Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNAS EINARSSON frá Borðeyri, lést í Landakotsspítala laugardaginn 19. ágúst. Stella Haraldsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR frá Irafossi, Grímsnesi, lést á Ljósheimum, Selfossi, aðfaranótt 20. ágúst. Björn Júlíusson, Ingibjörg Erla Björnsdóttir, Sigurður Þorvaldsson, Marey L. Svavarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Afi minn, FINNBOGI RÚTUR GUÐMUNDSSON múrarameistari frá Bíldudal, lést á dvalarheimili aldraðra, Garðvangi, aðfaranótt 21. ágúst. Fyrir hönd ættingja, Margrét t Systir mín, ÓLAFÍA JÓNSDÓTTIR frá Vatnsskarðshólum, lést á Hrafnistu 18. ágúst. Guðný Scheving. t Hjartkær og elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og , amma, KRISTÍN HELGA HJÁLMARSDÓTTIR, Hátúni 8, Vestmannaeyjum. lést í Landspítalanum aðfaranótt 21. ágúst. Emil Magnússon, sonur, tengdadóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÚLÍUS INGVARSSON, Hraunbraut 6, Kópavogi, lést þann 11. ágúst sl. Útförin hefur farið fram. Innilegt þakklæti til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug og heiðr- uðu minningu hans. Gréta Kristin Lárusdóttir, Hjalti Aðalsteinn Júlíusson, Margrét Þorvaldsdóttir, Róbert Júlfusson, Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir, Þröstur Júlíusson, Hrafnhildur Bergsdóttir, Kristrún Júlíusdóttir, Karl Leifsson, Inga Lára Júlfusdóttir, Hafþór Hallsson, og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRAGI BRYNJÓLFSSON klæðskerameistari, Ásenda14, lést í Borgarspítalanum föstudaginn 18. ágúst. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstu- daginn 25. ágúst kl. 13.30. Dóra Halldórsdóttir, Alda Bragadóttir, Björn Ingi Björnsson, Halldór Bragason, Þorbjörg Jónasdóttir, Elfn Sigrfður Bragadóttir, Guðmundur Konráðsson, Brynjólfur Bragason, Ásta M. Sívertsen, barnabörn og barnabarnabarn. SVANHILDUR SIG URÐARDÓTTIR + Svanhildur Sig- urðardóttir fæddist á Stafn^si í Miðneshreppi í Gullbringusýslu 24. apríl 1911. Hún andaðist á Hrafn- istu i Reykjavík 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Magnússon og Guð- björg Illugadóttir. Svanhildur var þriðja barnið í hópi sex systkina. Þau voru Finnbjörg, Páll, Svanhildur, Magnús, Ingi- laug og Björnfríður. Björnfríð- ur ein lifir systkini sín. Svanhildur giftist Oddi Jóns- syni (f. 17. janúar 1906, d. 12. í DAG verður jarðsungin elskuleg amma mín, Svanhildur Sigurðar- dóttir. Mig langar að minnast henn- ar með fáeinum orðum. Fyrstu minningar mínar um ömmu tengjast heimsóknum í Kópavoginn. Á sumrin fór ég stund- um í sumarfrí til ömmu og afa þó ekki kæmi ég lengra að en úr Reykjavík. Gott var að koma í róleg- heitin og alltaf var eitthvað við að vera, ef ekki að hugsa um blómin þá voru hannyrðirnar dregnar fram. Amma var einkar lagin með blóm og man ég að oft fékk hún upp- gjafa blóm úr ýmsum áttum. Áður en maður vissi af voru blómin farin að dafna eins og ekkert hefði í skor- ist. Eftir ömmu liggja mörg stór- verk í útsaumi sem sýna hve þolin- móð hún var og alltaf reyndi hún að venja okkur krakkana af brussu- gangi og látum. Kenndi hún okkur líka að vanda ætíð vel til allra verka. febrúar 1994) árið 1934 og hófu þau búskap á Akranesi. Árið 1945 fluttu þau að Kjarans- stöðum í Innri- Akraneshreppi og bjuggu þar til árs- ins 1955. Fluttu þá búferlum að Kols- holti í Flóa og bjuggu þar allt til 1968, en fluttust þá í Kópavog. Börn þeirar eru þrjú: Sigurður, f. 22. október 1934, Gyða, f. 1. júlí 1936, og Bryndís, f. 3. ágúst 1942. Svanhildur verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 'Hinn 12. febrúar 1994 stóð amma frammi fyrir að kveðja eigin- mann sinn til sextíu ára. Veit ég að amma mín gat aldrei skilið af hveiju afi var sendur á vit hins óþekkta á undan henni. Þessi kveðjustund var henni erfið. Nú eru amma og afi saman á ný. Mig langar að koma á framfæri innilegu þakklæti til Fanneyjar Sig- urjónsdóttur fyrir hvað hún reynd- ist ömmu vel. Einnig fær starfsfólk- ið á deild A-4 á Hrafnistu í Reykja- vík kveðjur með kærri þökk fyrir umönnun ömmu. Kærar þakkir fyrir allt og guð blessi þig, amma mín. Jóhanna Þórdórsdóttir. Með þessum fátæklegu línum vil ég minnast Svanhildar Sigurðar- dóttur eða Svönu eins og hún var oftast kölluð. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR FANNEY JÓHANNSDÓTTIR, Bláskógum 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Kirkju Óðháða safnaðarins fimmtudaginn 24. ágúst kl. 1 3.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast henn- ar, er bent á Styrktarsjóð Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson. Málfríður Lorange, Gunnar H. Einarsson, Jóhann Ingi Gunnarsson, Nanna Gunnarsdóttir, Steindór Gunnarsson, Erna Benediktsdóttir, Heiða Gunnarsdóttir, Björn Erlingsson og barnabarnabörn. t Minningarathöfn um eiginmann minn, BJÖRN I. GUNNLAUGSSON skipstjóra, sem andaðist 17. október 1994 í Ft. Lauderdale, Flórída, Bandaríkjunum, verður haldin í Dómkirkjunni miðviku- daginn 23. ágúst kl. 15.00. Ása M. Gunnlaugsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLI KR. GUÐMUNDSSON læknir, Stigahlíð 2, Reykjavik, sem lést á öldrunardeild Landspítalans 13. ágúst, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 24. ágúst kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hans, eru vinsamlega beðnir að láta Landspítalann eða aðrar sjúkrastofnanir njóta þess. Halla Hallgrímsdóttir, Sigríður Óladóttir, Þóra Óladóttir, Ragnheiður Óladóttir, Guðný Óladóttir, Guðrún Óladóttir, Solveig Lilja Óladóttir, Ólöf Halla Óladóttir, tengdasynir og barnabörn. Hún var ein af sex systkinum og var bernskuheimili hennar í Akurhúsum í Garði í Gullbringu- sýslu. Foreldrar hennar tóku einnig að sér fjögur fósturbörn er þau ólu upp, þar á meðal tvíburana móður mína, Guðrúnu, og móðursystur, Maríu. Vegna veikinda móður minnar ólst ég upp hjá móður Svönu, er ég heiti eftir, til sex ára aldurs. Er hún lést fluttist ég til Svönu og Odds á Kjaransstöðum. Fluttist ég síðan með þeim að Kolsholti í Flóa og var hjá þeim í sveit á sumrin til fimmtán ára aldurs. En ég var ekki ein því fleiri börn dvöldu hjá þeim hjónum á sumrin um lengri eða skemmri tíma. Má nærri geta að oft hefur verið nóg að gera hjá húsmóðurinni. Svana átti fallegt heimili er bar henni fagurt vitni, jafnt innan- stokks sem utan. Var blómarækt henni mikið áhugamál. Þau hjón og börn þeirra voru afar samhent og ráku búið með miklum fyrir- myndarbrag. Svana átti ómælda ástúð og hlýju og bar umhyggju jafnt fyrir mönn- um og málleysingjum. Þegar ég lít til baka og minnist þessa tíma er eins og alltaf hafi verið sólskin, svo skært skína þessi ár í huga mínum. Þegar þau hjón bregða búi og flytja suður, og ég búin að eignast mína fjölskyldu, þá fann ég alltaf er ég kom í heimsókn umhyggju þeirra og hlýjhug. Ég minnist með þakklæti alls hins góða sem Svana veitti mér og ijöl- skyldu minni og bið góðan Guð að blessa minningu þessarar elskulegu konu. Ég sendi börnum hennar og öðrum ættingjum samúðarkveðjur. Guðbjörg Stella Guðmundsdóttir. ---------» ♦ ♦--- SIGUR- LAUG PÁLS- DÓTTIR + Sigurlaug Gunnfríður Páls- dóttir var fædd 11. ágúst 1929. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 5. ág- úst síðastliðinn og fór útförin fram 15. ágúst. LAUGARDAGINN 5. ágúst lést á ijjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri móðursystir okkar Sigurlaug Páls- dóttir. Við það urðum við ljúflingn- um fátækari hér í þessum heimi. Eftir stutta en harkalega sjúkra- legu kvaddi Silla okkur og hélt á leið til annars heims þar sem vel verður tekið á móti henni. Aldrei er maður tilbúinn að kveðja þegar leikurinn stendur sem hæst en víst er að sá heimur sem bíður Sillu á eftir að verða gjöfulli eftir hennar tilkomu. Silla reyndist okkur afar vel í gegnum tíðina. Þó að við höfum verið búsett ijarri henni og jafnvel í öðru landi, fylgdist hún vel með okkur og okkar börnum, sem þau væru hennar. Við fengum að kynn- ast hennar notalegheitum þar sem ekkert var nógu gott fyrir okkur og hún gerði allt til þess að manni liði sem allra best í kring um hana. Það einkennilega við návist hennar var að hún þurfti lítið að gera til þess að manni liði vel með henni. Það að fá að vera með henni og heyra hlátur hennar kom af stað vellíðan. Þótt að bið verði á að við heyrum hlátur hennar, þá á hann eftir að heyrast annarstaðar og gleðja aðra en okkur. Við bræðurnir og fjölskyldur okk- ar vottum eftirlifandi eiginmanni Sillu og aðstandendum hennar okk- ar dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja þau í þeirra þungu sorg. Með kveðju erlendis frá. Gaukur, Stefán og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.