Morgunblaðið - 21.09.1995, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995
ELDVARNIR OG ÖRYGGI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ROLEGT í setustofunni á Tunguhálsi. Við græna borðið sitja Vernharður Guðnason, lengst til vinstri,
Sumarliði Jónsson, Jón Helgi Guðmundsson og Viggó Magnússon.
• •
Oryg’g’i fyrir
íbúa austurhluta
borgarinnar
FJÓRIR slökkviliðsmenn eru
á vakt allan sólarhringinn
í slökkvistöðinni að
Tunguhálsi 13. Þeir sinna
útköllum í austurhluta borgarinnar
og upp í Hvalfjarðarbotn. Þar er
forystubíll sömu gerðar og er á
stöðinni í Öskjuhlíð, varakörfubíll,
varaneyða'rbíll með hálfsjálfvirku
hjartastuðtæki sem neyðarbílsmenn
hafa réttindi til að nota, varasjúkra-
bíll og jeppi neyðarsveitar Slökkvi-
liðsins. Þar er sérstaklega góð að-
^staða fyrir slökkviliðsmennina.
I skoðunarferð með blaðamanni
um slökkvistöðina að Tunguhálsi
segir Jón Viðar Matthíasson vara-
slökkviliðsstjóri að stöðin stytti út-
kallstíma í ibúðar- og iðnaðarhverf-
unum í austurhluta borgarinnar,
svo sem Grafarvogi og Breiðholti,
auk Árbæjarins. Einnig í Mos-
fellsbæ og aðstoði slökkvilið á Kjal-
arnesi og í Kjós. Þá liggi hún vel
við umferð upp í Bláfjöll og yfir
heiðarnar svo og gatnakerfinu á
höfuðborgarsvæðinu, til dæmis í
austurhluta Kópavogs. Jón segir að
stuttur útkallstími sé forsenda fyrir
árangri, bæði í slökkvistarfi og
sjúkraflutningum.
Þeir slökkviliðsmenn sem búa í
Árbæ og Grafarvogi og öðrum
hverfum í nágrenni stöðvarinnar
mæta á Tunguhálsinn í stórútköll-
um.
Slökkvistöðin á Tunguhálsi var
tekin í notkun 21. maí 1993 en
áður hafði slökkviliðið verið með
aðstöðu á Bíldshöfða í tæp tuttugu
ár. Aðstaða er góð fyrir slökkviliðs-
mennina. Þarna er góð setustofa
og allir mennirnir hafa sér herbergi
til að haila sér í á næturvöktum. í
stöðinni eru tvær kennslustofur og
•góð aðstaða til námskeiðshalds.
Fyrirtækin heimsótt
Engir ákveðnir menn ganga
vaktir á Tunguhálsi heldur eru fjór-
ir menn af hverri vakt Slökkviliðs
Reykjavíkur látnir fá það hlutverk
í hverri vaktatörn. Eru það yfirleitt
vanir menn, varðstjóri og að
minnsta kosti tveir sjúkraflutninga-
Stuttur útkallstími er
forsenda góðs árangurs
í slökkvistarfi og sjúkra-
flutningum. Því er
rekstur slökkvistöðvar á
Tunguhálsi mikilvægur
fyrir austurhluta borg-
arinnar og nærsveitir.
menn með réttindi til að vera á
neyðarbíl.
Þegar blaðamaður skoðaði stöð-
ina kvöld eitt fyrir skömmu var Jón
Helgi Guðmundsson varðstjóri á
vakt ásamt Sumarliða Jónssyni,
Vernharði Guðnasyni og Viggó
Magnússyni. Þeir eru ánægðir með
aðstöðuna, segja að hún sé miklu
betri en niðri í Öskjuhlíð því þar
sé húsnæðið orðið dálítið þreytt og
þröngt.
Slökkviliðsmennirnir hefja allar
vaktir með því að „telja á tækjun-
um“. Þá eru bílarnir yfirfarnir, at-
hugað hvort öll tæki og tól séu á
sínum stað og í lagi. Á dagvaktinni
eru bílarnir þrifnir svo og bíla-
geymslan og unnið við léttasta við-
hald tækjanna. Haldnar eru æfing-
ar; froðuæfing, klippiæfíng, rana-
æfing, dæluæfing og svo framveg-
is. A vöktunum eru haldin nám-
skeið á ýmsum sviðum sem snerta
starfið. Um þetta leyti voru menn
frá ávana- og fíkniefnadeild Lög-
reglunnar í Reykjavík að fræða
slökkviliðsmenn um helstu fíkniefn-
in sem nú eru notuð. Jón Helgi
segir að þetta sé vaxandi vandamál
sem snerti starf slökkviliðsmanna
með beinum hætti.
Slökkviliðsmennirnir á Tungu-
hálsi segjast fara iðulega í skoðun-
arferðir um hverfin, sérstaklega
nýju hverfin sem eru að byggjast
hratt upp. Gatnakerfið er kannað
og fyrirtæki heimsótt. Segja þeir
að þegar eitthvað kemur upp á
geti munað miklu fyrir þá að hafa
komið einhvérn tímann áður inn í
húsið.
Á næturvaktinni er
mikið horft á sjónvarp
og stundum spilað. Þeir
mega taka eigin bíla
inn á nóttunni og þrífa
þá gjarnan og bóna á
næturvöktunum. Þá
geta menn fengið sér
„kríu“ milli útkalla,
að sjálfsögðu í öllum
fötunum.
Öryggi að bíl
neyðarsveitarinnar
Þeir félagarnir segja að mikið
öryggi sé að því að hafa neyðarsveit-
arbílinn á stöðinni. Þeir geti komist
á slysstað þegar slys verða utan
vega og í ófærð þegar aðrir sjúkra-
bílar komast ekki áfram. Jón telur
að það sé mikið öryggi fyrir björgun-
arsveitir landsins að geta fengið
þennan bíl og sérþjálfaða sjúkra-
flutningamenn með sér til að sinna
stórslösuðu fólki. Þá hafi það sýnt
sig að jeppi neyðarsveitarinnar kom-
ist mun fyrr á staðinn en björgunar-
sveitirnar, enda geti það ekki öðru-
vísi verið þar sem menn úr sveitinni
séu á vakt á slökkvistöðinni allan
sólarhringinn.
Þeir segja að neyðarsveitarbíllinn
hafi oft komið að góðum notum og
verið oftar kallaður út en þeir áttu
fyrirfram von á. Nefna þeir útköll
I skíðasvæðin á veturna, flugslys
við Kleifarvatn, snjóflóð í Bláíjöllum
og nokkur slys í Esjunni, sem dæmi
um notkun bílsins.
jSnJtos***
vy. genu«f«
\&n*i**'
Í5WH
iwi*. •—
lotaww
\ -------------------
L.___-—-r
>*j-mos,!££~ssSS=
rTiy<yr**on
Tölvuvædd
varðstofa
Slökkvilið Reykjavíkur hefur í nokkur ár
verið með i notkun tölvukerfi fyrir sjúkra-
flutninga og rekstur varðstofu. Helgi
Bjarnason kynnti sér hvemig kerfið vinnur
og nýtt upplýsingakerfí, Eldibrand, sem nú
er verið að taka í notkun.
SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur
stendur framarlega í hug-
búnaðargerð og tölvunotk-
un við rekstur slökkviliðs
og sjúkraflutninga. Tölvuvætt upp-
lýsingakerfi hefur verið í notkun og
áframhaldandi þróun á slökkvistöð-
inni frá því í júní 1992. Svavar
Tryggvason slökkviliðsmaður og Jón
Viðar Matthíasson varaslökkviliðs-
stjóri sýndu blaðamanni notkun þess.
Öll símtöl rakin sjálfvirkt
Þegar svarað er í neyðarsíma
Slökkviliðsins fær slökkviliðsmað-
urinn sem svarar á varðstofunni,
svokallaður innimaður, símanúmer
og skráðan eiganda þess á sér-
stakan tölvuskjá. Þetta er mikið
öryggisatriði, ef sá sem hringir
getur af einhveijum ástæðum ekki
veitt nauðsynlegar upplýsingar,
eins og komið hefur fyrir. Þá liggja
alltaf fyrir upplýsingar um það
hvaðan hringt er ef um gabb hefur
verið að ræða. Nokkuð er um það,
einkum fikt barna. Áður en þetta
fyrirkomulag var tekið upp gat tek-
ið langan tíma að rekja símtöl.
Þegar hringt er eftir sjúkrabíl
metur innimaðurinn það strax hvort
senda eigi neyðarbíl eða almennan
sjúkrabíl og kallar þá út með því
að- ýta á hnapp við símann, jafnvel
áður en vitað er hvert þeir skuli
fara. Eingöngu reyndir menn, inni-
varðstjóri og aðstoðarvarðstjóri, eru
á vakt í varðstofunni og verða þeir
að treysta á éigin tilfínningu og
reynslu þegar þeir meta hversu al-
varlegt atvikið er og hvaða bíl á
að senda. Stundum getur þurft að
„lesa milli línanna“, ef svo má að
orði komast um þessi samskipti.
Yfírleitt er neyðin ekki eins mikil
og í fyrstu virðist, að sögn Svav-
ars, þótt það komi einnig fyrir að
sjúkdómarnir og slysin séu alvar-
legri en tilkynning ber með sér.
Reynt er að senda ekki sjúkra-
bíla á bláum ljósum út í umferðina
að óþörfu, bæði vegna eigin örygg-
is áhafnarinnar og annarra vegfar-
enda. Svavar leggur áherslu á að
fólk virði bláu ljósin. Þau séu ekki
á nema brýna nauðsyn beri til og
þörfín sé ekki minni þótt bíllinn aki
hægt með ljósin á eða stöðvi alveg,
það bendi einungis til að vinna
læknis og sjúkraflutningamanns við
sjúkling aftur í bílnum þoli ekki
hristing.
Upplýsingar um sjúklinga
Innimaðurinn heldur áfram að
tala við fólkið. Tölvukerfið er tengt
við þjóðskrá og reynir innimaðurinn
að fá kennitölu hins sjúka til að fá
upplýsingar um hann úr þjóð-
skránni og ber síðan saman við
upplýsingar um það hvaðan hringt
er. Farið er að skrá ýmsar upplýs-
ingar við kennitölur fólks sem áður
hefur þurft á aðstoð sjúkrabíls að
halda, til dæmis vegna sykursýki.
Eins koma fram upplýsingar um
fólk sem þekkt er að því að reyna
að svikja út lyf með því að látast
vera veikt og kalla á sjúkrabíl.
Umsögn um þannig mann gæti
verið: „Elskar morfín".
Um leið og slökkviliðsmaðurinn
veit um veikindin skráir hann þau
inn, allt er þetta gert á fljótlegan
hátt í gluggaumhverfi, og þá koma
upp til minnis fyrir hann þær spurn-
ingar sem nauðsynlegt er að spyija.
Þegar til dæmis er tilkynnt um
bijóstverk er spurt hversu lengi
hann hafi varað, um öndun, púls
meðvitundarstig og líðan sjúklings-
ins. Þessar upplýsingar gefur hann
áhöfn neyðarbílsins sem er á fullri
ferð á leiðinni til sjúklingsins á
meðan þessi samskipti eiga sér stað.
Nýtist við þjálfun
Upplýsingar um útköll safnast
síðan upp í tölvunni. í byijun vakt-
ar hafa nöfn allrar vaktarinnar ver-
ið færð inn og hlutverk manna til-
greint, eins og til dæmis hver svar-
ar í símann og hveijir eru á neyðar-
bílnum. Tölvan skráin sjálf inn
hvenær tilkynning berst og svo er
tíminn á hinum ýmsu stigum
sjúkraflutningsins skráður, allt til
loka að bíllinn er laus og tilbúinn
í annað útkall. Allt var þetta áður
handfært á laus blöð. Jón Viðar
segir að þessi upplýsingasöfnun
hjálpi til við stjórnun Slökkviliðsins.
Helmingur slökkvibíl-
anna 30 ára gamall
HÆGT gengur að endurnýja
tækjakost slökkviliðanna i land-
inu, að sögn Guðmundar Bergs-
sonar, deildarstjóra í Brunamála-
stofnun ríkisins. Liðlega helming-
ur slökkvibílanna er 30-35 ára
gamlir Bedford-bílar. Nú eru 84
slökkvilið í landinu með um 100
bíla og aðeins eru endurnýjaðir
einn eða tveir á ári.
Á íslandi eru þijú almenn
slökkvilið sem eingöngu eru skip-
uð atvinnumönnum, það eru liðin
í Reykjavík, Hafnarfirði og á Ak-
ureyri. Slökkviliðið á ísafirði er
að hluta skipað fastráðnum mönn-
um. Þá eru atvinnumenn í flug-
vallaslökkviliðunum á Keflavíkur-
flugvelli og Reykjavíkurflugvelli.
Onnur slökkvilið eru skipuð sjálf-
boðaliðum. Það hefur þó færst í
vöxt, að sögn Guðmundar Bergs-
sonar, að sveitarsljórnir ráði
slökkviliðsstjóra í fast starf.
Fjöldi slökkviliðsmanna er í allt
á bilinu 1.700 til 1.800. Þar af eru
um 200 atvinnumenn, helmingur
þeirra í Slökkviliði Reykjavíkur.
Guðmundur segir að sveitar-
stjórnir leggi gjarnan fjármagn
sem nemur um 2.000 kr. á hvern
íbúa í rekstur slökkviliðs. Það
dugi aðeins í rcglubundins rekstr-
ar. Hins vegar sé endurnýjun"
tækjakosts liðanna mikið vanda-
mál um allt land, í stórum jafnt
sem litlum sveitarfélögum.
Bendir hann á að enn séu 54
Bedfordar frá því um 1960 í notk-
un. „Þetta eru í sjálfu sér ágætir
bílar, þó heldur hægfara. En þess-
ir Bedford-bílar eru orðnir svo