Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 AÐSEIMDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Enn um Menn- ingarsjóð út- varpsstöðva Útvarpið fengið til dag- skrárgerðar 34,5 millj- ónir en Sjónvarpið 92,8 milljónir króna. Þetta eru 32,17% af greiðsl- um í sjóðinn. Sjóðurinn hefur átt við ijárhagsvanda að stríða og var skuld hans við ríkissjóð 175 milljón- ir króna um áramótin 1994. Styrkir voru greiddir án þess að upp- gert væri framlag sjóðs- ins til Sinfóníunnar og blaðinu sl. föstudag und- Á t R > Þ^ú ár greiddi sjóður- ’ir fyrirsögninni „Endur- sta . inn ekkert til Sinfóní- reisum Menningarsjóð". Jonaiinesaottir unnar af tekjum sínum. f MENNINGARSJOÐ- ^UR útvarpsstöðva hefur Jverið nokkuð í umræð- unni og nú síðast um ííhelgina, þegar mennta- ■Jmálaráðherra lýsti yfir Jiví að leggja bæri sjóð- inn niður. Fagna ég ítoeirri skoðun hans. S Ekki eru þó allir á j.sama máli. Anna Th. ÍRögnvaldsdóttir kvik- Jmyndagerðarmaður ger- ir sjóðinn að umfjöllun- farefni í gi'ein í Morgun- Fyrst Sinfónían, svo menningar- og fræðsluefni í grein Önnu gætir nokkurs mis- Iskilnings um Menningarsjóð útvarps- ‘ílstöðva, tilurð hans og tilgang. Sjóð- "íurinn var settur á laggirnar þegar |frekstur útvarps var gefinn fijáls. Tilgangurinn vartvíþættur. I fyrsta lagi að losa Ríkisútvarpið eitt undan kostnaðinum við rekstur Sinfóníu- hljómsveitar íslands, sem gerði sam- keppnistöðu þess erfíðari gagnvart einkareknu stöðvunum sem ekki báru slíkar skyldur. í öðru lagi að efla inn- lenda dagskrárgerð er verði til menn- ingarauka og fræðslu. Ástæðan var sú að stuðningsmenn sjóðsins óttuð- ust að menningarefni yrði útundan á einkareknu útvarpsstöðvunum og í samkeppninni og vildu á þennan hátt tryggja gerð fræðslu- og menningar- efnis. Það er mjög skýrt í lögunum um sjóðinn að greiðslur til Sinfóníunn- ar ganga fyrir veitingu styrkja. Það er því ekki aukahlutverk sjóðsins, eins og Anna heldur fram. Var ekki fyrir kvikmyndagerðarmenn Tíund af auglýsingatekjum stöðv- anna er uppistaða sjóðsins. í upphaf- legum reglum var gert ráð fyrir að einungis útvarps- og sjónvarpsstöðvar fengju úthlutanir úr sjóðnum, eftir að búið væri að greiða hlut Sinfó- níunnar. Sjóðurinn var því ekki hugsaður fyrir kvikmyndagerðarmenn. Aftur á móti gátu stöðvarnar látið kvik- myndagerðarmenn vinna fyrir sig efni sem hafði fengið styrkveitingu. Kvikmyndagerðarmenn fengu síðan aðgang að sjóðnum með reglugerð- arbreytingu 1991. Ákvarðanatakan er úti í bæ Anna segir það ekki rétt að dag- skrárvaldið sé komið út í bæ með styrkveitingum úr sjóðnum. Hvað er það annað, þegar 190 umsóknir ber- ast um styrki og brot af umsækjend- um fá styrk? Sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarmenn í hópi um- sækenda hafa sjálfsagt allir verið með blessun annarrar hvorrar sjón- varpstöðvarinnar upp á vasann. Það er síðan þriggja manna sjóðstjórn sem ákveður hvert af þessu dag- skrárefni fær styrk og verður þar af leiðandi framleitt. RÚV greiddi 400 milljónir en fékk til baka þriðjung Hlutverk sjóðsins og starfshættir voru oft til umræðu í Útvarpsráði þau átta ár sem ég átti sæti þar, enda óþolandi að horfa upp á þá vitleysu sem þar viðgekkst. Engar formlegar úthlutunarreglur voru til fyrir sjóðinn fyrr en í fyrra og ekkert eftirlit með því að úthlutað fé væri nýtt með ti- lætluðum hætti. Á þeim 9 árum sem liðin eru frá stofnun sjóðsins hefur Ríkisútvarpið- hljóðvarp greitt í sjóðinn af auglýsin- gatekjum sínum 202.417 þúsundir króna og Sjónvarpið 193.239 þúsund- ir. Þetta eru samtalds tæplega 400 milljónir, sem hefðu getað farið teint í dagskrárgerð. Frá upphafi hefur Meira dagskrárfé til ráðstöfunar án sjóðsins Ég er sammála Önnu um að finna ' þurfi Sinfóníuhljómsveit Islands ann- an tekjustofn og gat ég þess í fyrri grein minni um menningarsjóðinn þann 12. ágúst sl. Menningarsjóður Út- varpsstöðva er barn síns — tíma, segir Asta R. Jó- hannesdóttir og bendir á að markmiðin með sjóðnum hafi ekki náðst og því ekki ástæða til að viðhalda honum. Einnig tek ég undir að það sé óæskilegt að styrkja sjónvarpsstöðv- amar á þennan hátt. Þær eiga sjálf- ar að ákveða framleiðslu sína og nýta til hennar tekjur sínar, hvort sem þær eru af afnotagjöldum eða auglýsingum. Stöðvarnar ákveða síð- an hvort þær framleiða efni sitt sjálf- ar eða fá kvikmyndagerðarmenn úti í bæ til þess. Ef sá háttur hefði ver- ið hafður á hefði Ríkisútvarpið haft úr mun meira dagskrárfé að spila, eins og sjá má á ofangreindum tölum, ef það hefði ekki þurft að greiða til sjóðsins og ég efast ekki um að hið sama gildi um Stöð 2. Sjóðurinn barn síns tíma Menningarsjóður útvarpsstöðva er bam síns tíma. Hann átti e.t.v. rétt á sér við þær aðstæður sem ríktu þegar hann var stofnaður. Nú eru aðstæður breyttar og spár þeirra sem settu hann á laggimar hafa ekki ræst. Markmiðin með sjóðnum hafa ekki náðst og því er ekki ástæða til að viðhalda honum. Það er aftur á móti vissulega þörf fyrir sjóð eða stuðning við kvikmyndagerðarmenn sem vinna sjónvarpsefni. Eg tek heils- hugar undir skoðanir Önnu um hvert starfsvið og úthlutunarvald slíks sjóðs eigi að vera. En hér er um allt annað fyrirbæri að ræða en Menningarsjóð útvarpsstöðva. Slíkur sjóður gæti ver- ið hluti af Kvikmyndasjóði íslands eða sérstakur sjóður sem hefði að tekju- stofni t.d. hluta af verði hvers bíóm- iða í kvikmyndahúsum eða leigugjaldi af hverri leigðri myndbandsspólu. Eftir lesturinn á grein Önnu Th. Rögnvaldsdóttur get ég ekki betur séð en að við séum sammála um flest. Hún vill breyta lögum um menning- arsjóðinn og það vil ég einnig. Með þeim breytingum sem hún nefnir er í raun verið að Ieggja sjóð- inn niður í núverandi mynd. Hvort síðan annar sjóður verður síðan til fyrir kvikmyndagerðarmenn verður tíminn að leiða í ljós. Höfundur er alþingismaður, fyrr- verandi útvarpsráðsmaður og dagskrárgcrðarmaður við útvarp og sjónvarp. Avinnumál fatl- aðra í Kópavogi MIKIÐ er rætt og ritað um atvinnumál einstakl- inga, bæði starfsmögu- leika og atvinnuleysi. En lítið hefur verið rætt um atvinnumál fatlaðra en það er ekki síður. mikil- vægur þáttur í atvinnu- málum hvers sveitarfé- lags. Kópavogur hefur reynt eftir fremsta megni að standa vel að þessum þætti atvinnúmála og byggir það á faglegu sam- starfi Félgasmálstofnun- ar og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra. Bæjaryfirvöld í Kópa- vogi hafa haft þá stefnu að stuðla að því að fötluðum einstakl- ingum sé gert kleift að vinna hjá bæjarfélaginu. í flestum deildum á bæjarskrifstofunum vinna fatlaðir einstaklingar. Jafnframt hefur bær- inn veitt mörgum tímabundna vinnu og síðastliðið sumar fengu allir fatlað- ir einstaklingar einhveija úrlausn í sumai’vinnu. Þessar staðreyndir segja þó ekki alla söguna því oft þurfa fatlaðir sérstaka aðstoð til að geta stundað vinnu. Kópavogur veitir mörgum fötluðum, hvort sem þeir vinna hjá bænum eða hjá öðrum fyrir- tækjum, margvíslegan stuðning s.s. ferðaþjónustu og aðra þjónustu sem gerir þeim kleift að stunda'vinnu. Mörg úrræði í Kópavogi vinna Félagsmála- stofnun og Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra saman að atvinnu- málum fatlaðra og er sú vinna byggð á faglegum grunni sérhæfðra starfs- manna, sem hafa unnið mikið og gott starf. Að þeirra sögn byggist hugmyndafræðin að baki atvinnu- málum fatlaðra á þeirri skilgreiningu að vinna sé fólgin í því að sem flest- ir fatlaðir fari á fætur á morgnana og fari á „vinnustað". Fatlaðir ein- staklingar, eins og reyndar allir, eru misjafnlega hæfir til að vinna ólík störf og þess vegna er mjög brýnt að finna úrræði sem hentar þörfum og getu hvers og eins. Félagsmálastofnun og Svæðis- skrifstofa meta á faglegan hátt getu hvers einstaklings til að stunda vinnu og finna úrræði sem hentar hveijum og einum. Þau úrræði í atvinnumálum sem þessar stofnanir bjóða fötluðum Kópa- vogsbúum upp á eru í stórum dráttum eftir- farandi. í fyrsta lagi að sækja vinnu og þjónustu í Hæfingar- stöðina í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. í öðru lagi að sækja vinnu og þjálfum hjá Örva sem er endurhæfing- arvinnustaður. Ef ein- staklingur á mögu- leika á endurhæfingu til að vinna á almennum vinnumark- aði, samkvæmt faglegu mati á getu þeirra, fara þeir til Örva þar sem þeir eru búnir undir störf á almenm um vinnumarkaði. I þriðja lagi leita starfsmenn þessara stofnana eftir vinnu fyrir fatlaða á almennum vinnumarkaði samkvæmt ráðningar- samningi Tryggingastofnunar. Það byggist á hinni svokölluðu „Öryrkja- reglugerð", en samkvæmt henni greiðir Tryggingastofnun stóran hluta af launum hins fatlaða í upp- hafi en greiðslan fer síðan minnk- andi eftir því sem líður á samnings- tímann. Starfsmenn heimsækja einn- ig fyrirtæki á hinum almenna vinnu- markaði til að leita eftir sem fjöl- breyttustum störfum fyrir fatlaða einstaklinga. Svo að hægt sé að nýta alla þessa möguleika þarf oft á tíðum að koma til ýmis aðstoð og stuðningur. Til að kotna til móts við þessar þarfir hefur bæjarfélagið veitt margvíslegan stuðning, bæði fjárhagslegan og fé- lagslegan. Fagfólk Svæðisskrifstof- unnar leggur mikið af mörkum til að stuðla að og gera atvinnuþátttöku fatlaðra mögulega. Þar er ekki að- eins veitt fagleg aðstoð heldur hafa margir fatlaðir einnig fengið ljár- hagslegan stuðning m.a. til náms og tækjakaupa sem auðveldar þeim at- vinnuþátttöku. Skilar árangri Ljóst er að samvinna Félagsmála- stofnunar Kópavogs og Svæðisskrif- Sigurrós Þorgrímsdóttir Að þjóðnýta tap og einkavæða gróða HALLDOR Blöndal póst- og símamálaráð- herra Grenivíkur, Þórs- hafnar, Raufarhafnar og annarra landsmanna virðist í þeirri hug- myndakreppu að allt böl okkar landsmanna, eða þannig, leysist ef Póstur og sími verði einkav- æddur. Verra er samt að ýmsir æðstu yfir- menn Pósts- og síma t.d. góst- og símamálastjóri, Óiafur Tómasson, eru einnig með slíka glýju í augunum. Það væri fróðlegt ef það fengist staðfest hvort menn héldu að sjálfvirkur sími væri t.d. kominn til Grenivíkur, Rauf- arhafnar og Þórshafnar ef einkavæð- ing hefi verið hér á Pósti og síma. Eru menn svo skyni skroppnir að álíta að einkaaðilar hefðu komið á sjálf- virkum síma t.d. á þá staði, sem ekki hefðu upp á hagnað að bjóða sem rekstrareining? Hræddur er ég um, að það sem fyrir Halldóri Blöndal og hans fylgifiskum vakir sé að þjóðnýta tapið og einkavæða gróðann, sem sagt að gera þá ríku ríkari og hina fátæku fátækari. Nú, um skoðanir Ólafs Tómassonar dettur manni helst í hug, að hans skoðun byggist á því að hann geri sér vonir um hærri laun ef Póstur og sími yrði einkavæddur ... Það er í það minnsta reynslan erlendis, að laun æðstu starfsmanna eru hækk- uð állmikið, en síðan fækkað starfsfólki, þjónustan minnkuð og lækkuð laun lægra settrá starfsmanna. Við sem störfum hjá Pósti og síma, en það eru um það bi! 2.000 manns, eða 8-10.000 manns er hafa framfæri sitt af störfum hjá Pósti og síma, eigum að sjálf- sögðu að láta skoðanir okkar í ljós. En ekki láta ráðherra og aðra toppa vítt og breitt um þjóðfélagið hafa skoðanir á þessu Einkavæðing Pósts og síma er, að mati Jóns — Kr. Oskarssonar, spor í ranga átt. einkavæðingahjali eingöngu. Það er til umhugsunar f.d. hvað yrði um mörg störf er lúta að öryggis- og þjónustustörfum, t.d. alla er starfa á strandstöðvum og eða ritsímastöðvum vítt og breitt um landið og sinna fjar- Jón Kr. Óskarsson Þessi árangur byggist á frábæru samstarfi Félagsmálastofnunar Kópavogs og Svæðis- skrifstofunnar, segir Sigurrós Þorgríms- dóttir, og á skilningi bæj arstjórnarfólks og starfsmönnum bæjarins. stofunnar um atvinnumá! fatlaðra hefur skilað verulegum árangri. Þetta samstarf býður upp á að hægt er að hafa nokkuð góða heildaryfir- sýn yfir almenna þjónustuþörf fatl- aðra og finna úr bætur fyrir hvern og einn. Að sögn starfsmanna þess- ara stofnana byggist þessi árangur ekki síst á frábæru samstarfi allra sem hlut eiga að máli svo og á skiln- ingi bæjarstjórnarfólks og starfs- mönnum bæjarins. Án þess væri úti- lokað að vinna að atvinnumálum fatl- aðra af nokkru viti. Faglega að málum staðið Eftir að hafa kynnst lauslega at- vinnumálum fatlaðra í Kópavogi, m.a. með því að heimsækja ýmsar stofnanir fyrir fatlaða og ræða við starfsfólk, virðist mér að unnið sé vel og á faglegan hátt að þessum málum í Kópavogi. En eins og starfsmenn bentu á er ekki um end- anlega lausn fyrir alla að ræða. Það verður e.t.v. aldrei. En það sem er hvað ánægjulegast við þá vinnu sem unnin er á þessu sviði er hve stór hluti af mikið fötluðum Kópa- vogsbúum hefur einhver úrræði í atvinnumálum. Atvinnumál fatiaðra snúast ekki bara um að fá sem flest- ar krónur í vasann heldur um ham- ingju einstaklinga sem þurfa að bera þennan kross. Það er ekki síð- ur mikilvægt fyrir þá, bæði félags- lega og andlega, að vakna á morgn- ana og fá að sækja vinnu, en alla aðra sem vilja vinna. Jafnframt má ekki gleyma því að oft á tíðum hef- ur vinna fatlaðs einstaklings ekki síður mikla þýðingu fyrir fjölskyldu og aðstandendur hans. Höfundur er stjórnmála- og fjöl- miðlafræðingur og formaður at- vinnumálanefndar Kópavogs. skiptastörfum við útlönd, skip og flug- vélar, á ef til vili að einkavæða þann geira, eða hvað? Hver haldið þið að vilji kaupa póstþjónustuna, t.d., þar sem hefur verið, eftir því sem ég best veit, taprekstur öll undanfarin ár. En sameiginlegur rekstur Pósts og síma hefur gert kleift að halda uppi þjónustunni við hinar dreifðu byggðir landsins. Er ef til vill Halldór Blöndal samgönguráðherra að stuðla að minnkandi þjónustu við íbúa í Norðurlandskjördæmi eystra? Ég er hræddur um að þá þyrfti hann ekki að búast við miklu í atkvæðaveiðum í næstu kosningum í sínu kjördæmi. Þetta kjaftæði um einkavæðingu Pósts og síma er fyrst og fremst hugsað hjá Halldóri Blöndal og hans skoðanabræðrum sem tilraun og það alvarleg tilraun til að einkavæða gróð- ann og þjóðnýta tapið. Við sem höfum aðra skoðun og sjáum í hvers konar villu blessaður ráðherrann veður, verðum að reyna að hafa áhrif á hans skoðanir og annarra slíkra áður en hann er búinn að valda stórslysi með Póst og síma. Einnig má benda á að Pósti og síma er uppálagt að greiða á þessu ári 900 milljónir til ríkisins sem nokkurs kon- ar skatt, það sýnir að mínu mati hvernig starf er unnið af starfsmönn- um Pósts og síma og hvemig rekstur- inn gengur í heild. Póstur og sími státar einnig af einni bestu og full- komnustu póst-, síma- og flarskipta- þjónustu í heiminum. Þess vegna að lokum, aldrei einka- væðing Pósts og síma á íslandi. Höfundur er yfirvarðstjóri Ritsíma Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.