Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 43 FÓLK í FRÉTTUM FRAMTÍÐ DEMI SEM LEIKKOIMA VELTUR AÐ IMOKKRU LEYTIÁ VELGEIMGIMI MYIMDARIIMNAR „STRIPTEASE". Áræðin og sterk DEMI Moore kallar ekki allt ömmu sína. Hún hóf feril sinn með myndinni „St. Eimo’s Fire“ fyrir réttum tíu árum. Hún átti í erfiðleik- um með neyslu fíkniefna á þeim tíma og mætti ! upptökur undir áhrifum eiturlyíja. Það var meira en leikstjórinn, Joel Schumacher, gat þolað og hann rak Demi á stundinni. Hún fór þá í meðferð af sjálfsdáð- um og losaði sig við fíknina. Joel dáðist að viljastyrk hennar og hún fékk hlutverkið aftur. Moore stóð sig með prýði og eftir það hefur leiðin legið stöðugt upp á við hjá leikkonunni staðföstu. Vinir hennar segja að hún hræðist ekki neitt. Kannski þess vegna hefur hún tek- ið að sér aðalhlut- verk kvikmyndarinn- ar Nektardans, eða „Striptease". Fram- tíð Demi sem ieik- kona veitur að nokkru leyti á vel- gengni myndarinnar, þar sem vinsælustu myndir hennar hafa hingað til verið prýddar þekktum karlleikurum. Núna ræðst hvort hún getur haidið heilii kvikmynd uppi. Eig- inmaður hennar, leikarinn Bmce Willis, er ekki í vafa um að henni takist það. MOORE á sviðinu ásamt núverandi eig- inmanni sínum, Bruce Willis. DEMI ásamt fyrri eiginmanni sínum, söngvaranum Freddy Moore. Vængjaða spendýrið flýgur á ný HINN dökki riddari kvikmynd- anna, Leðurblökumaðurinn, hef- ur ekki dáið drottni sínum þótt hann hafi verið viðfangsefni í þremur kvikmyndum. Joel Schumacher hefur samþykkt að leikstýra fjórðu myndinni um vængjaða spendýrið, aðeins nokkrum vikum eftir að Leður- blökumaðurinn að eilífu var frumsýndur við afbragðs aðsókn. Ráðgert er að upptökur fari fram haustið 1996 og myndin verði frumsýnd sumarið 1997. Skúrkar myndarinnar verða hr. Freeze, en rætt er um að gamli Star Trek-leikarinn, Patrick Stewart, fari með það hlutverk og Poison Ivy, sem hugsanlega verður leikin af Demi Moore. Schumacher vill óður og upp- vægur fá Val Kilmer og Chris O’Donnell aftur til liðs við sig, en þeir léku Leðurblökumanninn og Robin í Leðurblökumannnin- um að eilífu. Handritshöfundur er Akiva Goldsman, sem átti einnig hlut í handriti myndarinn- ar Leðurblökumaðurinn að ei- lifu. Þráðlausir símar Telepocket 200 Lítill og léttur þráðlaussími með skjá. Hándtæki vegur aðeins 210 g. Tvær rafhlöður fylgja. 20 númera skammvalsminni, endurval og stillanleg hringing. E“^“’Visa og Euro _____ «A»iaSwiraðgreiðslur 29.925 kr. stgr 31.500 kr. afb. Sanyo CLT 880 E Handtæki vegur aðeins 210 g. Endurval, 5 stillingar á hringitóni. Stillanleg hringing, talsamband milli hand- og móðurtækis og tímamælir. 24.980 kr. stgrT) 26.295 kr. afb. Sanyo CLT 980 E Handtæki vegur aðeins 210 g. Endurval, 5 stillingar á hringitóni. Stillanleg hringing, talsamband milli hand- og móðurtækis og tímamælir. 29.406 kr. stgr.^) 30.954 kr. afb. Hagenuk Sterkur og vandaður þráðlaus sími með skjá. 20 númera skammvals- minni, endurval og stillanleg hringing. 17.980 kr. stgr. 18.926 kr. afb. PÓSTUROG SÍMI Söludeild Ármúla 27, sími: 550 6680, Söludeild Kringlunni, sími: 550 6690, Söludeild Kirkjustræti, sími: 550 6670, og póst- og símstöðvar um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.