Morgunblaðið - 13.08.1995, Side 48
póst gíró I 1 löi'iriitiMnhtLk
Ármúla 6 • 150 Reykjavík © 550 7472 ...blabib
- kjarni málsins!
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<SCENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
ÓÐINN heldur í Smuguna á föstudag.
Aukin sókn fiski-
skipa í Smuguna
NÚ ERU 47 íslensk skip í Smugunni
eða á leið þangað. Þetta er mun
meiri sókn en í fyrra en þá stunduðu
30-35 skip Smuguveiðar þegar mest
var. Jóhann A. Jónsson, formaður
>«^»úthafsveiðinefndar LÍÚ, fagnar þess-
ari auknu sókn og segir að hún
muni styrkja stöðu okkar í samning-
um við Norðmenn og Rússa um skipt-
ingu veiðiheimilda í Barentshafi.
Mörg skip hafa haldið í Smuguna
síðustu daga, en í gær voru 28 skip
að veiðum og 19 á leið í Smuguna
eða úr henni. Jóhann sagði að veiði
hefði verið góð að undanfömu enda
væri nú sá tími ársins þegar jafnan
veiðist vel í Smugunni.
LÍÚ hefur áætlað að búið sé að
veiða um 7.000 tonn af fiski í Smug-
unni á þessu ári og er þá aflinn í
skipunum sem enn eru að veiðum
meðtalinn. Allt árið í fyrra veiddu
íslensk skip um 40.000 tonn í Smug-
unni.
Óðinn fer á föstudag
Ætla má að upp undir 1.000 íslensk-
ir sjómenn séu á þessum 47 skipum,
en að jafnaði em 15 menn á ísfisks-
togara og 25 á frystitogara. Verið
er að undirbúa varðskipið Oðin til
að fara í Smuguna og mun skipið
leggja af stað frá Reykjavík nk.
föstudag.
Hagkaup hf. gagnrýnir reglugerð um innflutningskvóta
Áskílja sér rétt að
fá úthlutun ógilta
HAGKAUP hf. hefur sótt um inn-
flutningskvóta á landbúnaðarvörum
til landbúnaðarráðuneytisins. Með
umsókn fyrirtækisins fylgja lög-
fræðilegar athugasemdir við reglu-
gerð Guðmundar Bjarnasonar land-
búnaðarráðherra um innflutning á
ostum og fleiri vörum, og áskilur
Hagkaup sér allan rétt til að fá
málsmeðferð ráðuneytisins ógilta,
verði úrskurðað eftir 4. grein reglu-
gerðarinnar, sem kveður á um að
iðnaðarostar og ostategundir, sem
ekki eru framleiddar á Islandi, skuli
njóta forgangs við úthlutun toll-
kvóta.
Reglugerðarákvæði
án lagastoðar
í bréfi Óskars Magnússonar, for-
stjóra Hagkaups, er úthlutunarregl-
unum, sem fram koma í 4. grein
reglugerðarinnar, mótmælt. Fram
hefur komið að forgangur iðnaðár-
osta umfram aðra komi einkum
ostaframleiðendum, t.d. Osta- og
smjörsölunni, til góða.
Hagkaup telur að þessar reglur
eigi sér enga lagastoð í búvörulög-
unum, eins og þeim var breytt á
Alþingi í vor. Jafnframt telur fyrir-
tækið að reglurnar brjóti ákvæði
samnings um málsmeðferð um veit-
ingu innflutningsleyfa og séu and-
stæðar 11. grein stjórnsýslulag-
anna, en þar segir: „Við úrskurð
mála skulu stjórnvöld gæta sam-
ræmis og jafnræðis í lagalegu til-
liti.“
Úthlutun til hæstbjóðanda
andstæð GATT
í bréfi Óskars er þess krafizt að
fyrrnefndu ákvæði reglugerðarinn-
ar verði vikið til hliðar, þannig að
allar umsóknir um tollkvóta njóti
jafnrar stöðu.
Hagkaup telur jafnframt að
ákvæði í 53. grein búvörulaganna,
eins og hún var samþykkt á vor-
þinginu samkvæmt breytingartil-
lögu efnahags- og viðskiptanefnd-
ar, um að heimilt sé að „leita til-
boða í heimildir til innflutnings^
samkvæmt tollkvótum" sé andstætt
skuldbindingum íslenzka ríkisins
samkvæmt GATT-samningnum um
Alþjóðaviðskiptastofnunina. Slík
úthlutun til hæstbjóðanda feli í sér
tollheimtu, sem óhjákvæmilega leiði
til hærra vöruverðs.
„Hagkaup hf. áskilur sér allan
rétt til þess að fá ógilta málsmeð-
ferð ráðuneytisins ef úrskurðað
verður eftir 4. gr. reglugerðar nr.
408/1995 og öðrum innflytjendum
veittur ríkari réttur með ólögmæt-
um hætti,“ segir í bréfi Oskars
Magnússonar til landbúnaðarráðu-
neytisins.
Loðnuflot-
inn er á
leið í land
LOÐNUFLOTINN er á leið í land
eftir árangurslausa loðnuleit. Jón
Axelsson, skipstjóri á Húnaröst, seg-
ir útlitið dökkt. Hann á þó von á að
einhver skip muni reyna að hefja
loðnuleit að nýju um næstu mánaða-
mót.
Jón sagði að skipin væru búin að
leita ítarlega á öllum loðnumiðum
fyrir norðan land. Hann sagði að
--skipin hefðu leitað allt frá Grænlandi
og norður undir Jan Mayen. Hvergi
hefði verið neitt að hafa. „Það hefur
oft verið loðnu að fínna þar sem
hvalur hefur verið, en það hefur ekki
verið neitt í kringum hann núna.
Hann virðist ekkert fínna frekar en
við,“ sagði Jón.
Norsk og færeysk skip leituðu
loðnunnar ásamt íslenskum skipum.
Júpiter fann torfur í lokuðu hólfi í
Reykjafjarðarál og fékk leyfi sjávar-
útvegsráðuneytisins til að kasta á
þær, en þar var eingöngu um lélega
smáloðnu að ræða.
Jón sagði að ekkert væri fyrir flest
loðnuskipanna að gera og því yrðu
þau bundin við bryggju. Nokkur skip
,^æru þó á rækjuveiðar.
í fyrra var góð loðnuveiði allan
júlímánuð og í ágúst var einnig
þokkalega góð veiði. Sáralítil loðnu-
veiði hefur verið í ár frá því að vertíð-
in hófst. Skipin fengu loðnu fyrstu
dagana, en síðan var veiði hætt
vegna þess hve mikið var um smá-
loðnu á veiðisvæðunum.
-----♦---------
Piltur á hjóli
slasaðist illa
FJÓRTÁN ára piltur var fluttur á
Borgarspítalann í fyrrakvöld, höf-
uðkúpu- og rifbeinsbrotinn eftir að
hafa orðið fyrir fólksbifreið á hjóli
sínu á mótum Garðvegar og Sand-
gerðísvegar. Að sögn lögreglu er
talið að pilturinn, sem hjólaði yst
hægra megin á veginum, hafí sveigt
í veg fyrir bifreiðina.
Gengið um grjótakur
Morgnnblaðið/RAX
DETTIFOSS er vinsæll viðkomustaður þúsunda inn-
lendra og erlendra ferðamanna. Nokkur umræða
hefur verið um grýtta gönguleið að austurbrún foss-
ins þar sem nokkrir ferðamenn hafa dottið og slas-
ast í sumar. Þessar dömur settu ekki fyrir sig gijót-
ið við Dettifoss heldur tipluðu léttilega á milli steina.
Regnhlífin hefur komið sér vel í fossúðanum. Mynd-
in var tekin nýlega í ferð blaðamanna um vinsæla
viðkomustaði ferðamanna. Þeir fóru um hálendi ís-
lands og ræddu við fólk sem ferðast og starfar á
fjöllum.
■ Fólk og fjöll/Bl
Lögreglan
veitti eftir-
för og lenti
á ljósastaur
LÖGREGLUMENN í Reykjavík,
Kópavogi og Hafnarfirði veittu í
gærmorgun ökumanni grunuðum
um ölvun eftirför á nokkrum lög-
reglubílum. Það voru lögreglu-
menn í höfuðborginni sem fyrst
veittu honum eftirtekt á Hring-
braut en þar hafði ökumaðurinn
ekki sinnt boðum lögreglunnar að
stöðva ferð.
Réttindalaus
á stolnum bíl
Hinn ölvaði ók á miklum hraða
um borgina og barst eftirförin í
Kópavog en endaði í suðurhluta
Hafnarfjarðar. Þar hafði hún m.a.
þær afleiðingar að einn lögreglu-
bíll hafnaði á ljósastaur á Ás-
braut. Tveir lögreglumenn meidd-
ust lítillega í þessu óhappi en bif-
reiðin er töluvert skemmd. Öku-
maðurinn var ökuréttindalaus og
reyndist hafa stolið bifreið þeirri
sem hann ók.
Framkvæmdir við nýja byggð í Eyrardalslandi á Súðavík að hefjast
Átta nýjar íbúðir
fyrir októberlok
HREPPSNEFND Súðavíkur hefur
ákveðið að ganga til samninga við
Ágúst Kr. Björnsson um að gegna
starfi sveitarstjóra í Súðavík en Jón
Gauti Jónsson, starfandi sveitar-
stjóri, er ráðinn til 1. september nk.
Jón Gauti kvaðst í samtali við Morg-
unblaðið þó gera ráð fyrir að vera
ögn lengur til staðar, en þau mál
skýrist á næstu dögum.
í gær var hafíst handa við að
grafa fyrir skóla á nýju svæði 1
Eyrardalslandi á Súðavík og fyrsta
húsi af sjö sem á að flytja úr eldri
byggð á næstunni. Verið er að gera
verkfræðilega úttekt á flutningi
þessara húsa, en þar af eru fjögur
nýleg timburhús.
Hreppsnefnd samþykkti í gær að
taka tilboði Loftorku hf. i Borgar-
nesi í átta félagslegar íbúðir sem
eiga að rísa fyrir veturinn í Súða-
vík samkvæmt deiliskipulagi fyrir
nýja byggð. Kveðst Jón Gauti Jóns-
son sveitarstjóri gera sér vonir um
að framkvæmdir heijist á mánudag.
Tilboð Loftorku hljóðar upp á 87%
af kostnaðaráætlun, eða 10,2 millj-
ónir í fyrsta áfanga sem felur í sér
fullbúin hús að utan en ekki endan-
legan frágang að öðru leyti. Um
er að ræða fjögur hús með alls átta
íbúðum, eins og áður sagði, og á
fyrirtækið að skila af sér verkinu
hinn 26. október næstkomandi.
Jón Gauti segir að gangi þessi
áform að óskum, verði til búsetu
næsta vetur 19 sumarbústaðir sem
fluttir voru til Súðavíkur eftir flóð-
ið, íbúðirnar átta og húsin sjö sem
reyna á að flytja, eða alls á fjórða
tug íbúða. Einnig hafi fjölmargar
tilkynningar um væntanlegar fram-
kvæmdir einstaklinga borist. „Ég
var að ræða við mann áðan sem
sagðist geta fengið hús í skip 5.
september og ætlar sér að flytja inn
fyrir lok nóvembermánaðar. Megin-
kappsmál okkar er að fjölga húsum
á öruggu svæði eins og kostur er,“
segir Jón Gauti.