Morgunblaðið - 13.08.1995, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 5/8-12/8
►ÍSLENSKU skipin hafa
veitt mun minna af úthafs-
karfa á þessu ári en á þvi
síðasta eða um 18.000 tonn
miðað við 46.000 í fyrra.
Fá skip eru eftir á miðunum
og er veiðin enn léleg. Þjóð-
hagsstofnun áætlaði að út-
flutningsverðmæti karfans
yrði í ár um 2,8 milljarðar
en verðmætið er nú aðeins
um 850 milljónir kr.
►NÚ LIGGUR fyrir að
sóknardögum smábáta
fækki enn á næsta fiskveiði-
ári, frá því sem upphaflega
var áætlað, vegna þess að
afli sóknardagabáta er tals-
vert meiri á þessu fiskveiði-
ári en ráðgert var. Sóknar-
dagar á næsta fiskveiðiári
verða 100 en áður var talið
að þeir yrðu 106. Fiskistofa
hefur lokið útreikningum á
því hvemig smábátaeigend-
ur hafa valið á milli þorsk-
aflahámarks og bann- og
sóknardagakerfis. Um 400
völdu þorskaflahámarkið
sem tekur mið af afla-
reynslu síðustu ára en 685
fara í bann- eða sóknar-
dagakerfið. Samkvæmt
þessu fær hver kvótabátur
að meðaltali 36 tonn í sinn
hlut en hver banndagabátur
fær lOtonn.
►HLAUP var um síðast-
liðna helgi í Leirá og Syðri-
Emstruá, tveimur ám, sem
renna frá Mýrdalsjökli.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins mun Leirá
ekki hafa hlaupið áður, svo
að skrásett sé. Þykir ekkert
benda til þess að nýtt Kötlu-
gos sé í vændum.
►SKÁLDSAGA Einars Más
Guðmundssonar, Englar al-
heimsins, hefur selst geysi-
lega vel í Danmörku og var
um skeið í efsta sæti á sölu-
Iista innbundinna bóka. Að
sögn Halldórs Guðmunds-
sonar, útgáfustjóra Máls og
menningar, hefur dreifing
bókarinnar á alþjóðlegan
markað gengið óvenjulega
vel.
Tengsl Esso og
Olís skilyrt
SAMKEPPNISRÁÐ hefur sett skilyrði
fyrir samstarfí Olíufélagsins (Esso) og
Olís, vegna kaupa Esso og Texaco á
45,5% hlut í Olís, og stofnun sameigin-
legs dreifingarfyrirtækis Olís og Esso
í framhaldi af þeim. Eitt heista skilyrð-
ið felur í sér, að stjórnarmenn í Olís
verði óháðir Esso. Ráðið telur Esso og
Texaco hafa náð virkum yfírráðum í
Olís með kaupunum, og lítur á dreifíng-
arfyrirtækið sem samruna viðkomandi
rekstrarþátta olíufélaganna tveggja.
Skilyrðin eiga að koma í veg fyrir að
beita þurfí ákvæðum samkeppnislaga
um ógildingu samruna.
Lokað á atvinmileyfi
útlendinga
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur
að mestu hætt útgáfu atvinnuleyfa
fyrir erlent verkafólk, það er fólk utan
Evrópska efnahagssvæðisins. Fá leyfí
hafa verið gefín út frá því um ríkis-
stjómarskiptin í vor er Páli Pétursson
tók við félagsmálaráðuneytinu. Stjóm-
endur fyrirtækja í fískvinnslu á Vest-
fjörðum og víðar á landsbyggðinni, sem
gengur illa að fá fólk til starfa, vilja
fá leyfi til að ráða erlent verkafólk.
Gylfí Kristinsson í félagsmálaráðuneyt-
inu segir að ráðuneytið líti svo á að
mögulegt eigi að vera að fá fólk til
starfa þegar 7.000 íslendingar séu
skráðir atvinnulausir.
Viðræður um verk-
töku hjá ÍSAL
VINNUVEITENDASAMBAND ís-
lands hefur fyrir hönd íslenska álfé-
lagsins óskað eftir viðræðum við full-
trúa starfsmanna í álverinu í Straums-
vík um heimildir til verktöku ákveðinna
þátta í starfsemi álversins ef til stækk-
unar þess kemur. Þórarinn V. Þórarins-
son, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að
með þessari málaleitan sé ekki verið
að leita eftir breytingum á gildandi
kjarasamningum á gildistíma þeirra,
heldur sé verið að leita eftir skýrari
reglum hvað varðar þá verkþætti sem
heimilt sé að bjóða út og með hvaða
skilyrðum. Miðað sé við að þessi ákvæði
gætu tekið gildi samhliða gangsetningu
nýrrar verksmiðju, sem gæti orðið eft-
ir þijú til þrjú og hálft ár. Viðræðum-
ar hefjast á morgun kl. 14.
Tengdasynir
Saddams flýja
TVEIR tengdasynir Saddams Huss-
eins íraksforseta, sem báðir voru í
áhrifamiklum stöðum, hafa flúið til
Jórdaníu ásamt dætrum Saddams og
fengu þar hæli. Annar tengdasonur-
inn, Hussein Kamel Hassan, var tal-
inn einn helsti valdamaður fraks og
hafði meðal annars haft umsjón með
hervæðingu landsins fyrir Persaflóa-
stríðið. Hinn var yfírmaður lífvarðar-
sveita forsetans.
Serbar á flótta
TALIÐ er að allt að 150 þúsund
Krajina-Serbar hafi flúið til Bosníu
og Serbíu í kjölfar stórsóknar Kró-
ata, sem náð hafa Krajina-héraði á
sitt vald. Rússar hafa hvatt til fundar
forseta Serbíu, Króatíu og Bosníu og
hafa boðist til að halda slíkan fund.
Þá hefur Borís Jeltsín Rússlandsfor-
seti lýst þvl yfír að hann telji tíma-
bært að afnema viðskiptabannið á
Serbíu og að ekki væri útilokað að
Rússar afléttu banninu einhliða.
Flugslys í E1 Salvador
SEXTÍU og fímm fórust er Boeing
737-þota fórst skammt frá höfuðborg
E1 Salvador aðfaranótt fímmtudags-
ins í mjög slæmu veðri. Meðal þeirra
sem fórust voru fímm norsk ung-
menni á leið í námsferð um Mið-
Ameríku.
►Bandaríska dómsmála-
ráðuneytið hefur lagt fram
ákæru á hendur þremur
mönnum vegna sprengjutil-
ræðisins í Oklahomaborg í
apríl. Meðal hinna ákærðu
er Timothy McVeigh, sem
handtekinn var skömmu
eftir tilræðið. Hann er sak-
aður um að hafa ekið bíl
hlöðnum sprengiefni að
húsinu.
►Bandarísk yfirvöld hafa
ákveðið að skilgreina tóbak
sem lyf. Ekki stendur þó til
að banna tóbaksvörur en
gripið verður til aðgerða til
að hindra útbreiðslu þeirra.
Tóbaksframleiðendur hafa
mótmælt þessum áformum
harðlega.
►Nýsjálendingar greindu
frá því á þriðjudag að þeir
hygðust draga Frakka fyrir
AJþjóðadómstóIinn vegnaf
fyrirhugaðra kjarnorkutil-
rauna þeirra í Kyrrahafi.
Frakkar ætla að reyna að
koma í veg fyrir að málið
verði tekið fyrir dóm. Mót-
mæli gegn kjarnorkutil-
raunum Frakka aukast
stöðugt um allan heim og
segja fulltrúar franska vín-
iðnaðarins að sala á frönsk-
um vínum hafi dregist sam-
an um allan heim.
FRÉTTIR_____________________
Ákæra í Gýmismálinu
Krafist er útilokunar frá
hestahaldi og refsingar
GÝMISMÁLIÐ var þingfest á föstu-
dag. Hvorugur sakbominga mætti
og samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hefur ekki tekist að birta
öðmm sakborninga, Hinrik Braga-
syni tamningamanni, ákæmna. í
ákæm saksóknara á hendur Hinriki
og Helga Ingimundi Sigurðssyni
dýralækni, sem gefín var út í endað-
an júní, er þess meðal annars kraf-
ist að Hinrik verði sviptur heimild
til að hafa hesta í umsjá sinni, versla
með þá eða sýsla með þá með öðr-
um hætti.
Báðir em hinir ákærðu kærðir fyrir
brot á dýraverndunarlögum, auk
þess sem Helgi Ingimundur er
ákærður fyrir brot á almennum
hegningarlögum og lögum um dýra-
lækna, og þess krafíst að þeir verði
dæmdir til refsingar.
Hinriki er gefíð að sök að hafa
fariö með Gými í forkeppni úrvals-
töltara að kvöldi 30. júní þrátt fyr-
ir að hesturinn hefði verið bólginn
á vinstri framfæti og haltur frá 22.
sama mánaðar og verið til meðferð-
ar vegna þessa og ennfremur mætt
með Gými í úrslitakeppni A-flokks
gæðinga þann 3. júlí þrátt fyrir að
hesturinn hefði í forkeppni hlotið
áverka á vinstri framfæti til viðbót-
ar því.sem fyrir var.
Helga Ingimundi er gefið að sök
að hafa átt hlutdeild að brotinu
með því að gera Hinriki mögulegt
að fara með Gými í umrædda
keppni þrátt fyrir að ástand hans
leyfði það ekki. Er Helga Ingi-
mundi gefíð að sök að hafa m.a.
deyft kjúkulið vinstri framfótar
Gýmis skömmu fyrir úrslitakeppn-
ina 3. júlí og gert meðákærða
mögulegt að hefja keppni með þeim
afleiðingum að vinstri framfótur
hestsins gaf sig um kjúkulið, lið-
bönd og kvíslband slitnuðu, liðpoki
og húð brustu og fóturinn fór í
sundur um liðinn (hesturinn hlaut
svo alvarlega áverka að aflífa varð
hann að kvöldi sama dags).
1
NÝ einshreyfils flugvél, fram-
leidd í Rússlandi, hafði nætur-
dvöl á Reykjavíkurflugvelli fyrir
skömmu. Hér var á ferðinni sex
farþega flugvél af gerðinni SM-
92 „Finist", framleidd af flug-
vélaverksmiðjunni Smolensk,
sem er staðsett í samnefndri borg
í Rússlandi. Þessi rússneska flug-
vél var á leiðinni vestur um haf
á flugsýningu í Kanada en fram-
leiðendurnir byggja miklar vonir
við að geta markaðssett hana í
Vesturheimi með góðum árangri.
Við fyrstu sýn virðist SM-92
Finist vera nokkurs konar sam-
bland af pólsku flugvélinni PZL
Wilga og kanadíska vinnuhestin-
um de Havilland Beaver en báðar
þessar flugvélar eru þekktar fyr-
ir það að þær geta notað mjög
Ný rússnesk
ilugvél hefur
viðdvöl á
Reykjavíkur-
flugvelli
stuttar flugbrautir til flugtaks
og lendingar. Að sögn framleið-
anda Finist er flugvél þeirra í
sama flokki og þessar flugvélar
því hún þarf aðeins um 250 metra
í flugtaksbruni og sömu vega-
lengd til lendingar og getur nán-
ast athafnað sig hvar sem er.
Finist-flugvélin er knúin 360
hestafla, níu strokka M-14P
stjömuhreyfli af samskonar gerð >
og knýr YAK-52 listflugvélina |
TF-CCP. Farflugshraði vélarinn-
ar er um 220 km/klst. og fiugþol I
hennar er um 7 'U flugtími. Al-
hliða notagildi Finist er meðal
þess sem framleiðendurnir gera
mikið úr því hægt er að nota
hana við farþegaflutninga,
sjúkraflug, fallhlífastökk, áburð-
ardreifingu og vöruflutninga
hvort sem vélin er á hjólum, skíð-
um eða á flotholtum. Ef til vill
verður ekki langt að bíða þar til |
SM-92 Finist flugvélar verða tíð-
ir gestir hér á landi á leiðinni til *
kaupenda vestan hafst.
# Morgunblaðið/ppj
NY RUSSNESK flugvél af gerðinni SM-92 Finist á leið í sýningarferðalag vestur um haf hafði
viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli fyrir skömmu.
Enska á alnetinu
Kaupfélag Kjalar-
nesþings
I
i
I
ENSKAN er orðin hið viðurkennda
alþjóðamál í viðskiptum og vísind-
um. En gegn alræði enskunnar —
eða amerískunnar — á tölvusviðinu
viija nú margar þjóðir búast til vam-
ar.
Til að nota Alnetið, Internet, sem
er upprunnið í Bandaríkjunum og
enn sem komið er mest notað af
þarlendum, er allgóð kunnátta í
enskri tungu nauðsynleg. Þar sem
mikill meirihluti jarðarbúa er ekki
enskumælandi óttast menn, að sá
hluti mannkynsins eigi erfíðara
uppdráttar á hinni upprennandi
upplýsingaöld, þar sem Alnetið
gegnir stóru hlutverki.
Einkum hafa Japanir rekið sig á
galla þá sem skorti á enskukunn-
áttu í þessu sambandi eru fylgj-
andi, en í Japan hefur net-tenging-
um fjölgað hratt síðustu misseri (á
síðasta ári fjölgaði net-miðlurum
þar í landi úr 38.267 í 99.034).
Ymis lönd, sem þegar eru ósátt
við útbreiðslu bandarískrar menn-
ingar, óttast að menning þeirra
verði fyrir enn frekari búsifjum af
völdum hinnar bandarísku drottn-
unarstöðu í rafeindaheiminum.
En til eru menn sem eygja von
tii breytinga. George Yeo, upplýs-
inga- og menningarráðherra Sing-
apore, lét þau orð falla á ráðstefnu
um margmiðlunartækni í Tokyo
nýlega, að enskan myndi öðlast
meiri samkeppni og Alnetið yrði
ekki einskorðað við enskuna og
menningarheim hennar til frambúð-
ar.
Edith Cresson, fyrrverandi for-
sætisráðherra Frakklands, sem fer
með mennta- og menningarmál í
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins sagði á sömu ráðstefnu:
„Fyrir okkur Evrópumenn verður
þetta ekki eingöngu spuming um
að vernda útsendingu kvikmynda
[annarra en bandarískra] í sjón-
varpi, heldur líka að sjá til þess að
lágmarksframboð á „evrópsku“ efni
á CD-ROM og öðrum gagnabönkum
sé tryggt.“
Hætt er þó við, að á upplýsinga-
hraðbraut framtíðarinnar verði
þörfín fyrir eitt sameiginlegt sam-
skiþtatungumál óbreytt, og mikil-
vægi enskunnar muni því ekki
þverra. Nokkrar vonir eru þó
bundnar við sjálfvirk þýðingarfor-
rit, sem gera myndu fólki kleift að
nýta sér möguleika Alnetsins án
víðtækrar enskukunnáttu.
Hcimild:/nterna(j'ona/ Herald Tribune.
Verslunin
ekki leigð j
Tíu-ellefu I
FÉLAGSFUNDUR í Kaupfélagi
Kjalamesþings felldi í fyrrakvöld
með yfírgnæfandi meirihluta
greiddra atkvæða tillögu stjórnar
kaupfélagsins um að leigja verslun
félagsins í Mosfellsbæ til verslunar-
innar Tíu-ellefu vegna rekstrarerf- -
iðleika.
Ásgeir Harðarson, sem er í stjórn
kaupfélagsins, sagði að á félags-
fundinum hefði komið fram ein- ’
dreginn vilji félagsmanna að halda
versluninni í heimabyggð og beijast
til þrautar þótt á móti blési um
stundarsakir.
Félagsmenn í Kaupfélagi Kjalar-
nesþings em 180-200 talsins og
mættu 67 þeirra á félagsfundinn.
Sveinbjörn Eyjólfsson, sem lagt ,
hafði áherslu á að verslunin yrði
leigð, sagði af sér formennsku
stjórnar kaupfélagsins á félags- j
fundinum og tók Haraldur Sigurðs-
son við formennskunni. i