Morgunblaðið - 13.08.1995, Page 31

Morgunblaðið - 13.08.1995, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 31 MINNIIMGAR en hún var að mörgu leyti bjarg- vættur rninn í gegnum erfiðleika mína - og engin manneskja fékk að vita eins mikið um líf mitt og hugsanir og hún. En Jenný var traust og stóð sem klettur í hafi og studdi mig í gegnum ólgusjó lífs míns. Það er nokkuð sem ég get aldrei fullþakkað henni. Sem betur fer gat ég þó komið þakk- læti mínu til hennar stuttu fyrir andlátið. En hún vildi ekki gefa mikið út á aðstoð sína - heldur þakkaði mér á móti fyrir það sem ég hefði gefið henni. Þannig var Jenný - hún hjálpaði öðrum til að hjálpa sér sjálfri. Jenný hafði marga frábæra eig- inleika. Hún var t.d. mjög vel máli farin og nýttust kraftar hennar vel við þýðingar á ýmsu efni sem við notum í starfi okkar og er okkur ómetanlegt. Hún var bæði framsýn og skipulögð og lagði grunninn að því góða starfi sem hefur verið unnið í deildinni okkar á undan- förnum árum. Nú er það okkar, vina hennar og félaga, að halda uppi merki hennar með því að halda áfram á þeirri braut sem henni var svo mikilvæg. Það verður ekki eins auðvelt eftir að Jenný hverfur af braut - en við munum leggja okk- ur fram um að vinna að sameigin- legri velferð okkar í anda hennar. Ef við gerum það mun okkur og deildinni okkar fárnast vel. Jenný var trúuð manneskja og talaði oft um sinn æðri mátt. Hún lærði að sleppa tökunum og fela honum líf sitt. Hún var sannfærð um að æðri máttur sæi til þess að allir hlutir færu vel, bara ef við leyfðum honum að ráða. Þess vegna veit ég að Jenný sjálf er sátt við að ævidögum hennar hér á jörðinni sé lokið. Það var vilji æðri máttar og Jenný gekk aldrei i berhögg við hann. Þessu megum við vinir hennar, sem sitjum hnípin eftir og söknum hennar, ekki gleyma. Hlutverki hennar hér á jörðu var lokið, þótt það hafi að okkar mati verið allt of fljótt. Nú gengur hún á vegum Guðs og vinn- ur verk sín fyrir hann í æðri heim- um. Þar hlýtur hún að vinna að mikilvægum verkefnum því Jenný hefur aldrei setið með hendur í skauti heldur var hún sífellt að vinna í þágu annarra, því þannig hjálpaði hún sjálfri sér. Farðu vel kæra vinkona. Við, vinir þínir, vitum að þú gengur á GuðS vegum og hefur nú verið kölluð til starfa í heimi sem er betri en okkar. Við drúpum höfði í þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér og starfa með þér. Vandamönnum sendi ég samúðar- kveðjur og bið Guð að gefa þeim styrk á erfiðum stundum. Þín Jóhanna. Það var mikið áfall fyrir okkur frænkurnar þegar okkur var sagt að þú værir farin úr þessum heimi, elsku Jenna. Þú sem varst alltaf svo góð, glöð og örlát og okkur þykir svo vænt um þig. Þú varst alltaf svo hugmyndarík og það sást best á gjöfunum sem þú gafst okk- ur. Við munum aldrei gleyma þeim. Við munum sakna þín mikið og alltaf minnast þín. Þótt holdið liggi lágt og læst í dróma, fær andinn hafist hátt í himinljóma. Hann fylgir Drottni fjalls á tindinn bjarta, þar fögur útsjón er, Guðs undradjúp þar sér hið hreina hjarta. (S.B. 1886 V. Briem) Við biðjum guð að blessa minn- ingu þína. Þmar frænkur, Ólöf Harpa og Sigrún Þöll. Elsku Jenna systir. Nú þegar leiðir skilja um sinn langar okkur yngri systkinin til að þakka þér samfylgdina allt frá æskudögum okkar í Húsey. í systkinahópnum varst þú alltaf stóra systir sem við gátum leitað til í blíðu og stríðu. 011 nutum við leiðsagnar þinnar þegar að því kom að læra að lesa og skrifa, en síðar valdir þú kennsl- una sem ævistarf. Þannig vorum við fyrsti nemendahópurinn þinn og sá eini sem aldrei útskrifaðist. Því þótt hópurinn hafi dreifst og viðfangsefnin orðið margvísleg höf- um við alltaf átt þig að og getað leitað til þín. Hjálpsemi stóru syst- ur brást aldrei. Við systkinin og fjölskyldur okkar höfum átt með þér góðar stundir sem aldrei gleym- ast og við erum öll þakklát fyrir. Söknuður barna okkar sýnir okkur þann sess sem þú skipar í hjörtum þeirra. Synja eigi góðs þeim, er þarfnast þess, ef það er á þínu valdi að gjöra það. Seg þú ekki við náunga þinn: Far og kom aftur! á morgun skal ég gefa þér - ef þú þó átt það til. (Orðskv. 3:27-28) í Guðs friði! Systkinin. BLAÐSINS Að læra meira Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 27. ágúst nk., fylgir blaðauki sem heitir Að læra meira. í þessum blaðauka verður fjallað um þá fjölbreyttu möguleika sem eru í boði fyrir þá sem vilja stunda einhvers konar nám í vetur. Efnisval verður fjölbreytt og sniðið að þörfum ungra sem aldinna. Fjallað verður jafnt um styttri námskeið sem lengri námsbrautir. Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 21. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Dóra Guðný Sigurðardóttir, sölufulltrúi í auglýsingadeild, í síma 569 1171 eða með símbréfi 569 1110. -kjarni málsins! RÝMINGARSALA Sjá auglýsingu annars staðar í blaðinu NÝHERJA UTSAIAN HAFIN Útsöíutííboð: Stæröir 35-41 Aðeins kr. 1*495 SKOVERSLUN KÓPAVOGS Hamraborg 3, sími 554-1754 ÞU GETUR TREYST FAGOR FAGOR ÞV0T7AVELAR UPPÞVOTTAVÉLAR OG ELDUNARTÆKI Á EINSTÖKU VERÐI RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 5ó8 5868 ■ ■ ; H,'í , ri\ WW ' fi-S . / 1. £\' . {= 8 a i: I I FAGOR S-30N Kælir: 265 I - Frystir: 25 I HxBxD: 140x60x57 cm Innbyggt frystlhólf ste* : FAGOR D-27R Kælir: 212 I - Frystir: 78 I HxBxD: 147x60x57 cm 49.800 FAGOR C34R - 2 pressur Kælir: 290 I - Frystir: 110 I HxBxD: 185x60x57 cm Tvöfalt kælikerfí Stgr.kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.