Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ r FRÉTTIR Samanburður á skaðabótum í Evrópulöndum Ritari hjá lögfræðingi, alblinda, 100% ör orka Mánaðar- ; Bætur*. laun, kr.* milljónir kr. 82.345 60,8 103.817 57 7 135.122 51,3 M1"1111" Lúxemborg 111.256 50,7 Belgía 82.017 49,9 82.017 38,8 51.671 34,4 109.312 32,8 Land Þýskaland Ítalía Sviss England írland Svíþjóð Frakkand Portúgal Skotland Holland Finnland Grikkland Danmörk Spánn 97.641 29,8 27.336 28,3 82.017 25,8 69.083 25,2 95.139 25,2 37.482 24,9 123.665 21,8 62.718 17,3 f»|§| Liechtenstein 112.609 14,1 Noregur 95.090 13,6 Austurríki ísland 70.100 12,8 83.329 11,7 11 Læknir heyrnarleysi, 50-60% ör orka Mánaðar- Bætur*, Land laun, kr.* Sviss 375.366 Holland 293.964 írland 295.260 Lúxemborg 333.791 Svíþjóð 291.487 Þýskaland 329.379 Belgía 295.260 Portúgal 75.939 Ítalía 222.470 Finnland 285.443 ísland 216.663 Noregur 285.279 England 295.260 Danmörk 227.580 Grikkland 124.977 Skotland 295.260 Frakkand 341.731 Spánn 226.751 Liechtenstein 375.366 Austurriki 327.132 Ritari hjá lögfræðingi, lömun á tveim útlimum, 70-75% ör Mánaðar - laun, kr,* 97.641 orka Land Frakkand Þýskaland Ítalía Spánn Lúxemborg Belgía írland Holland England Sviss Grikkland 82.345 103.817 62.718 111.256 82.017 51.671 69.083 82.017 135.122 37.482 Liechtenstein 112.609 Finnland Austurríki Portúgal Svíþjóð Skotland Danmörk Noregur ísland 95.139 70.100 27.336 109.312 82.017 123.665 95.090 83.329 Meðalmánaðarlaun að frádregnum sköttum. Ofantaldar bætur á íslandi miðast við ástand fyrir gildistöku nýju skaðabótalaganna Læknir, brunasár í andliti með varanlegu útlitslýti, 15-20% ör Land Þýskaland írland Frakkand Ítalía Lúxemborg England Belgía Grikkland Sviss ísland Skotland Hoiland Finnland Danmörk Liechtensteii Austurríki Spánn Portúgal Noregur Svíþjóð orka Mánaðar- Bætur*, laun, kr.* milljónir kr. 329.379 17,8 295.260 15,9 ■■ 341.731 14,9 222.470 13,6 m 333.791 11,1 m 295.260 10,2 Hi 295.260 10,2 m 124.977 10,0 H 375.366 9,5 91 216.663 7,9 91 — 295.260 7,6 ■; 293.964 7,5 ■ 285.443 7,5 ■ 227.580 6,2 9 375.366 6,1 9 327.132 5,6 9 226.751 3,8 1 75.939 2,8 I 285.279 2,6 B 291.487 0,8 I reiknað með varanlegri örorku BOTIMALI Deila hefur risið um það hvort það geti ver- ið ein skýring á háum iðgjöldum bifreiða- trygginga að bótagreiðslur vegna líkams- tjóns séu hærri hér á landi en annars stað- ar. Páll Þórhallsson kannaði málið. FORSVARSMENN trygg- ingafélaganna hafa haldið því fram að bótagreiðslur vegna líkamsmeiðsla væru í sumum tilvikum hærri hér á landi en erlendis. Væri það ein skýringin á háum tjónakostnaði og iðgjöldum. Jón Steinar Gunnlaugs- son hæstaréttarlögmaður hefur andmælt þessu, tjónþolar hér á landi séu ekki betur settir en tjón- þolar ' í nágrannalöndum. Byggir hann þar á gögnum sem hann hef- ur aflað sér erlendis frá. Það er hægara sagt en gert að bera saman bótagreiðslur fyrir sams konar slys í mismunandi ríkj- um. Segja má að til séu tvær leiðir til að nálgast vandann. í fyrsta lagi má einfaldlega bera saman þær fjárhæðir sem að bestu manna yfir- sýn fást dæmdar í samskonar tilvik- um. í öðru lagi má bera saman réttarreglurnar í ólíkum löndum og reyna að átta sig á stöðu tjónþola út frá þeim. Þegar fyrri leiðin er farin verður að hafa mismunandi lífs- og launa- kjör í huga. Hærri bætur í Hol- landi en í Grikklandi fyrir sama tjón þýða þá ef til vill ekki sjálf- krafa að réttur tjónþola sé meiri í Hollandi heldur kunna að endur- spegla mun á lífskjörum. Ef draga á ályktanir um stöðu tjónþola verð- ur einnig að hafa í huga skattaregl- ur, bætur frá öðrum en tjónvaldi og hvort heilbrigðisþjónusta er ókeypis eða hvort tjónþoli verður að nota bætur sínar til að greiða fyrir læknisþjónustu. Annmarki síðari leiðarinnar, þ.e.a.s. að horfa til réttarstöðunnar einvörðungu, er sá að réttarreglurn- ar kunna að mæla fyrir um fullar bætur á meðan raunveruleikinn er kannski allur annar. Samanburður á milli landa á dæmdum fjárhæðum er því mjög gagnlegur til að fylla upp í myndina. Enska skýrslan Enska lögmannsstofan Davies Amold Cooper í Lundúnum hefur gert samanburð á bótafjárhæðum milli Evrópulanda. Jón Steinar Gunnlaugsson byggir meðal annars á þeirra rannsóknum þegar hann andmælir staðhæfingu íslensku tryggingafélaganna. Lögmanns- stofa þessi hefur tvisvar gert sam- anburð milli Evrópulanda að beiðni Tokio Marine & Fire Insurance Company og hafa skýrslur þessar verið gefnar út hjá Lloyd’s of Lond- on Press Ltd. í fyrri skýrslunni frá 1990 eru einvörðungu EB-löndin en í endurskoðaðri útgáfu frá 1994 hefur EFTA-löndunum verið bætt við, þ. á m. Islandi, og heitir hún Personal injury awards in EU- and EFTA-countries. Fyrsta hindrunin sem við blasir við skýrslugerð af þessu tagi er að átta sig yfir höfuð á því hvaða bætur fást greiddar innan eins og sama ríkisins. Ákvörðun bóta er iðulega matskennd, ekki er hægt að lesa hana beint út úr neinum lagareglum, og óvíst að tveir dóm- arar kæmust að sömu niðurstöðu í sama málinu. Skýrsluhöfundar völdu að fara þá leið að leitað var til reyndra lög- manna í viðkomandi ríkjum og þeir beðnir um að spá fyrir um þær heildarbætur sem fengjust dæmdar í nokkrum tilbúnum dæmum. Ann- ars vegar átti að vera um að ræða kvæntan fertugan lækni með tvö börn á framfæri. Hins vegar ein- hleypa tvítuga konu sem ynni sem ritari hjá lögfræðingi. Beðið var um mat á bót- um fyrir tíu mismunandi líkamsmeiðsl. Þeir sem tóku þátt í könnuninni voru beðnir að leggja sjálfir mat á það hver myndu vera meðallaun viðkomandi tjónþola. Ekki var gert ráð fyrir vöxtum og hvorki horft til mismun- andi skattareglna né annarra möguleika á að fá bætur. Á með- fylgjandi töflum má sjá nokkur dæmi úr skýrslunni. Ingólfur Hjart- arson hrl. tók þátt í könnuninni af íslands hálfu. Jón Steinar Gunn- laugsson dregur reyndar í efa að íslenskir dómstólar myndu nokkurn tíma dæma jafnháar bætur og þar er miðað við. Danir neðarlega Það vakti mikla athygli er skýrsl- an kom fyrst út hve Danir voru neðarlega á blaði. Þeir voru iðulega í einu af neðstu sætunurh í saman- burðinum milli EB-ríkja. Sú spurn- ing vaknaði hvers vegna íbúar vel- ferðarríkisins Danmerkur sættu sig við þetta ástand. Danski lögfræð- ingurinn sem tók þátt í könnuninni leitast við að skýra þetta í nýju skýrsl- unni. Hann segir að bæt- ur í almannatryggingakerfinu séu ríflegar, margir láti undir höfuð leggjast að krefjast skaðabóta og fæstir af þeim leiti aðstoðar lög- fræðings. Samið sé um flestar kröf- ur utan réttár og fari mál fyrir dómstóla sé sjaldnast deilt um bóta- fjárhæðina. Einnig blasir það við þegar lönd- in eru borin saman að sums staðar er hægt að krefjast lækniskostnað- ar og getur hann verið jafnvel stærstur hluti bótauþphæðarinnar. Það tíðkast ekki í Danmörku né annars staðar þar sem er ríkisrekin heijbrigðisþjónusta. í skýrslunni kemur fram að þeg- ar EFTA-löndunum var bætt inn í samanburðinn hafi komið í ljós að bætur reyndust almennt lægri. á Norðurlöndum en sunnar í álfunni. Þegar bornar eru saman bóta- greiðslur hér og erlendis verður að hafa í huga þær breytingar sem hafa verið gerðar á réttarreglum um þetta efni nýverið. Ekki er far- ið að reyna að ráði á nýju skaða- bótalögin sem tóku gildi 1. júlí 1993 og tölurnar úr ensku skýrsl- unni miðast við ástandið fyrir gild- istöku þeirra. Það kemur ekki að sök varðandi mat á umkvörtunum tryggingafélaganna því þær lúta auðvitað fyrst og fremst að tjónum sem urðu fyrir gildistöku nýju lag- anna. Það kemur fram í því sem Sig- mar Ármannsson, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra trygg- ingafélaga, segir að íslensku trygg- ingafélögin telji sig hafa borið þungan kostnað af litlu málunum. Ofangreind könnun hafði ekki að geyma dæmi um hvernig farið væri með þá áverka sem mest hafa verið í umræðunni hér á landi, þ.e.a.s. hálshnykkina. Hins vegar var þar að finna dæmi um 15-20% örorku sbr. meðfylgjandi töflu. Danska leiðin til skoðunar Sú leið að bera saman réttarregl- urnar í mörgum ríkjum er farin í nýju áliti nefndar á vegum sænska dómsmálaráðuneytisins, Ersáttning för ideell skada vid personskada, Statens offentliga utredningar 1995:33. Þar kemur fram að Danir og íslendingar hafi gengið hvað lengst í að lögfesta staðlaðar bætur fyrir örorkutjón. Dönsku reglurnar eru vel kunnar á íslandi enda var frumvarp það sem síðar varð að núgild- andi skaðabótalögum, nr. 50/1993 nánast orðrétt þýðing á dönsku lögun- um. Annars staðar en í Danmörku og á íslandi gilda þær reglur yfir- leitt að beitt er einstaklingsbundnu og óstöðluðu mati á tjóni þess sem verður fyrir líkamsmeiðslum. Það er reynt að finna út hvert raunveru- legt fjártjón tjónþola sé. í sænsku skýrslunni eru athyglisverðar hug- leiðingar um það hvort Svíar ættu að fara að dæmi Dana og taka upp staðlaðar bætur í auknum mæli. Það sem mælir með því er meðal annars hve það er mikilli óvissu bundið að reyna að leggja mat á hvert raunverulegt Ijártjón tjónþola sé og hvað séu þar með „fullar bætur“. Niðurstaða sænsku nefnd- arinnar er sú að ekki sé ráðlegt að fara að dæmi Dana. Sænska kerfið, þar sem bætur fyrir örorkutjón eru oftast í formi lífeyris, sneiði hjá mörgum af þeim ókostum sem fylgi einstaklingsbundnu mati. Einnig hafi reynslan af töflumati, eins og til dæmis hinum læknisfræðilegu örorkumötum, verið afar slæm í Svíþjóð. Það vill svo til að nefnd á vegum norska dómsmálaráðuneytisins tók að nokkru leyti á sömu álitamálum í skýrslu sem skilað var á síðasta ári og ber nafnið Personskadeer- statning, Norgens offentlie utredn- inger 1994:20. Nefndin komst ekki að samhljóða niðurstöðu en telur koma til greina að fara dönsku leið- ina þó með þeim fyrirvara helstum að þar sé of lítið tillit tekið til ald- urs tjónþola (þess má geta að úr þessu var bætt í íslenska frumvarp- inu). Hér að framan hefur fyrst og fremst verið horft á viðfangsefnið frá sjónarhóli tjónþolans. Ekkert í þessum gögnum bendir til að réttur hans sé eða hafi verið óeðlilega mikill á íslandi. Ef meta á stöðu þess sem reiða þarf féð af hendi, eins og tryggingafélaganna, verður að taka fleiri atriði með í reikning- inn. Annars er ekki hægt að svara því hvort iðgjöldin þurfi að vera hærri á íslandi eða í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið. Við yrðum með- al annars að vita slysatíðnina, hvernig þau slys sem verða eru metin og að hve miklu leyti tjónþol- ar fylgja rétti sínum eftir. Lögin endurskoðuð Nýju skaðabótalögin eru nú til endurskoðunar hjá nefnd tveggja lögfræðinga, þeirra Gests Jónsson- ar hrl. og Gunnlaugs Claessens hæstaréttardómara. Mesta eftir- væntingin er líklega bundin við það hvernig þeir munu taka á margföld- unarstuðlinum víðfræga. Hann var 6 í upphaflega frumvarpinu, var svo hækkaður upp í 7,5 í næstu gerð þess og nú eru uppi kröfur um að hann verði 10. Skýringin á því að stuðullinn var svo lágur í fýrsta frumvarpinu er einföld; um var að ræða þýðingu á dönsku lögunum. Jón Steinar Gunn- laugsson bendir á að það hafi verið ákaflega óviturlegt að taka gagn- rýnislaust upp þá tölu en hún átti sér sögulegar skýringar í Dan- morku. Þegar ákveðið var að inn- leiða margföldunarstuðulinn þar í landi átti hann að endurspegla ann- ars vegar vaxtafótinn og hins vegar þann árafjölda sem tjónþoli ætti eftir á vinnumarkaði. Um þær mundir voru nafnvextir mjög háir í Danmörku (20%)og við þá var miðað. Það leiddi til þess að ekki var talin ástæða til að hafa stuðul- inn mjög háan. Þegar bætur eru greiddar út í einu lagi er íjárhæðin nefnilega því lægri sem ávöxtunar- möguleikarnir eru meiri. Danskir fræðimenn hafa líka viðurkennt að stuðullinn hefði þurft að vera mun hærri og grundvallast á raunvöxt- um ef bæta hefði átt tjónþola tap sitt að fullu. Þess má geta að í Svíþjóð er miðað við að stuðullinn þurfi að vera um 20 til að bæta ungu fólki tekjutap sitt ef vaxtafót- urinn er 6,5%. Hæstiréttur íslands hefur talið í dómi frá því J mars síðstliðnum, að reikna eigi með 4,5% vaxtafæti. Til lækkunar myndi síðan koma skatt- frelsi bótanna. Nefndin hefur víðtæk- ara umboð heldur en að fjalla ein- vörðungu um margföldunarstuðul- inn. Þeim sem les í gegnum þær þykku skýrslur sem hér hafa verið nefndar verður ljóst hve ólíkar leið- ir er hægt að fara til að leysa úr löggjafarvandamálum á þessu sviði. Þess vegna saknar maður þess að á ýmsum grundvallaratriðum skyldi tekið er skaðabótalögin voru sett á sínum tíma. IMorður- löndin í lægri kant- inum. Nær orðrétt þýðing dönsku laganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.