Morgunblaðið - 21.09.1995, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 13
FRÉTTIR
Lokun fæðingarheim-
ilis hörmuð í borgarráði
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
ályktun, þar sem harmað er að
stjórn Ríkisspítala hafi gripið til
þess að loka Fæðingarheimili
Reykjavíkur en rekstur þess hefur
legið niðri um nokkurt skeið.
Bent er á að í samningi borgar-
stjóra og stjórnarnefndar Ríkis-
spítala um rekstur fæðingarheim-
ilisins sé fortakslaust ákvæði um
að leigutaki, sem er stjórnarnefnd-
in, reki heimilið þann tíma sem
samningurinn gildir eða í tíu ár
með sex mánaða uppsagnarfresti.
Leigutaki hafi ennfremur skuld-
bundið sig til að reka heimilið með
svipuðu sniði og gert var þann
tíma sem borgin rak það. Þá seg-
ir: „Það hefur nú verið staðfest
af hálfu forsvarsmanna Ríkisspít-
alanna að ekki er tryggt að fæð-
ingarheimilið opni aftur um ára-
mótin eins og upphaflega var þó
ætlun framkvæmdastjórnar ríkis-
spítalanna." Borgarráð skorar á
heilbrigðisráðherra og þingmenn
Reykjavíkur að tryggja fjármuni
til reksturs Fæðingarheimilis
Reykjavíkur á næsta ári þannig
að unnt sé að reka þar heimili sem
sé valkostur fyrir fæðandi konur
eins og heimilinu er ætlað að vera.
Verði það ekki gert hljóti samning-
ur um afnot Ríkisspítala af hús-
næðinu að koma til endurskoðun-
ar.
Gefa út bók um
neyðarflutninga
TVEIR sjúkraflutningamenn hjá
Slökkviliði Reykjavíkur eru að
gefa út kennslubók um sjúkra-
flutninga og nefnist hún Neyðar-
flutningar. Bókina hafa þeir unnið
í frítíma sínum og kosta útgáfuna,
en njóta styrkja frá nokkrum fyrir-
tækjum og stofnunum. Guðmundur
Jónsson og Oddur Eiríksson standa
að verkinu. Oddur segir að upphaf
þessa framtaks megi rekja til þess
er hann fylgdi nemum á neyðar-
bílsnámskeið. Notað var breskt
efni, en í því eru orð sem sumir
nemendumir skilja ekki. „Vegna
þessa örðugleika ákváðum við að
gefa út kennslubók á íslensku um
neyðarflutninga. Nutum við að-
stoðar lækna af neyðarbílnum og
neyðarflutningsmanna við öflun
efnis. Efnið sem stuðst var við
kemur úr ýmsum áttum, meðal
annars Bretlandi og Bandarílg'un-
um,“ segir Oddur. Guðmundur
setti bókina upp í tölvu og undan-
farna mánuði hafa þeir fengið
lækna, sjúkraflutningamenn og ís-
lenskufólk til að lesa hana yfir.
•ý
Ótrúlegum árangri
Mjög áhrifamikið fitubrennslutæki
Tölvumælir
með klukku,
teljara og
kaloríu-
brennslu
Þjálfar:
Læri, aftan
og framan
Rassvöðva
Brjótsvöðva
Bakvöðva
Axlir
Handleggi
Breitt og
gott sæti Wgm1
Einfalt í notkun
og hentar
öllum aldurshópum
12 þrekstig
VERSLANIR
SKEIFUNNI19 - S. 568-1717 - LAUGAVEGI51 - S. 551-7717
Ótrúlegt verð kr.
Korter / Linda 4- Halldór