Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 21 LISTIR Nýjar bækur Bók sem kostaði for- dæmingu og útlegð Morgunblaðið/Kristinn WALLACE Roney sýndi á Hótel Sögu að hann er nú meðal fremstu trompetleikara djassins. Taslima Nasrin PJASS Ilótcl Saga RÚREK Tríó Tómasar R. Einarssonar og Olafía Hrönn. Olafía Hrönn Jónsdótt- ir söngur, Þórir Baldursson píanó, Tómas R. Einarsson bassi og Einar Valur Scheving trommur. Kvintett Wallace Roneys. Wallace Roney trompet, Antoine Roney saxófónar, Carlos McKiimey píanó, Clarence Seay bassi, Eric Allen trommur. Hótel Saga, föstudagur, 8. septem- ber. STÓRA stundin á RúRek djass- hátíðinni rann upp sl. föstudags- kvöld þegar kvintett bandaríska trompettleikarans Wallace Roneys lék á tónleikum á Hótel Sögu. Tríó Tómasar R. Einarssonar bassaleik- ara ásamt Ólafíu Hrönn Jónsdóttur söngkonu hófu leikinn og hituðu upp mannskapinn. Fluttu þau nokkur frumsamin lög af væntanlegum geisladiski. Tríóið vár í góðri og glettnislegri sveiflu að hætti Tóm- asar og féliu sveifludansarnir vel í kramið en söngur Ólafíu í hægari lögum var slakur. Waliace Roney hefur á undanförn- um árum verið talinn í hópi bestu trompetleikara djassins af gagnrýn- endum um allan heim og stíll hans og tónlistarþroski mótaður af Miles Davis öðrum fremur. Ekki fór það á milli mála á Sögu að Roney er meðal þeirra fremstu í dag, með sinn þróttmikla og hreina tón, í marg- slungnum hlaupum um tónstigu og persónulegur og lýrískur í ballöðu- Roney á Sögu blæstri. Þó virtist Roney ekki vel upplagður á tónleikunum. Þótt hann ætti nokkra afburða góða einleiks- kafla voru þeir stuttir og þegar nokkuð var liðið á síðari hluta tón- leikanna hvarf hann með öllu af sviðinu og sást ekki eftir það. Roney telst til ungu djassljónanna í Bandaríkjunum, nýbopparanna sem standa með annan fótinn í bopp- hefð og frjálsari tilraunum sjötta og sjöunda áratugarins. I þessari nýj- ustu sveit Roneys eru lítt þekktir og ungir djassleikarar sem eru þó engir aukvisar. Voru þeir taum- lausari og- frjálsari í leik sínum en maður hefur heyrt af hljómdiskum Roneys. Þeirra reyndastur er líklega Clarence Seay bassaleikari sem lék með Marsalis bræðrum í upphafi framagöngu þeirra. Kvintettinn byijaði á að leika Melchizedek í kröftugu og stígandi tempói en verkið er af Seth Air diski Roneys, sem kom út árið 1983 og er skrifað á Wallace Roney. í kjölfar- ið fylgdi ónefnt verk af væntanleg- um hljómdiski kvintettsins eftir hinn rúmlega tvítuga og bráðefnilega Carlos McKinney píanóleikara, sem virðist á köflum sækja sterk áhrif í stíl McCoys Tyners. Antoine, bróðir Wallace Roneys, lék bæði á tenór- og sópransaxófón, og spann dulúð- ugar tónaflækjur, svalari en Wallace og látiausari í sþunanum. Seay og Eric Ailen trommuleikari voru heitir og héldu -rytmanum' kraumandi með mikilli kýlingu án þess þó að upp úr syði. Flestum að óvörum voru fáir „standardar" á efnisskrá en þó tók sveitin Night and Day, í kjölfarið fylgdu My Ship, hrífandi ballaða, og Clowns af væntanlegum diski og hugleitt var út frá Bítlaballöðunni Michelle, sem er á Misterios-diskin- um. Tónleikunum lauk á blúsuðum spuna í hröðu tempói en verkið er eftir Wallace Roney. Höfuðpaurinn sjálfur þá fjarri góðu gamni, horfinn af sviðinu. Súlnasalur Hótel Sögu er afleitur staður fyrir tónleika af þessu tagi eins og sannaðist rækilega á föstu- dagskvöldið. Þorri áheyrenda þarf að gera sér að góðu að sitja til hlið- ar við sviðið eða þar fyrir aftan, þar sem lítið sem ekkert sést til hljóm- listarmannanna. Fyrir framan sviðið voru borð aftur á móti frátekin í nafni RúRek þegar húsið var opnað. I ofanálag virtust margir tónleika- gesta lítinn áhuga hafa á tónlist kvintettsins því óróleiki var í salnum, drykkjumas við borð og ráp á gest- um, þannig að á köflum var ógjörn- ingur að fylgjast með leik Roneys og félaga. Það nær auðvitað engri átt að bjóða tónlistarmönnum og djassunnendum upp á þessar að- stæður og verður að skrifa það á reikning skipuieggjenda tónleik- anna, sem eiga að öðru leyti þakkir skildar fyrir margréttaða djassveislu á RúRek ’95. Ómar Friðriksson. ÚT er komin heimild- arskáldsagan Skömm- in eftir Taslimu Nasr- in, en hún er einn gesta Bókmenntahá- tiðar í Reykjavík 1995. Skömmin hefst 7. desember árið 1992, daginn eftir að hópur hindúa lagði fimm hundruð ára gamla mosku múslíma í Ay- odhya á Indlandi í rúst. Milljónir hindúa í múslímska grannrík- inu Bangladesh fyllast beyg, því þeir vita að ódæðisins verður grimmilega hefnt á fólki sem af tilviljun játar sömu trú og öfgamennirnir. í kynningu útgefanda segir: „Ta- slima Nasrin vefur í þessari heimild- arskáldsögu saman áhrifamiklum frásögnum og upplýsingum úr nút- íð og fortíð. Hún dregur upp ljóslif- andi mynd af því hvernig inúslímar í Bangladesh hafa níðst á hindúíska VETRARSTARF Leiklistarstúdíós Eddu Björgvins og Gísla Rúnars fer senn að hefjast og er nú að verða fullbókað á öll námskeið á haustönn. Stúdíóið hóf starfsemi sína í mars sl. og síðasta námskeiði á sumarönn lauk um mánaðamótin júlí-ágúst. I kynningu segir að „aðsókn hafi verið langt umfram það sem hægt sé að anna en vonir standa til að úr því megi bæta á vetrardag- skránni 1995-96, sem skiptast mun í haustönn sept.-nóv,, miðsvetrar- önn feb.-mars, vorönn apr.-maí og sumarönn júní-júlí. Sem fyrr verður boðið upp á unglinganámskeið fyrir 13 til 15 ára, námskeið fyrir byijend- ui' í hagnýtri leiklist, 16 ára og eldri, framhaldsnámskeið fyrir þá sem áður hafa stundað nám hjá Stúdíóinu og helgarnámskeið og sérnámskeið fyrir félagasamtök og fyrirtæki í tjáningu, framkomu og framsögn. Á slíkum námskeiðum hafa rekist vel minnihlutanum ára- tugum saman, en um leið er bók hennar ákall um umburðar- lyndi og mannúð og hefur kostað hana for- dæmingu og útlegð.“ Silja Aðalsteins- dóttir þýddi bókina. Taslima er læknir frá Bangladesh sem hefur árum saman skrifað smásögur og greinar í dagblöð í Dhaka. Hún er vinsæll höf- undur í heimalandi sínu, einkum meðal kvenna, en býr nú í útlegð í Svíþjóð. Sænski PEN-klúb- burinn veitti henni málfrelsisverð- laun árið 1994. Útgefandi er Mál og menning. Skömmin er 239 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápuna gerði Margrét E. Laxness. Skömm- in er bók mánaðarins í september og kostar þá 1.385 kr. en hækkar í 1.980 kr. 1. október. , Edda Gísli Rúnar Björgvinsdóttir Jónsson saman í flokki tvær, stundum þtjár kynslóðir fólks, ólíkrar gerðar og stétta.“ Allar nánari upplýsingar um starfsemi Leiklistarstúdíósins, auka- námskeið og þ.h. er að finna í Menn- ingarhandbókinni Leikur & List, sem kemur út mánaðarlega og er borin inn á öll heimili á stór-Reykjavíkur- svæðinu. Leiklistarstúdíó Eddu og Gísla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.