Morgunblaðið - 13.08.1995, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 29
A UÐ UNN HLÍÐKVIST
KRISTMARSSON
+ Auðunn Hlíðkvist Krist-
marsson fæddist II. febr-
úar 1981 á Akranesi. Hann lést
í Borgarnesi 2. ágúst síðastlið-
inn og fór útförin fram 10.
ágúst.
Og þú ert eins og geisli frá sumarsólinni,
sem ekki hverfur
þó haustið komi,
heldur lifir og ljómar í sál minni,
eins og logandi blys,
þrátt fyrir myrkrið og kuldann.
(Steinn Steinarr)
I DAG kveðjum við góðan vin og
skólabróður, Auðun Hlíðkvist
Kristmarsson. Hann var góður
strákur og var alltaf hægt að
treysta honum fyrir öllu. Þau voru
ekki fá kvöldin sem við hittumst í
sumar og nutum við hverrar ein-
ustu stundar. Oft fórum við heim
til eins úr hópnum til þess að horfa
á videomynd en stundum fór þáð
nú svo að það var svo mikið spjall-
að að þegar upp var staðið hafði
enginn í raun verið að fylgjast með
myndinni. Kvöldin voru aldrei nógu
löng fyrir allt það sem við þurftum
að ræða. Stórt skarð er nú höggvið
í vinahópinn og verður það aldrei
fyllt en við eigum Auðun alltaf í
minningunni, brosandi og hlæjandi.
Hann var alltaf í góðu skapi og það
var sama hvað bjátaði á, honum
tókst alltaf að snúa öllu upp í
skemmtilegheit.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku íris, Kristmar og Bjarni,
við sendum ykkur og fjölskyldu
ykkar innilegustu samúðarkveðjur.
Með djúpum söknuði kveðjum við
kæran vin.
Helga Kristín, Guðrún Asa,
Hafdís Thelma, Guðbjörg,
Finnur og Bjarni.
Vertu nú yfir og alit um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir þinni.
Með þessari bæn kveð ég besta
vin minn Auðun Hlíðkvist.
Ég vildi ekki trúa því þegar ég
frétti að hann hefði dáið í þessu
hræðilega slysi. Við vorum búnir
að vera bestu vinir síðan við vorum
sjö ára. Mér þótti svo leiðinlegt
þegar hann flutti í Borgames, en
við héldum áfram að vera vinir og
heimsóttum hvor annan.
Elsku íris, Kristmar og Bjarni,
þakka ykkur öllum fyrir samver-
una. Megi Guð vera með ykkur.
Sveinbjörn.
Auk þess að hafa þekkt fjöl-
skyldu Auðuns í fjölda ára og þann-
ig fylgst með honum úr nokkurri
fjarlægð, hlotnaðist okkur sú
ánægja að kynnast honum í gegn-
um störf okkar innan íþróttanna.
Þar var Auðunn mjög virkur, enda
íþróttir eitt af aðaláhugamálum
samhentrar fjölskyldu hans. Auð-
unn hafði mikla líkamlega hæfileika
í íþróttum, en það sem í okkar huga
gerði hann að heilsteyptum og góð-
um íþróttamanni var hans félags-
legi þroski. Háttvísi, hógværð, kurt-
eisi, leikgleði og samkennd eru orð
sem koma upp í huga okkar þegar
við hugsum um Auðun bæði sem
íþróttamann og persónu. Þar átti
hann góðar fyrirmyndir, sem eru
foreldrar hans. Góður drengur er
farinn. Hans er sárt saknað, en við
trúum því að hann hafi það gott á
sínum nýja tilverustað.
Elsku íris, Kristmar og Bjarni.
Við biðjum Guð að styðja ykkur í
hinni miklu sorg ykkar. Megi minn-
ingin um góðan dreng lifa og
styrkja ykkur í framtíðinni.
Tómas og Anna Björk.
Það er stundum erfitt að skilja
hve skammt er á milli lífs og dauða.
Það er ótrúlegt að þú sért horfinn
úr þessu lífi nú þegar það er rétt
að byija. Þú sem varst alltaf svo
hress og aldrei í fýlu.
Ég man vel þegar þú fluttir aftur
upp í Borgarríes. Þá var ég mikið
með þér. Andra litla bróður hans
Alla fannst þú alltaf skemmtilegast-
ur af vinum hans vegna þess að
þú hafðir aldrei á móti því að hann
fengi að vera með okkur, þegar
Alli var að passa hann, á meðan
við hin vorum hundfúl yfir því. Þú
kynntist fullt af krökkum, bæði í
A- og B-bekk, en fleirum í A-bekk.
Þegar skólinn hófst komu upp
vandamál, því þú varst þá fluttur
upp í Bjargsland og áttir því að
vera í B-bekknum, en við hin vorum
öll í A-bekk. Flestallar stelpurnar í
6. bekk og í 7. bekk urðu hrifnar
af þér. Þú varst vinsæll alls staðar
og áttir vini í báðum bekkjardeild-
unum þrátt fyrir að mikill rígur
væri milli þeirra.
í bekkjarferðalaginu að Görðum
í 7. bekk varst þú með strákunum
í A-bekk (strumpaklíkunni) í her-
MÖRKINNI 3 » SlMI 588 0640
NP VARAHLUTIR"
fyrir japanska bíla
Tímareimar - Viftureimar - Kúplingar - Bremsuhlutir - Þurrkur
Hljóllegusett - Bensíndælur - Vatnsdælur - Pakkningasett
Kertaþræðir - Olíurofar - Hitarofar - Framlugtir - Öxulliðir
Öxulhosur - Demparar - Aukahlutir - Sendum út á land
SMIÐJUVEGUR 24 C
200 Kópavogi
SÍMI 587 0240 — FAX 587 0250
ÞORKELL
INGIBERGSSON
MINNINGAR
bergi og svo vorum við stelpurnar
í A- og B-bekk alltaf með ykkur
þar. Sumarið eftir var ég ekki eins
mikið með þér og áður. Síðan kom
8. bekkur og við orðnir busar. Sá
vetur leið hratt því þá var svo margt
skemmtilegt að gerast. Þegar kom
að bekkjarferðalaginu kom í ljós
að bekkirnir færu ekki saman. Þinn
bekkur ætlaði að Görðum aftur en
okkar bekkur í Húsafell. Þú valdir
að koma með okkur og varst í kofa
með Alla.
Ég og Helga Kristín kölluðum
þig alltaf „Spínat“ því þú varst svo
vöðvaður. Núna í sumar gerðist
mikið, fyrsta straffið og þú varst
yfir þig ástfanginn, en það sást
best á unglingalandsmótinu á
Blönduósi þegar þú lánaðir henni
hlýju fötin þín en varst að fijósa
sjálfur.
Þú varst mjög góður í fótbolta
og kvöldið fyrir slysið var búið að
boða þig á æfingu með meistara-
flokki. Þú hefðir örugglega komist
í unglingalandsliðið í fótbolta.
Á næsta ári ætlaðir þú að vera
með í öllu, árshátíðinni og fleiru en
af því getur því miður ekki orðið.
Þú ert besti strákur sem ég hef
kynnst, alltaf svo góður og hress,
nema þegar þú fórst í straffið.
Vonandi líður þér vel þarna fyrir
handan.
Kæra íris, Kristmar og Bjarni.
Megi Guð blessa ykkur og veita
ykkur stuðning og hjálp í gegnum
þessa þungu þraut. Góðar minning-
ar um glaðværan og tryggan félaga
munu lifa og veita styrk.
Einsog hún gaf þér íslenskt blóð,
ungi draumsnillingur,
megi loks hin litla þjóð
leggja á hvarm þér fingur
- á meðan Harpa hörpuljóð
á hörpulaufið sýngur.
Kolbrún Gunnarsdóttir,
Borgarnesi.
+ Þorkell Ingibergsson fædd-
ist í Reykjavík 19. septem-
ber 1908. Hann lést á Hvíta-
bandinu 26. júlí síðastliðinn og
fór útför hans fram frá Foss-
vogskirkju 3. ágúst.
Kæri vinur og tengdafaðir.
NÚ ER komið að kveðjustund eftir
20 ára vináttu.
Okkar fyrstu kynni voru í stóru
boði hjá fjölskyldu þinni, þar sem
ég mætti síðust, og ég sem hafði
aldrei hitt neitt af þessu fólki, var
skjálfandi af kvíða. Þú gerðir þessi
fyrstu kynni auðveld. Ég horfði í
augu þín, sá kímnina í þeim, og
smellti á þig kossi. Sumir voru
furðu lostnir á framhleypninni við
þig, höfuð fjölskyldunnar, en ég
vissi strax að í þér hafði ég eign-
ast_ bandamann.
Ég man okkar fjölmörgu samtöl
yfir kaffibolla, stundum með
kringlum og sykri. Við ræddum
pólitík og færðum samræðurnar á
skemmtilegra plan með því að vera
aldrei sammála, ögra hvort öðru,
og æsa okkur upp, svo mörgum
fannst nóg um. Éf ég sagði svart
sagðir þú hvítt, þar til við kom-
umst á flug.
í rauninni vorum við samt sam-
mála um flest, bæði pólitík og „bis-
nes_s“.
Ég man eftir öllum sögunum sem
þú sagðir mér af þinni reynslu, og
þótt ég fylgdist ekki alltaf með
sagðir þú mér þær aftur og aftur,
svo ég náði inntakinu í þeim flest-
um.
Við hvern get ég nú stungið upp
á að við leggjum saman í eitthvert
fyrirtæki, sem yrði „rosa bisness"?
Oft skemmtum við okkur við bijál-
aðar hugmyndir um fyrirtæki með
hræðilegri áhættu og hlógum mik-
ið. Við höfðum líka oft bjargað
þjóðarbúinu í stofunni heima hjá
þér og myndað ríkisstjórnir, sem
gætu ráðið við sitt verk.
Það var alltaf jafn gott að heim-
sækja þig og Möggu á Víðimelinn,
í stóru íbúðina í endanum á blokk-
inni sem þú byggðir 1946. Ég er
stolt af þér þegar ég sé öll þau hús
sem þú byggðir í Reykjavík. Þú
skilur ekki bara eftir afkomendur
og minningar, heldur líka glæsileg-
an vitnisburð um framsýni og óbil-
andi starfsþrek.
Ég hef alltaf dáðst að kímnigáfu
þinni og hvernig þú tókst æðrulaus
við þeim sjúkdómi sem að lokum
sigraði, Parkinson-veikinni.
Síðasta árið, þegar þú dvaldir á
Hvítabandinu, var ég þakklát fyrir
að sjá að enn lifði kímnigáfan, og
meira að segja þegar þú gast ekki
talað, hlóst þú að því, fannst það
í rauninni fyndið.
Ég er líka þakklát starfsfólki
Hvítabandsins, og fyrir að þar leið
þér vel, það var vel hugsað um þig
og jákvæðni þín og gamansemi
voru metin.
Kalli minn, ég á ennþá hluta af
þér í Inga syni þínum, manninum
mínum, sem hefur sama húmorinn,
og sem er traustur vinur eins og
þú varst, og í sonardótturinni Ástu
Dan.
Það var sárt að sjá þrekið
minnka og heilsu þína bila síðustu
árin, en nú ertu aftur orðinn beinn
í baki, sterkur og glæsilegur.
Þín vinkona og tengadóttir.
Freygerður Kristjánsdóttir.
Dufthylki i laserprentara - Besta verðið i bænum!
Verðsamanburður á
dufti í laserprentara.
Aco BT-tökmr Tækn'ival
HPLaserjet4/4+ 10.700 kr. 11.800 kr. 13.579 kr.
HP Laserjet 4L/4P 6.490 kr. ekki til 4.8.95 7.895 kr.
HP Laserjet IIP/IIIP 7.900 kr. 8.300 kr. 9.600 kr.
SKIPHOLTl 17
105 rhykjavIk
Tt +354 562 7333
FAX +354 562 8622
aco
Nú gefst þér einstakt
tækifæri á að eignast
vandaðan HP-Desk-Jet blek-
sprautuprentara á verði sem ekki
á sér hliðstæðu á íslandi, aðeins
25.900 kr. m. vsk. Takmarkaðar birgðir.