Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ SKOGRÆKTARDAGURINN var gefinn út kynningarbæklingur um félagið og upplýsingabæklingur um Heiðmörk. Töluverðar breytingar voru gerð- ar á félaginu á síðastliðnu ári þegar gróðrarstöðin í Fossvogi var aðskilin frá annarri starfsemi og stofnað um rekstur hennar sjálfstætt hlutafélag, Fossvogsstöðin hf. Eftir þessar breytingar mun félagið einbeita sér að rekstri og umsjón með Heiðmörk og stefnt er að því að festa betur í sessi umsjón og eftirlit með öðrum skógræktarsvæðum í borgarlandinu. A skógræktardaginn, þann 12. ágúst, mun félagið kynna starfíð í Heiðmörk og verður þar lögð áhersla á að kynna hin fjölmörgu verkefni sem þarf að inna af hendi með þraut- seigju og þolinmæði til að skapa útivistarperlur eins og Heiðmörkin er orðin í dag. Vilhjálmur Sigtryggsson, framkvæmdastjóri. Skógræktarfélag Strandasýslu Starfssvæði Skógræktarfélags Strandasýslu nær yfir alla sýsluna frá norðri tii suðurs. Tilgangur fé- lagsins er að efla trjárækt, skógrækt og skrúðgarðarækt á svæðinu, sem er óvíða eins mikilvæg og í skóglaus- um héruðum Strandasýslu. í félag- inu er núna 31 félagsmaður. Félagið var stofnað upp úr erindi Ingimundar Ingimundarsonar bónda frá Svanshóli árið 1939 til sýslu- nefndar Strandasýslu þar sem hann sagði meðal ahnars: „Við sjáum það alltof oft að þegar skógarkjarrið eyðileggst þá feykir vindurinn í burtu hinum fínu jarðkornum og ekki líður á löngu þar til gróðurmold- in er horfín og berar klappirnar reka nákaldan skallann upp úr þeim skóg- sæla reit sem mennimir hjálpuðu skepnunum og náttúruöflunum til að gjöreyða." Skógræktarfélagið hefur undan- farin ár ekki staðið sjálft fyrir mik- illi gróðursetningu, heldur séð um að útvega félagsmönnum og öðrum áhugasömum plöntur. Einnig hefur félagið staðið að Landgræðsluskóga- verkefninu í Kálfanesborgum við Hólmavík og séð um að gróðursett sé þar árlega. Hefur það verið unnið í samvinnu við Hólmavíkurhrepp, sem hefur lagt til unglinga til starf- ans. Að undanförnu hefur mest áhersla verið lögð á að gróðursetja brúnan alaskavíði og strandavíði, en þær tegundir hafa vaxið ágætlega á svæðinu. Nýiega var skógræktar- félaginu falið af héraðsnefnd að sjá um Hermannslund, minningarreit um Hermann Jónasson fyrrverandi ráðherra. Framtíðaráform félagsins eru þau að stefnt verði að því að koma upp skógræktarreitum í hverj- um hreppi. Eins það að markvisst verði leitað þeirra tijátegunda og afbrigða sem henta til ræktunar á svæðinu. Stórauka þarf skjólbelta- ræktun, en góður árangur af ræktun brúns alaskavíðis og strandavíðis gefur það til kynna að hún er fylli- lega raunhæfur kostur. Félagið stefnir sömuleiðis að því að fá land til skógræktar í nágrenni Hólmavík- ur, þar sem hægt væri að úthluta félagsmönnum reitum til ræktunar. Á skógræktardaginn 12. ágúst ætlar félagið að standa fyrir hátíð í Her- mannslundi við Hólmavík. Skóg- ræktarfélagið ætlar meðal annars að standa fyrir glímukeppni að forn- um íslenskum sið, en í Hermanns- lundinum hefur verið byggður sér- stakur glímupallur. Boðið verður upp á ljúffengar veitingar og eins er gert ráð fyrir að strandavíðirinn mæti á svæðið í eigin persónu! Jóhann Bjöm Arngrímsson, formaður. Skógræktarfélag Stykkishólms Skógræktarfélag Stykkishólms hefur stundað skógrækt allt frá ár- inu 1947. Félagið er eitt af eldri skógræktarfélögum í landinu og eru félagar þess nú um 70 talsins. Starfssvæði þess nær yfir Helga- fellssveit og Stykkishólm. Skógræktarsvæði félagsins eru Grensás við Stykkishólm, Vestra- Setberg og Langás í landi Saura í Helgafellssveit, Tíðás í Helgafells- sveit og Vatnsdalur í landi Drápu- hlíðar, alls um 100 hektarar. Hefur félagið gróðursett á þessum svæðum að jafnaði í kringum 5.000 tijáplönt- ur árlega og hefur mest áhersla verið lögð á tijátegundirnar birki, sitkagreni, sitkabastarð, blágreni, stafafuru og elri. Þannig hefur verið blandað saman tijátegundum, sem gefur meiri tryggingu í ræktuninni gagnvart skakkaföllum. Markmið félagsins er að auka við skóglendi á starfssvæði sínu og nota til þess þær tijátegundir sem bestan vöxt sýna. Þannig stefnir félagið að því, að koma upp skóglendum á sem flestum stöðum til að sem víðtækust reynsla og þekking fáist um skóg- ræktarskilyrði svæðisins. Skógræktarfélagið hefur haft samstarf við Rannsóknastöð Skóg- ræktar ríkisins á Mógilsá um skóg- ræktarrannsóknir á svæðinu. Hafa þær m.a. tengst asparræktun og skemmdum af völdum sitkalúsar. Félagið hefur verið í samvinnu við Stykkishólmsbæ um að útvega ungl- ingum sumarvinnu við skógræktar- störf. Einnig hefur það haft mjög gott samstarf við sveitarstjórn Helgafellssveitar. Frá árinu 1990 hefur félagið tekið þátt í samvinnu- verkefni Skógræktarfélaganna, Skógræktar ríkisins og Landgræðslu ríkisins um Landgræðsluskóga. Helsta nýjungin í starfi félagsins hefur falist í móttöku á erlendum ferðamönnum í samstarfi við ferða- skrifstofuna Samvinnuferðir-Land- sýn frá árinu 1988. Hafa ferðamenn- imir komið á svæði félagsins og gróðursett tijáplöntur. Þannig hefur þeim gefíst kostur á að vinna beint að umhverfisvernd og að leggja sitt af mörkum við endurheimt íslensku skóganna. Árlega hafa 400-700 ferðamenn af ýmsum þjóðernum gróðursett og hefur þetta framtak mælst mjög vel fyrir hjá þeim. Á skógræktardaginn hyggst fé- lagið bjóða fólki að koma á elsta skógræktarsvæði sitt í Grensás við Stykkishólm. Þar hefur verið gerð ágæt aðstaða til útivistar með göngustígum, grilli, borði og bekkj- um þannig að gestir geta gengið um og notið skógarins og að því loknu gætt sér á gómsætum veitingum. • Sigurður Ágústsson, formaður. Skógræktarfélag Suðurnesja Skógræktarfélag Suðurnesja er yngst skógræktarfélaganna og var stofnað í febrúar síðastliðnum. Á árunum áður var starfandi skóg- ræktarfélag með sama nafni og bar starf þess þann árangur að eftir standa fallegir tijálundir á þremur stöðum á Suðunesjum, við Háabjalla sunnan Voga, i Sólbrekkum við Sel- tjöm og í norðurhlíðum Þorbjamar. Suðurnesjamenn sækja þessa staði í auknum mæli til útivistar. Nú þegar hafa um 200 manns gengið til liðs við hið nýstofnaða félag. Unnið er að því að fá svæ'ði til ræktunar og einnig verður lögð áhersla á að koma upp plöntuupp- eldi þar sem verða ræktaðar þær tegundir mnna og tijáa sem þrífast á Suðurnesjum. Á undanförnum ámm hefur verið lögð áhersla á gróðursetningu víðitegunda á vegum bæjarfélagsins og áhugasamra fé- lagasamtaka. Einnig hafa verið g'róðursettir Landgræðsluskógar við Sólbrekkur. Hansarósin, sem er ein- kennisplanta hins nýstofnaða skóg- ræktarfélags, hefur reynst ákaflega vel á Suðurnesjum og mun verða gerð góð skil í framtíðinni. Félagið mun að sjálfsögðu starfa í tengslum við bæjarfélögin á Suður- nesjum og náið samstarf hefur þeg- ar tekist við garðyrkjudeild Keflavík- ur-Njarðvíkur. Myndast hafa góð tengsl við Skógræktarfélag Hafnar- Qarðar og hyggst félagið nýta sér þekkingu og reynslu Hafnfírðinga. Félagsstarfið er að öðru ieyti ómótað en vísir að fréttabréfí var nýverið sendur öllum félagsmönnum þar sem gerð var grein fyrir því sem þegar hefur verið gert og framtíð- aráformum, m.a. smíði tveggja gróð- urhúsa. Skógræktarfélag Suðurnesja mun standa fyrir skógræktardegi með íjölbreyttri dagskrá í Sólbrekkum við Seltjörn þann 12. ágúst. Konráð Lúðvíksson, formaður. Stefnir í að skuldir aukist um 1 milljarð á þessu ári EFTIR harða gagn- rýni á fjármáiastjórn sjálfstæðismanna í Reykjavík glíma nú R-listaflokkarnir við að starfa samkvæmt eigin fjárhagsáætlun. Við upphaf þessa árs gerðu þeir ráð fyrir að heildarskuldir borg- arinnar myndu aukast um 180 milljónir á ,ár- inu. Nú stefnir í að þær aukist um 1 millj- arð króna á þessu ári. Þessar nöturlegu staðreyndir virðast blasa við þrátt fyrir að R-listinn hafi hækkað fast- eignagjöld á heimilin í borginni um 26%, vegna sérstaks holræsa- skatts. R-listinn hefur ekki látið þar við sitja í nýrri fjáröflun því Hitaveitan, Rafveitan og Vatns- veitan voru krafðar um auknar greiðslur úr sjóðum sínum beint í borgarsjóð. Þannig nældi R-listinn sér í 1,3 milljarða króna aukatekj- ur. Á miðju þessu ári er staðan samt orðin slík að tilkynnt er um 550 milljón króna framúrkeyrslu í rekstri borgarinnar. Fyrirhuguð lántaka borgarinnar átti að vera til skuldbreytinga og til þess að greiða niður yfirdrátt borgarinnar. Nú kemur í ljós að lántakan á að að standa undir nýjum kostnaðarliðum. Meðal aukinna út- gjalda er fjárhagsað- stoð á vegum Félags- málastofnunar sem nemur 100 milljónum króna. Við sjálfstæð- ismenn gerðum alvar- legar athugasemdir við nýjar reglur R-list- ans um fjárhagsað- stoð. Það var orðið álitamál hvort væri hagstæðara fyrir fjöl- skyldur í Reykjavík að lifa af fjárhagsað- stoð Reykjavíkur- borgar eða vinna. Þessi tíðindi um 100 milljón króna aukna fjárþörf vekja óneitanlega ugg um að hér séu fyrstu afleiðingar þessarar stefnu að koma fram. Ávísun á enn hærri skatta Borgarfulltrúar R-listaflokk- anna hafa jafnan kennt okkur sjálfstæðismönnum um allt sem aflaga hefur farið í borgarrekstri. Það reyndu þeir að gera þegar í Ijós kom í lok árs 1994 að undir þeirra stjóm varð framúrkeyrslan 600 milljónum króna meiri en ná- kvæm athugun endurskoðenda á vegum R-listans gaf til kynna á miðju ári 1994. Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig þeir reyna Það er verulegt áhyggjuefni segir Árni Sigfússon, að fjármála- stjóm R-listans er ávís- un á enn hærri skatta á borgarbúa, auk hækk- unar notendagjalda hjá Hitaveitu og Rafveitu. að kenna okkur um vanda þessa árs. Það er hins vegar verulegt áhyggjuefni að fjármálastjórn R- listans er ávísun á enn hærri skatta á borgarbúa auk hækkunar notendagjalda hjá Hitaveitu og Rafveitu. Þess verður varla langt að bíða að forysta R-listans reyni næstu skref í þá átt. Enn sem komið er hefur flokkunum í R-list- anum, Alþýðubandalagi, Fram- sóknarflokki, Alþýðuflokki, Nýjum vettvangi og Kvennalista, helst tekist að breyta borgarmálum með auknum sköttum. Því miður munu þau líklega áfram sameinast um það. Höfundur er oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. Árni Sigfússon ••11 l^ Mótmælin, segir Katrí Að Sökkva Ollll" fleldsted, emífullu borpalli í sæ samræmi við umhverfís- væna stefnu tveggja ríkisstjóma Davíðs ÞAÐ vakti heimsat- hygli á dögunum þeg- ar risafyrirtækið Shell fékk fulltingi brezku stjórnarinnar til að sökkva í sæ 800 tonna olíuborpalli sínum. Gerð hafði verið úttekt á þeim förgunarleiðum sem í boði voru og var niðurstaðan sú, að hafsbotn væri örugg- asta og ákjósanlegasta leiði þessara hundraða tonna af málmi auk geislavirks úrgangs og eiturefna. Umhverfisverndar- sinnar mótmæltu Umhverfisvemdarsinnar um all- an heim risu upp til að mótmæla þessu, enda þorri fólks orðinn hlynntur því að „endurnýta, endur- vinna og nota minna“, alla vega um hinn vestræna heim. Á meðan Jón Jónsson á Flateyri eða í Flór- ens er af samviskusemi að flokka sitt sorp og að koma öllu fyrir á sem umhverfisvænztan hátt, er erfitt að sætta sig við að þúsundum tonna af málmi sé fargað á þeim forsendum að lengi taki sjórinn við. Gildir þar einu hvort um olíu- borpalla er að ræða eða skips- skrokka, eins og tíðkazt hefur við íslandsstrendur. Mótmæli bárust frá ríkisstjórn- um og samtökum almennings víða um heim og varð sá þrýstingur til þess að Shell sá sitt óvænna, hætti við áform sín og ákvað að leita annarra leiða sem almenningur gæti sætt sig við. Sú ákvörðun vakti þó reiði og sára móðgun brezku stjórnarinnar og e.t.v. skilj- anlega, þar sem stjórn Majors hafði stutt ákvörðun Shell „í góðri trú“, eins og sagt er, og varið ákvörðun um förgun í sjó í þinginu með oddi o g egg. Stjórninni fannst kálfur líklega ekki launa ofeldið. En það sem furðar mig er, að stjórn Maj- ors skyldi taka þá ákvörðun að styðja Shell í þessu máli, sem brýtur svo gjörsam- lega í bága við þá stefnu, sem nú á dög- um þykir umhverfis- væn og sem almenn- ingur víðast hvar í heiminum telur mikil- væga fyrir framtíðina. Brezka stjórnin á auð- vitað að gegna for- ystuhlutverki í umhverfismálum og setja stórfyrirtækjum eins og Shell skorður við starfsemi sinni sem samræmast kröfum nútímans. íslendingar mótmæltu Það gladdi mig að heyra að Al- þingi íslendinga skyldi vera á með- al þeirra sem mótmæltu áformum Oddssonar. Shell, og er það í fullu samræmi við umhverfisvæna stefnu tveggja ríkisstjóma Davíðs Oddssonar. Þar hefur verið lögð áhersla m.a. á sjálfbæra þróun og er sú stefnu- mörkun öll til fyrirmyndar. Vinstri stefna? Um árabil hefur það verið svo, að borgaralegir flokkar, t.d. í Vest- ur-Evrópu hafa verið heldur seinir að taka umhverfismál upp á sína arma, hafa í raun allt of lítið sinnt um þau. Það er löngu tímabært að þetta breytist, og að það sé ekki kölluð „vinstri stefna" að vilja setja umhverfismál í öndvegi. Sýn- ist mér að stefna íslenzkra stjóm- valda geti verið öðram Evrópuþjóð- um til fyrirmyndar. Höfundur er varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins. Helgi Hálfdanarson ÁRÉTTING KUNNINGI minn gat þess við mig, að í orðsendingu minni til Jónu Margeirsdóttur í Morgun- blaðinu 10. þ.m. mætti e.t.v. með lagi misskilja þessi orð: „Ekki teldi ég saka, að hún yrði ögn líkari sjálfri sér í skapi þá en í þetta sinn.“ Ekki óraði mig fyrir því, að þetta gæti skilizt á annan veg en það var hugsað, sem sé að hún yrði blíðari á manninn en hún er í grein sinni 9. þ.m. Þetta áttu einungis að vera inn- antómir gullhamrar við ókunn- uga konu, sem hafði sent mér kurteislega en dálítið gífuryrta grein. Ég vona að fáum þyki mér annað ætlandi sem verra væri. En til vonar og vara tek ég mark á athugasemd kunn- ingja míns; rétt skal vera rétt. Að öðru leyti ítreka ég til- mæli mín til Jónu Margeirsdótt- ur, að hún rökstyðji ummæli sín. Katrín Fjeldsted

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.