Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JAKOB FRÍMANNSSON + Jakob Frímanns- son fæddist á Akureyri 7. október 1899. Hann lést á Hjúkrunarheimil- inu Seli á Akureyri 8. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigríður Björnsdóttir, f. 13.3. 1963, ættuð frá Syðra-Garðshorni i Svarfaðardal, og Frímann Jakobs- son, f. 12.8. 1868, d. 6.6. 1937, tré- smíðameistari á Akureyri, ætt- aður frá Grísará í Eyjafjarð- arsveit. Systkini Jakobs voru María og Svanbjörn sem nú eru látin, en systir hans Lovísa býr í Kaupmannahöfn. Hinn 20. nóvember 1926 kvæntist Jakob Borghildi Jóns- dóttur, f. 26. desember 1901, d. 7. ágúst 1990. Kjördóttir þeirra var Bryndís Jakobsdótt- ir, f. 26.4. 1932, d. 10.7. 1986 sem giftist Magnúsi Guð- mundssyni, f. 8.1. 1925, d. 2.8. 1991. Þeirra börn eru Jakob Frímann og Borghildur. Jakob lauk gagnfræðaprófi árið 1915, brottfararprófi frá Verslunarskóla Islands árið 1918 og hóf hann þá störf að nýju hjá Kaupfé- lagi Eyfirðinga, en áður hafði hann unnið þar eftir gagnfræðapróf. Jakob var settur kaupfélagsstjóri árið 1940 og því starfi gegndi hann til ársins 1971 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Jakob gegndi fjöl- mörgum trúnað- arstörfum um ævina. Hann var sljórnarformaður Sambands íslenskra samvinnu- féiaga og Útgerðarfélags Ak- ureyringa og sat í stjórnum Oliufélagsins, Flugfélags ís- lands, Flugleiða auk fjölda annarra smærri félaga, nefnd- um og ráðum. Jakob var bæjar- fulltrúi á Akureyri á árunum 1942 til 1970 og var forseti bæjarstjórnar um skeið. Jakob var kjörinn heiðursborgari Akureyrar hinn 7. október 1975. Hann hlaut stórriddara- kross Fálkaorðunnar, sænsku Vasa-orðuna og finnsku Lejon- orðuna. Útför Jakobs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag á veg- um Akureyrarbæjar og hefst athöfnin klukkan 13.30. FÖÐURBRÓÐIR minn, Jakob Frí- mannsson, fv. kaupfélagsstjóri KEA, er látinn í hárri elli. Hann var aldamótamaður, og vantaði ekki nema fáein ár í að hann lifði þau tvenn. Hann lifði og starfaði á mesta umbrotatíma í þjóðlífssögu Islands og skildi eftir sig djúp spor til framf- ara og hagsældar í þróunarsögu byggðar í Eyjafirði. Aðrir mér fróð- ari menn verða efiaust að rekja þá sögu, en mig langar, fyrir mína hönd og systkina minna, að minnast ástríks og umhyggjusams frænda með nokkrum orðum. Sumar af mínum fegurstu bem- skuminningum tengjast dvöl á Ak- ureyri hjá föðursystkinum og ömmu. Heimili Jakobs og Borghildar hafði undravert aðdráttarafl. Þar var hjartahlýjan og manngæskan í fyrir- rúmi en þó festa og regla á hlutun- um, samheldni og gagnkvæm virð- ing hjónanna slík, að aldrei féil þar styggðaryrði. í húsinu var tækni- búnaður og sjálfvirkni meiri en ég ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 CrfiscJrykkjur A Vettingohw/ið GAPi-mn Sími 555-4477 Erfidrykkjur Glæstteg kíti'tí- hladborð, tallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísírna 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIÓTEl LOFTLElIIIR hafði kynnst áður, fullbúið smíða- verkstæði í kjallara, undurfagur skrúðgarður þar sem uxu jarðarber og undir garðinum lágu jarðgöng frá húsinu í bílageymsluna. Sann- kallaður ævintýraheimur fyrir ung- an dreng. Jakob teiknaði og skipu- Iagði hús þetta sjálfur skömmu fyr- ir 1930. Þótti samtíðarmönnum furðu sæta um staðarvalið efst í svokallaðri Kúagötu, langt fyrir utan og ofan við aðra byggð í bæn- um, þó víst væri þaðan óhindrað og fagurt útsýni. Þingvallastræti 2 er nú nánast í miðbænum en hússtæð- ið enn jafn fallegt sem fyrr. Ökuferðir með frænda á A-4 um helstu athafnasvæði voru eftir- minnilegar. Akureyri var á þeim árum í örum vexti sem iðnaðarbær og mikið umleikis. Þá fékk ég fyrst á ævinni smjörþefinn af mjólkur- framleiðslu og öðrum iðnaði sem byggist á vinnslu landbúnaðaraf- urða. Jakob virtist alls staðar vera á heimavelli, þekkti alla með nafni, kunni skil á öllu sem fyrir augu bar og gaf sér ávailt góðan tíma til að fræða mig, snáðann að sunnan, um landsins gagn og nauðsynjar. Þá þegar skynjaði ég völd og áhrif Jak- obs á öllum sviðum athafna- og þjóðlífs í Eyjafirði. Sem kaupfélags- stjóri Kaupfélags Eyfirðinga og bæjarráðsmaður var hann maður framkvæmda og framþróunar og hafði unun af að fylgjast með og sjá hugmyndir verða að veruleika. Hann leiddi mig í kirkjuna og sagði mér sögu steindu glugganna fögru, en fyrsta gluggann færðu þau Borghildur kirkjunni að gjöf á stríðsárunum, og hann sýndi mér stoltur framkvæmdir við nýja Fjórð- ungssjúkrahúsið, sem var í bygg- ingu á þessum árum. Átti Jakob drjúgan þátt í tilurð beggja mann- virkjanna, sat í sóknarefnd og bygg- ingarnefnd. Oft var förinni heitið út í Svarfað- EjjMlíFjMfMí' Safnaðarheimili Háteigskirkju iímíí 551 13^ ardal, þar sem þau hjónin áttu jörð- ina Laugahlíð. Húsakost allan hafði Jakob endurbyggt af miklum mynd- arskap og smekkvísi. Hafði meira að segja virkjað bæjarlækinn til rafmagnsvirinslu m.a. til að knýja mjaltavélar. Borghildur dvaldi löng- um með dótturinni, Dísu, í sveit- inni, og Jakob ók daglega til vinnu inn á Akureyri, ekki ólíkt því, sem nú er orðið vinsælt meðal sumarbú- staðaeigenda, hálfri öld síðar. í Laugahlíð stunduðu þau m.a. skóg- rækt. í öllu þessu var Jakob langt á undan sinni samtíð eins og svo víða. Stundum var staldrað við á bæj- um, að því er mér virtist að tilefnis- lausu. Hvar sem okkur bar að garði voru móttökur sem stórhöfðingi væri á ferð. Seinna skildi ég að kaupfélagsstjórinn Jakob Frímanns- son lét sér annt um alla félags- menn, stóra og smáa, og sýndi þeim virðingu og ræktarsemi með því að sækja þá heim þegar tækifæri gafst, enda var hann vinsæll með afbrigð- um. Með þeim bræðrum Jakobi og Svanbirni, föður mínum, voru miklir kærleikar og samband gott meðan líf og og heilsa leyfðu. Um þann vinskap vitnaði faðir minn stundum í Hávamál: Veizt, ef þú vin átt, þanns þú vel trúir ok vill þú af hánum þótt geta, geði skalt við þann ok gjöfum skipta, fara at finna opt. Ekki var að undra þó ég hændist að frænda mínum og því spennandi umhverfi, sem hann lifði og hrærð- ist í. Eftir nokkur ár í sveit á fæðing- arbæ ömmu minnar, Sigríðar Björnsdóttur frá Syðra-Garðshomi í Svarfaðardal,' og langdvalir á Ak- ureyri í faðmi ástríkra föðursystkina og ömmu, átti ég enga ósk heitari en að mega ganga í Menntaskólann á Akureyri, þegar ég hafði aldur til. Stóð mér til boða að búa á heim- ili Jakobs og Borghildar sem mér var jafn kært og eigið foreldrahús. Atvikin höguðu því hins vegar þann- ig, að skólavistin í MA varð ekki nema eitt ár. Jakob Frímannsson var stórbrot- inn persónuleiki. Þar fóm saman allir bestu eiginleikar og mannkost- ir sem prýða mega eina manneskju. Hann var náttúrugreindur með af- brigðum og hafði lifandi áhuga á öllu sem bæta mætti og fegra um- hverfi og mannlíf. Skólaganga Jak- obs var ekki löng. Hann lauk prófi frá Verzlunarskóla íslands 1918 en til framhaldsnáms skorti efni. Hann menntaðist af eigin rammleik með þeim árangri að þekking hans og víðsýni var meiri en margra svokall- aðra menntamanna. Samtíðarmenn hans í leik og starfi róma meðfædda leiðtogahæfileika hans og trausta dómgreind, áræði og dugnað. Vinir hans og vandamenn meta hjarta- hlýjuna, hjálpfýsina og fómarlund- ina. Allt var þetta svo kryddað með hárfínni kímni- og frásagnargáfu. Það var undarlega notalegt að vera í návistum við Jakob, slík var út- geislun hans. Fyrir áratug eða svo fluttust Jak- ob og Borghildur á hjúkranarheim- ilið Sel á Akureyri þar sem þau áttu rólegt ævikvöld við góða umönnun starfsfólks þar. Barnabörnin, Jakob Frímann Magnússon og Borghildur Magnúsdóttir og fjölskyldur þeirra, önnuðust afa sinn og ömmu af slíkri ástúð og umhyggju að fátítt er. Borghildur Jónsdóttir andaðist árið 1990. Við systkinin og móðir okkar, Fríða Andrésdóttir, kveðjum Jakob frænda með trega en yljum okkur við ljúfar minningar um einstakan mannvin, sem hafði áhrif á líf okkar allra. Andrés Svanbjörnsson. Það var í upphafi aldarinnar þeg- ar ferskir vindar ungmennafélaga og samvinnuhugsjóna léku um land- ið að Eyfirðingar nýttu sér hug- myndir vefaranna í Rochdale og lögðu grunn að nútíma kaupfélags- rekstri undir stjórn bræðranna Hall- gríms og Sigurðar Kristinssona. Jafnaldrarnir Jakob Frímannsson og Vilhjálmur Þór gengu þá barn- ungir til starfa hjá kaupfélaginu og árið 1923 þá 23 ára gamall varð Jakob Frímannsson fulltrúi Vil- hjálms sem tók við kaupfélags- stjórastarfinu. Innblásnir hugsjón- um hófu athafnamennirnir ungu að reisa við Eyjafjörð öflugasta vígi samvinnuhreyfíngarinnar á íslandi. Á bemskuárum mínum á sjötta og sjöunda áratugnum var lífið á Akur- eyri mótað af áratuga velgengni samvinnumanna - svo mjög að mörgum þótti orðið nóg um. Á þeim árum var Akureyri fallegastur ís- lenskra bæja, kirkjan var glæsileg- ust, trén stærst, skíðalyftumar lengstar og veðrið best. Ákureyri var líka mestur iðnaðarbær, KEA var stærst kaupfélaga, þar var fyrst stofnað flugfélag, sett á laggirnar skipasmíðastöð og verksmiðjur Sambandsins vora gríðarstórar. Metnaðarfullt iðnverkafólk fram- leiddi Heklu-peysur og Iðunnarskó, smjörlíki og kaffi, Flóru bijóstsykur og saxbauta í dósum, málningu, mysing og mjólk í brúnum flöskum eða 10 lítra kössum. Á þessum áram ók Jakob Frímannsson á A4 um snarbratt Gilið og hélt um púlsinn á athafnalífínu, oddviti framsóknar- manna, bæjarráðsmaður, kaupfé- lagsstjóri og stjórnarformaður Sam- bandsins, með meiru. Það er nú í ágúst fyrir réttum tíu árum að ég giftist Borghildi og kynntist náið afa hennar Jakobi. I stofu hans í Þingvallastræti dekruðu þau amma Borghildur við okkur nærri þrítug börnin. í húsinu ríkti ró efri ára, heimilislegt höfðingja- setur þar sem gott var að setjast niður og ræða um líðandi stund og liðna tíð. Við Jakob skiptumst á sögum, þannig að ég gat frætt hann um eitt og annað sem var efst á baugi, meðan Jakob sagði mér frá foreldrum sínum Frímanni Jakobs- syni og Sigríði Björnsdóttur og lífi þeirra systkinanna; Maríu, Svan- bjöms og Lovísu, við upphaf aldar- innar á Akureyri. Oft bar á góma námið í Verzlunarskólanum frosta- veturinn mikla og dvöl hans í Edin- borg og síðar ferðalög um alla Evr- ópu allt austur til Moskvu. Hann sagði mér af kynnum sínum af stjórnmálamönnum, skáldum, bisk- upum, forsetum, alþýðufólki, snjöll- um smiðum og bændum í Svarfað- ardal. í tali Jakobs kom fram ábyrgð á velferð ekki bara hans nánustu ættingja, dótturinnar Bryndísar og afabarnanna Jakobs og Borghildar, heldur líka samferðamannanna allra í gleði og sorg. Ævistarf hans var þeim öllum helgað og uppbyggingu byggðanna sem hann unni svo heitt að hann gat helst hvergi annar stað- ar verið. Líf hans varð langt og sem gamall maður gat hann lagt frá sér sjálfblekunginn litið yfir- dagsverkið og brosað hlýtt og kankvíslega, eins og honum var lagið. Hann hefur nú kvatt okkur en spor hans eru víða um Eyjafjörð og verða lengi enn. Gísli Gunnlaugsson. Vinur minn og velgjörðarmaður, Jakob Frímannsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, er fallinn frá á nítugasta og sjötta aldursári. Þeir, sem ungir eru, láta sig það jafnan litlu varða þótt nær tírætt gamalmenni hverfi af sjónarsviðinu, en fyrir okkur, sem eldri erum og munum lengra aftur í tímann, horf- ir þetta öðravísi við og í þessu til- viki alveg sérstaklega. Þau orð, sem ég festi hér á blað, eru ekki ætluð til þess ættfæra Jak- ob eða rekja æviferil hans, það munu eflaust aðrir gera, heldur að- eins til þess að láta í ljós þakklæti mitt fyrir það að hafa fengið að kynnast og starfa með slíkum öð- lingsmanni, sem hann var, en þau kynni urðu mér góður og dýrmætur skóli. Þegar ég, rúmlega tvítugur að aldri, hafði lokið námi í M.A. og alvara lífsins var framundan, réðst ég til starfa hjá KEA í stað þess að hefja háskólanám, sem flestir félgar mínir gérðu. Sá maður, sem tók þar á móti mér, var Jakob Frí- mannsson, sem þá var settur kaup- félagsstjóri í fjarveru Vilhjálms Þórs. Það var ekki laust við að ég kenndi nokkurs kvíða að fara að vinna hjá svo stóru og merku fyrir- tæki, en hið ljúfa viðmót Jakobs eyddi þeim kvíða strax og má segja að þá þegar hafi vaknað hjá mér þær tilfínningar til Jakobs og viss aðdáun á honum, sem varað hafa æ síðan. Kynni okkar hjá KEA og náin samskipti í störfum þar stóðu yfir rúm tuttugu ár og síðan urðum við meira og minna samferða eftir að ég gerðist starfsmaður Útgerðar- félags Akureyringa hf., en hann var í stjórn þess og lengi vel stjórnar- formaður. Persónuleiki Jakobs var einstak- ur. Hann var ekki mikill að vallar- sýn, en framkoma hans öll var festu- leg og virðuleg en viðmótið jafn- framt notalega hlýtt. Hin ýmsu, merku félagsmálastörf hans veittu honum haldgóða reynslu, sem varð traustur grandvöllur til að byggja skoðanir sínar á og móta sér stefnu til lausnar á hinum ýmsu vandamál- um, sem við var að fást. Þetta leiddi til þess að hann var manna ráðholl- astur og naut ég þess oft í okkar samskiptum. Eg hef áður látið þau orð falla - og vil endurtaka þau hér - að enginn maður, mér óvensl- aður, hefur reynst mér jafnvel og Jakob Frímannsson, og hef ég þó átt marga góða vini. Akureyrarbær og Eyjafjörðrir kveðja nú með söknuði einn af sínum bestu sonum. Þessar byggðir væru áreiðanlega með öðru yfírbragði nú ef hans hefði ekki notið við. Við hjónin kveðjum vin okkar og vænt- um þess, að hinn hæsti höfuðsmiður veiti honum verðugar móttökur þeg- ar hann gengur nú inn á nýtt tilveru- svið til endurfunda við Borghildi, ástkæra eiginkonu sína. Gísli Konráðsson. Kveðja frá Kaupfélagi Eyfirðinga Látinn er Jakob Frímannsson fyrrum kaupféiagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga. í upphafi okkar aldar verður samvinnufélagsskapur á ís- landi að afli í athafnalífi þjóðarinn- ar. Rétt upp úr aldamótunum er Samband íslenskra samvinnufélaga stofnað og mörg ný kaupfélög verða til og þau eldri fá nýjan svip og nýtt hlutverk. Bæði í sveit og við sjó er á þessum tíma ríkjandi bjart- sýni á ljósari framtíð og betra líf og efling samvinnuhreyfingarinnar til þátttöku í atvinnulífi og stofnun ungmennafélaganna, þar sem bæta átti andlega og líkamlega hreysti hinnar upprennandi æsku, eru tákn þessa tíma. Inn í þetta samfélag fæddist Jakob Frímannsson og mjög á ungum aldri varð hann virkur þátttakandi í þessum hreyfingum báðum. Störf hans fyrir félög sam- vinnumanna urðu þó stærst og mest og á þeim vettvangi varð hans ævi- starf. Jakob var fæddur á Akureyri, í þeim bæ var hans vagga og við þann bæ hélt hann tryggð alla sína ævi - hartnær heila öld. Að Jakobi stóðu traustar bændaættir í ey- firskri byggð - föðurætt þaðan sem nú heitir Eyjafjarðarsveit - móður- ættin, hið næsta honum, úr Svarf- aðardal en lengra til handan yfir fjörð úr Þingeyjarsýslu. Vel var því blandað til þessa verðandi forystu- manns fyrir byggðir Eyjarfjarðar. Jakob Frímannsson kom til starfa hjá Kaupfélagi Eyfírðinga sextán ára gamall. Dvölin hjá félaginu var þó aðeins árið að sinni. Næstu tvö ár stundaði hann nám við Verzlun- arskóla íslands en strax að því loknu (1918) kom Jakob aftur til starfa hjá Kaupfélaginu og nú var ekki tjaldað til einnar nætur. Jakob varð fulltrúi kaupfélagsstjóra 1923. Hann var settur kaupfélagsstjóri um nærfellt tveggja ára skeið, 1938 og 1939, fyrir Vilhjálm Þór sem þennan tíma fékk leyfi frá störfum og frá 1. janúar 1940 varð hann fastráðinn til þ'essa starfs, sem hann gegndi síðan í rösk 30 ár. Sem kaupfélags- stjóri var Jakob einstaklega farsæll. Hann var mjög glöggur að sjá ef eitthvað ætlaði að bera af leið og borin sú lagni og það áræði er þarf til að stýra á réttan veg að nýju. Þekkingu hans á stóru .og smáu í rekstri félagsins var viðbrugðið og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.