Morgunblaðið - 21.09.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 23
speare-svið
Hart deilt
um Shake-
LEIKHÚSMENN og sérfræð-
ingar í endurbygginum gam-
allra húsa deila nú hart um
endurbætur sem unnið er að á
„The Globe“, sviði Konunglega
Shakespeare-leikhússins. Fer
leikstjói inn þekkti, Sir Peter
Hall, fyrir þeim sem finna svið-
inu allt til foráttu en það er
hannað eins og sérfræðingarn-
ir telja að leiksvið á tímum
Shakespeares hafi litið út. Svið-
ið á að verða tilbúið næsta vor
en þegar eru hafnar æfingar á
því.
Athugasemdir Sir Peters
beinast einkum að tveimur súl-
um á sviðinu sem hann segir
of breiðar og of utarlega á svið-
inu. Þá séu dyr inn á sviðið of
mjóar til að setja megi verk á “
borð við Óþelló Shakespeares
upp. Hefur Hall lýst því yfir
að sviðið sé „skelfilega vit-
laust“ og krefst endurbóta.
Sérfræðingarnir byggja sviðið
hins vegar á teikningum Hol-
lendings sem rissaði upp breskt
leiksvið á tímum Elísabetar I.
Svarar Hall því til að ef til vill
hafi Shakespeare alls ekkert
verið ánægður með uppruna-
legt svið leikhóps síns og verið
þeirri stundu fegnastur er það
brann til kaldra kola árið 1612,
að því er fram kemur í The
Times. Ákvörðun um sviðið
hefur enn ekki verið tekin.
EDVARD Munch. Stúlkurnar
á brúnni, um 1901.
Ljós úr norðri
Allra síð-
asta sýning-
arhelgi
VEGNA mikillar aðsóknar á sýn-
inguna Ljós úr norðri, norræn alda-
mótalist, verður opnunartími Lista-
safns íslands lengdur um næstu
helgi, sem er síðasta sýningarhelgi.
Opið verður á laugardag frá kl.
10-18 og sunnudag frá kl. 10-22.
Verður sýningin ekki framlengd því
héðan fer hún til Þjóðlistasafnsins
í Stokkhólmi, þar sem hún verður
opnuð 19. október.
Allra siðasti sýningardagur verð-
ur sunnudagurinn 24. september.
Fyrirlestur um
skriftarlist
LISTRITARINN Katharina Pieper
heldur fyrirlestur í Odda, Háskóla
Islands, föstudaginn 22. september
kl. 20.30. Fyrirlesturinn sem ber
heitið „Skriftarlistin er lifsins hrynj-
andi (Kalligrafie ist Bewegung des
Lebens)“ verður haldinn í stofu 101.
Skriftarsýningu Katharinu í Gall-
eríi Greip lýkur sunnudaginn 24.
september.
-----» ♦ ♦
Greipar Ægis og
Hans Petersen
LISTAMAÐURINN Greipar Ægis
(Ægir Geirdal), sem þróað hefur
al-íslenska listsköpun úr íslenskum
sandi, hefur samið við fyrirtækið
Hans Petersen hf. um samstarf.
Verslun Hans Petersen hf. í
Kringlunni mun hafa til sýningar
sex sandskúlptúra í einn mánuð.
-----♦ ♦ ♦----
Síðasta
sýningarhelgi
SÝNINGU Elíasar B. Halldórssonar
í Kirkjuhvoli, Akranesi, lýkur nú
um helgina. Sýningin er opin virka
daga frá kl. 16-18 og um helgina
kl. 15-18.
Samtök iðnaðarins vilja:
Jafna sveiflur í þjóðarbúskapnum
|llir sjá að það er auðveldara fyrir hjólreiða-
manninn á neðri myndinni að komast áfram.
Þannig er það einnigmeð þjóðarbú-
skapinn. Það væri auðveldara fyrir
okkur öil efleiðin væri greið.
El'sveiflurnar eru jafnaðar njótum
við stöðugri tekna og þægilegra lífs,
liagvöxtúr eykst og lífskjör batna.
Samkeppnisstaða gagnvart öðrum þjóðum batnar til
muna.
I Iagstæð samkeppnisstaöa um þessar mundir
hefur skilað sér í aukinni sókn á ílestum sviðurn
atvinnulífsins og á sinn þátt í að tekist hefur að
stórauka útflutning og snúa langvarandi halla á
A D G E R D I R
« Stjórnvöld og tttvinnulífið
móti satneiginlega tillögur
um leiðir til sveiflu-
jöfnunar.
viðskiptum við önnur lönd í afgang. Því er afar
þýðingarmikið að samkeppnisstaðan verði áfram
hagstæð íslensku atvinnulífi; og
gerðar verði sérstakar ráðstafanir til
að koma í veg fyrir þær stói’felldu
sveifiur sem hafa einkennt þróun
hennar í áranna rás. Það er allra
hagur að mótá skynsamlega hag-
vaxtarstefnu og hafna þröngri atvinnugreinastefhu.
<§>
SAMTOK
IÐNAÐARINS