Morgunblaðið - 21.09.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 21.09.1995, Síða 1
80 SÍÐUR B/C/D 214. TBL. 83. ÁRG. ' FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þungavopn Bosníu-Serba á brott frá Sarajevoborg- Sarajevo, Zagreb. Reuter. TALSMENN Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins, NATO, skýrðu frá því í gærkvöldi að Bosníu-Serbar hefðu uppfyllt skilyrði samnings sem þeir gerðu um brottflutning þungavopna frá borginni en lokafrestur rann út í gær. Um 250 vopn hefðu verið fjarlægð, Serbar hefðu staðið við loforð um að leyfa óhindraðar samgöngur og binda enda á ums- átrið og væri ekki „að svo stöddu" þörf á því að flugvélar NATO hæfu loftárásir á ný. Allt var með kyrrum kjörum í Sarajevo í gær- kvöldi og fulltrúar Bosníu-Serba hvöttu SÞ til að koma á vopnahléi í öllu landinu. Fulltrúi SÞ, Alexander Ivanko, sagði að króatískar hersveitir, sem sótt hafa hratt fram ásamt herliði múslima og tekið, mikið land af Bosníu-Serbum í Mið- og Norður- Bosníu undanfarnar vikur, virtust nú hafa hægt mjög á aðgerðum sínum við fljótið Una. Það er á landamærum Króatíu og Bosníu hjá borgunum Dvor og Kostajnica. Dregið úr sóknarþunga „Þeir eru hættir að gera árásir og eru að flytja búnað sinn á brott yfir fljótið. Sóknin í suðri virðist einnig vera mun hægari," sagði Ivanko. Hann sagði að herlið músl- ima og Bosníu-Króata við Banja Luka í norðurhlutanum, þar sem tugþúsundir serbneskra flótta- manna dvelja nú við slæman að- búnað, hefði hætt árásum. Stjórn- in í Sarajevo krafðist þess í gær að allt herlið yrði flutt frá borg- inni. Ráðamenn Serba í Banja Luka sögðu kröfuna út í hött; tal- ið er að þeir hafi eflt mjög varnir sínar við borgina síðustu daga. Vesturveldin og þá einkum Bandaríkjamenn hafa varað Kró- ata og stjórn múslima í Sarajevo ákaft við því að nýta tækifærið Reuter YFIRMAÐUR herafla NATO í Suður-Evrópu, Leighton Smith flotaforingi (fyrir miðju með gler- augu), yfirmaður friðargæsluliðs SÞ í löndum Júgóslavíu sem var, Bernard Janvier hershöfðingi (hægra megin við Smith, í herklæðum) og Rupert Smith hershöfðingi (vinstra megin við flotafor- ingjann) sem sijórnar friðargæsluliðinu í Bosníu, á flugvellinum í Sarajevo í gær. Nokkrum stund- um áður en síðasti frestur rann út var talið sannað að Serbar hefðu staðið við heit sín og flutt öflugustu þungavopn sín í a.m.k. 20 km fjarlægð frá borginni. til að ráðast á stöðvar Serba í Banja Luka þar sem afleiðingin gæti orðið geysilegt flóttamanna- vandamál. Óttinn við að Serbía skærist í leikinn til aðstoðar þjóð- bræðrunum í Bosníu virðist hins vegar ekki á rökum reistur. Utan- ríkisráðherra Serbíu, Milan Mil- utoinovic, sagði í gær að íhlutun væri „ekki einu sinni til umræðu“. Vígstaðan í Bosníu hefur ger- breyst á nokkrum dögum og ráða Bosníu-Serbar nú aðeins yfir um helmingi landsins eða álíka miklu og þeim er ætlað í friðartillögum stórveldanna. Fyrir skömmu sagði leiðtogi Bosníu-Serba, Radovan Karadzic, að flatarmálið væri ekki eins mikilvægt og það hve lífvæn- legt umráðasvæðið yrði og sam- fellt. Rússland Gíslataka í Dagestan Moskvu. Reuter. TVEIR vopnaðir menn rændu í gær rútu í Makhatsjala, höf- uðstað Dagestans í suðurhluta Rússlands, og tóku níu manns í gíslingu. Ræningjarnir kröfðust þess að fá greiddar 1,5 milljónir Bandaríkjadollara og þyrlu til umráða. Liðsmenn sérsveita innan- ríkisráðuneytisins umkringdu bílinn og stóðu samningavið- ræður við ræningjana yfir er síðast fréttist. Dagestan liggur að upp- reisnarhéraðinu Tsjetsjníju við rætur Kákasusfjalla. Stækkun NATO Skýrsla um skilyrði samþykkt Brussel. Reuter. FULLTRÚAR Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, samþykktu í gær á fundi sínum í Brussel skýrslu sem samin var um forsendur væntan- legrar stækkunar bandalagsins til austurs og þau skilyrði sem upp- fylla þyrfti til að hún gæti orðið að veruleika. Reynt var að koma til móts við Rússa, sem mótmælt hafa áformum um aðild fyrrverandi kommúnista- ríkja harkalega. Var m.a. samþykkt að herliði á vegum NATO og kjarn- orkuvopnum þess myndi ekki sjálf- krafa verða komið fyrir á landsvæð- um nýrra aðildarríkja á friðartím- um. Tekið er skýrt fram að ný aðildar- ríki verði að leggja sinn skerf fram til sameiginlegra varna, þau verði að vera búin að leysa deilur þjóða- brota í löndum sínum og landa- mæraágreining við önnur ríki. Forseti Úsbekístans á ráðstefnu um Aralvatn Am verði beint til suðurs Nukus. Reuter. Afdrifarík- ur dómur BELGÍSKI knattspyrnumaður- inn Jean-Marc Bosman fagnaði í gær sigri fyrir Evrópudóm- stólnum í deilu við sitt gamla félag, FC Liege. Hélt hann því fram, að það hefði eyðilagt fer- il hans sem knattspyrnumanns með því að neita félagaskiptum, en Bosman átti kost á að fara til franska liðsins Dunkerque. A það var fallist og einnig var úrskurðað, að takmarkanir við fjölda útlendinga í evrópskum knattspyrnuliðum brytu í bága við reglur Evrópusambandsins. Sölutekjur í hættu Getur þessi dómur, ef hann verður endanlegur, haft alvar- legar afleiðingar í för með sér fyrir mörg knattspyrnufélög í Reuter Evrópu, sem hafa haft miklar tekjur af því að selja leikmenn. ■ Getur kollvarpað kerfi/D4 ISLAM Karimov, forseti Úsbekíst- ans, vakti í gær gamlar hugmyndir um að snúa við rennsli fljótanna í Síberíu og beina þeim í suður í því skyni að bjarga Aralvatni. Kom þetta fram á alþjóðlegri ráðstefnu um framtíð Aralvatns en flestir þátttakenda á henni lýstu hneyksl- un sinni á tillögunni. Karimov sagði, að þessi áætlun, sem á sínum tíma var kölluð „áætl- un aldarinnar", krefðist gífurlegs fjármagns frá Alþjóðabankanum og Evrópska þróunarbankanum en hann kvaðst viss um, að það feng- ist. Hugmyndin varð til á valdatíma Leoníds Brezhnevs í Sovétríkjunum gömlu og fólst í því að beina fljótun- um, sem renna í norður, suður á slétturnar í Kasakstan, Úsbekístan og Túrkmenístan. Við hana var hætt 1986 vegna gífurlegs kostnað- ar og af umhverfísástæðum. Á ráðstefnunni um Aralvatn, sem haldin er á vegum Sameinuðu þjóðanna, er rætt um hvernig bjarga megi vatninu frá því að hverfa alveg en það hefur nú orðið mjög Iítið aðrennsli. Vatnið í fljót- unum, sem áður runnu í það, er nú notað til áveitu eða neyslu og Aralvatn skreppur saman ár frá ári. Fiskibátar í gömlu fjörunni eru sums staðar í 180 km fjarlægð frá núverandi vatnsborði. Fiskveiðar úr sögunni Þegar vatnið hörfaði skildi það eftir sig gífurlegar saltsléttur auk eiturefna, sem höfðu safnast saman á botninum, og nú rýkur allt saman yfir stór héruð allt um kring. Rækt- un hefur því víða lagst niður vegna saltmengunar og það, sem eftir er af vatninu, er orðið svo salt, að í því þrífst varla nokkur fiskur. Áður höfðu 60.000 manns atvinnu af veiðum og vinnslu fisks úr Aral- vatni. Leiðtogar Úsbekístans, Kasakst- ans, Kírgístans og Tadsíkístans undirrituðu í gær yfirlýsingu um samstarf um að snúa þessari þróun við. Kvað Karimov hana mundu greiða fyrir allt að 300 milljón doll- ara framlagi frá Alþjóðabankanum og búist er við, að hann muni leggja fram 200 milljónir dollara að auki. Hefur bankinn lagt fram áætlun í átta liðum um betri nýtingu vatns- ins en þar er ekki minnst á að snúa við rennsli síberísku fljótanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.