bærast í hjarta okkar þegar svo stórt skarð hefur verið höggv- ið. Já, en vegir Guðs eru órann- sakanlegir og oft finnst okkur þeir vera ósanngjamir en við vonumst til þess að þetta hafi einhvern æðri tilgang. Minningar okkar um Dobbu eru okkur dýrmætar og hjálpa okkur í þessari miklu sorg. Þá kemur ljós- myndaáhugi hennar okkur til góða í minningunni sem og gestabæk- urnar sem við urðum að skrifa í eftir hveija einustu heimsókn og gera grein fyrir atburðum heim- sóknarinnar í smáatriðum. Oft var glatt á hjalla á Eini- grund og þegar það fréttist að drekafjölskyldan væri á leiðinni upp á Skaga linnti ekki símhring- ingunum til að fá upplýsingar um nákvæma tímasetningu svo að öll fjölskyldan gæti verið tilbúin út í glugga með kerti og ananastertu á borðinu. Alltaf var jafn gaman að koma þvi að hressilegt viðmótið og hlýjan var svo einstök í okkar garð. Við gleðjumst mikið yfir því að hafa öll komið saman um helg- ina fyrir þennan hörmulega atburð. Guð gaf okkur yndislega gjöf og tók hana frá okkur á svip- stundu. En það er erfitt að skilja það þegar lífið blasti við henni og hún svo lífsglöð og kát. Við getum þó þakkað fyrir það að hún lést hamingjusöm og einnig fyrir góðu stundirnar sem og erfiðu sem við áttum með Dobbu á meðan hennar naut við. Hvort sem okkur líkar betur eða verr er það staðreynd að hún Dobba okkar er farin og við getum aldrei knúsað hana oftar eða átt fleiri samverustundir í Blúnduseli eða Bæjaralandi með henni. Þótt sorgin sé þungbær og söknuður- inn sár lifir minningin í huga okk- ar um ljúfa konu alla tíð. MINNINGAR Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hún ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- astþér. (Ingibj. Sig.) Elsku María, Berta, Harpa og Orri, Ingibjörg og Róbert, Ragna og fjölskylda, tengdabörn, barna- börn. Guð gefi ykkur styrk á þess- ari erfiðu stundu. Ykkar Valur, Sigurbjörg og fjölskylda. Það er með djúpri sorg og sökn- uði sem við kveðjum okkar kæru vinkonu, Droplaugu Róbertsdóttur. Okkur er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að þekkja þessa yndislegu konu, sem hafði svo marga kosti til að bera. Kynni okkar við hana voru slík að það er okkar takmark að taka hana okkur til fyrirmyndar í öllum sam- skiptum við fjölskyldu, vini og ann- að fólk. Óhætt er að segja að samband okkar vinkvennanna hafi verið mjög náið og sérstakt, þar sem, eins og jafnan í lífinu, skiptust á skin og skúrir. Við gátum hlegið saman, grátið saman og þagað saman. Það sem einkenndi Dobbu vin- konu okkar einna mest var hversu jákvæð hún var, aldrei hallaði hún á nokkum mann. Hún var sú manngerð sem geisl- aði af, gaf af sér á báða bóga, en bað aldrei um neitt fyrir sjálfa sig. Stundum skömmuðum við hana fyr- ir þetta, en hún bara hló að okkur. Við getum ekki látið hjá líða að geta þess, hve fjölskyldan var henni hjartfólgin. Hún var foreldrum sín- um stoð og stytta og við dáðumst að umhyggju hennar og hlýju í þeirra garð. Tengsl hennar við börn sín, tengdabörn og barnabörn voru ein- stök og heimili hennar stóð jafnan opið öllum þeirra vinum, sem voru jafnframt hennar vinir. Það hefur komið æ betur í ljós að bömin hafa erft mannkosti móður sinnar, sem hún fékk í vöggugjöf frá sínum foreldrum. Einkasystir Dobbu, Ragna Ró- bertsdóttir, á nú einnig um sárt að binda, þar sem samband þeirra var mjög náið. Þetta sumar var mjög hamingju- ríkur tími fyrir Dobbu, þar sem hún hafði allan barnahópinn sinn hjá sér, þar sem auk þeirra barna henn- ar sem búsett eru hér á landi, vom böm hennar, sem sum hver búa, eða hafa dvalist erlendis, stödd hér- lendis, og hún gat eytt sumarleyfi sínu í faðmi fjölskyldunnar, auk þess sem fimmta barnabarnið var komið í heiminn. Elsku Róbert og Ingibjörg, Inga, María, Berta, Harpa, Orri og Ragna. Við vottum ykkur og fjöl- skyldu ykkar okkar innilegustu samúð og biðjum algóðan guð að styrkja ykkur í þessari djúpu sorg. Júlía, Marianne, Sigurveig, Jóhanna og Áslaug. „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið bezt af sléttunni.“ Kahlil Gibran. Um verslunarmannahelgina á einum fegursta degi sumarsins slokknaði skært ljós, það var Ijós Droplaugar Róbertsdóttur sem kvödd er frá Akraneskirkju í dag. Á mikilli gleðistund í lífi hennar, gerðist hörmulegt slys og lífi henn- ar lauk svo skyndilega allt of fljótt. Við sitjum eftir í sorg, aðstandend- ur hennar og vinir, sem elskuðum hana svo mikið. Dobba var 17 ára þegar bróðir minn kynnti hana fyrir okkur í fjöl- skyldunni sem konuefni sitt. Við urðum strax nánar vinkonur og sá vinskapur hefur haldist alla tíð. Ég tók þátt í gleði og stolti þeirra þegar börnin fæddust. Ég passaði bömin þeirra þegar á þurfti að halda og þau voru stolt mitt. Eftir að ég flutti frá Akranesi var fyrsta verk mitt að hitta þau þegar ég kom í heimsókn þangað. Eitt af einkennum Dobbu vár hve góð og gefandi manneskja hún var. Hún var mikill vinur vina sinna og nú eru margir sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls hennar. Dobba og Finnbogi bróðir minn slitu samvistir. Það voru erfiðir tímar hjá henni og börnunum, en svo vel hafa þau staðið saman að eftir hefur verið tekið. Dobba lað- aði að sér góðar og jákvæðar manneskjur, sem sést best nú þeg- ar á reynir og vinir koma úr öllum áttum og bjóða hjálp sína. Ekki er langt síðan Dobba trúði mér fyrir því að hún ætti góðan vin, og ég veit að þau hafa stutt hvort annað og átt sannar gleðistundir saman. Síðustu vikur ríkti svo enn meiri gleði í fjölskyldunni því Mar- ía var komin heim frá Bandaríkjun- um, Orri og Berta komin frá Dan- mörku, og ekki síst það að Una Rakel, sólargeislinn hennar ömmu sinnar, kom í heiminn. Dobba átti ánægjustundir með þeim að und- anfömu sem eiga eftir að ylja þéim á komandi árum. Ég veit að trúin á guð hjálpaði Dobbu á erfiðum stundum, og ég veit að hún kenndi börnunum sínum að það er guð sem læknar og græðir. Ég er innilega þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman. Við áttum auðvelt með að deila hvor með annarri gleði og sorg. Ég þakka líka hve fallega hún hélt á lofti minning- unni um mömmu mína sem lést fyrir tuttugu árum. Ég trúi, elsku Dobba mín, að við hittumst þegar minn tími kemur, þá tekur þú á móti mér. Hjartans þökk fyrir allt. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Khalil Gibran. Elsku Inga, María, Berta, Harpa, Orri, makar og börn. Ingi- björg, Róbert, Ragna, fjölskylda og vinir, guð blessi ykkur og styrki í mikilli sorg. Jónína Dapurlegar fréttir gera ekki boð á undan sér. Það var dimmur dag- ur, í hug og hjarta, sunnudagurinn 6. ágúst sl. eftir að þær fréttir bárust að Droplaug Róbertsdóttir hefði þá um morguninn látist með sviplegum hætti í umferðarslysi. Það þyrluðust upp minningar. Minningar um kynni og samstarf við Dobbu, eins og hún gjaman var kölluð. Samstarf sem í raun hafði ekki staðið í langan tíma, í áram talið, en samt það lengi að kynnin voru trúnaðarkynni eins og gengur hjá þeim sem vinna saman að hugsjónum og hugðarefnum sínum. Dobba kom til starfa fyrir Alþýðuflokkinn á Akranesi við upphaf undirbúnings sveitarstjórn- arkosninganna 1990 full áhuga á stefnumálum flokksins, þ.e. jafn- aðarmennskunni, og ekki að undra því þar sem Dobba fór fór sannur jafnaðarmaður, óþreytandi við að ræða ranglætið í þjóðfélaginu og eins og svo margir sem eiga sér markmið óþolinmóð eftir að sjá breytingar til betri vegar ekki síst fyrir þá sem minnst mega sín. Það Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimastðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. skal heldur engan undra þó hún hefði góða yfirsýn yfir ranglætið, fimm barna einstæð móðir í óða önn við að koma upp börnum sín- um. Það var ekkert sem var Dobbu óviðkomandi þegar talið barst að möguleika fólks til lífsviðurværis og þá sérstaklega ef talið barst að einstæðum foreldram með ijölda barna á framfæri sem þurfti að fæða, klæða og mennta, enda var það hennar reynslusvið. Sem félagi var hún sönn og trygg og hennar var saknað þegar hana vantaði í hópinn. Með þessum fátæklegu orðum verður ekki allt sagt sem um hugan þýtur á þessum sorgardegi en minning Droplaugar mun lifa með okkur og í minning- t unni mun bera hæst þakklætið fyrir allt það sem hún lagði okkur til og hið ljúfa viðmót hennar og góð kynni. Elsku Inga, María, Berta, Harpa og Orri, Guð gefi ykkur, ásamt öllum aðstandendum öðrum, styrk til að takast á við sorgina. Við kveðjum móður ykkar með söknuði og sendum ykkur þær kveðjur og hlýhug sem í mannlegum krafti býr. Algóðan Guð biðjum við, af miskunnsemi sinni og kærleika, að bæta þar um betur. Samstarfsfólk, Alþýðu- flokksfélagi Akraness. Við Droplaug kvöddumst síðast fyrir um mánuði. Þá vorum við bæði að byija í sumarfríi. Hún hlakkaði greinilega mikið til frís- ins, enda virtist nú bjartara fram- undan hjá henni en nokkru sinni, síðan við hófum að starfa saman. Fimmta barnabarnið hennar var nýfætt, hún hafði eignast góðan vin og dóttir hennar, sem búsett er í Bandaríkjunum, var væntanleg að eyða með henni sumarleyfinu , ásamt börnum sínum. En óvænt og tilviljunarkennt slys breytir öllu. Þar sem gleði var vænst ríkir nú ómæld sorg. Samstarf okkar Droplaugar hófst fyrir sjö og hálfu ári, er hún réðst til starfa sem aðstoðarmaður tannlæknis hjá Tannlækningastof- unni sf., Akranesi. Starf aðstoðar- manna tannlækna er allsérhæft og kröfur hafa aukist um ábyrgð og virkari þátttöku þeirra í starfi tannlækna. Þó hefur til skamms tíma ekki verið boðið upp á neina menntun eða þjálfun til undirbún- ings þessu starfi. Nýliðar hafa því oft átt erfitt meðan þeir vora að kynnast starfinu og öðlast þjálfun. c Droplaug var komin yfir fertugt og hafði verið húsmóðir og komið upp fimm börnum er hún kynntist þessu starfi. Hún tók því þó af æðraleysi og öðlaðist hæfni án átaka. Hún starfaði fumlaust og án hávaða og rækti starf sitt af trún- aði. Við sjáum því nú á bak traust- um og góðum starfsmanni sem ekki lét mikið yfir sér eða fyrir sér fara. Munum við eiga eftir að sakna hennar þægilegu nærvera og hljóðlátu verka. Að leiðarlokum þakka ég Drop- laugu samstarfið og votta bömum hennar, foreldram og öðram að- „ standendum dýpstu samúð. Ingjaldur Bogason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.