Morgunblaðið - 13.08.1995, Síða 8

Morgunblaðið - 13.08.1995, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ . Borgarr&ð Reykjavíkur heimilar skuldabréfafltDoo 700 millj. til að mæta umframkostnaði m ■ —ifiys Það kom mörgum skattgreiðandanum I opna skjöldu rétt eftir nýálagðan „skíta-skatt“ að sjá R-lista rauðku koma klyfjaða úr banka . . . AFAR góð bleikjuveiði hefur verið í Seyðisá á Kili að undanförnu, en í hana gengur bleikja úr Blöndul- ónum, sérstaklega þegar líður á sumarið. Einnig er veiði í öðrum vatnsföllum á þessum slóðum og má nefna Galtará og Beljanda. Heyrst hefur að 5-6 stanga hópar hafi verið að taka 70 til 80 bleikjur á tveimur dögum þegar best hefur látið og er það allt mjög vænn fisk- ur sem um er að ræða, yfirleitt 2,5 til 3,5 punda. Og margir 4-6 punda innan um. 10 punda bleikja veiddist á flugu í Seyðisá fyrir fáum dögum og er það stærsti silungurinn sem Morgunblaðið hefur fregnað af á þessum slóðum. Rífandi veiði í Laxá í Miklaholtshreppi Veiði hefur gengið með ágætum í Laxá í Miklaholtshreppi á Snæ- fellsnesi að undanfömu, en þar er bæði villtur stofn árinnar og villtur hafbeitarlax sem leigutakar sleppa í ána, auk þess sem nú er kominn tími sjóbirtings og bleikju sem jafn- Stórbleikja veiddist í Seyðisá áKili an hafa gengið í ána, stundum í ríkum mæli. Aðeins er veitt á tvær stangir. Að sögn Jóns Aðalsteins Jónssonar, eins leigutaka árinnar hafa veiðst 130 iaxar það sem af er og er silungur byrjaður að ganga og veiðast með. Veiði hófst ekki fyrr en 6. júlí og er áin hvíld tvo daga í viku hverri, en það er lík- lega einsdæmi hér á landi. Laxinn er af öllum stærðum, eða allt að 15 punda, en nokkrir slíkir hafa veiðst. Illa skráð í Úlfarsá „Það eru komnir um það bil 180 laxar á land sem við vitum um. Við vitum að sumir veiðimenn eru tregir að skrá allan aflan sinn, telja að það stuðli að verðhækkunum, en það er fráleitt. Veiðin er því nokkuð meiri,“ sagði Jón Aðal- steinn Jónsson einn leigutaka Ulf- arsár, eða Korpu, í samtali í viku- lokin. Jón sagði laxinn kominn upp um alla á og sums staðar fyrir ofan stíflu væri mikill lax. Mest af veiðinni hefði hins vegar verið tekið fyrir neðan stíflu. Lélegt I Búðardalsá Mjög slök veiði hefur verið í Búðardalsá það sem af er sumri. Aðeins um 20 laxar hafa veiðst, en algengt hefur verið að á þessi gefi 150 laxa á sumri. INGIBJÖRG Faaberg veiddi þennan tæplega 20 punda lax á „Devon“ á Breiðunni í Alviðru í Soginu 6. ágúst. Að sögn Kristins Valdemarssonar, sem tók myndina, sáu veiðimenn mikið af laxi á svæð- inu og var lax stökkvandi í öllum veiðistöðum. íslenzk verkfræðiþekking í Venezúela Hvergi hagstæð- ari vatnsorka VENEZÚELA á það sameiginlegt með ís- landi að eiga mikla möguleika á virkjun vatnsafls. Þar eru nú í gangi risavaxnar virkjunarframkvæmdir. Margir íslendingar hafa öðl- ast sérfræðiþekkíngu á tækni vatnsaflsvirkjana af reynslu sinni af virkjunarframkvæmd- um hérlendis. Guðmundur Pétursson er rafmagnsverk- fræðingur og starfaði um ára- bil við íslenzkar virkjanir. Hann starfar nú við byggingu 3.000 megawatta virkjunar í Venezúela. Hvernig kom það til að þú færír til Venezúela og hvert er hlutverk þitt þar? „Ég vann hjá Landsvirkjun í allmörg ár og starfaði við gerð þriggja virkjana á ís- landi. Þegar framkvæmdum lauk við Blöndu bauðst mér það tækifæri að fara og vinna fyrir bandaríska verkfræðiráðgjafar- fyrirtækið HARZA við byggingu stórrar virkjunar í Venezúela. Þar er ég búinn að vera síðan í júní 1993. í Venezúela eru gífurlegir möguleikar á virkjun vatnsafls. Sérstaklega er vatnsorkan mikil. í þessari á, Caroni, sem verið er að virkja núna. Hún er þverá í Ori- noko-fljót, sem er annað stærsta fljót í S-Ameríku. Ofar í sömu 'á er mikil virkjun, sem heitir Guri, og er sú önnur aflmesta í heimi, um 10.000 megawött. Því til sam- anburðar má nefna að afl allra vatnsaflsvirkjana á íslandi til sam- ans er um 900 megawött. Ég vinn sem ráðgjafi um hvers kyns rafmagns- og vélabúnað við byggingu virkjunar sem á að af- kasta um 3.000 megawöttum. Reynsla mín frá virkjununum á íslandi nýtist hér, þótt stærðar- hlutföllin séu allt önnur.“ - Þetta er sem sagt útflutning- ur á íslenzkri tækniþekkingu? „Já, þótt í smáum stíl sé.“ - Þetta er stór virkjun? „Já, eins og bezt sést af af- kastatölunum. Þessi virkjun heitir Macacua II og er staðsett nánast inni í borginni Ciudad de Guay- ana, á milli tveggja borgarhluta. Það starfa um 4.000 manns að framkvæmdunum núna, flestir heimamenn en allnokkur ijöldi erlendra sérfræðinga er þeim inn- an handar. Tæknibúnaðurinn í virkjunina kemur víða að, frá Jap- an, Evrópu og víðar. Frá framleið- endum búnaðarins koma sérfræð- ingar sem fylgjast með uppsetn- ingu og prófunum." - Þú ert eini íslendingurinn? „Já, og við erum aðeins þrír frá verkfræðiráðgjafarfyrirtækinu hérna. Fleiri starfsmenn þess eru í Caracas, þar sem hönnun og yfirferð á breytingum fer fram.“ - A hvaða stigi eru fram- kvæmdirnar núna? „Þetta er langt komið. Búið er að hleypa á vatni og prófanir á fyrstu þremur vélunum standa yfir. Það er vonazt til að þær kom- ist í gagnið fyrir ára- -------- mót. Alls verða fjórtán vélar í virkjuninni í tveiniur aflstöðvum. Þessi virkjun er ann- ars bara hiuti af stærri virkjunaráætlun, fjórar virkjanir til viðbótar eru áætlaðar I þessari sömu á. Heildaraflið sem þeir ætla að ná út úr Caroni-ánni er um 27.000 megawött. Fram- kvæmdir við aðra nýja virkjun í ánni eru þegar hafnar, 10 km ofar en „Macacua II“. Hún verður um 2.600 megawött. Þetta er sennilega ódýrasta Guðmundur Pétursson Þ-Guðmundur Pétursson raf- magnsverkfræðingur er fæddur 11. júní 1947 á Akureyri. Hann varð stúdent frá MA1967 og lauk prófi i rafmagnsverkfræði frá tækniháskólanum í Darm- stadt 1973. Hann starfaði eftir- það hjá ABB-fyrirtækinu í Mannheim til ársins 1980, að- allega við framkvæmd Sigöldu- virkjunar 1974-76 og eftirlit með uppsetningu orkudreifi- stöðva í Khuzestan í íran 1977-79, síðan hjá Landsvirkjun 1980-1993. Fráárinu 1993 hefur Guðmundur starfað fyrir bandaríska verkfræðiráðgjafar- fyrirtækið HARZA við virkjun- arframkvæmdir í Venezúela. Kona Guðmundar er Ragna Kemp Guðmundsdóttir kennari. Þau eiga tvö börn. 27.000 MW orka virkjuð úr einni á vatnsorka í heimi; allar aðstæður eru hér mjög hagstæðar til virkj- unar, vatnsmagnið í ánni er mikið - meðalrennslið á ári er um 5.000 rúmm./sek. - og vinnuafl er ódýrt. Ég gæti trúað að kostnað- arverð raforkunnar hér sé um helmingi lægra en heimsmarkaðs- verð. Og það eru fleiri svona ár í landinu.“ - í hvað fer svo öllþessi orka? „Það er svipað og á Islandi; það á að nýta hana til stóriðju. Mikil iðnaðaruppbygging hefur átt sér stað við borgina á undanförnum áratugum. Japanir hafa byggt stórt stálver hérna og álverin eru fjögur. Þau eru öll í ríkis- eða fylkiseigu ennþá, en þeir eru með mikið einkavæðingarátak í gangi og ætla að selja álverin á næsta ári._ Ég held þess vegna að íslend- ingar ættu að flýta sér að draga á land þetta álver sem lengi hefur verið í bígerð áður en allt þetta verður til sölu. Þessi álver hér geta ekki verið annað en mjög vænlegur kostur fyrir fjárfesta á þessu sviði, þar sem orkan og vinnuaflið eru ódýr hér og hráefn- ið, báxít, er í miklu magni ör- skammt upp með ánni. Það sem hefur staðið þeim fyrir þrifum hingað til er slæmur rekstur. Með --------- einkavæðingu verður líklega ráðin bót á þeim þætti og þessi álver í mjög góðri samkeppn- isstöðu." - Hvað verður þú Iengi í þessu verkefni? „Það fer eftir því hvað virkjun- arfyrirtækið vill hafa mig lengi hérna, alla vega þó þangað til fyrstu vélarnar eru komnar í gang, þá fer ég að huga að heimferð. Líklega verður það um áramótin. Nú bíður fjölskyldan heima en hún var hér með mér í tæp tvö ár og er nýfarin heim.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.