Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Astkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Efra-Apavatni; Sigtúni 49, Reykjavík, er lést þriðjudaginn 1. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 15. ágúst kl. 13.30. Snorri Laxdal Karlsson, Arnar Laxdal Snorrason, Hulda Yngvadóttir, Kristín Snorradóttir, Guðmundur Harðarson, Karl Snorrason, Gunnjóna Sigrún Jensdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA SIGGEIRSDÓTTIR fyrrverandi póstafgreiðslumaður, hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, sem lést 6. ágúst síðastliðinn, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðju- daginn 15. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast af- þakkaðir en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga, Hlíðabæ, Flókagötu 53, sími 562 8388. Hrafnkell Egilsson, Anna Sigurjónsdóttir, Ólaffa Egilsdóttir, Jóhann Gunnar Friðjónsson, Sofffa Egilsdóttir, Gunnar Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁRNÝJAR GUÐRÚNAR RÓSMUNDSDÓTTUR, Efstasundi 4, Reykjavík. Magnús Jörundsson, Kristján H. Magnússon, Elsa K. Stefánsdóttir, Anna Guðlaug Magnúsdóttir, Aðalheiður Magnúsdóttir, Guðmundur Helgason, Ingimundur Magnússon, Helga M. Jónsdóttir, Gunnar Þór Magnússon, Sjöfn Sóley Þórmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, KATRÍNAR M. JÓHANNESSON LANGE, Bogahlfð 14, Reykjavík. Guðjón Jóhannesson, Jörgen P. Guðjónsson, Ásta Steinsdóttir, Guðrún Erla Guðjónsdóttir, Emil Örn Kristjánsson, Ásta Björg Guðjónsdóttir, Sigurður Björn Reynisson, Jóhanna Helga Guðjónsdóttir, Ragnar Marinó Kristjánsson, og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SÍMONAR Þ. SÍMONARSONAR vélstjóra, Gautlandi 9, Reykjavfk. Sérstakar þakkir eru til lækna og starfs- fólks Hlíðarbæjar og öldrunardeildar Landspítalans fyrir góða umönnun í veikindum hans. Elfsabet Ó. Sigurðardóttir, Ronald Ö. Sfmonarson, Anna Stefánsdóttir, Símon Fr. Símonarson, Gunnhildur Valgarðsdóttir, Siguröur G. Símonarson, Halla Pálmadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ELSA MARÍA GUÐBJÖRNSDÓTTIR + Elsa María Guð- björnsdóttir var fædd í Reykjavík 3. mars 1990. Hún lést af slysförum 4. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Sigurbjörg Linda Reynisdóttir og Guðbjörn Þor- steinsson. Systkini Elsu eru Þorvaldur Reynir Ásgeirsson, Ásgeir Ottar Ás- geirsson, Stella María Guðbjörns- dóttir og Sigur- björn Guðbjörnsson. Útför Elsu verður gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi mánudaginn 14. ág- úst og hefst athöfnin kl. 13.30. VIÐ eignumst ekki börn til að bera þau til moldar og það eru fáar til- hugsanir sem hræða okkur jafn mikið og það reiðarslag sem bama- missir er. Föstudaginn 4. ágúst dundi slíkt reiðarslag yfir okkur þegar Elsa María Guðbjörnsdóttir lést af slysafömm. Elsa María var einn af sólargeislunum í fjölskyld- unni. Því miður þá náðum við ekki að njóta ylsins og birtunnar sem hún gaf nema í fímm ár. Þegar Elsa María fæddist birti yfír allri tilvem okkar, eins og jafnan gerist þegar barn fæðist inn í fjölskyldu. Elsu Maríu var búið ástríkt og umhyggjusamt umhverfí af Lindu móður sinni, bræðram sínum þeim Dolla og Óttari, sem hún ólst upp hjá, og einnig hjá föður sínum hon- um Bjössa, konunni hans og þeirra börnum. Ef öll böm byggju við jafn mikla umhyggju og ást og hún Elsa María naut á sinni stuttu ævi þá byggjum við í betri heimi í dag. I hvert skipti sem komið var í lieimsókn á Hlíðarhjallann til þeirra Lindu, Elsu, Dolla og Óttars og maður mætti henni Elsu þá var hún ávalt brosandi og glöð. Væri níst- andi kuldi úti þá dugði brosið henn- ar Elsu þar sem hún hallaði undir flatt og sagði, „á ég að sýna þér soldið“, til að fá mann til að gleyma kuldanum og skammdeginu ef þannig stóð á. Elsa María hafði mjög gaman af því að snyrta sig, hafa sig til og vera sæt og falleg stelpa. I því tókst henni mjög vel upp. Hún var einnig mjög tápmikil og fjörug þannig að sjaldan var neina lognmollu að fínna í kringum hana. Allir sem umgengust Elsu Maríu tóku við hana ástfóstri og af sinni einlægu og tæm barnaást þá endurgalt hún ástina. Elsa Mar- ía var í alla staði fyrirmyndar barn og ber uppeldi það sem hún fékk Lindu móður hennar fagurt vitni. Þegar slys sem þetta ber að hönd- um er erfítt að finna einhver hugg- unarorð sem duga í þeim mikla harmi sem kveðinn er að öllum ást- vinum. Þar er að sjálfsögðu enginn harmur eins og harmur móður sem misst hefur barnið sitt. Við Lindu viljum við segja að við emm óum- ræðanlega þakklát því lífí sem hún færði í þennan heim þegar Elsa María fæddist og þeim samvistum sem við höfum átt með henni. Við hefðum viljað hafa þessar samvistir mikið lengri. Um það fáum við hins vegar engu breytt. Eitt er þó víst að vegna fallegra minninga sem við berum í hjarta okkar um Elsu Mar- íu og þá gleði sem hún færði okkur á sinni stuttu æfí þá erum við betri og ríkari manneskjur. Vonandi ber okkur gæfa til að miðla einhveiju af því til ykkar sem þyngstu sorgina berið. I þeirri fullvíssu að Elsa María sé í góðum höndum og veiti nú birtu og yl á öðmm stöðum biðjum við þess innilega að okkur öllum, sem hörmum viðskilnaðinn við Elsu Maríu, takist að vinna þannig úr sorginni að eftir standi fallegar, bjartar og góðar minningar sem veita okkur yl og birtu. Elsa amma og Edward, Kristín, Kristinn og Jón Héðinn, María og Þorleifur, Heiðar og Jónbjörn. Elsku Elsa okkar. Okkur systkinin langar til að kveðja þig með örfáum og fátæk- legum orðum. þú varst vina okkar og við söknum þín. Við gerðum svo margt skemmtilegt en þó em sund- ferðirnar okkur ofarlega í huga núna. Þú fékkst mikla ást og um- hyggju í þinni stuttu jarðvíst og við emm sannfærð um að þú hjálpir okkur að verða frísk aftur og mömmum okkar líka. Viltu senda þeim allan þann styrk sem þær þurfa. Jóhann og Ylfa. Enginn getur meinað mér minning þína’ að geyma. Kring um höll, sem hrunin er, hugann læt ég sveima. - Þú, sem heyrir hrynja tár, hjartans titra strengi, græddu þetta sorgarsár, svo það blæði’ ei lengi. (Erla) Litla Elsa María er farin. Það er mikill söknuður í hugum okkar, en minningin um fallega, glaða og góða stúlku lifír. Guð geymi þig og varðveiti elsku litla stelpan okkar. Elsku Linda, Dolli, Óttar og Bjössi, Guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg. Við vottum ykkur og öðrum að- standendum, okkar dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Anna Lísa Andersen og fjölskylda. Besta vinkona mín er komin til Guðs og orðin engill. Guð blessi þig. Þín vinkona, Marína Hauksdóttir. Mig langar til að skrifa eitthvað fallegt um þig. Þú varst svo falleg og góð. Við vomm að leika í bílnum og syngja textann um Mikka mús sem þú samdir sjálf: „Mikki mús átti hús, húsið brann, Mikki rann, oní kjallarann." Við hlökkuðum til að koma að Þórisstöðum og vera með frændfólki okkar um verslunar- mannahelgina. Þú beiðst eftir að leika við Jónínu Irisi systur mína. En þú varst kölluð til Guðs. Meg- ir þú hvíla í friði. Ég kveð þig með þessu bænaversi: Þ6 styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ‘Vandaðir tegsteinar Varanteg minning TASTEINN Brautarholti 3. 105 Reykjavík Sími: 562 1393 Úrval Ijóskera, krossa og fylgihluta. ég þekki ljós, sem logar skært það ljós, er aldrei deyr. (Margrét Jónsdóttir) Þinn vinur, Valgeir Rúnar Valgeirsson. Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð í hans höndum hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Með örfáum línum langar okkur að kveðja litlu vinkonu okkar, Elsu Maríu Guðbjörnsdóttur, sem kölluð var burt frá okkur svo skyndilega. Það er skrítið að hugsa til þess að Elsa María komi ekki oftar í heim- sókn til okkar með mömmu sinni eða ein, en hún hafði mjög gaman af því að koma ein í heimsókn og gerði það nokkuð oft. Við áttum heima í sömu blokk þar til í vetur að Elsa María flutti með Lindu mömmú sinni og bræðmm sínum Dolla og Óttari, aðeins neðar í göt- una. Litla vinkona okkar var mjög falleg stúlka, ljóshærð með stór blá augu og geislandi bros. Aldrei vildi hún vera klístrag eða skítug í and- liti eða á puttunum, og ef eitthvað sá á fötunum hennar þá hafði hún fataskipti í snarhasti. Bleikt og lill- að voru hennar litir og sást það alveg á fötunum hennar. Ef hún mátti sjálf ráða í hvaða föt hún fór, þá varð kjóll eða pils oftast fýrir valinu. Hún var svo mikil dama og alltaf svo fín. Elsku Elsa María, bestu þakkir fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Elsku Linda okkar, Dolli, ðttar, Guðbjörn og aðrir aðstandendur, Guð veiti ykkur styrk í ykkar miklu sorg. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Okkar dýpstu samúðarkveðjur. Valgerður Jóhannesdóttir og Anna Helen Sveinbjörnsdóttir. „Þú litla bam, sem ég þráði að faðma, umvefja elsku, vaxa með þér. Líf þitt var svo stutt og hér er ég eftir hugsandi um það, sem hefði getað orðið. Kannski í eilífðinni fáum við að hlæja og gráta, faðmast og vaxa. Og vinna upp þann tíma, sem við aldrei áttum.“_ (Úr Gleym-mér-ei.) Elsku Elsa María. Þú komst til okkar eins og lítill sólargeisli með þitt bjarta bros og geislandi, djúp og falleg augu. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fyrir þær stundir sem við áttum saman. Við söknum þín sárt en minningarnar ylja. Góður Guð geymi þig, elsku vinkona, og styrki foreldra þína og systkini í sorg þeirra. Starfsfólk og börn á Trönudeild, Leikskólanum Efstahjalla, Kópavogi. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt... (Sveinbjöm Egilsson) Með þessari bæn kveð ég Elsu Maríu vinkonu mína, sem farin er ' ' ~,'1rar allt of fljótt. Það er erfitt iynr iiuiui strák eins og mig að skilja að einhver sé dáinn og komi aldrei aftur, en ég skil samt að þá fer maður upp til Guðs og þangað er hún Elsa María farin. Elsku Linda, Dolli og Óttar, ég bið góðan Guð að vera með ykkur á þessari sorgarstund. Blessuð sé minning þín, litla vinkona. Fannar Ingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.