Morgunblaðið - 13.08.1995, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 27 . _
GUÐNIJÓNSSON
+ Guðni Jónsson fæddist í
Reykjavík hinn 13. október
1920. Hann lést á Borgarspítal-
anum 23. júlí siðastliðinn og fór
útför hans fram frá Bústaða-
kirkju mánudaginn 31. júlí.
ELSKU pabbi minn er farinn í ferða-
lag. í þetta sinn ferðast hann ekki
með flugvélum Flugleiða eða skipum
Eimskips eins og áður var gert, nei
hann mun nú ferðast með farartæki
sálarinnar og ferðalag hans mun
taka hann til óþekktra sólarstranda
eilífðarinnar. Þar mun hann njóta
samskipta við foreldra sína og aðra
ættingja og vini sem hófu ferðalag
sitt á undan honum.
Ég veit að þá gleði sem pabbi
færði ættingjum og vinum hér á jörð
mun hann nú veita öllum sem hann
hittir á ferð sinni. Ég á margar góð-
ar minningar um pabba minn og það
er svolítið táknrænt að margar þeirra
eru frá ferðalögnm. Pabbi fór sjaldan
í frí, hann fór í viðskiptaferðir en tók
sér nokkrar mínútur inn á milli funda
til að njóta góðs matar og hitta vini.
Hann var eins og svo margir íslend-
ingar, vinnusjúkur, og varfær í því
sem hann gerði, enda mikilsmetinn
viðskiptamaður, þekktur fyrir að
vera heiðarlegur í öllu.
En hann kunni vel að meta góðan
mat og þegar ég lít til baka á ferða-
lög þau sem ég fór í með pabba og
mömmu þá sé ég fyrir mér marga
góða veitingastaði þar sem pabbi sit-
ur ánægður á svip. En hann kunni
líka að meta margt annað og kannski
mest kunni hann að meta fólk og
fólk kunni svo sannarlega að meta
hann. Ef við löbbuðum niður í bæ
þá mátti alltaf reikna með helmingi
lengri tíma vegna þess að hann var
alltaf að stoppa og tala við fólk.
Pabbi var góður karl og fengum
við í fjölskyldunni oft að heyra það
og frá mörgum. Við vitum það, hann
hafði stórt og gott hjarta, hann vildi
öllum vel og gerði alltaf sitt besta
til að hjálpa öllum. Hann lagði sig
svo fram við það að við í fjölskyld-
unni kölluðum hann „Ali Baba“.
Enda virtist ekkert vera honum
ómögulegt. Ekkert okkar systkin-
anna getur kvartað yfir foreldrum
okkar eins yndisleg og þau voru. Er
ég sit og skrifa þetta þá er ég sjálf-
ur á ferðalagi í tíu kílómetra hæð í
Flugleiðavél á leið frá Ameríku til
íslands til að vera með íjölskyldu
minni á þessari stund. Ég hugsa að
MINNINGAR
pabbi sé jafnvel hærra uppi en ég
og ég er viss um að hann á erfitt
með að sætta sig við það frí sem
hann er nú skyldaður til að taka.
Það mun alla vega taka hann smá
tíma að venjast því held ég.
Ég veit líka að það hefur verið vel
tekið á móti honum og að hann nýt-
ur sín vel nú á meðal ættingja vina.
Jón afí og Jórunn amma og bræður
hans Ingólfur og Sigurður Jón hafa
örugglega verið þau fyrstu til að
taka á móti honum. Þau hafa líklega
útskýrt allt fyrir honum og svo farið
með hann í skoðunarferð svona svip-
aðri þeirri sem við fórum í með hon-
um í „pöddunni" í Stokkhólmi fyrir
langa löngu.
En ég veit líka að hann var tilbú-
inn að fara í þessa ferð. Fyrir um
þremur mánuðum sátum við og
töluðum saman um lífið og tilveruna.
Við gerðum mikið af því síðustu tvö
árin. Hann talaði mikið um hana
mömmu mína og fann ég hversu
mikið hann elskaði hana. Hann fann
hversu mikið þau voru eitt og honum
fannst að hann væri ekkert án henn-
ar, enda studdi hún hann í gegnum
53 ára hjónaband með ást og virð-
ingu. Hann tjáði mér að hann væri
tilbúinn að deyja, að hann væri ekki
hræddur við það og að hann væri
sáttur við líf sitt. Það sem hann
myndi örugglega sakna mest væru
VALDIMAR ODDSSON
-4- Valdimar Odds-
■ son fæddist á
Akranesi 12. júní
1935. Hann lést á
heimili sínu 3. ág-
úst sl. Foreldrar
hans voru Oddur
Valdimar Hall-
björnsson, f. á
Bakka í Tálknafirði
16. júní 1892, d. 29.
ágúst 1975, og kona
hans Guðbjörg
Bjarnadóttir, f. á
Kvíanesi í Súg-
andafirði 5. sept-
ember 1892, d. 15.
október 1974. Valdimar ólst
upp hjá foreldrum sínum á
Akranesi, yngstur 10 barna, nú
lifa tvö þeirra. Valdimar starf-
aði hjá Olíufélaginu frá 1966-
1987 og eftir það hjá Húsa-
smiðjunni. Áður hafði hann
stundað ýmis störf til sjós og
lands.
Valdimar kvæntist eftirlif-
andi konu sinni Kristinu Guð-
laugsdóttur 25. desember 1965,
hjuggu þau allan sinn búskap i
Hafnarfirði og eignuðust þau
níu börn sem öll búa í Hafnar-
firði.
Börn þeirra eru: Þröstur, f.
8. desember 1961, maki Ólöf
Ragnarsdóttir,
börn þeirra Sólrún
Harpa, f. 1985,
Kristín Vala, f.
1988, og Ragnar
Þór, f. 1992; Hafdís,
f. 11. febrúar 1963,
barn hennar Elvar
Örn Aronsson, f.
1983, maki Snorri
Þorsteinsson, barn
þeirra Anika Sóley,
f. 1994; Hrönn, f.
19. mars 1964, maki
Böðvar Guðmunds-
son, börn þeirra
Ævar Þór, f. 1985,
Fannar Freyr, f. 1992, og Stein-
ar Hrafn, f. 1993; Þór, f. 12.
október 1966, maki Ásthildur
Garðarsdóttir, barn þeirra Urð-
ur Inga, f. 1994; Kristinn Valdi,
f. 8. nóvember 1968; Hugrún,
f. 28. maí 1971, maki Karel
Matthíasson, barn þeirra Guð-
mundur Óli, f. 1994; Guðbjörg,
f. 30. desember 1972, maki Gísli
Ólafsson, barn þeirra Ólafur
Rafn; Oddur, f. 21. september
1974, maki Benedikta Hannes-
dóttir, barn þeirra Valdimar
Ingi, f. 1995; Guðlaugur, f. 8.
júlí 1976.
Útför Valdimars fór fram frá
Víðistaðakirkju 11. ágúst.
margar erfíðar aðgerðir en fór fyrr
en varði til vinnu á ný. Ekkert fékk
bugað hann meðan hann gat staðið
uppréttur og aðdáunarvert var hve
léttur hann var í lund þótt sárþjáður
væri. Engum datt i hug, þegar dótt-
ir mín var skírð í fyrravor, að afí
hennar gæti komið um langan veg
þá nýrisinn upp úr erfiðum veikind-
um. En hann lét sig ekki vanta og
lék við hvem sinn fíngur og kom það
mér á óvart hve hress hann var og
meira að segja skokkaði hann útá
tún til að mynda kirkjuna.
Fyrir um tveimur mánuðum kom
Valdimar, þá orðin fjársjúkur, í heim-
sókn til mín á Selfoss. Enn kom mér
á óvart hversu hressilegur hann var
og hve æðrulaus hann gekk í gegnum
þessa miklu erfiðleika. Alltaf stóð
Kristín kona hans eins og klettur við
hlið hans og er sjálfsagt orðið
sjaldgjæft nú á dögum að annast sé
um svo veikt fólk í heimahúsum þar
til yfír lýkur.
Ég bið góðan Guð að styrkja Krist-
ínu og aðra syrgjendur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Ásthildur Garðarsdóttir.
Kveðja frá barnabörnum
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesú þér ég sendi
bæn frá mínu bijósti, sjáðu,
blíði Jesú að mér gáðu.
Þegar ég lít yfir farinn veg og
hugleiði kynni mín af Valdimar er
margt sem kemur upp í huga mér.
Eg kynntist honum 1987 þegar
ég fór að venja komur mínar á heim-
ili hans og Kristínar konu hans er
ég kynntist Þór syni þeirra. Við
bjuggum um tíma í Hafnarfirði og
fórum við gjarnan í gönguferðir á
kvöldin. Þá var gaman og notalegt
að koma við á Norðurvanginum og
spjalla. Valdimar var fróður um ætt-
fræði og sagði okkur margt um ætt-
ir sínar sem ég og Urður Inga, afa-
barn hans, njótum nú góðs af að
hafa fengið að vita um ættir hennar
og uppruna í þá ættkvíslina.
Á sumrin tóku Valdimar og Krist-
ín gjarnan sumarbústað á leigu. Þar
var oft glatt á hjalla þegar böm,
tengdabörn og bamaböm fjölmenntu
þar og alltaf var tekið jafnvel á
móti hópnum, hversu stór sem hann
var. Galdraðar vom fram kræsingar
og alltaf virtist nóg til.
Valdimar hefur barist hetjulega
við erfiðan sjúkdóm í tæp 3 ár. Þá
kom best í ljóst hvem mann hann
hafði að geyma. Hann gekk í gegnum
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
mannsins míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
HLÖÐVERS SIGURÐSSONAR,
Höfðaveg 11,
Höfn.
Signý Guðmundsdóttir,
Guömundur Hlöðversson, Hafdis Búadóttir,
Sigurður Hlöðversson, Guðný Einarsdóttir,
Þóra Hlöðversdóttir, Ingvi Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Crfisdrykkjur
ið
cnpt-mn
Sími 555-4477
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvötd
til ki. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við ölltilefni.
Gjafavörur.
m
bamabömin og bamabarnabörnin.
Enda vom þau það sem gáfu honum
mesta gleði síðustu árin.
Elsku pabbi, þrátt fyrir að ég viti
að þér líður vel núna þá sakna ég
þín vegna þess að það þú varst svo
stór áhrifavaldur í lífí mínu. Þú varst
sannkallaður pabbi sem aldrei yfírg-
afst mig hvað sem á dundi hjá mér.
Þú varst alltaf til staðar og gafst
af sjálfum þér. Þúsund þakkir pabbi.
En þú munt alltaf vera pabbi minn
og ég mun aftur, einhvern tímann,
fá að njóta ráða þinna og kærleiks,
því að ég eins og allir aðrir á jörðu
þessari mun einn góðan dag fara í
ferðalag með sama farartæki og til
sömu sólarstrandar eins og þú. Þar
munt þú líklega taka á móti mér og
kenna mér um lífið eins og þú kennd-
ir mér um lífið hér.
Ég elska þig pabbi, uns við
sjáumst aftur.
Þinn sonur og tengdadóttir
Guðni og Madeleine.
Elsku afí, nú er þú lagður af stað
í þínu hinstu ferð og á slíkri sakn-
aðarstundu er óhjákvæmilegt að
hugurinn leiti til baka. Margs er að
minnast, en það sem þó kemur oft-
ast upp í huga okkar eru helgarbílt-
úramir með þér sem voru aðallega
notaðir í þeim tilgangi að kaupa ís,
og þar sem ís var það besta sem þú
fékkst, þá varst það þú sem naust
hans best öllum.
Eins era ofarlega í huga okkar
jólaboðin sem þið amma hélduð ár
hvert. Þá fengum við tækifæri til að
hitta öll hin barnabömin og var þá
oft glatt á hjalla. Oftar en ekki stóðst
þú þá við eldavélina með jólasvunt-
una þína og eldaðir hátíðarmatinn.
Eftir að við uxum úr grasi héldum
við áfram að njóta samvista við þig,
ekki síður eftir að langafabömin fóra
að koma. Ekkert gladdi þing meira
en fréttir um að nýtt langafabam
væri að bætast í hópinn.
Elsku afí, við söknum þín mikið,
en vitum að þú ert kominn í góðar
hendur og laus við allar þrautir.
Elsku amma, guð styrki þig á erfíð-
um stundum. Missir okkar allra er <
mikill, en þinn þó mestur. Minning
hans er ljós í lífí okkar.
„Þótt ég sé látinn, harmið mig
ekki með táram. Hugsið ekki um
dauðann með harmi og ótta. Ég er
svo nærri að hvert eitt ykkar tár
snertir mig kvelUr, en þegar þér hlæ-
ið og syngið með glöðum hug lyftist
sál mín upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir það
sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé,
tek þátt í gleði ykkar yfír lífinu.’
Linda Björg, Halldóra,
Erla, Kolbrún, Þorgerður
Hafdís og Maríanna.
t
Ástkær dóttir okkar og systir,
ELSA MARÍA GUÐBJÖRNSDÓTTIR,
Hlíðarhjalla 73,
Kópavogi,
sem lést af slysförum föstudaginn
4. ágúst, verður jarðsungin frá Hjalla-
kirkju mánudaginn 14. ágúst kl. 13.30.
Sigurbjörg Linda Reynisdóttir,
Guðbjörn Þorsteinsson
og systkini.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BJÖRN HALLDÓRSSON,
Lynghaga14,
Reykjavík,
er lést 4. ágúst, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
1 5. ágúst kl. 13.30.
Elín Guðbjörnsdóttir,
Guðbjörn Björnsson, Júlfana B. Erlendsdóttir,
Júlía Björnsdóttir, Gunnar Frímannsson,
Anna Guðný Björnsdóttir, Gunnar Kr. Guðmundsson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
JÚLÍANA SIGURJÓNSDÓTTIR,
Barmahlíð 4,
Reykjavik,
lést 5. ágúst. Útförin fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn
16. ágúst kl. 13.30.
Þorsteinn Erlingsson,
Sigrún Þorsteinsdóttir, Helgi Bjarnason,
Kristfn Þorsteinsdóttir, Ólafur Mixa,
Örn Þorsteinsson, Marfa Þórarinsdóttir,
barnabörn og barnabarabörn.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
THYRA FINNSSON,
Droplaugarstöðum,
Reykjavfk,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 15. ágúst kl. 15.00.
Gunnar Finnsson, Kristfn Albertsdóttir,
Arndís Finnsson, . Hrafn Jóhannsson,
Hilmar Finnsson, Jósefína Ólafsdóttir,
Ólafur W. Finnsson, Bryndís M. Valdimarsdóttir.