Morgunblaðið - 13.08.1995, Síða 19

Morgunblaðið - 13.08.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 19 skyndilega detti honum orð í hug sem smelli inn í ljóðlínu einhvers staðar. Hann segir að þýðandi verði að skilja textann fullkomlega. Það komi fyrir að þýðandi kjósi að víkja frá textanum, en til þess að vita hvers konar frávik eru leyfileg þá verði hann að hafa fullan skilning á hinum upprunalega texta. Dick hefur iðulega þurft að kryfja inn að beini merkingu ljóða þjóðskálds- ins Jónasar og eytt talsverðum tíma í rannsóknir í von um að geta fund- ið efni sem varpað geta ljósi á ljóð- in. Hann segir að eftir því sem skilningur hans á ljóðunum aukist breytist þýðing hans á þeim. Skammdegis- þunglyndi Jónas Hallgrímsson verður að teljast eitt merkasta skáld sem ís- lendingar hafa átt, en hans er ekki síst minnst fyrir ótímabæran dauða sinn og hvemig andlát hans bar að. Segir sagan að nótt eina í maí árið 1845 hafí Jónas komið heim til sín í Kaupmannahöfn eftir að hafa fengið sér heldur mikið neðan í því. Hann hafí hrasað í tröppunum, ef til vill vegna þess ástands sem hann var í, fótbrotnað og látist úr blóðeitrun skömmu síðar. Hér verð- ur ekki dregið í efa að þannig hafí dauða Jónasar borið að, en Dick telur að skáldið hafi þjáðst af “Sea- sonal Affective Disorder“ (SAD) eða það sem íslendingar nefna í daglegu tali skammdegisþung- lyndi, og að þunglyndi Jónasar geti hafa stuðlað að dauða hans. „Af ljóðum Jónasar má sjá að hann var áhugasamur um samleik ljóss og myrkurs og samband þeirra við hið góða og slæma, bjartsýni og svartsýni. Hann var mjög sjúkur einn veturinn er hann bjó í Reykja- vík á árunum 1839 til 1842 og svo virðist sem eftir það hafi hann þjáðst af varanlegu skammdegisþunglyndi. Einkenni SAD em gjaman þunglyndi og svefnleysi á vetramótt- um. Jónas viðurkennir það í sumum bréfa sinna að hann verði þunglyndur yfir vetrarmánuð- ina. I bréfi til Jóns Sigurðssonar biðst hann afsökunar á því að hafa ekki sótt nefndarfund vegna þess að hann var veikur. Jónas bætir því við í bréfínu að hann hafí verið svo langt niðri nýlega að hann hafí ekki einu sinni getað hugsað um það málefni sem ræða átti á fundinum. Jafnframt lætur hann í ljós þá von sína að þegar sól fari að hækka aftur á lofti um vetrarsólhvörf muni líðan hans batna og hann muni losna við þunglyndið. Það hafí verið reynsla hans hingað til. Ég held að Jónas sé dæmigert SAD-tilfelli og ég tel áð ljóð hans og bréf frá síðustu ævidögum hans séu skiljanlegri ef þetta er haft í huga,“ segir Dick. „Kringumstæð- ur dauða hans eru furðulegar. Síð- asta veturinn sem hann lifði sagði hann fólki að lífíð væri óbærilegt. Honum fannst hann ekki geta lif- að,“ segir Dick á íslensku. „Hann talaði um einmanaleika sinn og þunglyndi. Hann var ókvæntur og átti að baki misheppnuð ástarsam- bönd. Útlitið var ekki bjart. Sagt er að þegar Jónas féll í tröppunum hafi hann fótbrotnaði svo illa að beinið stóð út. Hann skreið upp stigana til herbergis síns og lá þar sem eftir lifði nætur vafa- laust með miklum kvölum. Er kom- ið var að honum morguninn eftir var hann spurður af hveiju hann hefði ekki vakið neinn upp. Jónas svarar að hann gæti ekki lifað og á þá við fótbrotið. Brotið var slæmt og svo virðist sem Jónas hafi talið að hann myndi ekki lifa það af, að hann myndi deyja hvort eð var. Það er einkennilegt að Jónas skuli ekki hafa vakið fólk vegna þess að hann taldi að hann væri gott sem örendur. Mér fínnst þetta ekki vera eðlileg hegðun. Það má ef til vill rekja þetta til þung- lyndis hans og þeirrar trúar hans að hann væri dauðvona maður og til einkis að gera neitt í málinu,“ segir Dick. Eins og áður segir var það Sverr- ir Hólmarsson sem eindregið hvatti Dick til að halda áfram að þýða ljóð Jónasar. Dick vill að það komi fram að þeir félagar hafi átt mjög náið samstarf og að Sverrir hafí litið á allar þýðingar hans og leiðrétt þær eða gert aðrar athugasemdir. Dick segir að á sumum stöðum hafí hann misskilið Jónas algjörlega og hann hafí notið góðrar hjálpar Sverris og leiðbeiningar hans. Hann hefur auk þess verið í sambandi við Svein Yngva Egilsson, einn þriggja rit- stjóra útgáfu Svarts á hvítu á rit- verkum Jónasar Hallgrímssonar sem út komu fyrir sex árum. „Ef mér endist aldur til að Ijúka við að þýða Jónas þá gæti ég ef til vill farið út í að þýða Stein Steinarr. Hann kemur vel út í enskri þýðingu. Tómas Guðmundsson gerir það aftur á móti ekki. Ég hef reynt mikið að þýða ljóð Tómasar en þau jganga ekki upp í enskri þýðingu. Eg hef sérstaklega lagt mig fram við að reyna að þýða Veginn, vatnið og nóttina, en mér tekst það ekki. Það má vera að það sé hreinlega ekki hægt að þýða Tómas yfír á ensku, eða ef til vill hef ég ekki hæfileika til þess,“ segir Dick að lokum. Þess má geta að íslendingar í Madison og nemendur Dicks í Nor- rænu deildinni munu líklega þurfa að sjá á eftir honum til Islands í febrúar á næsta ári, en hann hefur í huga að taka sér hálfs árs frí til að geta helgað sig algjörlega þýð- ingum sínum á Jónasi Hallgríms- syni. Það er því ekki ósennilegt að næsta vor og sumar muni sjást til hans á göngum Þjóðarbókhlöðunn- ar. Höfundur stundar doktorsnám i fjölmiðlafræði við Wisconsin- háskóla í Madison. Mér finnst oft að við Jónas séum á sömu bylgjulengd og að það geri mig hæfari til að þýða verk hans Síðasta vetur- inn sem hann lifði sagði hann fólki að lífið væri óbæriiegt Frá ÆK Menntaskólanum ! § við Hamrahlíð \ I ráði er að skrifa 30 ára sögurit Menntaskólans við Hamrahlíð. Af því tilefni er leitað liðsinnis gamalla nemenda og velunnara MH sem kynnu að eiga í fórum sínum myndir sem tengjast skólanum. Þeir sem vilja lána/gefa slíkar myndir eru vinsamlega beðnir að hafa samband við skrifstofu MH í síma 568 5140. Persía Suðurlandsbraut v/Faxafen Sérverslun með stök teppi og mottur FERÐASKRIFSTOFAN jPRIMA! HEIMSKLUBBUR INGOLFS Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564 UMB0Ð Á ÍSLANDI - CARNIVAL CRUISE LINE PARADISIKARIBAHAFI 1 vika draumasigling og/eða 1 vika draumadvöl á Dominíkana Nýjasta skemmtíferðaskipið, IMAGINATION, yfir 70 þús. TN, frá CARNIVAL CRUISE ONE, býður farþega Heimsklúbbsins velkomna í 7 daga jómfrúr- siglingu með öllum hugsaniegum þægindum um fagurblátt Karíbahafið á sérkjörum, með brottfor frá Islandi 8. september. Flug, gisting í Flórída og vikusigling: Verð frá kr. 96.885. Framhaldsdvöl á hinni fögru, blómskrýddu Karíbahafseyju Dóminíkana. Nýtt giæsilegt lúxushótel, RENAISSANCE, á fagurri strönd skammt firá höfuðborginni SANTO DOMINGO. Flug milli Miami og Santo Domingo með nýjum flugvélum APA AIR og frábærri þjónustu. Fá sæti laus.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.