Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Bókmenntahátíð ’95 Ljóðagaldur Á öðrum degi bókmenntahátíðarinnar, á mánudaginn var, ræddu höfundar um ís- lenskan arf í útlöndum og vandann að skrífa sögulegar skáldsögur og lásu auk þess úr verkum sínum fyrir fullu húsi gesta. Þröst- ur Helgason segir frá því sem fram fór. PALLBORÐSUM- RÆÐUR eru stór þáttur bók- menntahátíðarinnar og nauðsynlegur. Þar gefst höfundum tækifæri til að kynnast störfum hver annars, ræða mismun- andi viðhorf og ólíkar nálganir að ýmsum við- fangsefnum. Tímasetn- ing umræðnanna gerði hins vegar fáum öðrum en þátttakendum hátíð- arinnar og ef til vill skólafólki kleift að sækja þær. Hefðu aðstandend- ur hátíðarinnar mátt hafa vinnandi fólk í huga við skipulagningu umræðna og fyrir- lestrahalds. íslenskur arfur Fyrstu pallborðsumræður há- tíðarinnar fjölluðu um íslenskan arf í útlöndum. Þátttakendur voru kanadíski höfundurinn William Valgardson sem er af íslenskum ættum og Daninn Poul Vad en nýj- asta verk hans heitir Nord fer Vatnajekel og er ferðasaga sprottin af reynslu hans af Hrafnkels sögu Freysgoða og íslenskum óbyggðum. Vésteinn Olason prófessor stjórnaði umræðunni. Vad sagði að sjálfur hefði hann orðið fyrir miklum áhrifum af ís- lenskum bókmenntaarfi enda hefði hann kynnst honum þegar í barna- skóla. Hann telur hins vegar að yngri höfundar þekki ekki þennan mikilvæga þátt í norrænni menn- ingarsögu enda séu honum ekki gerð skil í dönskum skólum lengur. Vad sagði að íslenskar nútímabók- menntir hefðu verið vel kynntar í Danmörku á fyrri hluta aldarinnar og þar hefðu Gunnar Gunnarsson og Hall- dór Laxness verið yf- irgnæfandi. Laxness hefur reyndar skyggt á síðari tíma höfunda líka að sögn Vads, þannig hafa til dæmis íslenskir módernistar átt mjög erfitt upp- dráttar á dönskum bókamarkaði. Af máli Vads mátti jafnvel skilja að ímynd Lax- ness og íslenskra bók- mennta hefði runnið algerlega saman í hugum Dana. William sagði að íslenskur bók- menntaarfur væri nánast inngróinn þáttur í samfélag íslendinga í Kanada, þótt íslenskar bókmenntir hafi ekki verið kenndar i barnaskól- um. Hlutverk sitt og annarra skálda sagði hann svo vera að halda minn- ingunni um þennan arf lifandi. Will- iam sagði að nokkuð væri gefið út af íslenskum og skandinavískum bókmenntum í Kanada en að þær ættu erfitt uppdráttar í samkeppni við bókaflæðið frá Bandaríkjunum, rétt eins og bókmenntir Kanada- manna sjálfra. Að drepa sagnfræðing í umræðu um glimuna við sögu- legar staðreyndir í skáldsögum benti Sten Nadolny, sagnfræðingur og höfundur Göngulags tímans, á að nauðsynlegt væri að losa sig við all- ar sagnfræðilegar tilhneigingar við ritun sögulegra skáldsagna. Er hann hóf ritun sögu sinnar af enska sæfar- anum og landkönnuðinum John Sten Nadolny Franklin segist hann hafa reynt að viða að sér öllum tiltækum stað- reyndum um líf hans. Smátt og smátt urðu hugmyndir hans um Franklin og sögu hans - sem hann hafði þekkt síðan í æsku - staðreynd- unum yfirsterkari. Það var því ekki um annað að ræða en að drepa sagn- fræðinginn í sér og skrifa skáldsögu. Lennart Hagerfors frá Sv.íþjóð tók undir þessar hugmyndir Nadolny og sagði að höfundur sögulegra skáld- sagna ætti ekki að búa til skáldsögu úr sagnfræðinni heldur skoða sög- una frá nýjum sjónarhóli. Hallgrímur Helgason sagði að til þess að geta notað sögulegar stað- reyndir í skáldsögu yrði að færa þær í búning fáránleikans. Það þarf að ýkja veruleikanntil að hann falli að eðli skáldsögunnar. Upplestur í Þjóðleikhúskjallarunum Mesta athygli á upplestrarkvöldi mánudagsins vakti Taslima Nasrin, bangladeska skáldkonan sem hefur verið gerð útlæg úr heimalandi sínu. Nasrin las nokkur ljóða sinna á ensku, ljóð um konuna og frelsið. Einnig las hún ljóð á móðurtungu sinni sem höfðu einkar ljóðrænan hljóm, þessa seiðandi hrynjandi sem jafnast á við galdur, þetta var ljóða- galdur. Steinunn Sigurðardóttir las úr nýrri skáldsögu sinni sem fjallar um unga stúlku sem send er austur á firði til að forða henni úr sollinum í Reykjavík. Við sögu koma aðrar konur af ýmsu tagi, mömmur og ömmur, lífs og liðnar, og nokkrir karlmenn sem Steinunn sendir tón- inn á sinn hátt: Það væri mikill munur ef menn gætu þagað, þó ekki væri nema rétt á meðan og fyrst á eftir. Sten Nadolny las úr skáldsögu sinni, Göngulag tímans, og Knut Odegárd og Tóroddur Poulsen lásu nokkur ljóð. Þjóðleikhúskjallarinn var yfirfullur þetta annað kvöld bók- menntahátíðarinnar. Hátíðin í dag í dag kl. 15 mun enski rithöfund- urinn Martin Amis spjalla um höf- undarverk sitt við Einar Kárason rithöfund. Dagskráin fer fram á ensku í Norræna húsinu. Islensk pappírsinnsetning Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SÝNIN G ARS ALURINN er klæddur grófgerðum pappír. Á auð- um flötum hanga ámálaðir papp- írsstrimlar. Og sýningin opnaði með uppákomu, þar sem hópur fólks af ólíkum þjóðernum stikaði um sal- inn, hver með sinn pappírsstrimil, þar sem á var letraður texti á móð- urmáli viðkomandi, sem þau lásu upphátt, hver með sínu nefi. Að loknum lestrinum negldu þau strimlana upp. Pappírslistin hangir upp í Kunstkorridoren Nádada á Nörrebrogade 50a til 22. september og er eftir Björgu Ingadóttur, sem hefur búið í Danmörku í átján ár. Björg lærði myndvefnað á sínum tíma, en komst um leið í kynni við pappírsgerðina, sem tók hug hennar allan, svo vefnaðinn hefur hún aldr- ei stundað. Hún lærði í Danmörku, bjó lengst af í Árósum, en er ný- flutt til Kaupmannahafnar. í fimm ár þreifaði hún sig áfram með papp- írinn, áður en hún hóf að sýna. Þegar hún var að byija var pappír ekki áberandi sem listform, en hef- ur síðan orðið æ fyrirferðarmeiri. í samtali við Morgunblaðið segir Björg að í byijun hafi fólk venju- lega horft undrandi á sig, þegar hún sagðist vinna við pappír og í dönsku galleríi pappírsgerð og hún þá oft fengið fyrirspurnir um hvort hún gæti búið til pappír fyrir aðra listamenn. Hún hefur hins vegar unnið með pappírinn sem listform og búið til myndverk í ætt við skúlptúra, sem spila á rýmið, sem þeir eru settir upp í. Björg segist hafa þróast í að vera listamaður, sem spilar á rýmið, hugsar um heildina, ekki síður en einstök verk. Sýningin nú er nýtt skref í þeirri þróun, þar sem pappírinn er látinn þekja alla veggi, svo verkið í heild er ein allsheijar innsetning. Aðspurð hvers konar list Björg stundi svarar hún að henni þyki erfitt að flokka sig, en líklega standi hún næst hugmyndalist. Það sé sú ist, sem hún geti helst þekkt sjálfa sig í og finnist hún vera andlega skyldust. Pappírslist sé flokkuð á ýmsan hátt, oft með textíl, en verk sín hafi ekkert með textíl að gera. MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 19 Þessi frábæru tilboð gilda til 18. september! Hrossabjúgu L— U19l Kjötvörur frá Nýja Bauta- búrinu á Akureyri! Hversdagsskinka kr./kg kr./kg ; Brazzi - æ \epla- og 11 i appelsinu i (1 lítri) Saltkjöt...................389 kr./k8 Rófur, nýjar íslenskar......95 kr./kg Kellogg’s Comflakes 500 g..1 75 kr. Borgames Pizza 3 teg........289 kr. Olaparty Pizza m/öllu.....289 kr. Komax rúgmjöl 2kg. ..........75 kr. Opið: Mánud. -fimmtud. kl. 9-19, föstudaga kl. 9-20 Kaupgarður ■ í M J ÓDD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.