Morgunblaðið - 21.09.1995, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
-!
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 31 **
ELDVARNIR OG ÖRYGGI
'jV,
Morgunblaðið/Júllus
UTKALL. Allt á fullu hjá Þórði Bogasyni innivarðstjóra í varð-
stofu Slökkviliðsins.
Allar upplýsingar eru aðgengilegar
og eftir árið er hægt að flokka út-
köllin nákvæmlega niður og miða
þjálfun slökkviliðsmanna við það
sem þeir eru raunverulega að fást
við.
í þessu kerfi er kölluð upp önnur
skjámynd í eldsútköllum. Sú mynd
byggir á sama grunni, með tíma-
setningum, staðsetningu brunans
og spurningum sem kerfið leiðir
fram eftir eðli málsins.
Eldibrandur vekur athygli
Slökkviliðið er um þessar mundir
að taka í notkun nýtt upplýsinga-
kerfi til aðstoðar við slökkvistarf
og sjúkraflutninga. Það hefur verið
nefnt Eldibrandur og er afrakstur
vinnu Slökkviliðsins og Verkfræði-
stofunnar Hnit hf. Jón Viðar segir
að kerfíð sé einstakt í sinni röð í
heiminum og hafi vakið athygli er-
lendis. Telur hann góðar líkur á að
það verði sett upp í borgum erlendis.
Tilgangur kerfísins er að veita
varðstjóra á brunastað aðgang að
sem mestum upplýsingum um húsið
sem er að brenna, á sem stystum
tíma og á sem einfaldastan hátt,
með hjálp korta, á meðan hann er
í bíl sínum á leið á brunastað. Kerf-
ið er einnig keyrt í varðstofu og
er stefnt að því að það verði tengt
við tölvukerfíð sem nú er notað við
símsvörun og skýrsiugerð.
Eldibrandur er svokallað land-
upplýsingakerfí sem byggir á notk-
un stafrænna korta og tengir sam-
an upplýsingar á ýmsu formi um
byggingar. I kerfínu eru upplýs-
ingar um skipulag, gatnakerfi;
brunahana, vatnslagnir og fleira. I
því er hægt að hafa eldvarnateikn-
ingar, upplýsingar um eiturefni og
frá eldvarnaeftirliti, teikningar af
byggingum, slökkviáætlanir sem
unnar eru í kerfinu, loftmyndir og
jafnvel stuttar myndbandsupptökur
af byggingum. Upplýsingar um við-
komandi byggingu eru einfaldlega
kallaðar upp með því að skrá inn
götu og húsnúmer.
Jón Viðar segir að verið sé að
þjálfa slökkviliðsmenn í notkun
tölvukerfisins. Enn sem komið er
sé lítið af upplýsingum um einstök
hús en hann segir að Slökkviliðið
sé nú tilbúið að taka við þeim teikn-
ingum og upplýsingum sem húseig-
endur vilja láta á té.
Sjálfvirkt SOS-nisti
Kerfið mun einnig verða notað
til að veita áhöfnum sjúkrabíla
upplýsingar um sjúklinga úr
gagnagrunni. Jón Viðar segir að
það geti aukið öryggi fólks að hafa
upplýsingar um sjúkdóma þess, lyf
og fleira skráðar á slökkvistöðinni.
Þetta yrði smám saman sjálfvirkt
SOS-nisti. Segir hann að
Slökkviliðið sé nú tilbúið að taka
við upplýsingum frá almenningi,
en þær verði að vera staðfestar af
heimilislækni.
gamlir að þeir bila oft og erfitt
er að fá í þá varahluti. Þó bílarn-
ir séu ekki mikið notaðir eru þeir
mikilvæg öryggistæki og verða
að vera í fullkomnu lagi. Það get-
ur verið langt í aðstoð ef slökkvi-
liðsbíllinn bilar i útkalli," segir
Guðmundur. Nýir slökkvibílar
kosta 12-14 miHjónir kr. og segir
Guðmundur að það sé stór biti að
kyngja fyrir lítil og fjárvana sveit-
arfélög. Enda er það svo að aðeins
einn til tveir slökkvibílar eru
keyptir á ári.
Slökkviliðsmenn-
irnir eru ágætlega í
stakk búnir að fást við
verkefni sitt, að sögn
Guðmundar. Bruna-
málastofnun hefur
haldið námskeið frá
því um 1980 og segir
Guðmundur að nú sé
kjarni manna í öllum
liðunum sem kunni til
verka við reykköfun
og slökkvistarf.
Starfsmenn Bruna-
málastofnunar reyna að heim-
sækja öll slökkvilið landsins einu
sinni á ári. Kynntar eru nýjungar
og búnaður liðanna yfirfarinn.
Segir Guðmundur að kröfum um
úrbætur sé fylgt eftir við viðkom-
andi sveitarsljórnir og þannig
þokist málin áfram. Sveitarstjórn-
armenn skilji almennt þörfina á
því að hafa slökkvilið sem hafi
aðstöðu til að vinna sitt starf en
takmarkaðir fjármunir bitni á
þessu eins og öðru.
sss
✓ÞasgllegiroflauíSoltaíklasðaslgfþá r-i i/~ l inönuiu
✓Engar relmar ENW-AdORNIN
✓Falleglr. eterkir og endlngargéílr Bankeetræti 10 • Sími 552-2201