Morgunblaðið - 13.08.1995, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 15
um fæti, klofningur hefur komið
upp meðal leiðtoga þeirra og fall
Krajina varð til þess að árásum
Serba á Bihac í norðvesturhluta
Bosníu er lokið.
Líklegt þykir að Vesturlönd
ákveði síðar að umbuna Serbíu
fyrir að veija ekki Krajina, komi
ekki til stríðs um Austur-Slavo-
níu. Auknar líkur eru á að Banda-
ríkjamenn og Þjóðverjar láti af
andstöðu sinni við að samið verði
við Serbíu um afnám refsiaðgerð-
anna á landið gegn því að serb-
neska stjórnin viðurkenni sjálf-
stæði Bosníu.
Allt þetta gæti orðið til þess
að Bosníu-Serbar sæju sig knúna
til að semja um frið, en þeir hafa
hingað til neitað því þrátt fyrir
mikinn þrýsting frá Bandaríkjun-
um, Rússlandi og Evrópusam-
bandinu.
Meint leynimakk
Eins og búist hafði verið við
reyndist Slobodan Milosevic, for-
seti Serbíu, reiðubúinn að fórna
Krajina, sem er fátækt og af-
skekkt hérað, byggt afdalafólki í
hugum ráðamanna í Belgrad.
Ljóst er hins vegar að Milosevic
myndi beita her sínum til að verja
Austur-Slavoníu, við landamærin
að Serbíu, ef Króatar réðust á
héraðið. Austur-Slavonía er frjó-
samt landbúnaðarhérað og þar
eru olíulindir, auk þess sem hérað-
ið er mikilvægt fyrir öryggishags-
muni Serbíu vegna nálægðarinn-
ar.
Sú staðreynd að Milosevic kom
Króatíu-Serbum ekki til varnar
hefur kynt undir vangaveltum um
að hann og Tudjman hafi gert
með sér leynilegan samning um
að Króatar mættu ráðast á Kraj-
ina ef þeir létu Austur-Slavoníu
í friði. Króatar og Serbar hafa
þó verið með allmikinn liðsafnað
við Austur-Slavoníu og búist er
við hörðum átökum ákveði Tudj-
man að freista þess að endur-
heimta héraðið.
Þótt Tudjman þyki til alls lík-
legur telja flestir að hann reyni
að semja um framtíð Austur-Sla-
voníu þar sem sigurinn í Krajina
ætti að nægja til að bæta stöðu
flokks hans, sem hafði átt undir
högg að sækja, og stuðla að sigri
hans í kosningum á næsta ári.
Nokkur dagblöð í Bretlandi
birtu í vikunni sem leið kort sem
Tudjman á að hafa teiknað á
matseðil fyrir Paddy Ashdown,
leiðtoga Frjálslyndra demókrata,
í veislu í Lundúnum í tilefni af
50 ára afmæli stríðslokanna í
Evrópu. Kortið sýnir Bosníu skipt
í tvennt. Ante Sicin-Sain, sendi-
herra Króatíu í Bretlandi, vísaði
þessum fregnum á bug og sagði
að Ashdown hefði viðurkennt að
hafa sjálfur skrifað skýringar við
kortið á matseðilinn.
Jonathan Eyal skrifaði hins
vegar í The Times að dæma ætti
forseta Króatíu og Serbíu af því
sem þeir létu ósagt frekar en
opinberum yfirlýsingum þeirra.
„Þrátt fyrir allt þvaðrið frá
Belgrad, Zagreb og Sarajevo
vantaði þrjár mikilvægar yfirlýs-
ingar eftir að Króatar hófu sókn
sína: Serbar hótuðu ekki að senda
her sinn inn í Króatíu; Króatar
lofuðu ekki að frelsa Austur-Slav-
oníu þegar í stað; og múslimar
létu ekki í ljós ánægju með hern-
aðarsigur Króata. Þannig að
verkin staðfesta meintan samning
Króatíu og Serbíu.“
Tudjman freistaði þess árið
1993 að skipta Bosníu milli Króat-
íu og Serbíu en vanmat styrk
bosníska stjórnarhersins. Niður-
staðan varð sú að Króatar og
stjórn Bosníu stofnuðu sambands-
ríki sem á síðar að mynda ríkja-
bandalag með Króatíu.
Tudjman þykir hins vegar óút-
reiknanlegur leiðtogi og stjórn
Bosníu lítur á hann sem ótraustan
bandamann, sem muni ekki víla
fyrir sér að svíkja hana, telji hann
sér henta betur að ná samkomu-
lagi við Serba um skiptingu Bosn-
íu.
\
\
T /
/
/
ÆSTLi
Ævintýri og allsnægtir þar sem allt er á einum stað!
-Og of fenginni reynslu segjum við fyrstir ponto fyrstir fáí
Newcastle er engin venjuleg borg, heldur lítil og heimilisleg heimsborg sem komið hefur þúsundum íslendinga
verulega á óvart.
Newcastle er borg allsnægta með iðandi mannlíf, fjölbreytilegt götulíf, útimarkaði, íþróttaviðburði, menningar- og
listaviðburði, veitingahús og verslanir við allra hæfi.
Newcastle og nánasta umhverfi anga af sögu og menningu sem auðvelt er að njóta. Með einu skrefi er hægt að
stíga aftur i aldir og upplifa eldfjörugt miðaldaævintýri í dularfullum kastala, skoða sögu víkinganna og stórbrotna
menningu Rómverja.
Því er það engin tilviljun að þúsundir íslendinga elska Newccastle og allt það sem borgin hefur upp á að bjóða.
✓ Miðaldaveislu í Lumley kastalanum.
✓ Heimsókn á heimili Guðanna, eins og
íbúar Newcastle kalla knattspyrnuvöllinn,
St. James Park.
✓ Skoðunarferð til Durham, gamals bæjar
þar sem auðvelt er að gleyma sér.
✓ Newcastle Brown Ale, fyrir þá sem
skreppa á krána.
✓ Heimsókn (Beamish safnið,
óviðjafnanlegt safn þar sem gestirnir taka
sporvagn aftur til ársins 1913.
FERÐASKRIFSTOFAN
Skoðið myndir frá Newcastle og upplýsingar til ferðamanna á Internetinu. Heimasíðan heitir: Welcome to Newcastle og
heimillsfangið er: http://www.ncl.ac.uk/welcome.html
Nú bjóðum við ferðir til Newcastle á ótrúlegu verði: i
Kr. 22.900,- Fyrir fjögurra daga ferö í miðri viku.
Kr. 29.800.- Fyrir fimm daga helgarferö.
Kr. 36.800.- Fyrir vikuferð.
Kr. 39.800.- Fyrir tíu daga ferð.
Verð miðast við staðgreiðslu fyrir 15. september. Innifalið í verði er: flug,
flugvallarskattar, gisting og morgunverður, ferðir til og frá flugvelli í Newcastle
og íslensk fararstjórn. Verð miðast við mann í tveggja manna herbergi.
SIMI 565 2266
RÝMINGARSALA
Litaprentarar
frá kr.
19.900
Tulip 486 66Mhz
frá kr.
84.900
Tulip PENTIUM 60
frá kr.
134.900
Tulip 486
MARGMIÐLUNARTÖLVA
frá kr.
102.900
Allt þetta og margt, margt fleira...J
Aðeins þessa viku
Byrjar mánudaginn 14. ágúst kl. 9.00
NÝHERJA
r
Anægður
viðskiptavinur
Nýherja
Leikir
frá kr.
1.750
Geisladrif
frá kr.
3.900
NÝHERJI
SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 569 7700
Alltaf skrefi á undan
FYRSTIR KOMA - FYRSTIR FA
Z *
Öll verð eru stgr. verð með vsk.
♦Meðan birgðir endast.