Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 1 I FYLGSNUM HUGANS Imaginary Crimes Stórkostleg kvikmynd um samband föður og dóttur í skugga myrkra leyndarmála. Eftir einn efnilegasta leik- stjóra Bandaríkjanna. Aðalhlutverk: Harvey Keitel (The Piano), Faruza Balk og Kelly Lynch, (Curly Sue). Leikstjóri: Anthony Drazan. Sýnd kl. 7, 9 og 11. STJÖRNUBÍÓLÍNAN Verðlaun: Bíómiðar og geislaplötur „Einkalíf". Sími 904 1065. ÆÐRI MENNTUN 18.000 nemendur , 32 þjóðerni 6 kynþættir 2 kyn i 1 háskóli. * Það hlýtur að sjóða uppúr!! Sýnd kl. 5. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ] y C Blur-aðdá- endur kátir ►NÝJASTI geisladiskur hljóm- sveitarinnar Blur, „The Great Escape“, kom til landsins í gær. Blur er ein vinsælasta hljóm- sveit Bretlands og virðist ekki síður vinsæl hér á landi. Að • — minnsta kosti myndaðist tölu- verð biðröð eftir disknum í verslun Skífunnar í Kringlunni strax í gærmorgun. íjskðft - Hutchence dæmdur fyrir lík- amsárás MICHAEL Hutchence, söngvari ástr- ölsku hljómsveitarinnar INXS, var sektaður um 40.000 krónur í gær fyrir að ráðast á ljósmyndara fyrir utan hótel í Bretlandi. Hann var einn- ig dæmdur til að borga málskostnað að upphæð 200.000 krónur. Hutc- hence játaði sekt sína fyrir rétti í London í gær. Hann virtist með ein- dæmum taugaóstyrkur og fékk sér margsinnis sopa úr vatnsglasi sínu á meðan réttarhöldin stóðu yfir. Hann hafði dvalist á umræddu hóteli ásamt ástkonu sinni, Paulu Yates, eiginkonu rokkarans góð- gerðarfúsa Bobs Geldofs. Michael, sem fór frá ofurfyrirsætunni Helenu Christiansen til að taka saman við Paulu, hafði orðið fokreiður kvöldið fyrir árásina, þegar blaðamenn höfðu áreitt parið við kvöldverð. Dregið í dilka ►TVÆR „kynslóðir" land- búnaðarráðherra og einn fé- lagsmálaráðherra mættu til leiks þegar réttað var í Auð- kúlurétt á laugardaginn. Núver- andi landbúnaðarráðherra, Guðmundur Bjarnason, kannaði fjárstofn Pálma Jónssonar frá Akri, fyrrum landbúnaðarráð- herra og Páls Péturssonar fé- lagsmálaráðherra frá Höllu- stöðum. Með gangnamönnum voru sjónvarpsmenn frá Wales og þó nokkur hópur erlendra ferða- manna. Hér sjást sljórnmála- mennirnir í hrókasamræðum, en væntanlega hafa þeir gefið pólitíkinni frí þegar leikurinn stóð sem hæst. Nicholson í góðu skapi ►GAMLI úlfurinn Jack Nichol- son ekur bíl sínum sjálfur og þarf ekki bílstjóra. Hér yfirgefur hann kampakátur Monkey-krána í Los Angeles. I nóvember leikur hann í mynd Sean Penns „The Crossing Guard“ ásamt gamalli vinkonu sinni, Anjelicu Huston.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.