Morgunblaðið - 13.08.1995, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 13.08.1995, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 9 LISTIR ÞEGAR LUC HITTIKATE KYIKMYNPIR Háskólabíö FRANSKUR KOSS (FRENCH KISS) ★ ★ Vi v Leikstjóri Lawrence Kasdan. Hand- ritshöfundur Adam Brooks. Tónlist James Newton Howard. Kvikmynda- tiikustjóri Owen Roizman. Aðalleik- endur. Kevin Kline, Meg Ryan, Ti- mothy Hutton, Jean Reno. Banda- rísk. Polygram Filmed Entertain- ment 1995. HOLLYWOOD er enn og aftur komin inní tíma rómantísku gaman- myndarinnar og út af fyrir sig full ástæða til að fagna því. Enda lítið um blóð og dráp í þeim myndflokki og annað tengt því ógnarofbeldi sem hefur sett svo mark sitt á kvik- myndaframboðið síðasta áratuginn. En rómantískar gamanmyndir þurfa ekki endilega að vera góðar frekar en aðrar og svo virðist sem kvik- myndagerðarmenn samtímans vanti nokkuð uppá að ná þeim klassa sem oftar en ekki einkenndi rómantískar gamanmyndir á gullaldarárum kvik- myndaborgarinnar. Nú er röðin komin að einum at- hyglisverðasta leikstjóra dagsins (þó myndum hans hafi farið heldur hrak- andi), Lawrence Kasdan, að fást við þessa myndgerð og satt best að segja nær hann aldrei Frönskum kossi ærlega á flug. Allt er til staðar sem prýtt getur mynd af þessari stærð- argráðu, ekkert verið til sparað. Owén Roizman stjórnar kvikmynda- tökunum óaðfinnanlega eins og oft áður í myndum Kasdans, og tónlist sjálfs James Newtons Howards er leikandi létt og skemmtileg blanda af eigin tónsmíðum og gömlum, sí- gildum smellum úr dægurtónlistinni. Þeir skapa gallalausan ramma utan- um mynd af þessu tæi, þetta eru bestu þættir myndarinnar - að Ke- vin Kline undanskyldum. Hann þjargar myndinni fyrir horn. Takið eftir að Franskur koss dettur jafnan niður þegar Kline er ekki á tjaldinu. Hann leikur hér furðulegt hlutverk Luc, fyrrum vínbóndasonar sem lét bróðir sinn reita af sér eigurnar í fylleríi. Gerðist síðan smákrimmi i París og af einhverjum óútskýranleg- um ástæðum er hann í myndarbyrjun á leið frá Toronto eftir skartgripar- án, að manni skilst. I flugvélinni verður á vegi hans stúlkan Kate (Meg Ryan) sem er á leið til Parísar til að vinna aftur mannsefnið sitt (Timothy Hutton) úr rúmi franskrar fegurðardísar (Susan Anbeh). Koma ruplarar nokkuð við sögu, lestarferð um Frans og í bakgrunninum ástar- kómedían. Framvindan er fyrirsjáanleg og endalokin augljós, jafnvel leikaraval- ið undirstrikar þau með rauðu. Hvað Næsta leikár hjá Leikfélagi Akureyrar Drakúla, Gimdar- vagninn og nýr íslenskur gamanleikur ÞRJÚ STÓR verk, eitt íslenskt og tvö erlend, verða í aðalhlutverki á næsta leikári Leikfélags Akur- eyrar. Fyrsta verkefni ársins verð- ur leikgerð af sögunni um Drak- úla greifa eftir írska rithöfundinn Bram Stoker en um þessar mund- ir er verið að minnast þess víða um heim að öld er liðin síðan þessi víðfræga saga kom fyrst út. Leik- gerðin er unnin sérstaklega fyrir L.A. af írska leikstjóranum Mich- ael Scott sem einnig leikstýrir en sýningin verður hluti írskrar menningarhátíðar sem haldin verður á Akureyri í haust. Viðar Eggertsson, leikhússtjóri, segir að Michael Scott sé einn ahyglisverðasti leikhúsmaður íra af yngri kynslóðinni. „Ég hef lengi verið að reyna að fá Scott hingað til starfa með okkur en sýningar hans hafa jafnan vakið mikla at- hygli úti. Annar ungur íri, Paul McCauley, mun gera leikmynd og búninga en hann hefur einnig get- ið sér gott orð fyrir verk sín.“ Sagan af Drakula hefur notið mik- illa vinsælda víða um heim allt frá því hún kom fýrst út og segir Viðar að hún hafi verið næst á eftir Biblíunni á metsölulista hins vestræna heims. Drakúla verður frumsýndur 13. október. Sporvagninn Girnd Þriðja dag jóla verður frumsýnt hið kunna verk Tennessee Will- iams, Sporvagninn Girnd. Leik- stjóri verksins verður Haukur J. Gunnarsson og leikmynd gerir Svein Lund-Roland. Haukur hefur undanfarinn fimmtán ár starfað sem leikstjóri í Noregi og víðar, nú síðustu árin hefur hann verið leikhússtjóri samíska þjóðleikhúss- ins Beiwas. Viðar segir að leikfé- lagsmenn vænti mikils af sam- starfinu við Hauk og Svein Lund- Roland sem sé meðal þekktustu leikmyndateiknara Norðurlanda. „Þetta verk er auðvitað mjög spennandi viðfangsefni. Aðalhlut- verkin, Blanch og Stanley, eru ein- hver best skrifuðu leikhlutverk sem leikarar geta glýmt við. Það fellur í hlut þeirra Rósu Guðnýjar Þórsdóttur og Valdimars Flygen- ring að túlka þessar makalausu persónur í sýningunni.“ DRAKÚLA verður settur upp hjá L.A. í vetur. Frægasti túlk- andi blóðsugunnar í kvikmyndasögunni er vafalaust Christop- her Lee sem hér sést við uppáhalds iðju greifans. Nýr íslenskur gamanleikur í lok mars verður frumsýndur nýr íslenskur gamanleikur eftir Kjartan Ragnarsson og Einar Ká- rason. „Það kveður við nýjan tón í þessu verki“, segir Viðar, „en í því fara þeir höfundarnir fimum höndum um ýmis þekkt klúður- smál í íslensku samfélagi á okkar tímum.“ Verkið hefur ekki hlotið endanlegt nafn en vinnuheiti þess er Heima er best. Fjöldi leikara tekur þátt í sýningunni en leik- stjóri þess verður Þór Tulinius. Viðar segir að ýmsar smærri uppákomur verði einnig á dagskrá leikfélagsins á komandi vetri, t.d. verði boðið upp á þrjár aðfluttar barnasýningar til að gleðja norð- lensk börn. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Samkór Selfoss til Bandaríkianna SAMKÓR Selfoss hélt á þriðju- dag upp í þriggja vikna söng- ferðalag til Bandaríkjanna ásamt kórstjóra sínum Jóni Cortez. Þar mun kórinn ferðast um í Washington fylki og taka lagið á nokkrum stöðum. Ferð þessi hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið og kórfélagar unnið að fjármögnun ferðarinn- ar með öflugu félagsstarfi. Myndiun sýnir kórfélaga fram- an við Selfosskirkju áður en lagt var af stað. Þjóðleikhúsið Þrjú ný íslensk leikverk í vetur ÞRJÚ NÝ íslensk leikverk verða frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á næsta leikári. Áður hefur verið sagt frá verki Ólafs Hauks Símonarsonar, Þreki og tárum, sem frumsýnt verður í september, í Morgunblað- inu en auk þess verður um áramót frumsýnd á stóra sviðinu leikgerð Þórunnar Sigurðardóttur á skáld- sögu Ólafs Gunnarssonar, Trölla- kirkju. Á litla sviðinu verður svo frumsýnt nýtt verk eftir Karl Ág- úst Úlfsson sem hefur vinnuheitið, Þú eina hjartans ... en það fjallar um fólk sem verður veðurteppt á litlu hóteli í íslensku sjávarplássi. í ljós kemur að tengsl íbúanna og hótelgesta eru ekki öll þar sem þau sýnast. Nýtt eftir Arthur Miller Á stóra sviðinu verður einnig sett upp hið margslungna gaman- leikrit Frakkans Moliéres, Dom Juan, í leikstjórn Litháans Rimas Tuminas, eins og áður hefur verið sagt frá. Sömuleiðis hefur verið sagt frá uppfærslu leikhússins á Kardemommubæ Thorbjörns Egn- er en það verður frumsýnt í októ- ber. í nóvember verður sýnt nýjasta verk Arthurs Millers á stóra svið- | inu, Glerbrot (Broken Glass), sem fjallar um bandaríska konu af gyð- ingaættum sem missir skyndilega máttinn án skýranlegra orsaka. Þeirra kann þó hugsanlega að vera að leita í hjónabandinu. Næsta vor verður svo sýndur gamanleikurinn, Sem yður þóknast (As You Like It), eftir Shakespeare. Nýr söngleikur Auk áðurnefnds verks Karls Ágústs verða sýnd tvö erlend verk á litla sviðinu, Sannur karlmaður eftir Tankred Dorst, sem fjallar um furðuandlit ástarinnar og marg- flókið valdatafl elskenda, og Kirkjugarðsklúbburinn eftir Ivan Menchell sem fjallar um nauðsyn þess að takast á við breyttar að- stæður á efri árum. Á Smíðaverkstæðinu verða sýnd þtjú erlend leikrit, Leigjandinn (The Lodger) eftir Bretann Simon Burke, Leitt hún skyldi vera skækja (’tis Pity She’s a Whore) eftir John Ford og einnig verður settur upp nýr söngleikur eftir Bengt Ahlfors sem hefur vinnuheitið, Stolnar hamingjustundir (Stjulen lycka). Auk ofantalinna verka verður sýningum haldið áfram á Stakka- skiptum eftir Guðmund Steinsson, Taktu lagið, Lóa! og á farandsýn- ingunni Lofthræddi örninn hann Örvar. hefur eymingja Hutton, sem nú orðið rétt nær að krækja sér í aðahlutverk í B-hrollvekjum, að gera í hinn hæfí- leikaríka og fjailmyndarlega Kline, sem þar að auki kann vel að meta eina virkilega vel skrifaða hlutverk myndarinnar og slær um sig með kátbroslegum, frönskum framburði? Ryan hefur staðið sig vel sem gaman- leikkona - í betur skrifuðum mynd- um (Þegar Harry hitti Sally, Svefn- vana í Seattle), vel að merkja. Hún fær rislágan texta (einsog allir aðrir en Kline) hjá handritshöfundinum Brooks, þarf aukinheldur að fást við ófyndnar uppákomur í marggang, einsog mjólkursykursjokk, vega- bréfsstríð, flughræðslu, og nær sér aldrei á strik. Sú franska Susan Anbeh er mikið augnayndi og gaman að sjá Reno í annarskonar hiutverki en vélmennunum hans Bessons. Þrátt fyrir að myndin skilji mann eftir í þolanlegu skapi og nokkra prýðilega spretti Kiine, Howard og Roizman vill maður fá bragðmeiri skemmtun frá Kasdan, peningaflæð- inu og öllu þessu hæfileikafólki. Hitt er líka dagljóst að Franskur koss höfðar betur til kvenna. Þær hlógu. Sæbjörn Valdimarsson Islensku barnabóka- verðlaunin SAMKVÆMT frétt frá Verðlauna- sjóði íslenskra barnabóka eru nú tveir mánuðir til stefnu til þess að skila inn handritum, í samkeppni um verðlaunabók ársins 1996. Frestur til að skila inn handritum er til 15. október nk. Verðlaunin nema 200 þúsund krónum, auk þess sem höfundur verðlaunabókarinnar fær greidd laun samkvæmt samningi Rithöf- undasambands íslands og Félags íslenskra bókaútgefenda. Að því er fram kemur í frétt- inni, eru engin lengdarmörk sett á sögurnar og einungis við það miðað að efnið hæfi börnum og ungling- um. Sjóðurinn hvetur reynda sem óreynda höfunda til þess að taka þátt í samkeppninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.