Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Friðrik sigraði FRIÐRIK Ólafsson vann sína fyrstu skák á Friðriksmótinu í gærkvöldi þegar hann lagði Gligoric. Friðrik sýndi gamal- kunna takta og tefldi listavel að dómi áhorfenda og klykkti út með glæsilegri fléttu sem felldi drottningu Gligorich. Hannes Hlífar Stefánsson heldur forystu á mótinu, en hann gerði jafntefli við Þröst Þórhallsson í stuttri skák. Mar- geir gerði jafntefli við Jóhann, Sofía Polgar vann Jón L., Helgi vann Helga Áss og Larsen og Smyslov sömdu um jafntefli. Morgunblaðið/Þorkell Gaman í skólanum SKÓLASTARF er nú komið í fullan gang. Mikið námsefni bíð- ur nemenda, en þeir þurfa m.a. að vinna upp námstíma sem tap- aðist í verkfalli kennara í fyrra- vetur. Þessir glaðlegu nemend- ur, sem ljósmyndari Morgun- blaðsins hitti á lóðinni við Mela- skóla, gáfu sér þó tíma til að bregða á leik á skólalóðinni. Veðrið hefur líka leikið við krakkana eins og flesta aðra landsmenn það sem af er hausti. Fj ármálaráðherra um stuðning við sauðfjárbændur Óbreyttur stuðningur kemur ekki til greina FRIÐRIK Sophusson, Ijármálaráð- herra, segir að óbreyttur stuðningur við sauðfjárbændur komi ekki til greina, enda standi yfir viðræður við bændasamtökin um breytingar á búvörusamningnum. í samþykkt framkvæmdastjórnar Vinnuveitendasambands íslands frá í gær er varað við hugmyndum um að skuldbinda skattgreiðendur til að styrkja framleiðslu kindakjöts með 15 milljörðum króna til alda- móta. Friðrik sagði að öllum væri ljóst að óbreytt ástand hlyti að reka Eðlilegt að aðilar vinnumarkaðar- ins eigi þátt í við- ræðum um nýjan búvörusamning flesta sauðfjárbændur út í gjald- þrot. „Við höfum gengið út frá því að forsenda nýs samnings.sé fækk- un og stækkun sauðfjárbúa og verðlag verði ftjálsara en nú er til að tryggja meiri samkeppni. Mér finnst einnig eðlilegt að aðilar vinnumarkaðarins eigi beinar við- ræður við stjórnvöld og forystu- menn bænda til þess að koma sín- um sjónarmiðum á framfæri í ljósi þess að núverandi búvörusamning- ur var gerður á grundvelli víðtæks samkomulags sem þessir aðilar áttu aðild að. Það er mikilvægt að aðgerðir til að breyta stuðningi við sauðijárframleiðsluna njóti víð- tæks stuðnings í þjóðfélaginu,“ sagði Friðrik ennfremur. Borgarstjóri um ferð skipulagsnefndar Erfitt á sama tíma og fargjöld SVR hækka „VIÐ getum sagt að það sé pólitískt erfitt að þetta skuli gerast á sama tíma og verið er að hækka fargjöld SVR,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri þegar hún var spurð um ferð skipulagsnefndar til Bretlands. Benti hún jafnframt á að hefð væri fyrir að nefndin færi í eina kynnisferð á hveiju kjörtímabili til að kynna sér það sem efst er á baugi í skipulagsmálum. Hætt hefur verið við fyrirhugaða ferð bygginganefnd- ar. í ferð skipulagsnefndar eru fjór- ir fulltrúar úr skipulagsnefnd, tveir frá embætti borgarverkfræðings og tveir frá Borgarskipulagi. Að sögn borgarstjóra er gert ráð fyrir að kostnaður verði 1,8 milljónir. „Það eru auðvitað miklir peningar en samt er búið að skera niður mið- að við það sem áður var,“ sagði Ingi- björg. Skipulagsnefnd fór í ferð bæði árið 1989 og 1991 og kostaði hvor ferð 2,6 millj. „Þannig að við erum að skera niður líklega um 800 þúsund," sagði hún. Oftast erfiðar vinnuferðir „Það hefði mátt spyija hvort ekki hefði verið hægt að skera enn frekar niður en það var ekki farið út í það. Það hefði þá verið spurning um að hætta við ferðina og að nefndin hefði þá ekkert kynnt sér á þessu kjör- tímabili.“ „Auðvitað er slæmt að ferðin er núna. Við getum sagt að það sé pólitískt erfítt að þetta skuli gerast á sama tíma og verið er að hækka fargjöld SVR en þá verða menn að spyija hvort gjörðin sé ekki sú sama og hvort eigi yfirleitt að fara í slíkar ferðir og hvort þær séu yfirleitt rétt- lætanlegar. Mér finnst reyndar það vera of útbreiddur skilningur hjá fólki að all- ar ferðir til útlanda séu lúxusferðir. Ég held að það sé samdóma álit flestra sem í slíkar ferðir fara að þær séu oftast erfiðar vinnuferðir. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegra við slík- ar ferðir í dag heldur en ferðir milli landshluta fýrir einhveijum áratug- um. Við lifum í þannig umhverfi," sagði Ingibjörg Sólrún. Heilbrigðisráðherra á fundi BSRB um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu Reynt að ná sátt um forgangsröðun INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra tilkynnti á málstofu BSRB um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu að hún hefði ákveðið að fara að til- lögu læknaráða Landspítala og Borg- arspítala um að skipa nefnd sem gera á tillögur um forgangsröðun í heil- brigðismálum með það að markmiði að ná þjóðarsátt í málaflokknum. í nefndina verða skipaðir stjóm- málamenn, siðfræðingar, læknar og fulltrúar annarra starfsmanna I heil- brigðisþjónustu. Ingibjörg sagði að stjómmála- menn hefðu hingað til veigrað sér við því að taka þátt í umræðu um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu að öðru leyti en því að taka ákvörðun um byggingaframkvæmdir. Það yrði hins vegar ekki komist hjá því að forgangsraða verkefnum. Þjóðin væri að eldast, sífellt minni hluti þjóðarinnar greiddi skatta og þarf- imar væru alltaf að aukast. Ingibjörg sagði að þegar stjóm- málamenn væru að skipta skattpen- ingum ríkissjóðs milli verkefna væru þeir að forgangsraða. Hún sagði að enn væri mikið ógert í menntamálum og vegamálum svo dæmi væri tekið. Sín skoðun væri að við værum aftur á móti búin að byggja nóg af hafnar- mannvirkjum og þar mætti gjaman skera niður fjárframlög. Ingibjörg sagði að búið væri að fjárfesta of mikið í heilbrigðiskerfinu og víða stæðu byggingar sem væm of stórar og dýrar. Hún sagðist telja að tillaga sín um að fækka stjómum sjúkrahúsa væri fallin til að fjármun- ir í rekstri sjúkrahúsa á landsbyggð- inni yrðu betur nýttir. Torfi Magnússon, formaður lækn- aráðs Borgarspítalans, sagðist telja að menn hefðu verið svolítið hræddir við orðið forgangsröðun. Slík hræðsla væri ástæðulaus því að for- gangsröðun gengi m.a. út á að skipu- leggja heilbrigðisþjónustuna betur. Of mikið væri um skyndilausnir við stjórn sjúkrastofnana á Islandi, sem skiluðu takmörkuðum árangri. Torfi sagði að ýmsar þjóðir hefðu verið að gera tilraunir til að for- gangsraða í heilbrigðisþjónustunni. Allar hefðu þær kosti og galla, en íslendingar ættu að reyna að nýta sér reynslu annarra þjóða í þessum sambandi. Skortir yfirsýn Kristín Ólafsdóttir, formaður stjórnar Borgarspítalans, sagðist telja að yfirsýn skorti við stefnu- mörkun í heilbrigðismálum. Fjárveit- ingar hefðu ráðist of mikið af styrk þrýstihópa og af byggðasjónarmið- um. Fjárveitingar mótuðust einnig oft af hefð og ekki væri tekið nægi- lega mikið tillit til breyttra þarfa. Þegar kæmi að forgangsröðun hefðu stjómmálamenn gjaman stungið höfðinu í sandinn. Kristín sagðist vera sannfærð um að allt of langt hefði verið gengið í kröfum um niðurskurð á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík. Kröfum um meiri sparnað væri ekki hægt að svara á annan hátt en að skerða þjónustuna. Heilbrigðiskerfið er fyrir alla Vilhjálmur Ámason heimspeking- ur sagði að ekki yrði komist hjá for- gangsröðun. Það væri mikilvægt að við forgangsröðun yrðu sett skýr viðmið og þess vegna væri umræða um þessi mál nauðsynleg forsenda fyrir forgangsröðun. Hann sagði að það væri hlutverk stjómmálamanna að forgangsraða í samráði við al- menning og starfsfólk heilbrigðis- kerfisins. Énginn þessara þriggja aðila ætti að vera ráðandi þegar kæmi að forgangsröðun. Vilhjálmur sagði erfiðara að svara lagði áherslu á að verkefnum yrði forgangsraðað á þann hátt að meiri fjármunum yrði varið til heilbrigðismála. því hvernig ætti að forgangsraða. Að sínu mati ætti við forgangsröðun að hafa í huga að ekki mætti mis- muna sjúklingum vegna fjárhags eða búsetu. Heilbrigðisþjónustan ætti að vera fyrir alla og því ættu allir að borga, en ekki bara þeir sem væru veikir. Ekki ætti heldur að láta fólk gjalda fyrir óheilbrigða lífshætti, ein- faldlega vegna þess að það væri svo erfitt að segja að ákveðinn sjúkdóm mætti alfarið rekja til óheilbrigðra lífshátta. Vilhjálmur sagðist ekki vera and- vígur því að sjúklingar væru látnir greiða lága upphæð fýrir læknisverk, en hann sagði mikilvægt að hafa í huga að heilbrigðisþjónustan væri fyrir alla. Ef hann stæði frammi fyr- ir því að velja á milli þjónustugjalda og nefskatts myndi hann hiklaust velja nefskattinn því að með honum væri því sjónarmiði fylgt að allir borguðu. Ingibjörg sagði á fundinum að hún hefði látið skoða hugmyndina um nefskatt til að standa undir heilbrigð- isþjónustunni, en ekki væri fylgi við hann innan ríkisstjómarinnar. Hún sagðist sammála Vilhjálmi að betra væri að allir borguðu nefskatt en að þeir sjúku borguðu einir. Lokanir sjúkradeilda voru gagn- rýndar á fundinum og sagði Ingibjörg mikilvægt að sjúkrastofnanir hefðu meira samstarf um lokanir deilda. Hjá þeim yrði þvl miður ekki komist. Hún sagðist viðurkenna að spamaður við lokanir væri ekki alltaf mikill því vandinn færðist til eða væri frestað. Hun benti á að kostnaður við heima- hjúkrun hefði t.d. aukist mikið á síð- ustu misserum og sú aukning væri að hluta til afleiðing lokana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.