Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 17 ERLENT Colin Powell íhugar forsetaframboð á næsta ári Utilokar ekki að bjóða sig fram sem demókrati New York. Reuter. COLIN Powell, fyrrverandi forseti bandaríska herráðsins, kveðst ekki útiloka að hann bjóði sig fram í for- setakosningum sem demókrati, þótt hann segi framboð á vegum Repú- blikanaflokksins auðveldari leið í Hvíta húsið. Powell lætur þessi orð falla í við- tali við Barbara Walters, sem ABC- sjónvarpið sýnir á föstudag. Hann kveðst þar „óánægður með báða flokkana“ en geti átt heima í þeim báðum með nokkrum málamiðlunum. Powell skýrir ennfremur frá því að hann hafi kosið repúblikanann George Bush í síðustu kosningum. Powell var forseti herráðsins á valda- tíma Bush og einn af stjórnendum hersins í stríðinu gegn írak. Hann lýsir sér sem íhaldssömum í ijármál- um, en er hlynntur rétti kvenna til fóstureyðinga, vopnaeftirliti og for- gangi minnihlutahópa til starfa á vegum hins opinbera. Hann kveðst sjálfur hafa notið góðs af hinu síðast nefnda sem blökkumaður innan hers- ins. Hafnaði ráðherraembætti Powell segir að auðveldast yrði fyrir hann að bjóða sig fram sem repúblikani, þótt hann yrði þá að fallast á nokkrar málamiðlanir. Hann útilokar þó ekki framboð sem demó- krati gegn Bill Clinton eða utan flokka ákveði hann að gefa kost á FJÖLSKYLDUR þeirra, sem misstu einhvern ástvin sinn þegar stórverslun í Seoul í Suður-Kóreu hrundi til grunna, hafa krafist þess, að þeir, sem báru ábyrgð á slys- sér. Hann taki ákvörðun um framboð eftir að kynningarherferð á nýrri bók hans lýkur í lok næsta mánaðar. Powell kveðst hafa hafnað tilboði um að gerast utanríkisráðherra í stjórn Clintons í desember þar sem hann telur utanríkisstefnu forsetans skorta „visst samhengi". „Ég tel að menn séu of oft að taka ákvarðanir um markmið frá degi til dags, frá viku til viku. Og ég tel að þetta skaði okkur.“ inu, verði dæmdir til dauða. Hafa þær einnig sýnt hug sinn til þeirra með öðrum hætti, til dæmis með því að brenna brúður í líki verslunareigend- anna. Þjóðarat- kvæði um framtíð Quebec Quebec-borg. Reuter. JACQUES Parizeau, forsætisráð- herra Quebec, hefur tilkynnt að efnt verði til þjóðaratkvæðis um framtíð fylkisins 30. október. Qubec-búar eiga að greiða at- kvæði um hvort fylkið eigi að verða fullvalda ríki eftir að hafa boðið Kanada efnahagslegt og pólitískt bandalag. í síðasta þjóðaratkvæði um framtíð Quebec, árið 1980, höfnuðu 60% kjósenda fullveldi og bandalagi við Kanada. Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, varaði við því að fullveldi myndi óhjákvæmilega leiða til að- skilnaðar frá Kanada og kvaðst vongóður um að Quebec-búar myndu hafna því. Flestir andvígir aðskilnaði Samkvæmt nýjustu skoðana- könnun, sem var birt á laugardag, eru flestir Quebec-búar andvígir aðskilnaði en stuðningurinn við full- veldi og tengsl við Kanada er meiri. í þjóðaratkvæðinu verður spurt: „Ertu sammála því að Quebec eigi að verða fullvalda ríki, eftir að hafa lagt fram formlegt tilboð um nýtt efnahagslegt og pólitískt bandalag við Kanada?" Samkvæmt könnun- inni ætla 50,2% að svara spurning- unni játandi, en 49,8% neitandi. -----------♦ ♦ ♦----- Óttast ekki geislamengun í Kyrrahafi Genf. Reuter. WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, lýsti í gær andstöðu sinni við kjarn- orkuvopnatilraunir Frakka en sagði jafnframt, að ekkert benti til, að hætta væri á geislamengun af þeirra völdum, Dr. Wilfried Kreisel, forstöðu- maður heilsu- og umhverfisdeildar WHO, sagði á blaðamannafundi, að þótt ekkert benti til, að geisla- virk efni kæmust út í sjó vegna sprenginganna, þá væri ekki unnt að útiloka, að það gerðist síðar og því þyrfti að fylgjast náið með. ít- rekaði hann, að WHO væri andvíg framleiðslu og tilraunum með kjarnorkuvopn. Krossabannið virt að vettugi í Bæjaralandi Nittenau. Reuter. RÚM milljón nemenda hóf skólanám í Bæjaralandi að nýju í gær eftir sumarleyfi og skól- arnir virtu að vettugi bann stjórnlagadómstóls Þýskalands við líkneskjum af Kristi á kross- inum í stofunum nema allir nem- endur, kennarar og foreldrar skólans samþykktu þau. Stjórn Bæjaralands kom sam- an til að ræða ný lög sem skylda skólana til að hafa krossana áfram í skólastofunum. „Við munum í framtíðinni finna leiðir til að leysa deilur sem geta risið vegna andstöðu einstaklinga,“ sagði Hans Zehetmair, mennta- málaráðherra Bæjaralands. „Hins vegar verður að taka tillit til vilja meirihlutans." Áður hafði þýski stjórnlaga- dómstóllinn úrskurðað að slík lög samræmdust ekki ákvæði stjórnarskrárinnar um trúfrelsi. Jóhannes Páll páfi, Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, fleiri atkvæðamiklir stjórnmálamenn og hreyfingar kristinna manna hafa einnig gagnrýnt úrskurð- inn. Viðbrögðin í Bæjaralandi við úrskurðinum eru einsdæmi, því Þjóðverjar hafa borið nær ótak- markaða virðingu fyrir stjórn- lagadómstólnum eftir síðari heimsstyjöldina. Morðhótanir og hatursbréf Hjónin Ernst og Renate Sel- ers leituðu til dómstólsins eftir tíu ára baráttu gegn krossum í skólastofunum. „Eg efast um að krossarnir verði teknir í burtu strax, þar sem skólarnir þurfa fyrst að fá fyrirmæli frá fræðsluyfirvöidum," sagði Ernst Selers. „Ef þeir fá ekki fyrir- mælin á næstu vikum leitum við aftur til Stjórnlagadómstólsins." Seles-hjónin hófu baráttuna eftir að dóttir þeirra kom heim fyrsta skóladaginn í miklu upp- námi vegna „líks“ í skólastof- unni, eins og þau orða það. Þau hafa fengið um 30 morðhótanir og 100 hatursbréf frá kristnum foreldrum. Ekki kom til mótmæla við skólana vegna bannsins í gær. Reuter Brúðubrenna í Seoul Suðurskautið Ósongatið aldrei ver- ið stærra Genf. Reuter. GATIÐ á ósonlaginu yfir suður- skauti jarðar er nú á stærð við Evrópu og hættan á skaðlegri, útfjólublárri geislun hefur því auk- ,ist verulega. Kom þetta fram hjá veðurfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna, WMO, í gær. Þegar vorar á suðurskauti þynnist ósonlagið mikið en þynn- ingin hefur aldrei verið jafn hröð og nú. Mælist gatið 10 milljónir ferkm eða helmingi stærra en það var á sama tíma 1993. Ósonlagið ver jörðina fyrir út- fjólublárri geislun frá sólu og minnki það mikið er aukin hætta á krabbameini í mönnum og dýr- um, minni uppskeru og almennt minni fæðuframleiðslu. Innanhússskjal í breska Verkamannaflokknum segir hann ekki tilbúinn til að axla ríkisslj órnarábyrgð Birtingin kemur á slæm- um tíma fyrir Tony Blair London. Reuter. ÞVÍ ER haldið fram í innanhússskjali í breska Verkamannaflokknum, að þótt flest bendi til, að hann muni vinna næstu kosningar, þá sé hann ekki tilbúinn til að axla þá ábyrgð, sem stjórnarmyndun fylgir. Var skjalinu lekið til fjölmiðla og þykir koma á versta tírna fyrir Tony Blair, leiðtoga Verkamannaflokksins. Það voru nánustu ráðgjafar Blairs, sem skýrsluna sömdu, en henni var komið til dag- blaðsins Gunrdian, sem er vinstrisinnað, og birti það hana í gær, sama dag og Blair flutti mikilvæga ræðu á þingi breska alþýðusam- bandsins. í skýrslunni, sem kallast „Ófullgerða bylt- ingin“, segir, að stefnumál Verkamannaflokks- ins dugi ekki til að breyta miklu í Bretlandi og vanti „sveigjanleika og hugmyndaauðgi". „Verkamannaflokkurinn er ekki tilbúinn til að taka við stjórnartaumunum, hann þarf að ljúka við byltinguna," sagði þar. Erfitt sumar Sumarið hefur verið heldur erfitt Verka- mannaflokknum og nokkrir þingmenn hans hafa gagnrýnt Blairharðlega fyrir einræðisleg- ar tilhneigingar. Segja þeir, að í ákafa sínum við að biðla til millistéttarinnar hafí hann gleymt hinum fátæku, sem ávallt hafi þó stutt Verkamannaflokkinn hvað dyggilegast. Ýmsir framámenn í Verkamannaflokknum gerðu lítið úr þessari skýrslu í gær og bentu á, að hún væri orðin sjö mánaða gömul, hefði verið samin áður en flokkurinn kastaði fyrir róða 90 ára gömlu ákvæði um þjóðnýtingu atvinnufyrirtækja. Færra fólk en hæfara Skýrslubirtingin kemur sér samt illa fyrir Tony Blair, sem flutti í gær ávarp á þingi breska aiþýðusambandsins, TUC, en verkalýðs- félögin standa undir fjármögnun flokksins og eru mjög viðkvæm fyrir öllum breytingum á ímynd hans. I skýrslunni segir ennfremur, að Verka- mannaflokkurinn sé ekki enn nógu samstæður hugsjónalega og sagt er, að flokksvélin þurfi „á færra fólki að halda en hæfara".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.