Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Lækkun í flugfrakt vegna aukinnar samkeppni skilar sér í meiri flutningum Volvo S4 23% aukning fyrstusex mánuði ársins FLUGFRAKTFLUTNINGAR til og frá landinu hafa aukist um nærri fjórðung á fyrstu 6 mánuðum þessa árs samkvæmt tölum Flugmálastjórnar og virðist sem tilkoma Cargolux á markaðinn hér á landi hafi verið hrein viðbót við þá flutninga sem fyrir voru. Flutningar með flugfrakt á síðasta ári voru um 11% meiri en árið þar á undan og hefur aukningin í þessum flutningum verið mun meiri síðastliðið ár en á undanförnum árum. Undanfarin fimm ár hafa vöruflutningar með flugi aukist að meðaltali um 3%. Þessi aukning í fraktflutningum virðist koma í kjölfarið á töluverð- um verðlækkunum í fraktflugi á síðasta ári, en eins og greint var frá í Morgunblaðinu í nóvember síðastliðnum nam lækkunin um 10-40% og var hún mest til flutn- ingsmiðlara og stærri fraktflytj- enda. í samtali við nokkra flutn- ingsmiðlara kom fram að þessi lækkun hefði reynst varanleg en ekki hefði komið til neinnar frek- ari lækkana síðan. Flug Cargolux hrein viðbót Að sögn Þórarins Kjartansson- ar, umboðsaðila Cargolux á ís- landi, hafa fraktflutningar á veg- um félagsins aukist verulega frá því þeir hófust fyrir tæpu ári. Hann segir þar mestu muna um tugprósenta aukningu í fraktflutn- ingum til landsins. Félagið hefur m.a. bætt við einu flugi frá Banda- ríkjunum hingað til lands til að anna aukinni eftirspum. Þórarinn segir að svo virðist sem hér sé um hreina aukningu á flugfrakt til og frá landinu. „Samkvæmt tölum flugmála- stjórnar jukust flugfraktflutning- ar um 11% á síðasta ári. Annars vegar getur þar verið um almenna aukningu í flutningum'til og frá landinu, þ.e. að hin jákvæða þróun í efnahagslífinu hjá okkur sé að skila sér. Hins vegur getur verið um að ræða tilfærslu frá skipa- flutningum yfir í flugflutninga Sterkir plastkassar og skúffur. Fyrir skrúfur, rær og aðra smáhluti. Hægt að hengja á vegg, eða stafla saman. lyiargar stærðir gott verð. Avallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga, UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN SMIÐJUVEGUR 70, KÓP. SÍMI564 4711 • FAX 564 4725 vegna verðlækkana í flugfrakt að undanförnu. Þetta er líka að hluta til vegna þess að flugflutningarn- ir þurrka út stærsta hlutann af landflutningum í Evrópu. Það kemur því enginn aukakostnaður á smásendingar með skipum þar sem sendandi þarf að koma vör- unni til hafnar en slíkir flutningar geta kostað allt að tvisvar sinnum meira en skipaflutningurinn sjálf- ur.“ Auknir ferskfisksflutningar Þrátt fyrir að flutningar á veg- um Cargolux hafi verið að aukast hefur engin samdráttur orðið í fraktflugi Flugleiða. Þvert á móti hafa þeir aukist og segir Arngeir Lúðvíksson, forstöðumaður flugfr- aktar Flugleiða, aukninguna vera um 10% á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Hann segir stærstan hluta þeirrar aukningar liggja í auknum útflutningi á ferskum fiski til meginlands Evrópu og Bandaríkjanna. Félagið hafí fjölg- að sérstökum fraktfiugum á þess- um tíma og-nemi heildarflutningar félagsins nú tæpum 10.000 tonn- um það sem af er árinu. Arngeir segir hins vegar að verðskrá Flugleiða í fraktflugi hafi lítið breyst á þessum tíma. „Á heildina litið hefur verðskráin verið nánast óbreytt. Einhverjar lækkanir hafa þó orðið á einstaka áætlunarstaði og t.d. hafa flutn- ingsgjöld til og frá Luxemborg lækkað lítillega. Þá er verið að tala um sérsamninga við stærri inn- og útflytjendur. Morgunblaðið/Halldór FRAKTFLUG Cargolux til og frá íslandi virðist vera hrein við- bót við fraktflutninga en þeir hafa aukist mikið að undanförnu. Húsbréfin skráð hjá fjármála- þjónustu Reuters FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA Reuters hefur tekið upp skráningu á hús- bréfum í gagnagrunni sínum fyrir miiligöngu verðbréfadeiidar Hús- næðisstofnunar ríkisins. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk verðbréf eru skráð með þessum hætti er- lendis. Reuters leitaði fyrr á árinu til Húsnæðisstofnunar og óskaði eft- ir upplýsingum um húsbréfin, skilmála þeirra, verðtryggingará- kvæði, útdráttarfyrirkomulag o.fl. Að mati Húsnæðisstofnunar má ætla að skráningin muni hafa nokkur áhrif á sölu húsbréf til erlendra fjárfesta. „Grunnur" markaður Erlendir fjárfestar hafa ekki sýnt húsbréfum mikinn áhuga frá því útgáfa þeirra hófst og sáralít- ið hefur selst til útlanda. Guð- mundur Hauksson, forstjóri Kaupþings, telur að skráning húsbréfanna hjá Reuters muni ekki valda neinum viðsnúningi um það hvort þau seljist erlendis eða ekki, þó allar upplýsingar séu vissulega til bóta. Hann segir útlendinga jafnan staldra við þegar þeir sjái hversu grunnur verðbréfamarkaðurinn sé hér á landi. Þeir kaupi bréf fyrir nokkr- ar milljónir dollara í einu og vilji geta fært sig út inn og út af markaðnum fyrirvaralaust. í annan stað séu viðskiptin með húsbréf ekki sýnileg á markaðn- um því einungis um tíundi hluti viðskiptanna komi fram á Verð- bréfaþingi. Þá séu bréfin í þriðja lagi vísitölutengd og háð geng- isáhættu. keppir við Audi ogBMW Frankfurt. Reuter. VOLVO hefur kynnt fjölskyldubíl sinn S4 á bílasýningunni í Frank- furt og telur að hann muni draga kaupendur frá Audi, BMW og Mercedes smábílnum þegar hann verður settur í sölu í byrjun næsta árs. Per-Erik Mohlin forstjóri sagði í samtali að Volvo teldi sig ekki þurfa nýjan samstarfsaðila eftir mis- heppnaða samvinnu við Renault. „Við stöndum ekki einir. Við eig- um gott samstarf við Mitsubishi í Japan,“ sagði Mohlin, sem víkur senn fyrir Tuve Johannesson. Volvo þróaði S4 ásamt Mitsubishi í Nedcar verksmiðjunum í Born í Hollandi. Volvo hefur nýlega verið gagn- rýnt vegna þess að verulega hefur dregið úr arðsemi bíladeildarinnar og þar sem óttazt er að útgjöld vegna nýrra verkefna án samstarfs- aðila eins og Renault kunni að vera fyrirtækinu ofviða. Minnsta gerðin, Volvo 400, hefur selzt illa, en Mohlin er viss um að S4 mmuni seljast vel og geta keppt við Audi A4, BMW “3“ og ef til vill Ford Mondeo og “C“ línu Merce- des. Mohlin segir að S4 komi á mark- að í Evrópu í byijun næsta árs og býst við að selja 70-80.000 bíla 1996. ------» ♦ «------- Hagnaður Audi 1995 tvöfaldast Frankfurt. Reuter. AUDI AG telur að hagnaður fyrir- tækisins fyrir skatta á þessu ári kunni að verða tvöfalt meiri en 184 milljóna marka hagnaður þess 1994. Herbert Demel stjórnarformaður sagði í samtali að velta fyrirtækis- ins, sem tilheyrir Volkswagen AG, mundi aukast um rúmlega 15% í ár miðað við 13.5 milljarða marka veltu í fyrra. Demel ítrekaði fyrri spá um að dreift verði 15% fleiri bílum en í fyrra, þegar 376.000 bílum var dreift. * Islendingar veija auknum hluta tekna sinna í tómstundaiðju Tómstundaiðkun 1984 og 1995 Hlutfallsleg skipting í vísitölugrunni Tæki Baekur, blöð og tímarit Happadrætti Útvarp og sjónvarp Líkamsrækt og tómstundir Leikhús Kvikmyndir Samtals vægi í neysluvísitölunni Sjónvarp oghapp- drættí glepja VÍSBENDING spyr í síðasta tölu- blaði hvort frí séu uppspretta auðs og vísar til þess að einstaklingar hafi á undaförnum árum varið sí- fellt stærri hluta af tekjunq sínum til afþreyingar af ýmsu tagi. í tölum Þjóðhagsstofnunar kemur fram að á undanförnum 25 árum hafi sá hluti tekna sem varið er til afþreyingar nær tvöfaldast, farið úr rúmum 5% í rúm 10%. Þá spáir Vísbending því að þetta hlutfall verði komið upp undir 12% um aldamót. Stærstur hluti útgjalda í tækjakaup I greininni er jafnframt skoðað hvernig útgjöld einstaklinga skiptast niður á einstaka þætti afþreyingar- efnis. Þar kemur í ljós að um 13% af útgjöldum til tómstunda renna í líkamsrækt, 22% til kaupa á bókum og tímaritum, 5% í bíóferðir, 24% til kaupa á ýmiss konar tækjabún- aði, 5% til Ieikhúsferða, óperuferða og kappleikja, 16% er kostnaður við sjónvarpsgláp og að lokum rennur um 16% af þessum útgjöldum til happdrættis af ýmsu tagi. Aukning í happdrætti og sjónvarpsglápi Til samanburðar við skiptinguna 1995 fengust tölur frá Hagstofunni um sambærilega skiptingu fyrir árið 1984 og hana má sjá á meðfylgj- andi mynd. Þar sést að útgjöld til kaupa á bókum og tímaritum hefur dregist talsvert saman á meðan ein- staklingar hafa ríflega tvöfaldað útgjöld sín til happdrætta. Þá aukn- ingu má líklega að stórum hluta rekja til nýjunga á því sviði á borð við Lottó, happaþrennur og ýmislegt meira. Leikhúsin bæta lítillega við sig en kvikmyndahúsin gefa eftir en það er þó ákaflega lítið ef tekið er mið af stórauknu framboði á sjónvarps- efni með tilkomu Stöðvar 2, fimmtu- dagssjónvarps og sjónvarpsútsend- inga í júlímánuði. Utgjöld til sjón- varpsgláps hafa líka aukist um rösk- iega helming frá 1984, frá því að vera rúm 6% af tómstundaútgjöldum í rétt tæp 14%. Það vekur hins vegar athygli að útgjöld til tækjakaupa voru mun stærri hluti af útgjöldum einstakl- inga til tómstundamála fyrir tíu árum en þau eru nú. Árið 1984 fóru 36% af tómstundaútgjöldum fólks í tækjakaup í samanburði við 24% nú, þrátt fyrir að tölvueign sé nú mun algengari en þá var. i « « c í i í í I 1 í í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.