Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995- MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Móðir tekur til sinna ráða KVIKMYNPIR R c g n b « g i n n DOLORES CLAIBORNE ★ ★ ★ Leikstjóri: Taylor Hackford. Aðalhlutverk: Kathy Bates, Jennifer Jason Leigh, Chri- stopher Plummer, David Strathairn og Judy Parfítt. Columbia Pictures. 1995. Dolores Claiborne er nýjasta spennumyndin sem gerð er eftir sög- um hrollvekjumeistarans Stephens Kings og í henni koma ekki fyrir nein skrýmsli úr grárri forneskju eða rauðglóandi kölski eða grænleitir uppvakningar heldur segir hún sögu af fullorðinni konu, Dolores Clai- borne, sem má þola fyrirlitningu og útilokun samfélagsins og hatur dótt- ur sinnar vegna atburðar sem gerð- ist 18 árum fyrr og virðist hafa end- ÚR MYND Hilmars Oddsson- ar Tár úr steini sem verður frumsýnd 15. september. Fimm íslenskar kvikmyndir frumsýndar FIMM íslenskar kvikmyndir verða frumsýndar í haust. Hilmar Oddsson mun ríða á vaðið með mynd sína, Tár úr steini, 15. september. Myndin segir frá dvöl Jóns Leifs tónskálds í Þýskalandi nasismans á fjórða ára- tugnum. Jón Leifs sem var giftur stúlku af Gyðingaættum stóð frammi fyrir því að þurfa að velja milli ástar sinnar á tónlist og ástar á fjölskyldu sinni - vali sem kostaði baráttu upp á líf og dauða. í aðal- hlutverkum eru Þröstur Leó Gunn- arsson,_ sem leikur Jón Leifs og Ruth Ólafsdóttir, sem leikur eig- inkonu hans. í september verður einnig frum- sýnd mynd Jóns Tryggva^onar sem ber nafnið, Nei er ekkert svar. Er það svart/hvít mynd sem fjallar um unga sveitastúlku sem kemur til Reykjavíkur í ævintýraleit. I byrjun október verður svo frum- sýnd mynd Gísla Snæs Erlingsson- ar, Benjamín dúfa, sem byggð er á samnefndri verðlaunasögu eftir Friðrik Erlingsson. Fjallar hún um árekstur ævintýris og veruleika. Fjórir drengir ætla að vinna gegn óréttlæti í hverfi sínu en komast að því að hinn raunverulegi heimur á lítið skylt við hinn ímyndaða heim riddarasagnanna. Aðalhlutverk leika Sturla Sighvatsson, Gunnar Atli Cauthery, Sigfús Sturluson og Hjör- leifur Björnsson. Um jólin verða svo tvær myndir frumsýndar. Agnes í leikstjórn Egils Eðvarðssonar sem fjallar um þá at- burði sem leiddu til síðustu opinberu aftökunnar hér á landi á 19. öld. Agnes er saga ,um ástríður, svik og hefndir eins og segir í kynningu. Einnig verður frumsýnd um áramót- in mynd Ásdísar Thorodsen, Draumadísir, þar sem fjallað er um ungt fólk í Reykjavík samtímans. Sagan segir af tveimur vinkonum sem verða ástfangnar af sama manninum, ungum og spennandi athafnamanni. urtekið sig. í gamla daga var hún grunuð um að hafa drepið eiginmann sinn, nú á hún að hafa inyrt vinnu- veitanda sinn, veiklaða heldri konu. Flestar bestu Kingssögurnar, sem kvikmyndaðar hafa verið, eru lausar við yfirnáttúruleg skrýmsli og drýsil- djöfla, eins og t.d. „The Dead Zone“, „Stand By Me“, Eymd og Rita Hayw- orth og Shawshank-fangelsið sanna. FT'ásagnarháttur Dolores Claibornes et' í þeim stílnum og þótt hún standi hinum myndunum nokkuð að baki er sagan athyglisverð og leikurinn, sérstaklega Kathy Bates í titilhlut- verkinu, mjög góður. Leikstjórinn, Taylor Haekford, sér til þess að útlit myndarinnar sé mjög í takt við hugai'ástand persónanna. Það er haustlegt um að lítast, hi- minninn er þungbúinn og dimmt er ATRIÐI úr kvikmyndinni Dolores Claiborne. yfir söguslóðum og persónum,. sér- staklega Jennifei' Jason Leigh, sem leikut' dóttur Dolores, og klæðist svörtu frá toppi til táar. Dolores Clai- borne er eiginlega frekar fjöl- skyldudrama en spennumynd; frá- sögnin reiðit' sig meira á persónu- sköpun og hægan stíganda en spennuatriði og Taylor. skiptir skemmtilega yfir úr nútíð í fortíð svo smátt og smátt raðast bútarnir sam- an í heildstæða mynd. Haekford fjall- ar urn konur í karlrembusamfélagi og feminískar athuganir í handritinu eru bæði skemmtilegar og safaríkar. Fyrir þá sem finnst glæpa- sagan full fyrirsjáanleg — spurningin hvort Dolores sé skelfilegur morðingi eða misskilið góðmenni liggur nokkuð ljós fyrir — er annað sorglegt drama í forgrunni milli móður og .dóttur, sem heldur mjög kthyglinni, en báðar þurfa að takast á við drauga fortíðar áður en get- ur gróið um heilt. Leikarahópurinn er hinn kræsilegasti nema Leigh virðist aldrei komast al- mennilega inn í hlutverk dótturinnar og er veikasti hlekkur myndarinnar. Bates er glimrandi fín og lýsir vel sorginni sem býr í Dolor- es, Plummer er skoplegur rannsókn- arlögreglumaður, Strathairn er góð- ur sem fyllibytta og breska leikkonan Judy Parfitt er frábær sem yfirstétt- arkonan sem Dolores vinnur hjá. Myndin er prýðileg afþreying fyrir þá sem hafa mæ.tur á King þegar hann tekur sér frí frá hinu yfirnátt- úrulega. Og líka þá fáu sem aldrei hafa heyrt um þennan King. Arnaldur Indriðason Nýtt þjóðleik- húsráð MENNTAMÁLARÁÐ- HERRA hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð: Hilmar Jóns- son, leikari, tilnefndur af Félagi íslenskra leikara, Pálmi Gestsson, leikari, til- nefndur af þingflokki Al- þýðuflokks, Guðrún Helga- dóttir, rithöfundur, tilnefnd af þingflokki Alþýðubanda- lags og óháðra, Haraldur Ólafsson, dósent, tilnefndur af þingflokki Framsóknar- flokks og Þuríður Pálsdóttir, söngkona, tilnefnd af þing- flokki Sjálfstæðisflokks. Þuríður Pálsdóttir hefur verið skipuð formaður þjóð- leikhúsráðs. Kalli skilur mig best af öllum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. KARL Júlíusson búninga- og sviðsmyndahönnuður vinnur um þessar mundir við sviðsmynd í nýrri kvikmynd danska leikstjór- ans Lars von Triers. í samtali við Morgunblaðið sagðist von Trier mjög ánægður með samstarfið og kannski væri Karl sá eini sem skyldi sig að fullu. Kvikmyndin heitir „Breaking the Waves“ og er eins og nafnið bendir til á ensku. Sagan gerist á skosku eyjunum og er tilfinninga- þrungin ástarsaga. Myndin hefur verið fréttaefni danskra blaða, þar sem Helena Bonham Carter hafði hug á að leika aðalkvenhlutverkið. Hún hætti þó við, að sögn vegna djarfra ástaratriða í myndinni. Á blaðamannafundi um myndina sagði aðalkarlleikarinn Stellan Skarsg&rd hins vegar að hún hefði haft slæma ráðunauta og því hafn- að hlutverkinu. Skarsgárd og þekktur fyrir leik sinn í „Einfalda morðingjanum", „Óbærilegum léttleika tilverunnar" og „The Hunt for Red October". Von Trier þykir einn athyglis- verðasti kvikmyndaleikstjóri Dana, en hefur ekki notið alþýðu- hylli fyrr en með framhaldsþáttun- um um „Ríkið“, draugalegum spennuþáttum fyrir sjónvarp, sem gerast á Ríkisspítalanum. Þá þætti vann hann með Tómasi Gíslasyni kvikmyndatökumanni og _ verða þeir væntanlega sýndir á íslandi í vetur. Tökumaður nýju myndar- ' innar er Robby Múller, sem meðal annars hefut' unnið með Wim Wenders, Andrzej Wajda og Jim Jarmusch. í samtali við Morgunblaðið sagði von Trier að sér hefði verið bent á Karl Júlíusson sem slyngan sviðshönnuð. Hann sæi ekki eftir valinu, því Karl miðlaði myndinni svolítilli bijáls.emi, sem hentaði veF. „Og Kalli skilur mig best af öllum," bætti von Trier við. „Hann talar ekki mikið og helst bara þegar hann er heltekinn af ákefð, en það sem hann segir hittir alltaf beint í mark.“ Hvernig von Trier, Karli og fé- lögum tekst til kemur í ljós næsta vor þegar myndin verður frum- sýnd á Cannes-kvikmyndahátíð- inni og svo í Danmörku og Svíþjóð að hausti. Sýningarrétturinn hefur þegar verið seldur til Bandaríkj- anna, Frakklands og Italíu, sem er óvanalegt fyrir norræna kvik- mynd. Myndin mun kosta rúmar 40 milljónir danskra króna eða um 450 milljónir íslenskra króna og er langdýrsta mynd von Triers. West End á erfitt uppdráttar í London ER MIKILVÆGI Vest End í London að minnka? Blaðamaður The New York Times telur að þótt sýningar á West End séu töluvert fleiri en á Broadway og Bandaríkjamenn sjálfir sæki leikrit þar í stórum stíl þá standi þessi Broadway Bretaveldis höllum fæti. Þrátt fyrir allan þann fjölda sýninga sem settar eru upp á West End virðist hann ekki geta haldið uppi sömu stemmningu og Broadway, and- rúmsloftið þar er ekki eins skemmtilegt og spennandi. Að auki virðast fáar sýningar á West End bera sig fjárhagslega. í samkeppni Nefndar eru fleiri ástæður fyrir því að West End kunni að riða til falls í The New York Times. Hann er t.d. ekki eins mikilvægur í leikhúslífi London og Broadway er í leikhúslífi New York-borgar. Ef Broadway dytti upp fyrir væri bróðurpart- ur lífkerfis leiklistar í New York þar með hruninn. West End hef- ur hins vegar engu slíku hlut- verki að gegna í London þar sem fyrir er fjöldi ríkisstyrktra leik- húsa af öllum stærðum og gerð- um sem geta lifað af hvers kon- ar þrengingar. Gildi leiklistar í London hefur heldur aldrei ver- ið metið af sýningum á West End heldur af sýningum hinna stóru ríkisstyrktu húsa. Einnig virðist sem West End hafi ekki lengur jafnmikið að- dráttarafl fyrir leikhússtörnur og áður. Setja margar þeirra það fyrir sig að þurfa að leika í sömu sýningunni átta sinnum í viku eins og tíðkast þar. Að þessu leyti geta einkareknu hús- in ekki keppt við ríkisstyrktu húsin sem þykja vinsæl á meðal stjarnanna. Þannig mun Kon- unglega leikliúsið í London setja upp John Gabríel Borkmann eftir Ibsen næsta sumar með Vanessu Redgrave, Paul Scofi- eld og Eileen Atkins í aðalhlut- verkum. West End frumsýnir heldur ekki mörg ný verk, frekar en Broadway. Broadway hefur þó sennilega meira aðdráttarafl fyrir höfunda; mun meiri pen- ingar eru í boði þar fyrir verk sem ganga vel. Undanfarin ár hafa bresk leikskáld reyndar leitað í auknum mæli vestur yfir haf með ný verk sín. Það er ekki lengur talið nauðsynlegt fyrir þau að sýna fyrst á West End. Hvað er til ráða? En hvernig er hægt að hleypa meira lífi i West End? Ýmsar til- lögur hafa verið settar fram. Sumir telja nóg að efla loftkæl- ingarkerfi leikhúsanna og fjölga bílastæðum í miðbæ London. Aðrir segja að eigendur þeirra ættu að fara að einbeita sér meira að því að setja upp sýning- ar sjálfir í stað þess að leigja húsin út í öllum tilfellum, gæti það hleypt meira lífi í starfsemi leikhúsanna. Best væri þó senni- lega að leikhúsmenn á West End myndu horfast í augu við þá staðreynd að áhugaverðustu verkin í London eru ekki sýnd í þeirra húsum. Þeir myndu þá kannski herða róð- urinn í samkeppninni við rík- isstyrktu húsin í fram- haldi af því. LEIKHÚSMENN á West End í London þurfa að herða róðurinn í samkeppninni við ríkisstyrktu leikhúsin þar í borg. I I í I l i t [ i l. I í t L 1 i C- i k ( ! f f (1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.