Morgunblaðið - 21.09.1995, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ferðaskrifstofan Ferðabær
Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir
Fimm á Kjarna
ÞAÐ raskaði ekki ró Kjarna þó þau væru fimm sem brugðu sér á bak honum í Silfrastaðarétt
í Skagafirði, en það gerðu vinirnir Siggi, Ásta, Þórunn, Eyrún og íris.
Lögregluafskipti af starfseminm
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ 6sk-
aði eftir aðstoð lögreglu f gær við
að ganga úr skugga um að engin
starfsemi væri enn rekin á vegum
ferðaskrifstofunnar Ferðabæjar.
Leyfi fyrirtækisins féll úr gildi fyrr
í sumar þar sem bankatryggingar
höfðu fallið úr gildi.
Birgir Sumarliðason, eigandi
Ferðabæjar, segir þessa lög-
regluaðgerð hafa verið óþarfa þar
sem engin starfsemi sé á vegum
ferðaskrifstofunnar nú. „Lögreglan
kom hér og litaðist um en fann
engin ummerki um neina starfsemi
og fór við svo búið.“ Hann segir
ennfremur að allar tryggingar liggi
fyrir hjá viðskiptabanka sínum og
málið ætti því að skýrast innan
skamms. Birgir hyggst sækja um
B-leyfí til reksturs ferðaskrifstofu,
en leyfið felur ekki í sér heimild
til útgáfu flugfarseðla í millilanda-
flugi. Hann segist hins vegar hafa
gengið frá samstarfssamningi við
breskan aðila og því muni B-leyfi
nægja. Þá segir Birgir einungis 14
farþega vera stadda erlendis á hans
vegum en ekki 100 eins og haldið
hafí verið fram.
Nauðsynleg aðgerð
Ragnhildur Hjaltadóttir, deiidar-
stjóri í samgönguráðuneytinu, seg-
ir að þar hafi verið talið nauðsyn-
legt að ganga úr skugga um að
starfsemi Ferðabæjar hefði verið
hætt. „Það kom í ljós að þeir höfðu
ekki hætt starfsemi sinni þrátt fyr-
ir að okkur hefði verið talin trú
um að svo væri. Birgir Sumarliða-
son staðfesti það svo í fréttum sjón-
varps í gær að starfseminni hefði
ekki verið hætt svo við báðum um
aðstoð lögreglunnar við það að loka
í morgun." Ragnhildur segist ekki
hafa fengið formlegar niðurstöður
af þeim aðgerðum en henni skildist
þó að starfseminni hefði verið hætt.
Hún segir ennfremur að ráðu-
neytinu hafi ekki borist nein um-
sókn um ferðaskrifstofuleyfi frá
Birgi, né nokkur fyrirspum um
slíkt leyfi.
Mismunandi mat á
bifreiðahlunnindum
ERFITT er að meta afnot starfs-
manna af bifreið í eigu vinnuveit-
enda til hlunninda og niðurstaðan
fer að miklu leyti eftir þeim forsend-
um sem gengið er út frá við útreikn-
inginn. Álitamálin eru mörg, til
dæmis hvað eigi að miða við mikinn
akstur, hversu dýra bifreið er um
að ræða, hver afföllin eru og fjár-
magnskostnaður vegna kaupa bif-
reiðarinnar, hvert er hlutfallið á
milli aksturs í eigin þágu og akst-
urs í þágu vinnuveitenda, hversu
mikinn hluta af reksturskostnaði
bifreiðarinnar viðkomandi starfs-
maður ber o.s.frv.
Skattayfirvöld meta hlunnindi af
notkun bifreiðar að verðmæti 3
milljónir króna til 600 þúsund króna
tekna á ári fyrstu tvö árin og til
450 þúsund kr. tekna eftir það.
Greiða ber 41,93% tekjuskatt af
þessum tekjum og þarf akstur í
eigin þágu að vera nokkur til að
það borgi sig fyrir viðkomandi
starfsmann að hafa bifreið til um-
ráða frá vinnuveitanda. Aðrar regl-
ur gilda hins vegar um ráðherra.
Þeim ber að reikna sér til tekna
33,50 kr. fyrir hvern kílómetra sem
þeir aka í eigin þágu og greiða af
því_ skatta.
í meðfylgjandi töflu eru bomar
saman skattgreiðslur ráðherra
vegna 10 þúsund kílómetra aksturs
annars vegar og manns sem ekur
jafn mikið í eigin þágu á ári á bif-
reið í eigu vinnuveitanda. Annars
vegar er reynt að reikna út líkleg
hlunnindi vegna þessa aksturs. Bif-
reiðinni er ekið 25 þúsund kíló-
metra á ári og 10 þúsund kílómetr-
ar eru akstur í eigin þágu, eins og
fyrr sagði. Miðað er við fjögurra
ára tímabil, 25 krónur á ekinn kíló-
metra, 12% afföll og 6% vaxtatekj-
ur og það reiknað til hlunninda í
samræmi við hlutfall eigins aksturs
af heildarakstri eða sem nemur
tveimur fimmtu hlutum.
Fyrirvara má gera varðandi það
að vaxtatekjur einstaklinga eru
ekki skattskyldar eins og málum
er nú háttað, en frumvarp um fjár-
magnstekjuskatt er í undirbúningi.
Ekki er ljóst hver skattprósentan á
fjármagnstekjur verður. Að auki
má benda á að fæstir geta keypt
sér bifreið öðru vísi en með lántöku
og tilheyrandi vaxtakostnaði og því
er eðlilegt að hafa kostnað af þessu
tagi meðal forsendna þeirra dæma
sem tekin eru.
Að þessum forsendum gefnum
er niðurstaðan að hlunnindin svona
metin nái ekki hlunnindamati sam-
kvæmt fyrirmælum skattalaga og
munar um 130 þúsund krónum á
ári. Skattgreiðslan á fjórum árum
væri 785.992 kr., en er samkvæmt
hlunnindamati skattalaga rétt rúm-
lega ein milljón króna. Ráðherra
sem ekur 10 þúsund kílómetra á
ári ber hins vegar að reikna sér til
tekna 335 þúsund krónur á ári.
Skattgreiðsla af því nemur 140.466
kr. á ári eða 561.862 krónum á fjór-
um árum. Munurinn á skattgreiðsl-
um er um 440 þúsund kr. á þessu
árabili ef miðað er við ákvæði
skattalaga en rúmar 200 þúsund
ef miðað er við reiknuð hlunnindi
vegna þessa aksturs. Þannig reikn-
uð eru skattaleg hlunnindi ráðherra
í samanburði við aðra sem hafa
bifreið til eigin nota 4.669 kr. á
mánuði og 6.639 kr. ef miðað er
við hlunnindamat skattalaga.
Misjöfn einkanotkun
Minni akstur en miðað er við í
þessum dæmum þýðir minni skatta-
leg hlunnindi en að framan er rak-
ið. Eflaust er persónuleg notkun
manna á bifreiðum sem þeir hafa
til eigin nota mjög mismunadi og
benda má á til dæmis að opinberar
skyldur ráðherra eru miklar og
margvíslegar og kalla í mörgum
tilfellum á notkun bifreiða.
Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra, bendir jafnframt á að miklar
breytingar hafi verið gerðar í þess-
um efnum á síðustu árum. Bæði
hafi heimildir ráðherra til að kaupa
ráðherrabifreið án tolla og aðflutn-
ingsgjalda verið afnumdar og síðan
hafi ráðherrum fyrir nokkrum árum
verið gect skylt að reikna sér hlunn-
indi vegna eigin nota ráðherrabif-
reiða, en það hafi ekki verið áður.
Hlunnindamat skattalaga gerir
það að verkum að hlutfallslega
óhagstæðara verður að hafa bíl til
eigin afnota eftir því sem notkunin
er minni og að sama skapi verður
það hagstæðara eftir því sem notk-
Þórarinn V. Þórarinsson segir búvöru-
samninganefnd byggja á röngum forsendum
Byggja á óraun-
hæfuni möguleikum
um kjötútflutning
ÞÓRARINN V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, segist telja að
sú forsenda sem búvörusamninga-
nefnd byggir á við endurskoðun gild-
andi búvörusamnings, að það sé
hægt að selja lambakjöt fyrir viðun-
andi verð til útlanda, standist ekki.
Hann segist reikna með að Sjö-
mannanefnd muni gera formlegar
athugasemdir við fyrirliggjandi drög
að búvörusamningi á morgun.
Ákveðið hefur verið að kalla Búnað-
arþing saman í næsta mánuði.
„Grundvöllur þeirra hugmynda
sem menn hafa byggt samninga-
vinnuna á er að hægt sé að sækja
verulegan hag í útflutning á lamba-
kjöti. Eg sé engin teikn á lofti um
að það sé rétt,“ sagði Þórarinn.
Verð á lambakjöti á erlendum
mörkuðum hefur farið lækkandi að
undanförnu. Það var um 150 krónur
á kíló í fyrra, en er komið niður í
100-110 krónur. Ástæðan er fyrst
og fremst aukin markaðssókn kjöts
frá Nýja-Sjálandi inn á evrópska
markaði. Ekkert virðist benda til að
verðið fari hækkandi.
Sjömannanefnd með skriflegar
athugasemdir
í búvörusamninganefnd hefur
verið rætt um að setja á fót sérstakt
markaðsráð sem ákveði hvað mikið
magn fari til sölu á innanlandsmark-
aði og hvað fari til sölu erlendis.
Bændur eiga samkvæmt tillögunum
að bera sameiginlega ábyrgð á út-
flutningnum. Þórarinn sagði að þetta
kerfi væri framleiðsluhvetjandi því
að þeir sem drægju úr framleiðslu
væru þar með að skerða hjá sér
þann hluta kvótans sem færi á inn-
anlandsmarkað.
Sjömannanefnd hefur komið sam-
an tvívegis í vikunni til að fara yfír
tillögur búvörusamninganefndar og
sagðist Þórarinn gera ráð fyrir að
fulltrúar vinnumarkaðarins í nefnd-
inni myndi gera formlegar athuga-
semdir við tillögurnar á morgun.
Ágreiningur tefur samninga
Hægt hefur gengið að ljúka gerð
nýs búvörusamnings miili ríkisins
og sauðfjárbænda, en drög að slíkum
samningi voru samþykkt á aðalfundi
Landssamtaka sauðfjárbænda í lok
síðasta mánaðar. Ástæðan er m.a.
sú að ekki er full eining meðal bænda
um hvernig halda skal á málum og
eins er togstreita innan ríkisstjórnar-
innar milli landbúnaðarráðherra og
fjármálaráðherra um fjárframlög til
þessa málaflokks.
Mestum erfiðleikum veldur þó sá
birgðavandi sem sauðfjárbændur og
sláturleyfishafar standa frammi fyr-
ir. Þessi vandi er 2.000 tonn ef mið-
að er við stöðuna í dag, en líklega
um 4.000 tonn ef tekið er tillit til
framleiðslunnar sem kemur á mark-
að í haust.
Ari Teitsson, formaður Bænda-
samtakanna, sagði að viðræðumar
hefðu þokast í rétta átt, en birgða-
vandinn væri enn óleystur. Enn lægi
ekki fyrir hvað ætti að gera við kjöt-
ið og hve miklum fjármunum yrði
varið til markaðssetningar þess.
Þessi mál voru rædd á fundi stjórnar
Bændasamtakanna í gær.
Ari sagði að aðilar vinnumarkað-
arins hefðu óskað eftir því að fá að
fylgjast með samningunum. Slik ósk
væri eðlileg því að þeir hefðu átt
verulegan þátt í gerð núgildandi
búvömsamnings.
Hlunnindamat starfsmanna oa ráðherra afðfiáiði
r i ■ ■■ ■ <k m m ■■ ■ H r ■ ■
oiaKmorKuoum ainoium oirreioar i eigu vinnuveuanoa
Miðað er við að verðmæti bifreiðarinnar sé 3.000.000 kr. Akstur íþágu vinnuv. 15.000 km á ári 1. 6r 2. ár 3» ir 4. ir
Eigin afnot, 10.000 km á 25 kr./km 250.000 250.000 250.000 250.000
Afskr./afföll,12% af kostnaðarv. á ári, 2/5 144.000 144.000 144.000 144.000
Vaxlatekjur*, 6% af kostnaðarverði, 2/5 72.000 73.728 75.497 77.309
Samtals metin hlunnindi 466.000 467.728 469.497 471.309
Reiknaður skattur 195.394 J96.118 190.800 197.620
Hlunnindamat samkvæmt skattalögum 600.000 600.000 450.000 450.000
Staðgreiðsla skatta 41,93% 251,580 251,580 251,580 188,885
Skattsk. hlunnindi ráðherra, 33,50 kr/km 335.000 335.000 335.000 335.000
Staðgreiðslaskatta 41,93% 140.408 140.408 140.488 140.468
' Vaxtatekjur einstaklinga eru ekki skattskyldar, en trumvarp um fjármagnstekjuskatt er i undirbúningi.
Hlunnindamat starfsmanna af ótakmörkuðum afnotum
bifreiðar í eigu vinnuveitanda s
Miðað er við að verðmæti bifreiðarinnar sé 3.000.000 kr.
Aksturi þágu vinnuv. 10.000 km á ári I.ir 2. ár $■ ir
Eigin afnot, 15.000 km á 25 kr./km 375.000 375.000 375.000
Afskr./afföll,12% af kostnaðarv. á ári, 3/5 216.000 216.000 216.000
Vaxtatekjur*, 6% af kostnaðarverði, 3/5 108.000 111.888 115.916
Samtals metin hlunnindi 699.000 702.888 706.916
Reiknaður skattur 293.091 294.721 296.410
Hlunnindamat samkvæml skattalögum 600.000 600.000 450.000
Staðgreiðsla skatta 41,93% 251.580 251.580 188.685
• Vaxtatekjur einstaklinga eru ekki skattskytdar, en frumvarp um fjármagnstekjuskatt er i undirbúningi.
unin er meiri, eins og fram kemur
í töflunni þar sem reiknað er með
15 þúsund kílómetra akstri í eigin
þágu. Samkvæmt þeim forsendum
sem hér hafa verið lagðar til grund-
vallar verða hlunnindin meiri en
kveðið er á um í skattalögum. Á
þriggja ára tímabili munar 130
þúsund krónum á skattgreiðslum
miðað við hlunnindamatið annars
vegar og reiknuð hlunnindi hins
vegar eða sem nemur rúmum 40
þúsund krónum á ári. Ef eigin akst-
ur er enn meiri en þetta eykst hag-
urinn í réttu hlutfalli af því að hafa
bíl í annarra eigu til eigin umráða.