Morgunblaðið - 21.09.1995, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 21
Stjórnin í Tókýó reynir
að blása lífi í efnahaginn
Mestu aðgerðir
í sögu Japans
Hagfræðingar spá 1-1,5% hagvexti
Tókýó. Reuter.
STJÓRN Japans kynnti í gær áform
um að dæla 14,22 billjónum jena
(um 8,5 billjónum króna) í efnahag-
inn til að stuðla að hagvexti, en
hann hefur verið nánast enginn síð-
ustu fjögur ár. Þetta eru dýrustu
efnahagsaðgerðirnar í sögu Japans
og hagfræðingar telja að þær stuðli
að 1% hagvexti á fjárhagsárinu sem
lýkur í mars og 1,5% á því næsta.
Alls aukast útgjöld ríkisins um
12,81 billjón jena (7,7 billjónir
króna) og stjómin hefur nú varið
alls 60 billjónum jena í slíkar að-
gerðir frá árinu 1992. Þetta er í
þriðja sinn í ár sem stjórnin grípur
til efnahagsaðgerða til að binda
enda á stöðnunina og sjötta sinn
frá því í ágúst 1992.
Áformin höfðu þó lítil áhrif á
gengi Bandaríkjadollars og jensins
í kauphöllinni í Tókýó. Gengi doll-
arsins var þar 103,73 jen en var
104,40 jen í New York daginn áð-
ur. Hlutabréf hækkuðu í verði í
Tókýó þegar upplýsingum um
áformin var lekið í fjölmiðla en
lækkuðu aftur eftir að stjórnin
kynnti aðgerðirnar. Nikkel-vísitalan
lækkaði um 1,5%.
Erfið vandamál óleyst
Hagfræðingar í Tókýó fögnuðu
áformunum og spáðu nokkrum hag-
vexti. Margir þeirra vom þó
óánægðir með að stjórnin skyldi
ekki reyna að leysa ýmis erfið
vandamál sem hafa valdið deilum
meðal stjórnarflokkanna, til að
mynda um úrbætur á skattkerfinu
og hvernig taka eigi á gífurlegum
vanda banka vegna afskrifaðra
lána, sem eru metin á 50 billjónir
jena. Spurningunni um hvort stjórn-
in eigi að koma bönkunum til bjarg-
ar er enn ósvarað.
„Þetta eru miklar aðgerðir, með
mikið af sykri, en lítið af prótíni“
sagði Robert Feldman, aðalhag-
fræðingur Salomon Brothers í Asíu.
Kvótastríðið í Færeyjum
Vantar pólitískan
vilja til að
afnema kerfi
Þórshöfn. Morgunblaðið.
EKKI virðist vera pólitískur vilji
fyrir því á Færeyjum að afnema lög
um kvótakerfi í sjávarútvegi, þótt
næstum allir þeir, sem sitja á þingi,
hafi hvað eftir annað kveðist and-
vígir þeim.
Það virðist í það minnsta ljós að
meirihluti atvinnuveganefndar
þingsins ætli ekki að verða við kröfu
útgerðarmanna, sem á þriðjudag
fóru fram á að kvótalögin yrðu af-
numin innan sex vikna.
Úgerðarmenn hótuðu að beina
öllum skipum sínum til hafnar ef
eitt skip neyddist til að hætta veið-
um vegna þess að kvóti þess væri
uppurinn.
Ivan Johannessen sjávarútvegs-
ráðherra hefur oft lýst yfir því að
hann myndi taka vel tillögum um
annað fyrirkomulag, en það kvóta-
kerfi, sem nú er við lýði, opnum
huga. í gær sagði hann hins vegar
að það væru mistök hjá útgerðar-
mönnum að beita landsstjórnina
þrýstingi með kröfum um að afnema
kerfíð, þótt tillögur þeirra væru af
hinu góða.
Henrik Old, formaður sjávarút-
vegsnefndar þingsins, hefur sagt
að miðað við góð aflabrögð undan-
farið verði þorskkvótinn á þrotum í
október. Hann er telur hins vegar
ógerning að afnema lögin innan sex
vikna.
Afstaða Dana er lykilatriði í þessu
máli. Kvótalögin eru afrakstur
samninga landstjómarinnar og dan-
skra stjórnvalda. Þar skuldbundu
Færeyingar sig til að lúta tillögum
líffræðinga við að ákvarða kvóta.
Þorskkvótinn var hækkaður í sumar
og Danir létu Færeyinga vita að það
væri ekki í samræmi við ákvæði
samkomulagsins um takmarkaðar
veiðar til að endurreisa stofna.
Fjárlagafrumvarp frönsku stjórnarinnar
Fjárlagahallinn
minnki um 10 prósent
París. Reuter.
FRANSKA stjórnin samþykkti í gær
fjárlágafrumvarp þar sem gert er
ráð fyrir því að útgjöld ríkisins
hækki minna en verðbólgan. Frum-
varpið fullnægir ennfremur skilyrð-
um sem sett hafa verið fyrir aðild
að myntbandalagi Evrópusam-
bandsins.
Jean Arthuis, fjármálaráðherra
Frakklands, sagði að fjárlagahallinn
myndi minnka í 290 milljarða franka
(3.700 milljarða króna). Samkvæmt
síðustu spám verður hallinn 322
milljarðar franka í ár.
„Þetta þýðir að fjárlagahallinn
minnkar um 10%,“ sagði Arthuis
við fréttamenn eftir fund ríkisstjórn-
arinnar.
Stjórn Alains Juppe forsætisráð-
herra hefur stefnt að því að minnka
rekstrarhalla hins opinbera, að
sveitarfélögum og almannatrygg-
ingum meðtöldum, í 4% af vergri
þjóðarframleiðslu á næsta ári og 3%
árið 1977. Þetta er í samræmi við
forsendur myntbandalags Evr-
ópsambandsins samkvæmt
Maastricht-samkomulaginu.
Fjárlagafrumvarpið kveður meðal
annars á um hækkanir á bensín-
sköttum og minni skattafslátt vegna
líftrygginga og fjármagnstekna af
skuldabréfum.
Juppe ávarpaði í gær þingmenn
stjórnarflokkanna og hóf umræðu
um hvernig draga mætti úr útgjöld-
um vegna velferðarkerfisins í
Frakklandi. Hann benti á nokkra
galla kerfisins en nefndi ekki neinar
leiðir til úrbóta.
STUTT
Ciller seg-
ir af sér
Reuter
Páfi kveður Afríku
FERÐ Jóhannesar Páls páfa til
Kamerún, Suður-Afríku og Kenýu
lauk í gær og hann lét svo um
mælt að frá Afríku, fátækustu
álfu heims, bærist ákall um hjálp
þeirra ríkja sem væru aflögufær.
Hann sagði nauðsyn á sanngjarn-
ari skipan efnahagsmála í heimin-
um þar sem gjáin milli auðugra
og fátækra landa stefndi heims-
friðnum í hættu. Hann gagnrýndi
ennfremur óréttiáta skiptingu
auðsins í Afríkulöndunum sjálfum.
Áður hafði páfi fordæmt spill-
ingpi, kúgun og óstjórn í Afríku
og sagt að kaþólska kirkjan ætti
að hafa vakandi auga með rang-
læti og mannréttindabrotum í álf-
unni.
Á myndinni er páfi á flugvell-
inum í Nairobi með Daniel arap
Moi, forseta Kenýu, sem hefur
sætt gagnrýni vestrænna ríkja og
stjórnarandstæðinga heima fyrir
vegna mannréttindabrota og efna-
hagslegrar óstjórnar.
TANSU Ciller, forsætisráð-
herra Tyrklands, lýsti yfir því
í gær að hún hygðist leggja
fram afsögn sína. Hún kvaðst
jafn framt þegar mundu hefjast
handa við að mynda nýja stjórn.
„Þetta land þarfnast ekki kosn-
inga, [heldur] lausna," sagði
Ciller. Deniz Baykal, leiðtogi
samstarfsflokks Ciller í sam-
steypustjórn Tyrklands, hafði
lýst yfír því að stjómin væri
völt í sessi og skorað á Ciller
að segja af sér. Ciller situr
áfram þar til ný stjórn verður
mynduð.
Máli tísku-
kónganna
frestað
RÉTTARHÖLDUM yfir fimm
af þekktustu tískuhönnuðum
Ítalíu - þeirra á meðal Giorgio
Armani, Gianfranco Ferre og
Krizia - var frestað til 27. nóv-
ember nokkrum mínútum eftir
að þau vom sett í gær.
Heimildarmenn sögðu
ástæðu frestunarinnar vanda-
mál varðandi málsmeðferðina
vegna veikinda eins af verjend-
unum og anna dómstólsins.
Tískuhönnuðimir eru sakaðir
um að hafa mútað skattrann-
sóknarmönnum. Hinir hönnuð-
irnir eru Santo Versace, bróðir
tískukóngsins Gianni Versace,
Girolamo Etro, yfírmaður tísku-
fyrirtækisins Etro.
Tilboö
í Fjarðarkaupum
2 pakkar af Libero á kr. 1.690
og Hnoðrabók fylgir með