Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 48
V j K L#T?# alltaf á Miövikudögami MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 KEYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S>CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Berglind H. Helgadðttir Hitabylgja í byrjun hausts VEÐRIÐ hefur leikið við Akur- eyringa síðustu daga og virðist ætla að gera það eitthvað áfram samkvæmt veðurspám. Á hita- mæli við Ráðhústorg fór hitinn upp í 21 gráðu í gær, enda not- uðu margir tækifærið og nutu veðurblíðunnar, enda aldrei að vita hvenær endi verður bundinn á sæluna. Friðrik Sophusson um starfskostnað þingmanna Rétt að ræða regl- ur í ljósi umræðu FRIÐRIK Sophusson, íjármálaráð- herra og starfandi forsætisráðherra segist telja eðlilegt að forsætisnefnd Alþingis og formenn þingflokka fari yfir þær reglur sem forsætisnefndin setti í síðustu viku um þingfarar- kostnað. „Ég tel eðlilegt að þingforsetar og formenn þingflokka ræði þessi mál öll í ljósi umræðunnar að und- anförnu," sagði Friðrik í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Þorsteinn Júlíusson, formaður Kjaradóms sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að Kjaradómur hefði ekki haft upplýsingar um þá ákvörð- un forsætisnefndar Alþingis að greiða þingmönnum 40 þúsund krón- ur á mánuði í starfskostnað þegar úrskurður Kjaradóms var kveðinn upp síðastliðinn föstudag. „Sú ákvörðun lá ekki fyrir þegar úrskurður Kjaradóms var upp kveð- inn,“ sagði Þorsteinn Júlíusson. Kjaradómur vlssi ekki upphæð starfskostnaðar Eftir ákvörðun forsætisnefndar eiga ráðherrar eins og aðrir þingmenn rétt á 40 þús. kr. greiðslu vegna starfskostnaðar. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins eru þess engin dæmi að ráðherrar hafí framvísað reikningum á skrifstofu Alþingis og óskað endurgreiðslu vegna útlagðs kostnaðar enda hafa ráðuneyti greitt allan starfskostnað þeirra. Borgarstjóri hækkar í samræmi við Kjaradóm Borgarstjóri Reykjavikur fær sömu laun og forsætisráðherra, en ekki starfskostnaðargreiðslur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði við Morgunblaðið í gær að að óbreyttu myndu laun hennar og borgarfulltrúa, sem fá í laun hlutfall af þingfararkaupi, hækka í samræmi við úrskurð Kjaradóms. „Ef forsætis- ráðherra vill beita sér fyrir, sem odd- viti í þessum hópi, að ráðherrar af- sali sér þessum hækkunum þá skal ég ekki láta mitt eftir liggja," sagði hún. „Mér finnst ástæða til að bíða átekta, minnug þess að árið 1992 var tekin slík ákvörðun af Kjaradómi og tekin til baka af Alþingi. Þannig að ástæða er til að bíða og sjá hvað Alþingi gerir eða hvort það gerir eitt- hvað með þetta mál.“ Aliur kostnaður við opinberar móttökur borgarstjóra eru á vegum borgarsjóðs. Borgarstjóri greiðir ekki símakostnað og hefur til umráða bíl sem er í eigu borgarsjóðs sem sér um reksturinn. ■ Rýmri regIur/4 Fyrstu vikur heilbrigðisráðherra í starfi Beðið um 32 milljarða króna í ný útgjöld INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingaráðherra sagði á málstofu BSRB um for- gangsröðun í heilbrigðiskerfinu að á fyrstu vikum sínum í ráðherra- embætti hefðu til sín streymt full- trúar heilbrigðisstofnana með beiðnir um nýja starfsemi, nýjar byggingar og endurbætur á bygg- ingum sem samtals kostuðu um 32 milljarða króna. í máli heilbrigðisráðherra kom einnig fram að á síðustu tveimur árum hefðu öryrkjum á íslandi fjölgað um 10% og væru nú um 6.600 talsins. Ingibjörg sagði eng- an vafa leika á að þessa fjölgun mætti að stærstum hluta rekja til aukins atvinnuleysis hér á landi. Atvinnuleysið bryti niður starfs- þrek hins atvinnulausa og gerði hann vanhæfan til að taka fullan þátt í atvinnulífinu. Fjárveitingar ráðist af verkefnum ' Ingibjörg sagði að innan heil- brigðisráðuneytisins væri unnið að tillögum sem miðuðu að því að láta fjárveitingar til sjúkrahúsa ráðast af fjölda sjúklinga og lækn- isverka. Hún sagði að þessara til- lagna myndi gæta í fjárlagafrum- varpi fyrir árið 1997 samhliða end- urskoðun á skipulagi á stjórnun spítalanna. Stjórnunum yrði fækk- að og þær látnar skipta fjárveiting- um milli sjúkrastofnana. Ingibjörg sagði á fundinum að sú gagnrýni að fjárveitingar tækju í sumum tilvikum meira mið af hefð en raunverulegri þörf ætti að einhveiju leyti rétt á sér. ■ Reynt að ná þjóðarsátt/2 > Fr amkvæmdastj órn VSI um verðþróun landbúnaðarafurða Ofurtollvemd ógnar vinnufriði Forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir verðlagsþróun ekki óhagstæðari hér FRAMKVÆMDASTJÓRN VSÍ held- ur því fram að gríðarlegar hækkanir á landbúnaðarafurðum síðustu mán- uði ógni nú verðlagsforsendum kjara- samninga og krefst lækkunar á toll- vernd innlendrar framleiðslu og að landbúnaður verði felldur undir ákvæði samkeppnislaga. VSÍ bendir á að síðustu þijá mán- uði hafi verðlag hækkað um 1% að meðaltali sem svari til ríflega 4% verðbólgu á heilu ári. Minnt er á að það sé forsenda gildandi kjarasamn- inga að verðbólga verði svipuð hér á landi og í helstu samkeppnislöndum „Stærsti hluti þessa stafar af stór- feildum hækkunum á verðlagi land- búnaðarvara sem skýra liðlega % hluta allrar verðlagshækkunarinnar á þessu tímabili. Þessi verðþróun er fullkomlega úr takti við aðra verð- myndun í landinu og verður ekki skýrð með öðru en þeim sérstöku samkeppnisaðstæðum sem stjórnvöld hafa skapað innlendri búvörufram- leiðslu," segir í samþykkt fram- kvæmdastjórnar VSÍ. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, segir að reikna megi með að verðbreytingamar það sem eftir er ársins verði ívið hærri en fram- an af árinu. „En það þarf eitthvað sérstakt að gerast til að verðbreyting- amar verði það miklar að þær leiði til þess að verðlagsþróun hér á landi verði óhagstæðari en í nágrannalönd- unum,“ segir Þórður. Hann segir ljóst að verðlagshækk- anir síðustu tvo mánuði hafi verið meiri en reiknað hafi verið með og ein ástæðan fyrir því sé sú að græn- meti og hverskonar landbúnaðaraf- urðir hafi hækkað töluvert. „En það verður jafnframt að hafa í huga að verðlagsþróunin framan af árinu var mun hægari en búist var við, og staf- aði það að hluta til af því að gengi krónunnar var að styrkjast á þeim tírna," sagði Þórður. Hann segir að verðlagsbreytingar í nágrannalöndunum séu nú á bilinu 2-2 'h% en verðlagsþróunin hér á landi síðustu tólf mánuðina hafi ver- ið um 1,8%. Tafarlaust endurmat á tollvernd í ályktun VSÍ er krafist tafarlauss endurmats á þeirri tollvernd seni búvöruframleiðslu var tryggð með framkvæmd GATT-samkomulags- ins, og verulegrar lækkunar. „Að öðrum kosti kunna forsendur gild- andi kjarasamninga að bresta. Það er því krafa VSÍ að núverandi tolla- ígildi samkvæmt GATT-samkomu- laginu verði tafarlaust lækkuð,“ seg- ir í ályktuninni. Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, sagði er þessi ályktun var borin undir hann, að tvær skýringar hefðu einkum verið nefndar í sam- bandi við hátt verðlag á grænmeti í sumar, annars vegar sú sem VSÍ benti á og hins vegar óhagstætt tíð- arfar i sumar. „Nú er unnið að gerð skýrslu um framkvæmd laganna sem byggjast á GATT samkomulaginu og mér finnst eðlilegt að skoða málið þegar skýrsl- an liggur fyrir, sem væntanlega verð- ur um næstu mánaðamót, og jafn- framt þarf að kanna framkvæmdina í öðrum löndum. Aðalatriðið er að GATT-samkomulagið tryggi meira vöruúrval, aukna samkeppni, og þar af leiðandi lægra verð en ella fyrir neytendur,“ sagði Friðrik. Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsdóttir Góð uppskera KARTÖFLUBÆNDUR eru nú sem óðast að taka upp úr görðum sínuni. Virðist vera nokkuð mis- jafnt eftir landshlutum hver eft- irtekjan er. Skarphéðinn Larsen á Lindarbakka í Hornafirði segir að uppskeran sé mjög góð eða svipuð og í fyrra og býst við 2-300 tonnum úr görðunum í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.